Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Daníel Guðmund-ur Guðmundsson fæddist á Bíldudal 10. ágúst 1916. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 22. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Þorbjörg Guðmunds- dóttir ljósmóðir og Guðmundur Arason verkamaður. Þau voru langan aldur búsett á Bíldudal og bæði Vestfirðingar langt í ættir fram. Ættir Þorbjargar voru einkum í Breiðafjarðareyjum en ættir Guðmundar í Austur- Barðastrandarsýslu. Daníel var sjötti í röð tíu systkina, sem öll kom- ust upp, en að auki tóku foreldrar hans stúlkubarn í fóstur og ólu upp sem eigið barn væri. Daníel kvæntist árið 1952 Ástu Jónsdóttur frá Lækjartungu á Þing- eyri við Dýrafjörð og bjuggu þau hann gerðist vélstjóri á ms. Skelj- ungi og síðan á varðskipum. Lengst var hann vélstjóri á olíuskipinu Þyrli eða til 1959. Þá hóf hann störf hjá Tollgæslunni í Reykjavík og var tollvörður og formaður á tollbát allt til starfsloka sjötugur að aldri árið 1986. Félagsmál og trúnaðarstörf áttu veigamikinn sess í lífi Daníels G. Guðmundssonar. Þannig var hann lengi í stjórn Mótorvélstjórafélags Íslands og var formaður þess 1958– 1968 eða þangað til það sameinaðist Vélstjórafélagi Íslands (VSFÍ) en þá varð hann varaformaður þess fé- lags. Hann átti sæti í stjórn og vara- stjórn Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands (FFSÍ) frá 1958 og var varaforseti sambandsins um skeið. Hann var fulltrúi vélstjóra í stjórn Sjómannadagsráðs, formað- ur stjórnar Styrktar- og sjúkrasjóðs VSFÍ og í atvinnuleysisbótanefnd FFSÍ og VSFÍ. Daníel hlaut heið- ursmerki Sjómannadagsráðs 1993 og var kjörinn heiðursfélagi Vél- stjórafélags Íslands. Hann starfaði lengi í Frímúrarareglunni. Útför Daníels verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. fyrst í Reykjavík en lengst af í Kópavogi. Ásta lifir mann sinn. Börn þeirra eru tvö: Þorbjörn Daníelsson, fluggagnafræðingur, kvæntur Önnu Jónu Guðjónsdóttur sjúkra- liða og eiga þau sex börn; og Guðrún Daní- elsdóttir, skurðhjúkr- unarfræðingur, gift Herði Reimari Óttars- syni iðnaðarmanni og eiga þau þrjú börn. Barnabörn Daníels heitins og Ástu eru níu talsins og barnabarnabörn- in tvö. Daníel lærði ungur járnsmíði og vélsmíði. Hann lauk minna mótor- vélstjóraprófi 1938, hinu meira prófi 1944 og viðaukaprófi fáum ár- um síðar. Hann var í fyrstu vélstjóri á bátum frá Akranesi en starfaði síðan á Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar í Reykjavík uns Þá er tíminn kominn til að kveðja elsku afa minn. Þau eru mörg minn- ingabrotin sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa um afa. Minning um sex ára afmælisdaginn minn þegar ég fékk að gista hjá ömmu og afa, eitt af þeim mörgu skiptum sem ég gisti hjá þeim. Þegar ég vaknaði um morguninn fékk ég rautt armbandsúr í afmælisgjöf og afi fylgdi mér í skólann sem var við sömu götu. Minning um föstudagana góðu þegar afi mætti heim til okkar í Kópa- voginum með fullan poka af kókó- mjólk, ávöxtum, frostpinnum og fleira góðgæti. Mér fannst hann besti afi í heimi. Minning um taflið sem hann gaf mér, en þá hafði afi látið skera út nafnið mitt í rúnaletri á kassann. Minning um sumardaginn fyrsta og 17. júní á ári hverju í barnæsku minni. Afi hafði keypt blöðrur og fána og átti sérstaka pumpu til að blása upp blöðrurnar fyrir okkur. Sömu- leiðis höfðu þau amma keypt handa okkur skemmtilegar sumargjafir. Minning um það þegar afi heimsótti okkur í Vogana og fékk að prófa hest- inn minn. Afi, þessi virðulegi maður í jakkafötum með hatt, skellti sér á bak og þeysti af stað á harðaspretti með hattinn sem auðvitað fauk af um leið. Minning um það þegar ég bjó hjá afa og ömmu fyrsta árið mitt í menntaskólanum og afi var að kenna mér hvernig væri best að keyra bílinn hans í snjónum sem safnaðist fljótt í götunni hjá þeim. Minning um það þegar hann leigði fyrir mig, ungling- inn, sumarbústað og lánaði mér bílinn sinn til ferðarinnar. Já, elsku afi, hann vildi mér og okk- ur systkinunum allt það besta. Ég mun sakna hans, en veit þó að hann var feginn að fá að sofna. Ég bið góðan Guð að blessa minn- ingu afa míns og bið þess að við mætt- um hittast á ný við endurkomu Frels- ara okkar. Elsku amma, pabbi, mamma, Guð- rún, Hörður og aðrir aðstandendur, megi okkar kærleiksríki Faðir blessa fjölskyldu okkar um alla framtíð. Helga Magnea. Okkur langar með nokkrum orðum að minnast Daníels afa okkar sem lést hinn 22. mars síðastliðinn. Öldur minninganna eru háar og breiðar og því er af mörgu að taka. Afi var góður, gjafmildur, hreinskilinn, sanngjarn og við erum öll sammála um að hann hafi verið sannkallaður herramaður. Það voru ófáar ferðirnar sem hann kom til okkar með ávexti, íspinna og kókómjólk í poka. Við vorum eins og heimalningar á Álfhólsveginum í upp- vextinum og sváfum þá oftar en ekki á milli ömmu og afa. Afi fór líka með okkur á jólaböll og þar var hann í sínu fínasta pússi. Hann var alltaf snyrti- lega til fara og oft sáum við hann pússa skóna sína. Hjá afa var alltaf allt í röð og reglu og þar má helst nefna bílinn hans. Hann var alltaf tandurhreinn jafnt innan sem utan og í hanskahólfinu lumaði hann á brjóst- sykri í sérstöku boxi. Afi var mjög vanafastur þegar kom að matarvenj- um. Við munum eftir sykruðu gúrk- unum, pönnukökunum, rjómanum, silfurhnífapörunum sem hann borðaði alltaf með og 25 cl kókflöskunum. Afi var mjög barngóður og ljómaði í návist barna. Seinna þegar barna- barnabörnin komu gat hann ekki beð- ið eftir því að fá þau í fangið. Þegar að jólapökkunum kom sagði amma okk- ur eitt sinn að hún hefði átt í mestu erfiðleikum með að setja afa mörk í jólainnkaupum fyrir barnabörnin. Hann vildi alltaf vera að troða einu og einu til viðbótar í pakkana. Hann var óspar á peninga við okkur barnabörn- in og sjaldan fór maður frá þeim öðru- vísi en með seðil í vasanum. Við bárum mikla virðingu fyrir afa og erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með honum, við eigum eftir að sakna hans sárt. Á þessari páskahátíð höfum við öðlast dýpri skilning á fórn Frelsarans, sem gaf líf sitt fyrir okkur mennina. Vegna Jesú eigum við von um að við mættum öll sameinast á ný. Anna Margrét, Þorbjörg Ásta, Marinó Muggur, Guðjóna Björk og Sigríður Ósk. Daníel móðurbróðir minn var einn af traustum hornsteinum síns ættar- garðs. Hann var maður af því tagi sem aldrei virtist liggja neitt á en gegndi þó fjölbreyttum viðfangsefn- um og trúnaðarstörfum af samvisku- semi og nákvæmni. Aldrei sá ég Daní- el Guðmundsson óþolinmóðan, hvað þá vanstilltan og allra síst reiðan. Hann var léttur í lund og gamansam- ur, oft meinhæðinn á ljúfan hátt sem ekki meiddi, en fyrst og fremst hlýr og góður maður. Auk þess var hann einstaklega myndarlegur og fallegur með hreinan og bjartan svip. Höfð- inglegur í fasi og ljúfmenni í dagfari. Eðliseiginleikar Daníels heitins einkenna líka Ástu konu hans. Þau hjónin reyndust mér betri en enginn, bæði þegar ég var ungur drengur og síðar. Fyrstu sjóferð mína fór ég sex ára gamall með Daníel frænda mínum á olíuskipinu Þyrli vestur á firði. Samskipti okkar Daníels voru mikil og náin framan af ævi minni, sem og samband þeirra hjóna og móður minnar. Síðustu áratugina voru tengslin slitróttari þegar vegalengdir aðskildu okkur. Barnahópur afa og ömmu á Bíldu- dal var stór og miseldri lítið. Móðir mín var elst systkinanna, en Daníel, sem var sjötta barnið í röðinni, var að- eins liðlega sjö árum yngri en hún. Heimilið var þungt og börnin urðu snemma að fara að vinna og bjarga sér. Systkinahópurinn reyndist dug- mikið, fjölhæft og vel gefið fólk. Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt, sagði séra Hallgrímur. Nú lifir sú góða kona Rebekka móð- ursystir mín ein eftir af systkinahópn- um stóra frá Bíldudal. Afkomendur afa og ömmu eru hins vegar orðnir svo margir, að líklega getur enginn vitað tölu þeirra núna, nema þá helst þeir Kári Stefánsson og höfuðsmið- urinn hæsti. Að leiðarlokum í örskammri vist þessa heims hugsa ég til Daníels Guð- mundssonar með þakklæti, hlýju og virðingu. Meira en hálfrar aldar gæfuríkum samvistum hans og Ástu konunnar hans er lokið um stundar- sakir. Ég er þess fullviss að hún tekur missinum með æðruleysi. Þau heið- urshjónin voru lánsöm í einkalífi og eignuðust góð og farsæl börn. Hlynur Þór Magnússon. Móðurbróðir minn, Daníel Guð- mundur Guðmundsson vélstjóri og tollvörður, er látinn á 89. aldursári. Þar er góður maður genginn. Þakk- látum huga vil ég minnast hans örfá- um orðum. Hann var fæddur í Hólmarahúsinu á Bíldudal, sjötti í röðinni af tíu barna hópi þeirra Þorbjargar Guðmunds- dóttur ljósmóður og Guðmundar Ara- sonar bónda og verkamanns. Af sjálfu leiddi að snemma varð hann að sjá sér farborða og standa á eigin fótum. Enda einkenndi það lífshlaup hans síðar á ævinni að leggja sig fram um að verða öðrum að liði. Elstu minningar mínar um Daníel eru frá þeim tíma, er hann var við nám hjá Magnúsi Jónssyni og Axel syni hans í Járnsmiðjunni á Bíldudal. Þá völunda báða mat hann alla tíð mikils og það vegarnesti, sem hann hjá þeim hlaut. Einstakur hagleikur og vandvirkni voru þar í fyrirrúmi. Eftir að Daníel var fluttur suður til frekara náms og starfa kom hann gjarnan í sumarleyfum heim á Bíldu- dal í heimsókn til foreldra og vensla- fólks. Mér eru enn í barnsminni höfð- inglegar gjafir hans, sem hann færði okkur öllum við slík tækifæri. Þar var DANÍEL GUÐMUND- UR GUÐMUNDSSON ✝ Jón Sigtryggs-son fæddist á Hömrum í Laxárdal í Dalasýslu 2. septem- ber 1917. Hann lést á LSH á Landakoti mánudaginn 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigtryggur Jónsson, hreppstjóri, kennari og bóndi á Hrapps- stöðum í Laxárdal, og Guðrún Sigur- björnsdóttir, hús- freyja og ljósmóðir. Systkini Jóns eru Sigurbjörn, f. 1918, d. 2003, fyrrv. aðstoðarbankastjóri Landsbank- ans, kvæntur Ragnheiði Viggós- dóttur, f. 1920, og Margrét, f. 1925, húsmóðir, hennar maður var Eggert Emil Hjartarson, f. 1912, d. skrifstofu tollstjórans í Reykjavík 1941–1953 og síðan aðalbókari og skrifstofustjóri Iðnaðarbanka Ís- lands hf. frá 1953 til ársloka 1981 er staðan var lögð niður vegna gagngerra breytinga á skipulagi bankans. Þá starfaði hann eftir það að sérstökum verkefnum fyrir bankann til ársloka 1987 er hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Jón sat í stjórn Ungmenna- félagsins Ólafs pá í Laxárdal 1933–1934, í stjórn Breiðfirðinga- félagsins í Reykjavík 1950–1953, sat í stjórnskipaðri nefnd er fjallaði um ráðstafanir til aukning- ar sparifjársöfnunar 1954, gekk í Oddfellowregluna á Íslandi 1943 og var virkur í starfi hennar síðan. Hann átti sæti í yfirstjórn reglunn- ar frá 1971 og var yfirmaður henn- ar hér á landi frá 1981 til 1989. Jón var ritstjóri tímaritsins Breiðfirðings 1944–1946 og skrif- aði ýmsar greinar í blöð og tíma- rit. Útför Jóns verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1988, vélsmiður. Hinn 1. desember 1946 kvæntist Jón Halldóru Jónsdóttur, f. 1922, húsmóður. Hún er dóttir Jóns Kristmundssonar, f. 1886, d. 1952, sjó- manns í Reykjavík og konu hans Magneu Tómasdóttur, f. 1889, d. 1974, húsmóður. Sonur Jóns og Hall- dóru er Sigtryggur, f. 24.3. 1949, fram- kvæmdastjóri Lífeyr- issjóðs bankamanna. Synir hans eru Jón Haukur, f. 17.1. 1978, og Halldór Emil, f. 3.10. 1982. Jón lauk stúdentsprófi 1941 og stundaði um skeið nám í viðskipta- fræði við HÍ. Hann var bókari á Það var undarlegt að upplifa það að vera nýbúin að tala um Jón tengdapabba eins og ég alla tíð hef kallað hann, við konu út í bæ, og koma svo heim eftir það samtal og fá fréttir af láti hans. Samtal mitt og ónefndrar konu var um barnaupp- eldi. Ég hafði sagt að sem betur fer hefðu synir mínir alla sína barnæsku verið það lánsamir að fá að vera með afa sínum og ömmu á hverjum degi. Það sæist í dag á hvern hátt það hefði skilað sér í uppeldi þeirra. Að hafa fengið að vera samferða Jóni í rúma tvo áratugi er gott vega- nesti sem ég mun alla tíð búa að. Hann var rólegur maður að eðlisfari, vel máli farinn og mjög vel lesinn. Hann var eins og alfræðibók, það var sama hvað ég spurði hann um, hann vissi allt. Meira að segja hélt ég stundum að ef ég hefði spurt hann um veðurfar einhvern ákveðinn dag þá hefði hann verið fljótur að láta mig fá lýsingu. Ég man enn hve heitt og þétt handtak hans var í fyrsta skiptið er við vorum kynnt hvort fyrir öðru. Ég hafði verið með hnút í maganum all- an daginn sem ég fann að ég hefði al- veg getað sleppt. Því þar sem ég stóð fyrir framan hann íklædd gráum flauelisbuxum og rauðri peysu, þá tók hann utan um mig og sagði: „Mikið er gaman að fá að kynnast þér.“ Og sendi mér svo þetta líka heillandi bros, sem bræddi mig á sama andartaki. Upp frá þessu augnabliki urðum við vinir, ég gat talað við hann um alla hluti sem og ég gerði er við lá og þess utan. Það var notalegt að hitta hann hvort heldur var á kontórnum í bankanum eða á kontórnum heima hjá honum. Eftir að synir okkar fæddust sá ég enn aðra hlið á tengdapabba. Hann var alger barnagæla og hafði enda- lausa þolinmæði hvað varðar að hlusta og útskýra fyrir spurulum peyjum. Það mátti heyra oft á dag: Afi segir. Jón var með mikið þykkt hár og oftar en ekki þá voru strákarnir bún- ir að setja rúllur í hár afa síns, eða eitthvert skraut og svo til að ljúka verkinu náðu þeir í einhvern af hött- um ömmu sinnar til að skella á afa sinn. Og á meðan á öllu þessu stússi stóð var Jón hinn rólegasti og kom með uppástungur til þeirra eða hreinlega var bara að hlusta á sjón- varpsfréttirnar á meðan. Synir okkar fengu alla þá athygli sem þeir vildu og gott betur en það, og þeir fengu aldrei svar við spurn- ingum sem byrjaði á: Þú veizt það þegar þú verður stór. Það góða við það er að það sem hann sagði hafði mikil áhrif á strák- ana og markaði þá fyrir lífstíð til góðs. Þegar ég hlusta og horfi á syni mína þá sé ég hversu mikið þeir líkj- ast afa sínum. Sá eldri og nafni hans Jón Haukur er rólegur, talar hægt og les mikið sama efni og afi hans gerði, hann er meira segja með sama göngulag og hendurnar hans líka. Yngri sonurinn Halldór Emil er með höfuðlag afa síns, skipulagshæfi- leika og talnagleggni, á auðvelt með að blanda geði við fólk og læra. En báðir hafa þeir þó erft frá afa sínum það sem mér þótti vænst um í fari Jóns, það var hlýjan og einlægnin í fari hans. Við bjuggum í sama húsi alla tíð og strákarnir gátu farið að vild á milli hæða og gerðu óspart. Ég vil þakka Jóni og forsjánni fyr- ir þau forréttindi að hafa fengið að vera tengdadóttir hans frá 1975– 1997. Hann gaf mér aukinn þroska og skilning á mannlegu eðli og kenndi mér að þolinmæði þrautir vinnur all- ar. En ég þakka honum þó mest og bezt fyrir góðu genin sem synir mínir hafa fengið frá honum, fyrir allar góðu minningarnar sem ég og synir mínir eigum eftir að hugga okkur við. Með Guðs blessun og minni. Megir þú hvíla í friði. Þín tengdadóttir, Anna Lín Steele. Á himni sínum hækkar sól um heiðblá loft og tær, hún lýsir enn þitt land í náð og ljóma sínum slær um hina mjúku, hljóðu gröf. Og hljóta loks þú skalt eitt kveðjuljóð, svo litla gjöf, að launum fyrir allt. (Guðmundur Böðvarsson.) Jón Sigtryggsson mágur minn hvarf okkur úr þessari tilveru á sinn kyrra og hljóðláta hátt. Stundvísi og trúmennska voru hans aðalsmerki alla tíð. Hann var því tilbúinn að hlýða kallinu þegar brottfararstund- in rann upp. Hann lét ekki bíða eftir sér frekar en endranær. Mér er það í fersku minni er ég hitti hann í fyrsta sinn. Dóra systir hafði kynnst honum í ferð með Breið- firðingakórnum vorið 1945. Í þeirri ferð voru einnig þrjú önnur systkini mín, svo hann var þeim ekki ókunnugur. Ég var ekki laus við feimni við þennan fríða mann, sem var að auki háskólagenginn. Feimnin fór þó fljót- lega af mér er hann tók í hönd mína þéttu, hlýju handtaki, sem eins og bæri í sér fyrirheit um vináttu. Sú reyndist líka raunin. Jón og Dóra gengu í hjónaband 1. desember 1946. Þau bjuggu fyrstu árin heima hjá okkur í Eyvík á Grímsstaðaholtinu. Það hafði verið byggð við húsið stór stofa, nokkrum árum áður, sem við kölluðum meyj- arskemmu, en hún hafði verið reist fyrir okkur systurnar. Nú var stof- unni skipt í tvö minni herbergi og mamma hliðraði til í eldhúsinu og hagræddi sem best fyrir ungu hjónin. Þarna fæddist þeim einkasonur- inn, Sigtryggur, 24. mars 1949 sem varð okkur öllum mikill gleðigjafi. Fór nú að þrengjast um fjölskyld- una þótt ekki væru gerðar háar kröf- ur, þetta var jú á þeim árum sem erf- itt reyndist að fá húsnæði í Reykjavík. Þá vildi svo til að góð íbúð losnaði í nýlegri hæð við Fálkagötu 22. Þar bjuggu þau fjölskyldunni fal- JÓN SIGTRYGGSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.