Morgunblaðið - 30.03.2005, Page 22

Morgunblaðið - 30.03.2005, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING HEIÐA Helgadóttir er ung kona sem hefur vakið athygli fyrir ljós- myndir sínar. Heiða hefur sýnt myndir sínar á Netinu – meðal ann- ars á vefnum DPChallenge, sem er eins konar ljósmyndasamkeppni, samfelld, þar sem notendur geta val- ið bestu myndirnar í ýmsum flokk- um. Ein mynda Heiðu var valin besta mynd ársins 2004, en auk þess hefur hún hreppt fyrstu verðlaun í fimm öðrum flokkum, önnur verð- laun í fjórum flokkum og þriðju í þremur. Fyrr í vetur tók Heiða þátt í ljós- myndasamkeppni Fókuss, félags áhugaljósmyndara, og náði þeim ein- staka árangri að sigra í öllum flokk- um og hampa gulli í leikslok. Heiða Helgadóttir var full hóg- værðar þegar blaðamaður hringdi í hana í gær til að spyrja um ljós- myndaáhugann. „Það hefur ekkert gengið hjá mér að komast inn í Iðn- skólann – ég hef ekki enn komist inn,“ segir Heiða og kveðst hafa gert tvær tilraunir til að komast í ljós- myndanám þar. „Það eru svo margir sem sækja um skólann og fáir kom- ast inn. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafa skoðað myndirnar mínar. Ég gæti alveg hugsað mér að læra ljósmyndun í London, en það er dýrt. Ég er búin að finna skóla sem mig langar í, Royal School of Art, en veit ekki hvort ég kemst inn.“ Heiða kveðst hafa tekið myndir af og til alveg frá því hún var sautján ára, og það er listræna ljósmyndunin sem heillar hana. En hún hefur líka áhuga á tísku- og auglýsinga- ljósmyndun. Það er athyglisvert að lesa umsagnir þátttakenda á DPChallenge vefnum um myndir Heiðu, og ljóst að þær njóta mikilla vinsælda. Verðlaunamynd ársins 2004 hefur vakið sérstaka forvitni fyrir uppbyggingu, aðferðir og lýs- ingu, og finnst sumum ótrúlegt að myndin skuli hafa verið tekin án fil- ters eða litsíu, en sú var þó raunin. Á bak við myndina er saga. Heiða og Hugrún systir hennar fóru austur í Þykkvabæ að vitja heimaslóða afa síns og ömmu. Bær þeirra er nú í eyði, en þær systur fengu sér göngu- túr niður að ströndinni, þar sem myndin var tekin. Heiða tekur myndirnar sínar á Canon EOS 10D. Myndlist | Heiða Helgadóttir fær ljósmyndaverðlaun áhugaljósmyndara Ljósmynd/Heiða Helgadóttir Sumarblær. Þessi mynd Heiðu fékk fyrstu verðlaun, sem besta mynd ársins 2004, á ljósmyndavefnum DPChallenge. Gæti hugsað mér að læra í London www.dpchallenge.com heida.deviantart.com www.fokusfelag.is Ráðstefna um glerlist hefst íListasafni Kópavogs, Gerð-arsafni, næstkomandi þriðjudag og stendur í þrjá daga. Ráðstefnan er helguð tímabilinu frá því eftir seinni heimsstyrjöld og til dagsins í dag; þess tíma er Gerður Helgadóttir hóf mynd- sköpun sína í skúlptúrum og gler- list en frumkvöðlastarf hennar í nútímaglerlist á alþjóðlega vísu hefur á vissan hátt legið í láginni að sögn Sigríðar Ásgeirsdóttur glerlistamanns sem hefur átt stóran þátt í undirbúningi ráðstefnunnar og sýninga í tengslum við hana. Ásamt Sigríði hefur breska gler- listakonan Caroline Swash, sem einnig er virtur prófessor í glerlist við Central St. Martins College of Art and Design í London, haft veg og vanda af undirbúningi ráð- stefnunnar en gert er ráð fyrir að um 100 gestir sæki ráðstefnuna erlendis frá, allt þekkt fólk í gler- listarheiminum og má því búast við að suðupottur alþjóðlegrar glerlistar kraumi í Kópavogi þessa daga. Í tengslum við ráðstefnuna verða opnaðar fjórar sýningar á glerverkum í Listasafni Kópavogs á laugardaginn en á efri hæð safnsins verða verk Gerðar Helga- dóttur til sýnis en á neðri hæðinni sýnir Caroline Swash verk sín undir heitinu Dialogues. Í anddyri Salarins í Kópavogi sýnir Leifur Breiðfjörð verk undir heitinu Andi manns og í Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðisafninu verður opnuð samsýning íslensku glerlistamann- anna Brynhildar Þorgeirsdóttur, Jóns Jóhannessonar, Jónasar Braga Jónassonar, Rakelar Stein- arsdóttur, Sigríðar Ásgeirsdóttur og Sigrúnar Ó. Einarsdóttur. Þá er einnig bent á sýningu Brynhildar Þorgeirsdóttur í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, í tengslum við ráðstefnuna. Að sögn Sigríðar Ásgeirsdóttur er íslensk glerlist spennandi í aug- um erlendra sérfræðinga þar sem hún er ekki bundin af sögu til margra alda. „Gerður Helgadóttir og Nína Tryggvadóttir voru óum- deilanlegir íslenskir frumkvöðlar þessarar listgreinar og tengdu hana beint við starf íslenskra arki- tekta og málara. Samtímalist hef- ur ávallt verið í sterk- um tengslum við glerlistina á Íslandi, “ segir í kynning- arbæklingi um ráð- stefnuna og þar verð- ur flutt margt athyglisverðra fyr- irlestra um íslenska og erlenda glerlist og eru fyrirlesararnir í fremstu röð sérfræð- inga og listamanna víðsvegar að úr Evr- ópu. Má þar nefna Serge Lemoine for- stöðumann Muséé d’Orsay í París, Francoise Perrot for- stöðumann Centre Nationale de Re- cherche Scientifique í París, Iris Nestler for- stöðumann þýska glerlistasafnsins í Linnich í Þýskalandi, Caroline Swash frá Bretlandi, Thierry Boissel glerlistamann frá München í Þýskalandi, Helen Maurer glerlistamann frá Bretlandi, Jean-Pierre Gref forstöðumann Ecole des Arts Dcoratifs í Genf í Sviss, Robert Je- kyll glerlistamann frá Kanada, Susanne K. Frantz fyrrv. forstöðu- mann glerlistadeildar Corning Museum í New York og Yoriko Mizuta forstöðumann nútíma- listasafnsins í Hokkaido í Japan. Þá eru ónefndir íslensku fyr- irlesararnir sem einnig eru úr fremstu röð listamanna og sér- fræðinga á þessu sviði. Eins og sjá má hefur miklu verið kostað til að gera þessa ráðstefnu sem vegleg- asta enda hefur undirbúningur staðið á þriðja ár og nú er árangur erfiðisins í sjónmáli og blasir við að ráðstefnan verði hin glæsileg- asta. Sjá nánar: www.iceland2005.is Glæsileg ráðstefna um glerlist í Kópavogi ’Miklu verið kostað tilað gera þessa ráðstefnu sem veglegasta enda hefur undirbúningur staðið á þriðja ár. ‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Steindur glergluggi eftir Gerði Helgadóttur myndhöggvara í anddyri Gerðarsafns. Morgunblaðið/Jim Smart SMEKKFULLT var útúr dyrum á lokatónleikum Blúshátíðar í Reykjavík, er fóru fram í Fríkirkj- unni. Viðfangsefnin voru kirkju- söngvar afkomenda þeldökkra þræla í BNA, er kenndir eru við guðspjöllin (gospel). Hér var komið að einni af meg- inrótum blúsins og djassins, þótt kannski sé ekki nema von ef hún gleymist við uppfærslur evrópskra kóra sem oftast eru gjörsneyddar þeirri heitu sveiflu er fylgir svört- um baptistakórum vestan hafs. Það var því ágætt framtak að fá í tónleikabyrjun stutt en fróðlegt örerindi KKH-félagans Ingólfs Hartvigssonar um rætur negra- sálmanna – þ.e.a.s. upphaf og inn- tak söngtextanna. Var mörgum ugglaust nýr fróðleikur að „Jord- an“ negrasálmanna var launheiti fyrir Ohiofljót – landamæri fyr- irheitna landsins í norðri þangað sem lá leið strokuþræla á fyrri hluta 19. aldar með skipulagðri að- stoð hvítra frelsissinna. Þótt tónleikaskrá væri ekki til- tæk, var lagavalið augljóslega mikið til hið sama og á Hásal- atónleikum Kammerkórsins fyrir fjórum árum þar sem Andrea Gylfadóttir var einnig einsöngvari. Nú hafði auk píanós og bassa bætzt við trommari, sem var til bóta. Sérstaklega var þó akkur í gestinum frá Chicago, Deitru Farr, er skartaði þéttingsfullri blús-söngrödd í Go down Moses, Swing low Sweet Chariot (und- irrót 3. stefs I. þáttar í Nýja- heimssinfóníu Dvoráks) og hinu seiðandi This little Light of mine. Síðasttalda framkallaði óvænt en hæstviðeigandi „off-beat“ áheyr- endaklapp á 2. og 4. slagi, sem annars virðist fáheyrt hér um slóðir. Náði Deitra yfirleitt vel saman við kór og sveit þrátt fyrir skamman samæfingatíma, nema hvað manni hefði fundizt forms- ælla ef blúsdrottningin hefði látið kórinn einan um söng í víxlsvörum viðlaga. Á undan og eftir var Andrea ein um sólóhituna. Hún skilaði sínu af pottþéttri stíltilfinningu og vakti oft sterka stemmningu í farsælli umgjörð kórs og/eða hljómsveitar. Mikla lukku vakti glansnúmer Bil- liear Holiday, God Bless The Child (án kórs), þótt greinin væri eiginlega af öðrum meiði í þessu samhengi. Kammerkór Hafn- arfjarðar var að vísu frekar kraft- laus á stundum, t.d. í hinu blóð- litla My Lord, what a mornin’, en hélt þó sem fyrr sínu helzta að- alsmerki, fyrirmyndar radd- samvægi. Hitt var nýrra, að nú mátti bæði sjá og heyra þvottekta sönggleði. Var sannarlega tími til kominn. Nú vantar bara kraftinn. Blúsað til Frelsarans TÓNLIST Fríkirkjan Blúshátíð í Reykjavík: Bandarískir negra- sálmar. Kammerkór Hafnarfjarðar ásamt Deitru Farr og Andreu Gylfadóttur. Kjart- an Valdimarsson píanó, Jón Rafnsson kontrabassi og Erik Qvick trommur. Stjórnandi: Helgi Bragason. Föstudaginn 25. mars kl. 20. Kórtónleikar Andrea Gylfadóttir söngkona. Ríkarður Ö. Pálsson JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér nýja prentun af kiljuút- gáfu af Einhvers konar ég eftir Þráin Bertelsson. Bókin hefur nú verið prentuð í sautján þúsund ein- tökum. Inn- bundin út- gáfa bók- arinnar seldist í metupplagi fyrir jólin 2003 og er löngu upp- seld, að sögn útgefanda. Kiljuútgáfa bókarinnar kom út á síðasta ári og seldist líka upp. Einhvers konar ég eru sjálfsævisögur Þráins Bert- elssonar um fátækt, geðveiki, einelti, þunglyndi og töfra- mátt lífsins. Hér segir frá sjúklingum á Kleppi, stuttri trúlofun, eftirminnilegu jóla- haldi, skrautlegri skólagöngu, kynórum, einsemd, lífsháska, einstæðum föður og vægast sagt óvenjulegum uppvexti. Bókin er 327 bls., prentuð í Danmörku. Jón Ásgeir hann- aði kápu og Thorstenn Henn tók ljósmynd af höfundi. Leiðbeinandi verð er 1.790 kr. Prentuð í sautján þúsund eintökum Þráinn Bertelsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.