Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 27 UMRÆÐAN Í LEIÐARA Morgunblaðsins föstudaginn 11. mars síðastliðinn, undir yfirskriftinni Óþarfar opinber- ar lánastofnanir, er vikið að starfsemi Byggðastofnunar með þeim hætti að óhjá- kvæmilegt er að gera nokkrar athugasemdir. Það er rétt hjá leið- arahöfundi að nú eru breyttar aðstæður á ís- lenskum lánamarkaði. Vextir langtímalána hafa lækkað verulega, sem hefur í för með sér að hinir fjárhagslega sterkustu úr hópi við- skiptavina stofnunar- innar greiða upp lán sín við hana. Það er auðvitað jákvætt ef fyrirtæki sem leitað hafa til Byggða- stofnunar um lánsfjármögnun hafa styrkt sig svo í sessi að viðskipta- bankarnir treysta sér nú til að bjóða þeim betri kjör en Byggðastofnun. Segja má að stofnunin hafi þá að þessu leyti náð tilgangi sínum, og má að minnsta kosti örugglega kalla það sýnilegan árangur í byggðamálum. Þrátt fyrir þetta er þó ljóst að mjög margir verða út undan í þessu kapp- hlaupi, jafnt fyrirtæki sem ein- staklingar, og vaknar þá sú spurning hvort álitið sé að starfsemi þeirra að- ila eigi einfaldlega ekki rétt á sér ef viðskiptabankarnir treysta sér ekki til að mæta lánsfjárþörf þeirra, t.d. nýrra aðila í rekstri sem ekki hafa enn sannað sig, eða í þeim tilvikum þar sem viðskiptabankarnir meta þær veðtrygg- ingar sem í boði eru verðlausar, eins og fjöl- mörg dæmi eru auðvit- að um. Í leiðaranum stendur eftirfarandi: Munurinn á lánum Byggðastofn- unar og bankanna er að í bönkunum fer fram mat á hug- myndum og áætlunum þeirra, sem sækja um lán. Góðu hugmyndirnar fá lán, en slæmu hugmyndirnar ekki. Í þessari fullyrðingu felst bæði van- þekking og rangfærslur. Byggða- stofnun er ekki kunnugt um það að viðskiptabankarnir tapi aldrei fé á ákvörðunum sínum. Raunar mun óhætt að fullyrða hið gagnstæða. Við ákvörðun um lánveitingu leggur Byggðastofnun að sjálfsögðu meg- ináherslu á raunhæfi áætlana um- sækjanda og traustar fjárhags- upplýsingar. Raunar er það svo að öll reynsla bendir eindregið til þess að skilyrði árangurs sé einkum að fjár- festing verði arðbær. Flest eru þessi verkefni þannig vaxin að fjármögnun þeirra fer fram í samstarfi við við- skiptabankana og sparisjóðina sem einnig hafa lánað viðkomandi fyr- irtækjum og þannig metið þau fyrir sitt leyti. Það er raunar nánast óþekkt að Byggðastofnun sé eini lán- veitandi fyrirtækis eða einstaklings í rekstri, og hafa stofnunin, viðskipta- bankarnir og sparisjóðirnir átt mjög gott samstarf í gegnum tíðina í ein- stökum málum, og er svo enn. Byggðastofnun starfar ekki sem pólitísk fyrirgreiðslustofnun, heldur er það einmitt svo að góðu hugmynd- irnar fá lán, en slæmum hugmyndum er hafnað, svo notað sé orðfæri leið- arahöfundar. Í ágúst 2002 tóku nýjar verklagsreglur gildi um lánamál Byggðastofnunar. Ný heildarútgáfa verklagsreglna á fyrirtækjasviði Byggðastofnunar kom síðan út í nóv- ember 2002. Með þessum verklags- reglum voru róttæk skref stigin í anda jafnræðisreglu og annarra gild- andi stjórnsýslureglna. Með þessu breyttust starfshættir í stofnuninni. Sett var skýr verkaskipting stjórnar annars vegar og hins vegar forstöðu- manna og starfsmanna stofnunar- innar, til þess m.a. að tryggja jafn- ræðisreglu, gegnsæi og góða stjórnsýslu en efla eftirlits- og stefnumótunarhlutverk stjórn- arinnar. Þessar verklagsreglur geta lesendur kynnt sér á heimasíðu stofnunarinnar. Lánveitingar sínar fjármagnar stofnunin sjálf með öflun lánsfjár á markaði, innan lands sem utan eftir því sem ódýrast er hverju sinni, allt á grundvelli heimilda í fjárlögum hvers árs. Lánastarfsemi Byggða- stofnunar nýtur ekki sérstakra fram- laga úr ríkissjóði, heldur á hún að vera sjálfbær og er rekin á grund- velli vaxtamunar. Í því ljósi eru ill- skiljanlegar fullyrðingar leiðarahöf- undar um að stofnunin hafi tapað gífurlegum fjármunum sem skatt- greiðendur áttu, eins og það er orð- að. Önnur framlög til stofnunarinnar eru ákveðin á fjárlögum hverju sinni, jafnt til rekstrar svo og til sérstakra átaksverkefna sem samstaða hefur þá verið um hverju sinni. Þar má nefna framlög til sérstakra eign- arhaldsfélaga á landsbyggðinni, framlög til átaks á sviði atvinnuþró- unar og nýsköpunar auk þess sem fleira mætti tína til. Rétt er að taka fram sérstaklega að stofnunin hefur, eftir því sem undirritaður best veit, ævinlega verið rekin innan þeirra fjárhagsramma sem henni eru settir, m.ö.o. fer hún ekki fram úr fjár- lögum. Stofnunin starfar eftir lögum um fjármálafyrirtæki og að öllu leyti í samræmi við reglur Fjármálaeft- irlits og annarra eftirlitsaðila. Spurningar um réttmæti þess að reka stofnanir af því tagi sem hér um ræðir eru réttmætar og hljóta alltaf að vera uppi. Þeim verða eigendur þeirra að svara, í þessu tilviki ís- lenska ríkið. Viðskiptabankarnir og hlutverk Byggðastofnunar Aðalsteinn Þorsteinsson fjallar um Byggðastofnun ’Stofnunin starfar eftirlögum um fjármálafyr- irtæki og að öllu leyti í samræmi við reglur Fjármálaeftirlits og annarra eftirlitsaðila.‘ Aðalsteinn Þorsteinsson Höfundur er forstjóri Byggðastofnunar. UNDANFARIÐ hefur verið mikið fjallað um hugsanlega ógn af völdum fuglaflensu sem breyst gæti fyrirvaralítið í heimsfaraldur og hafa menn litið til þess hvað gerðist 1918. Í þeirri umræðu og reyndar einnig tengt ný- yfirstöðnum flensu- faraldri er umræðan um sýklalyf (fúkkalyf) ofarlega á baugi. Bent er á mikilvægi sýkla- lyfja til að meðhöndla síðkomnar fylgisýk- ingar flensu og mikl- vægi þeirra ef til heimsfaraldurs kæmi. Staðreyndin er hins vegar sú að önnur ógn er ekki síður ugg- vænleg þegar til framtíðar er litið og er það þróun ónæmis baktería, bæði fyrir peni- cillíni og öðrum sýklalyfjum, vegna ofnotkunar sýklalyfja. Það er kaldhæðnislegt til þess að hugsa að þessi vandi er sjálfskap- aður og hætta er nú á að við gæt- um staðið nær tímanum fyrir til- komu fúkkalyfja í náinni framtíð. Hvernig við er brugðist er á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda. En hvernig er staðan hér á landi í dag þar sem vitað er að sýklalyfjanotk- unin er meiri og breiðvirkari sýklalyf eru meira notuð en á hin- um Norðurlöndunum? Sýklalyfjanotkunin mikla Undanfarnar vikur hafa sum sýklalyf selst upp. Þetta leiðir hugann að gríðarlegri aukningu á notkun sýklalyfja í influenzu- faraldri. Athuganir hér á landi sem undirritaður hefur staðið að ásamt fleirum sýna að sýkla- lyfjanotkunin allt að fimmfaldast á influenzutímanum. Staðreyndin er engu að síður sú að við veirusýk- ingu gagnast aldrei sýklalyf (fúkkalyf). Vegna mikillar notk- unar á sýklalyfjum að óþörfu hafa heilbrigðisyfirvöld víða um heim kallað eftir aðgerðum. Þetta er sérstaklega gert vegna uggvæn- legrar þróunar sýklalyfjaónæmis sem er í beinu samhengi við notk- unina. Hvatt hefur verið til að meðhöndla jafnvel ekki vægar gerðir af bakteríusýkingum svo sem vægar miðeyrnabólgur hjá börnum sem lagast oftast af sjálfu sér en sýklalyf við eyrnabólgum er langalgengasta orsökin fyrir sýklalyfjanotkun barna hér á landi. Alþjóðlega heilbrigðisstofn- unin (WHO) hefur hvatt til að- gerða og er þróun ónæmis bakt- ería talin til einnar mestu ógnunar heilsu manna í fram- tíðinni. Ný örugg sýklalyf virðast ekki í augsýn enda er of- notkun sýklalyfja að- alvandamálið og ný sýklalyf verða fljótt ónæm. Fara á því vel með þá gersemi sem sýklalyfin eru svo þau komi að notum á raunastundu. Þekking á sýkla- lyfjaónæmi hér á landi Undirritaður hefur sl. áratug unnið að rannsóknaverk- efni (gæðaþróunarverkefni við heimilislæknadeild HÍ) sem snýr að ávísanavenjum lækna á sýklalyf til að meta áhrif á ónæmisþróun baktería hjá landsmönnum. Þetta verkefni var valið sem líkan þar sem sjá mátti hugsanlega beina þjóðfélagslega ógn og kostnað af ómarkvissum vinnubrögðum og kerfisfeilum í heilbrigðisþjónust- unni. Meta mátti þátt upplýsinga og fræðslu til almennings á skyn- samlegri notkun sýklalyfja. Nið- urstöðurnar sýna glöggt fram á mikilvægi fræðslu í sjúklinga- viðtali við lækni og að í mörgum sambærilegum tilvikum megi kom- ast hjá sýklalyfjameðferð hjá barni. Með hverri sýklalyfjanotkun barns fjór- til fimmfaldaðist áhættan á að bera penicill- ínónæmar bakteríur. Á sumum svæðum, eins og á Egilsstöðum, minnkaði sýklalyfjanotkunin um 2⁄3 á tímabilinu 1993–2003 jafnframt sem foreldrar voru betur upplýstir um kosti og galla sýklalyfja- meðferðar. Á öðrum stöðum minnkaði sýklalyfjanotkunin lítið jafnframt sem stóraukin ásókn var í breiðvirkari sýklalyf. Niðurstöð- urnar sýna að breyta má sýkla- lyfjaávísunum lækna til hins betra þar sem aukin áhersala er lögð á fræðslu um sjúkdóma og eðlilegan sjúkdómsgang veirusjúkdóma. Samheldni í vinnubrögðum læknanna þar sem þessi góði ár- angur náðist, þar sem kappkostað er að vinna eftir bestu þekkingu hverju sinni með hag skjólstæð- inga ekki síður en samfélagsins að leiðarljósi, er til eftirbreytni fyrir aðra lækna. Vöntun á heimilislæknaþjónustu Hér á landi eru þessi málefni heilbrigðisþjónustunnar áhyggju- efni, sérstaklega þar sem meiri áhersla hefur verið lögð á eflingu vaktþjónustu á höfuðborgarsvæð- inu en uppbyggingu heilsugæslu- og heimilislæknaþjónustu. Á vökt- unum eru oft langar biðraðir á kvöldin og um helgar allt árið um kring. Stór hluti verkefna sem til- heyra ættu eðlilegri heim- ilislæknaþjónustu þar sem áhersla er á kunnugleika læknis á mál- efnum sjúklings auk möguleika á eftirfylgni er þannig færður á ein- hvers konar markaðstorg heil- brigðisþjónustunnar. Stjórnvöld telja sig sennilega hafa af þessu ávinning þar sem ákveðinni þjón- ustu er fullnægt fyrir viðunandi verð auk þess sem fé sparast þá í uppbyggingarkostnað heilsugæsl- unnar á sama tíma. Sjúklingurinn fær þjónustu þegar honum hentar best eftir vinnu og er oft nokkuð ánægður svo pólitískur þrýstingur er oft ekki mikill. En það sem heil- brigðisyfirvöld virðast ekki sjá er stóraukinn kostnaður fyrir heil- brigðiskerfið þegar til lengri tíma er litið. Þetta á ekki eingöngu við um afleiðingar vaxandi sýkla- lyfjaónæmis sem hér er nefnt til sögunnar heldur einnig ýmsar af- leiðingar ofnotkunar annarra lyfja. Síðast og ekki síst er aukinn kostnaður vegna óöryggis sjúk- linganna sjálfra sem sífellt treysta á fleiri skyndilausnir í heilbrigð- isþjónustinni. Flensufár, fúkkalyf og skyndilausnir Vilhjálmur Ari Arason fjallar um ofnotkun sýklalyfja ’… önnur ógn er ekkisíður uggvænleg þegar til framtíðar er litið og er það þróun ónæmis baktería, bæði fyrir penicillíni og öðrum sýklalyfjum vegna of- notkunar sýklalyfja.‘ Vilhjálmur Ari Arason Höfundur er heimilislæknir í Hafnarfirði. VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.