Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 39 MINNINGAR ✝ Reynir Gíslasonfæddist í Miðhús- um í Garði 20. apríl 1931. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Þorgerður Guð- mundsdóttir, f. 3.8. 1898 á Brekku í Garði, d. 28.9. 1936, og Gísli Matthías Sig- urðsson, bóndi, f. 13.7. 1895 í Reykja- vík, d. 7.7. 1982. Þau hjónin bjuggu í Mið- húsum í Garði. Systkini Reynis eru: 1) Jóhanna Guðný, f. 24.6. 1920, d. 20.7. 1923. 2) Þórir Guðmundur, f. 1922, d. 14.11. 1923. 3) Guðmundur Jóhann Sveinn, f. 26.8. 1923. 4) Haraldur Helgi, f. 19.9. 1924, d. 27.4. 1974. 5) Þórhildur, f. 12.9. 1925. 6) Guðmundur Helgi, f. 7.10. 1926, d. 25.2. 1998. 7) Svava, f. 1.12. 1927. 8) Alla Margrét, f. 28.12. 1928. 9) Ingibjörg, f. 13.1. 1930. 10) Magnús, f. 5.8. 1932. 11) Eyjólfur, f. 28.4. 1934. 12) Ingibjörg Anna, f. 15.6. 1935. 13) Stúlkubarn, f. 28.9. 1936, d. 28.9. 1936. Reynir kvæntist Erlu Sigurvins- dóttur hinn 12. okt. 1953. Börn þeirra eru: 1) Kjartan, f. 4.10. 1952, kvæntur Ástu Sigfúsdóttur, f. 3.1. 1951. Þau eiga þrjú börn og eru bú- sett á Egilsstöðum. Börn þeirra eru A) Auður Vala Gunnarsdóttir, f. 2.1. 1971, gift Helga Sig- urðssyni, f. 11.6. 1972, börn þeirra eru: a) Ásta Dís Helgadóttir, f. 4.5. 1999, og b) Alvar Logi Helgason, f. 17.7. 2002. B) Esther Kjartansdóttir, f. 18.9. 1976, og C) Reynir Helgi Kjart- ansson, f. 3.10. 1981. 2) Sigrún, f. 28.3. 1955, hún á tvö börn og er búsett á Ítalíu. Börn hennar eru: A) Erla María Leonardo, f. 26.5. 1986, og B) Gian- luca Leonardo, f. 8.8. 1989. Reynir og Erla skildu. Síðari sambýlis- kona Reynis var Guðbjörg Anna Pálsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur, Rögnu Sigríði, f. 9.4. 1971, búsett í Reykjavík. Börn hennar eru: A) Theódór Örn Ramos Rocha, B) Matthías Ásgeir Ramos Rocha, C) Hafsteinn Óli Berg Ram- os Rocha. Reynir starfaði lengst af sem at- vinnubílstjóri hjá Aðalstöðinni í Keflavík. Hann bjó alla tíð á Suð- urnesjum og dvaldi síðustu þrjú ár- in á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Útför Reynis verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku pabbi minn. Að kvöldi 17. mars hélt ég þér í faðmi mínum, kyssti þig góða nótt, sagði þér hvað ég elskaði þig mikið og grét sárum tár- um. Vegna þess að ég vissi að nú vær- ir þú að sofna svefninum langa. Það var svo erfitt en ég vissi að nú væri þjáningum þínum lokið og nú ertu orðinn frjáls eins og fuglinn. Ég veit að þú verður alltaf mér við hlið, þó að ég sjái þig ekki, eins og þú hefur alltaf verið, þú veist hvað ég meina. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vakir þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Ég elskaði þig svo mikið, þú varst svo góður, elsku besti pabbi minn. Góða nótt. Ragna. Afi Reynir. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Góða nótt. Þínir afastrákar, Theodór Ramos Rocha, Matthías Ramos Rocha, Hafsteinn Ramos Rocha. REYNIR GÍSLASON ✝ Gréta Emilía Júl-íusdóttir fæddist á Vopnafirði 6. októ- ber 1922. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 17. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Stef- ánsdóttir, f. á Syðsta- Mói í Fljótum 21. júní 1900, d. 23. júní 1972, og Júlíus Hafliðason, f. á Akureyri 12. júlí 1893, d. 18. júlí 1974. Systkini Grétu eru: Magnea, húsmóðir á Akureyri, f. 16. desember 1919; Stefán, bóndi á Breiðabóli á Sval- barðsströnd, f. 25. janúar 1924; Kristján, bifvélavirki í Reykjavík, f. 11. mars 1926, látinn; María, húsmóðir í Reykjavík, f. 31. maí 1927; Þórunn Ólafía, húsmóðir á Akureyri, f. 8. september 1928; og Gunnar Dúi, málarameistari á Akureyri, f. 22. október 1930. Gréta giftist Björgvin Sigurjóni Júlíussyni iðnaðarmanni á Akur- eyri, f. 19. mars 1915, d. 2. febr- úar 1981. Foreldrar hans voru Bergþóra Bergvinsdóttir, f. á Háu- Þverá í Fljótshlíð 14. júlí 1887 dáin 24. febrúar 1940, og Júlíus Jóhannesson, f. á Þórustöð- um í Eyjafjarðar- sveit 8. september 1888, d. 10. mars 1970. Börn Grétu og Björgvins eru: 1) Reynir, bóndi og húsasmíðameistari á Bringu í Eyjafjarð- arsveit, f. 16. febr- úar 1942, kvæntur Freyju Sigurvins- dóttur og eiga þau fjögur börn. 2) Júl- íus, múrarameistari á Akureyri, f. 14. ágúst 1943, kvæntur Kristínu Sveinsdótt- ur og eiga þau fimm börn. 3) Björgvin, húsasmíðameistari á Akureyri, f. 6. september 1946, kvæntur Eddu Hrönn Stefáns- dóttur og eiga þau tíu börn. 4) Berghildur Gréta, húsfreyja á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, f. 26. júlí 1954, d. 8. júlí 2003, gift Jó- hannesi Sigfússyni og eiga þau fjögur börn. Gréta ólst upp á Akureyri og bjó þar til dauðadags. Ásamt hús- móðurstörfum vann hún ýmis störf en þó lengst af sem matráðs- kona. Útför Grétu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma í Helgó. Þegar ég sit og skrifa þessi orð þá get ég varla ímyndað mér hvernig Akureyri verður án þess að hafa ömmu í Helgó. Þessi fasti punktur sem hef- ur alltaf verið til staðar, kíkja til ömmu í heimsókn. Þær eru margar minningarnar. Þegar við vorum að koma í bæinn með mömmu þá var brunað beint í Helgó og þar voru fiskibollurnar þínar með lauknum á borðinu. Á síðustu árum þegar ég hef verið hér á Akureyri í skóla þá kom ég oftast inn með látum og kallaði halló. Þú sagðir: „Hver er þetta?“ Og ég svaraði: „Gréta heiti ég alveg eins og þú.“ Eitt sinn hafði ég læst mig úti að nóttu til og labbaði til þín og skreið inn í fremra herbergi. Þegar ég svo vaknaði um morguninn var ljúfur pönnukökuilmur um allt hús, þú varst svo ánægð með að sjá að ein- hver væri sofandi inni í herbergi að þú varst búin að útbúa þessar fínu pönnukökur í morgunmat. Allra skemmtilegasta atvikið sem ég man eftir er þegar þú varst að hneykslast á tónleikum með Björk sem höfðu verið í sjónvarpinu. Þú stökkst fram á gólf og lékst þetta fyrir mig hvernig manneskjan gekk berserksgang á sviðinu, ég hló óendanlega mikið þó að þú hafir ekki líkst Björk mjög mikið. Núna ert þú búin að fá hvíldina og þér hefur verið vel tekið. Emilía mín sagði svo einlæg þegar ég sagði henni að amma í Helgó væri komin til Guðs: „Núna geta hún og afi farið að búa saman aftur, svo hittir hún líka ömmu Beggu.“ Það hafa verið fagnaðarfundir þegar þið mamma hittust aftur. Það var gott að eiga góða ömmu og ég er þakklát fyrir þær stundir sem við áttum. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín Gréta Bergrún. Elsku amma, mikið finnst mér erfitt að kveðja þig, erfitt að hugsa til þess að geta ekki farið til ömmu í Helgó. En svona er nú lífið, það tek- ur víst enda einhvern tímann. Ég er svo glöð yfir því að hafa átt þig sem ömmu, þú varst mér alltaf svo góð. Á milli okkar var eitthvað sem ekki er hægt að útskýra. Það var ósjald- an sem ég eða þú sendum hvor ann- arri hugskeyti um að hringja, og alltaf fannst okkur það jafn- skemmtilegt. Við áttum margar góðar stundir saman og þær geymi ég sem gull í huga mínum. En nú ertu komin til afa, Beggu frænku og allra hinna sem eru farn- ir á þennan fallega stað. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgir, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig, elsku amma. Aníta. Elsku amma, nú er þinn tími lið- inn og nýr tekinn við. Þegar ég hugsa um liðin ár og þær stundir sem ég átti með þér kemur upp bros í huga mínum sem er tákn þeirra ánægjuminninga sem við áttum. Ég held mér sé óhætt að segja að þú hafir engan átt þér líkan í einu og öllu en þrátt fyrir það varstu mér góð amma og líka sú eina sem ég náði að kynnast vel. Þar sem ég sá heldur hvorugan afa minn varstu mér í rauninni sem bæði amma og afi. Ég man þær stundir vel er ég kom til þín með mömmu og pabba þegar ég var lítil, mér fannst það alltaf svo sérstakt en ég líka naut þess. Sjaldan fór ég út frá þér nema með eitthvað í vasanum sem þú hafðir látið mig fá. Ein besta minn- ingin er þegar þú komst með okkur mömmu og pabba í sumarbústaðinn í heila viku eitt sumarið. Það er ein skemmtilegasta og trúlega sú minn- isstæðasta sumarbústaðaferð sem ég hef farið. Við fórum víða og skoð- uðum okkur um. Þó man ég sér- staklega eftir þegar ég og þú sung- um eitt kvöldið saman og við að hugsa um það augnablik man ég hvað þér fannst það gaman. Árin liðu og brátt var ég farin að koma í heimsókn til þín ein eftir að ég fékk bílpróf. Þó svo að ég væri eitt af mörgum ömmubörnunum þínum leið mér ekki endilega þann- ig því mér fannst svo yndislegt hvað þú hafðir mikinn áhuga á því hvað ég var að læra og öðru sem ég var að gera. Þú fylgdist vel með þegar ég var að læra matartækninn og taka starfsnám mitt því þú hafðir nefni- lega unnið á sama stað svo við ræddum oft um það og hvað tímarn- ir væri breyttir frá því þá. Síðustu árin þín urðu erfiðari eft- ir því sem leið á. Veikindin komu nær og nær og oftar fórstu á sjúkra- húsið en áður. Ég reyndi að fara alltaf reglulega með mömmu og eða pabba í heimsókn til þín en undir það síðasta hafði ég ekki séð þig í smátíma. Því er ég sérstaklega þakklát fyrir að hafa fengið að sitja ein með þér á stofunni áður en yfir lauk. Ég fann friðinn sem var yfir þér og vissi að brátt yrði lífið á enda. Ég mun ávallt vera þakklát fyrir þessa kveðjustund og vona innilega að þú hafir heyrt þegar ég raulaði fyrir þig sálminn „Í bljúgri bæn“. En elsku amma mín í Helgó, takk fyrir mig og þær minningar sem þú gafst mér inn í líf mitt, þær verða vel geymdar. Megi englar guðs lýsa þér leiðina til ljóssins og fylgja þér um alla tíma. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, Ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Ragnhildur. Þéttur kaffiilmur, mikil sál og mikið af smáhlutum var það fyrsta sem ég tók eftir í íbúðinni hennar Grétu tengdaömmu minnar er Aníta fór með mig í fyrsta sinn til fundar við ömmu sína. Sagði Aníta mér í upphafi að amma sín talaði mjög mikið, og vissulega kom það á dag- inn að hún kom máli sínu frá sér hjálparlaust. Þetta var í upphafi tíunda áratug- ar síðustu aldar og alla tíð síðan hef ég átt því láni að fagna að umgang- ast Grétu enda voru samskipti hennar og Anítu mikil og náin. Gréta var sterkur persónuleiki, geð- rík og ekki endilega allra. Afstaða hennar til samferðafólks réðst ekki af veraldlegum eða forgengilegum efnislegum hlutum, heldur las hún í hjartalag og huga fólks. Fannst mér hún býsna fær í þeim lestri. En þrátt fyrir það hafði hún til að bera víðsýni og umburðarlyndi gagnvart fólki og aðstæðum þess. Já, kaffið var gott hjá Grétu og það var nærvera hennar líka. Ég sagði henni stundum að hún gerði besta kaffið á öllu landinu og hafði hún gaman af. Var reyndar sérstak- ur þokki yfir allri hennar matargerð enda þaulreynd á því sviði eftir langa ævi og starfa við mötuneyti fyrirtækja og stofnana. Þær eru orðnar margar stundirnar sem ég átti í eldhúsinu hjá Grétu þar sem rætt var um heima og geima á með- an veitingum voru gerð skil. Sér- staklega var það ánægjulegt og uppfræðandi að heyra hana segja frá uppvaxtarárum sínum hér á Ak- ureyri. Minni hennar var með ólík- indum gott og nákvæmt og fannst mér stundum sem að ég hyrfi til baka um marga áratugi þegar hún rifjaði upp löngu liðna atburði. Sérstaklega var það ánægjulegt er tækifæri gafst til að gera henni smágreiða og viðvik, þó að það hefði mátt vera oftar. Þakklæti hennar var hreint og innilegt. Í takmörkuðu skrifplássi er erfitt að gera lífs- hlaupi Grétu skil. Hún hélt ágætri heilsu þar til fyrir rúmum tveimur árum er hún fór í aðgerð á baki sem tókst sæmilega. Fyrir tæpum tveimur árum lést Berghildur, einkadóttir hennar, eftir nærfellt 15 ára hetjubaráttu við krabbamein. Gréta bar harm sinn í hljóði en lífs- neisti hennar og kraftur beið hnekki. Fyrir rúmu ári var hún lögð inn á sjúkrahús til lækninga en veiktist þar hastarlega. Náði hún aldrei fyrri heilsu eftir það. Ég þakka Grétu af heilum hug þá vin- áttu sem hún gaf mér og fjölskyldu minni. Það er missir að eiga hana ekki að og geta ekki heimsótt hana í Helgamagrastrætið. Guð blessi Grétu tengdaömmu og minningu hennar. Hjalti Gestsson. GRÉTA EMILÍA JÚLÍUSDÓTTIR Þú sagðir eitt sinn að þú skyldir setja orð á blað ef ég færi á undan þér. Ég þakkaði og sagði sömuleiðis. Þegar ég var í kirkjunni í dag rifj- uðust þessi orðaskipti upp fyrir mér, ég veit að þú hefðir staðið við orð þín og ekki mátti ég vera minni mann- eskja. Ég kynntist ykkur hjónunum þeg- ar ég og strákarnir mínir fluttum hingað á Reyðarfjörð. Til ykkar var EINÞÓR JÓHANNSSON ✝ Einþór Jóhanns-son fæddist í Teigargerði við Reyðarfjörð 17. febr- úar 1930. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 15. mars síðastliðinn og var útför Einþórs gerð frá Reyðarfjarðar- kirkju 23. mars. gott að koma, alltaf tek- ið hlýlega á móti mér og mikið var spjallað og slegið á létta strengi, já, kímnin var aldrei langt undan hjá þér. Þegar heimsókn var lokið var beðið fyrir kveðju til strákanna, þó annar væri fullorðinn og hinn langt kominn að verða fullorðinn. Kærar þakkir fyrir hvað þú gafst Sigurjóni mikið þegar hann var hjá ykkur Hildi á með- an ég var að hjálpa Haf- dísi og Svanborgu. Kæri Einþór, ég og strákarnir þökkum fyrir að hafa kynnst þér. Elsku Hildur, Ásta og fjölskylda, Svanborg og Hafdís, megi góður Guð styrkja ykkur á þessum sorgartíma. Sælín Sigurjónsdóttir og fjölskylda, Gröf, Reyðarfirði. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.