Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 17 ERLENT húsið í gær hélt fólk á spjöldum með teikningum þar sem hjúkrunarfræðingunum og lækninum var líkt við „engla dauðans“. Voru skilaboðin þau að sexmenning- arnir ættu skilið að deyja fyrir verk sín. Saksóknarar segja að sexmenningarnir hafi vísvit- andi sprautað eyðniveirunni í börnin en verjendur segja þau öll hafa haft HIV-veiruna áður en þau komu á spítalann sem fólkið vann á. NOKKRIR íbúar í Trípólí, höfuðborg Líbýu, stóðu fyrir mótmælum fyrir framan hæstarétt landsins í gær en þá tók dómurinn fyrir áfrýjun fimm búlgarskra hjúkr- unarfræðinga og palestínsks læknis sem á sínum tíma voru sakfelld og dæmd til dauða fyrir að hafa sprautað eyðniveirunni í meira en fjögur hundruð líbýsk börn. Sakborningar, sem hafa verið á bak við lás og slá síðan 1999, halda allir fram sakleysi sínu en fyrir utan dóms- AP Fordæmdu „engla dauðans“ FIMMTÍU og níu fyrrverandi sendimenn Bandaríkjastjórnar hafa hvatt öldungadeild Banda- ríkjaþings til að hafna útnefningu Johns R. Boltons sem sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Í bréfi til Richards Lug- ars, formanns utanríkismála- nefndar öldunga- deildarinnar, segja sendiherrarnir fyrrverandi, að Bolton sé ekki rétti maðurinn í starfið. Hvetja þeir Lugar til að hafna honum en nefndin mun fjalla um útnefninguna 7. apríl næstkom- andi. Sendiherrarnir hafa starfað jafnt fyrir ríkisstjórnir demókrata og repúblikana og eiga sumir lang- an feril að baki en aðrir skemmri. Deila þeir hart á Bolton og segja, að hann hafi getið sér „sérstakt orð“ fyrir að vera á móti því að auka öryggi Bandaríkjanna með alþjóðlegum samningum um af- vopnun og vígbúnaðareftirlit. Þá vekja þeir athygli á þeim ummæl- um Boltons, að Sameinuðu þjóð- irnar skipti „aðeins máli þegar þær þjóna hagsmunum Bandaríkj- anna“. Segja þeir, að þessi afstaða hans muni ekki auðvelda honum sam- skiptin við sendiherra annarra ríkja hjá SÞ. Adam Ereli, aðstoð- artalsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, sagði er hann var spurður um bréfið, að Bolton væri „góður kostur“ og vonandi yrði út- nefning hans staðfest. „Góður kostur“ Sendiherrarnir fyrrverandi hrósa George W. Bush forseta fyr- ir að hafa í upphafi annars kjör- tímabils reynt að bæta samskiptin við Evrópu en tína síðan til ým- islegt, sem þeir segja, að geri Bolton óhæfan sem fulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hvetja þeir Bush til að hafna honum. Vilja Bolton ekki sem sendi- herra hjá SÞ 59 fyrrverandi sendiherrar Banda- ríkjanna senda þingmönnum bréf Washington. AP. John R. Bolton DANSKA lögreglan veit nú hver maðurinn er, sem fannst myrtur og sundurlimaður í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum dögum. Sögðu tennur hans og tannlæknaskýrslur til um það. Maðurinn hét Torben Vagn Knud- sen og starfaði sem leigubílstjóri. Hann var 41 árs og hafði verið stung- inn margsinnis og líkið síðan hlutað sundur með sög. Var hann frá Kaup- mannahöfn að því er fram kemur í Jyllands-Posten. Lögreglan í Kaupmannahöfn birti nafn Knudsens í gær eftir að leigu- bíll hans fannst mannlaus í Adel- gade. Hafa danskir fjölmiðlar eftir lögreglu, að talið sé að maðurinn hafi lagt bílnum þar eftir að vakt hans var lokið, og hann hafi síðan farið á veitingahús skammt frá. Hlutar af líki mannsins fundust í húsasundi við Adelgade 106 og hlut- ar í um 30 metra fjarlægð í Klerke- gade. Talsmaður lögreglunnar segir, að rannsókn málsins snúist nú um að finna morðstaðinn, hugsanlega ástæðu og að sjálfsögðu þann eða þá, sem illvirkið frömdu. Hefur lögregl- an óskað eftir því, að þeir sem sáu til Knudsens á þessu svæði umrædda nótt, gefi sig fram. Kennsl bor- in á líkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.