Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Flott ítölsk leðurbelti SJÚKRAVÖRUR EHF. Verslunin Remedia í bláu húsi v. Fákafen, sími 553 6511. Sendum í póstkröfu 15% afslátur af sjúkrasokkum og skóm KYNNING 15% AFSLÁTTUR Elísabet Jónsdóttir kynnir hina frábæru Care - þæginda- brjóstahaldara milli kl. 14 og 17 í dag VOR 2005 NÝ SENDING Jakki 8.080 - Peysa 5.380 Buxur 5.380 - Taska 3.040 Skór 3.580 Nánar á netsíðu: www.svanni.is SENDUM LISTA ÚT Á LAND Sími 567 3718 Bankastræti 9, sími 511 1135 www.paulshark.is - paulshark.it Glæsileg sumarvara komin „MIG langaði til að finna leið til þess að hvetja konur til að keppa meira, því það er mikið af konum í hesta- mennsku sem eru á góðum hestum en finnst þær ekki eiga erindi í keppni,“ segir Hulda G. Geirsdóttir, hugmyndasmiður að baki Kvenna- töltmótinu sem haldið verður í fjórða sinn hinn 16. apríl nk. í Reið- höll Gusts í Kópavogi. Á hestamótum almennt er ekki gerður neinn kynjamunur á þeim knöpum sem þátt taka. Að sögn Huldu eru stelpur yfirleitt í meiri- hluta í barna- og unglingaflokkum en þróunin snúist við með aldrinum. „Líkt og í öðrum íþróttum byrjar brottfall kvenfólks í keppni upp úr unglingsaldri, án þess að ég hafi nokkra haldbæra skýringu á því. Sökum þessa eru aðeins örfáar kon- ur í fremstu röð í hestakeppnum á Íslandi,“ segir Hulda, en tekur fram að nú séu óvenjumargar ungar og efnilegar hestakonur að koma fram á sjónarsviðið. Góðar viðtökur Að sögn Huldu hafa viðtökur við Kvennatöltinu verið mjög góðar og í fyrra var metþátttaka á mótinu. „Við vorum þá með um hundrað skráningar og telst þetta því vera stærsta opna töltmót ársins á land- inu. Ég vona að vinsældir þessa móts verði til þess að hvetja móts- haldara til að gera eitthvað svipað og það hefur raunar komið í beinu framhaldi af þessu vil ég meina,“ segir Hulda og bendir í því sam- hengi á nýlegt ístölt fyrir konur sem haldið var í fyrsta skiptið, kynjatölt Fáks þar sem keppt er í kynjaskipt- um flokkum og karlatölt Mána í Keflavík. Spurð hvort aukin kynjaskipting á hestamótum sé það sem koma skal svarar Hulda þó neitandi. „Ég held að metnaður kvenna liggi ekki í þá átt að keppa alfarið í sérflokki. Hug- myndin með Kvennatöltinu var fyrst og fremst að vera með viðbót við flóruna og mögulega að ýta við fólki um fjölbreytni í mótahaldi.“ Spurð hvort hún telji að þátttaka kvenna í Kvennatöltinu verði til þess að skila fleiri kvenknöpum inn í stærri keppnir svarar Hulda játandi og segist þekkja mörg dæmi þess að gott gengi kvenna, sem tóku sín fyrstu skref á Kvennatölti, hafi verið þeim hvatning til þess að prófa aðr- ar keppnir. Kvennatöltmótið er meðal stærstu töltmóta landsins Hvetur konur til að keppa á hestamótum Anna Björk Ólafsdóttir sigraði í opnum flokki í Kvennatöltmótinu 2003. Á ÞRIÐJA hundrað manns var viðstatt svonefnda „Upprisu- tónleika“ sem haldnir voru í sundlaug Bolungarvíkur á páska- dag sem hluti af Rokkhátíð alþýð- unnar – Aldrei fór ég suður. Á tónleikunum fluttu tónlist- armennirnir Mugison, Borkó, Kíra kíra og Múm tónverk sín í gegnum hljóðkerfi sem komið var fyrir á botni laugarinnar og þurftu þeir sem vildu njóta tón- listarinnar að fara í laugina og leggja eyrun við vatnsborðið. Skemmtu tónleikagestir sér kon- unglega um leið og þeir létu úr sér líða í notalegu sundlaug- arvatninu. Múmarar eru ekki ókunnugir „neðansjávar“ tón- leikahaldi, en sveitin hélt tón- leika í Sundhöll Ísafjarðar fyrir nokkrum árum við góðar und- irtektir. Margir gesta tónleikanna voru tónlistarfólk og aðstand- endur rokkhátíðarinnar, en áður en haldið var til laugar þáðu að- standendur veitingar hjá hinum bolvísku Vagnssystrum, en síðar um kvöldið þáðu poppararnir fiskisúpu og páskasvín í Tjöru- húsinu í Neðstakaupstað á Ísa- firði í boði Mugifeðganna. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Mugison flytur tónlist sína fyrir sundlaugartónleikagesti. Tónleikar undir vatnsborði Bolungarvík. Morgunblaðið. ALÞJÓÐASAMBAND blaðamanna, IFJ, hefur lýst yfir stuðningi við fréttamenn Ríkisútvarpsins í bar- áttu þeirra gegn ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf frétta- stjóra Útvarps. Segir Adian White, framkvæmdastjóri IFJ, að frétta- menn og ritstjórar hafi rétt til að mótmæla þegar þeir sjái pólitísk fingraför á ráðningu yfirmanna. Á heimasíðu IFJ er fjallað um málið og þar segir m.a. að sambandið sé að bregðast við fréttum um að fé- lagar í Blaðamannafélagi Íslands, einu aðildarfélaga IFJ, ætli að neita að vinna með nýjum fréttastjóra, sem á að taka við 1. apríl, vegna þess að hann sé ekki eins hæfur og aðrir umsækjendur, hann sé í fjölskyldu- tengslum við forsætisráðherra Ís- lands og eigi áhrifamikla vini í for- sætisráðuneytinu. Adian White segir á heimasíðu IFJ að fréttamennirnir óttist, að ráðning Auðuns í starfið sé ekki trú- verðug og kunni að grafa undan trausti á fréttastofuna. Nýi frétta- stjórinn, sem eigi háttsetta vini, hafi takmarkaða reynslu af blaða- mennsku í samanburði við aðra um- sækjendur. Fari IFJ fram á það við stjórnvöld að þau endurskoði ráðn- inguna. „Fréttastofa RÚV er ein elsta og virtasta fréttastofa á Íslandi,“ segir White. „En trúverðugleiki hennar mun skaðast verulega ef þessum augljósu pólitísku afskipum af stöðu- veitingum verður ekki hrundið. Í ljósi þess að í stefnuskrá fréttastof- unnar er lögð áhersla á lýðræðisleg- ar reglur, mannréttindi, málfrelsi og skoðanafrelsi verður að endurskoða þessa ákvörðun.“ Alþjóðasamband blaða- manna lýsir stuðningi við fréttamenn RÚV TRÚNAÐARMANNARÁÐ Félags járniðnaðarmanna samþykkti í gær ályktun þar sem lýst er andstöðu við lagafrumvarp þess efnis að tryggingadeild útflutnings verði lögð niður. Segir í ályktuninni að verði frumvarpið samþykkt muni það veikja samkeppnisstöðu inn- lendra fyrirtækja og hætt sé við að verkefni flytjist úr landi. Fram kemur í frétt frá Félagi járniðnaðarmanna að hlutverk tryggingadeildar útflutnings sé m.a. að veita innlendum framleiðendum vöru og þjónustu útflutnings- ábyrgðir á svipaðan hátt og gert sé í vestrænum samkeppnislöndum og Austur-Evrópu. „Samþykkt frum- varpsins gerir samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja verri en er- lend fyrirtæki búa almennt við og veruleg hætta er á að útrás fyr- irtækja, m.a. á sviði véla og tækja- búnaðar, dragist verulega saman og að verkefni fari úr landi,“ segir m.a. í ályktuninni. Beinir fundur trún- aðarmannaráðsins því til Alþingis að sjá til þess að tryggingadeild út- flutnings starfi áfram og skapi með því innlendum fyrirtækjum jöfn færi til að selja framleiðslu sína á erlendum mörkuðum. Tryggingadeild út- flutnings starfi áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.