Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Alþjóðlegur skattaréttur í örri þróun er yfirskrift málþings Við- skiptaháskólans á Bifröst á morgun, fimmtudaginn 31. mars. Á þinginu verður fjallað um samkeppnisstöðu Íslands í skattalegu tilliti, skaðlega skattasamkeppni, stefnuna í tví- sköttunarmálum, áhrif EES- samningsins á skattaumhverfið og skattlagningu erlendra aðila á Ís- landi. Fyrirlesarar verða lögfræðingarnir Bernahard Bogason frá KPMG, Elín Árnadóttir, PWC, Erna Hjaltested, Logos, Páll Jóhannesson, Deloitte og Touche, Ragnheiður Snorradóttir fjármálaráðuneytinu og Vala Valtýs- dóttir, Taxis. Fundarstjóri er Ingi- björg Ingvadóttir, lektor á Bifröst. Að erindum loknum sitja fyrirles- arar fyrir svörum auk Indriða H. Þorlákssonar ríkiskattstjóra. Mál- þingið verður á Bifröst og hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 17.00. Á MORGUN SONY braut lög um einkaleyfi og þarf að greiða 90,7 milljónir dala eða tæpa 5,6 milljarða íslenskra króna í skaðabætur og hætta sölu á Play Station-stjórnborðum. Þetta er niðurstaða alríkisdóm- stóls í Oakland í Kaliforníu vegna málshöfðunar bandaríska tækni- fyrirtækisins Immersion Corp- oration gegn Sony en skaðabæt- urnar nema ríflega þrefaldri ársveltu Immersion að því er segir í frétt á vef BBC. Sony hefur þegar tilkynnt að fyrirtækið hyggist áfrýja dómn- um og halda áfram að selja Play- Station- og PlayStation2-leikja- tölvur og leiki í þær uns niðurstaða um áfrýjun liggur fyr- ir. Af hálfu Immersion var því haldið fram að Sony hefði brotið gegn einkaleyfi fyrirtækisins með því að nota stjórntæki, sem titra í takt við það sem gerist í leikjunum, í PlayStation og Play- Station2. Þessu hafnaði Sony en mikið er í húfi fyrir fyrirtækið þar sem PlayStation og PlayStat- ion2 eru mest seldu leikjatölvur í heiminum og leikir í þær sömu- leiðis. Alríkisdómstóllinn í Oakland staðfesti með dómi sínum fyrri dóm þar sem Sony Computer Entertainment, sem er leikja- hluti Sony-samstæðunnar, var dæmt til þess að greiða 82 millj- ónir dala í skaðabætur vegna brots á einkaleyfi Immersion. Sony gert að hætta sölu á PS 2 Leika sér Ungir og áhugasamir drengir í PlayStation 2-leikjatölvu. HEIMILIN á Íslandi skulduðu 58,3 milljarða króna í yfirdrátt í lok febrúar en það þýðir að hver Ís- lendingur á aldrinum 18–80 ára skuldaði að meðaltali liðlega 280 þúsund í yfirdrátt hjá innlánastofn- unum. Yfirdráttarlánin hafi aukist um 4,1 milljarð fyrstu tvo mánuði ársins og haldi þessi þróun áfram stefnir í að þau nái því marki sem þau voru í fyrir tilkomu innláns- stofnananna á íbúðalánamarkaðinn en þá námu yfirdráttarlánin 60,5 milljörðum. Þessi þróun gengur þvert á spár margra um að heimilin myndu sjá sér hag í því að endur- fjármagna yfirdráttalán með til- komu hagstæðari íbúðalána til langs tíma. Í síðustu Peningamálum Seðlabankans var t.d. á það bent að vægi yfirdráttarlána hefði minnkað með tilkomu nýju íbúðalánanna og að heimilin væru enn „að létta greiðslubyrði sína með því að greiða upp eldri og óhagkvæmari lán“. „Þetta er framhald af því sem gerðist í janúar og það kemur á óvart að þetta skuli gerast svona fljótt, sérstaklega vegna þess að endurfjármagnanir virðast enn vera þónokkrar,“ segir Edda Rós Karls- dóttir, forstöðumaður greiningar- deildar Landsbankans, en hún tek- ur jafnframt fram að menn eigi ekki sambærilegar tölur nema eitt ár aftur í tímann og því erfitt að dæma um hvað kunni að vera árs- tíðarsveifla og hvað ekki. Eins geti aukning „brúarlána“ vegna fast- eignaviðskipta verið inni í þessum tölum, þ.e. yfirdráttarlán sem tekin séu þegar fasteign sé keypt áður en fyrri eign hefur verið seld. Edda Rós viðurkennir að þetta sé engu að síður afar athyglisverð þróun. Þannig sé almennt talið að þegar Seðlabankinn hækki vexti eigi það fyrst og fremst að hafa áhrif á skammtímavexti og þá yf- irdráttarvexti og það ætti í raun að hrinda fleirum út í skuldbreytingar en hitt. Yfirdráttarlánin nálg- ast 60 milljarða á ný INNLEND fjárfesting í Þýskalandi verður að aukast eigi þýska hagkerf- ið að braggast frekar að mati Ger- hards Schröders, kanslara Þýska- lands. Þetta lét hann hafa eftir sér á páskadag og skaut hann hart á fyr- irtækjageirann í landinu er hann sagði að „endalausu tali“ um útflutn- ing starfa yrði að linna í viðtali við þýska blaðið Bild am Sonntag. Jafnframt sagði Schröder að þýsk fyrirtæki yrðu að hætta að gera kröfur til stjórnvalda þar sem þau væru nú „samkeppnishæfari en nokkru sinni áður,“ eins og hann orð- aði það. Þessi ummæli Schröders eru í takt við óánægjuraddir sem hljómað hafa í Þýskalandi vegna þess að hagnaður þýskra fyrirtækja hefur aukist veru- lega á meðan störfum fækkar í land- inu. Skortur á innlendri fjárfestingu er ein helsta ástæða slæms gengis þýska hagkerfisins á undanförnum árum samkvæmt Financial Times. Gagnrýnir þýsk fyrirtæki ágúst þegar innlánastofnanirnar komu inn á íbúðalánamarkaðinn. „Þetta er líklega til marks um að hægt hafi á uppgreiðslum óhagstæð- ari lána og að jafnvægi náist brátt á íbúðalánamarkaðnum,“ segir í Veg- vísi. Þá kemur og fram að gengis- tryggð lán hafi dregist saman vegna sterkrar krónu; í lok febrúar hafi gengistryggð lán íslenskra heimila numið 19,4 milljörðum og hafi dreg- GREININGARDEILD Lands- banka Íslands telur að hægt hafi á uppgreiðslu óhagstæðri íbúðalána og líklegt sé að jafnvægi muni brátt nást á íbúðalánamarkaðinum. Fram kemur í Vegvísi Lands- bankans að verðtryggðar skuldir heimilanna hafi aukist um 19 millj- arða milli janúar og febrúar eða um 9% en að mánaðarleg aukning hjá innlánsstofnunum hafi verið að með- altali um 23 milljarðar króna frá því í ist saman á milli mánaða um fimm milljarða eða um liðlega fimmtung sem nemur 21%. Ljóst sé að margir hafi nýtt sér sterkt gengi krónunnar og greitt upp skuldir í erlendri mynt. Í ljósi þess að gengi krónunnar hafi haldið áfram að styrkjast fram undir lok marsmánaðar telur greiningar- deild Landsbankans að leiða megi líkur að því að uppgreiðslur geng- istryggðra lána hafi haldið áfram í mars. Telja að hilli undir jafnvægi á íbúðalánamarkaðinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.