Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 18
Akureyri | Veðrið lék við Ak- ureyringa um páskana og not- uðu margir helgina til útivist- ar. Gunnar Larsen sölu- og markaðsstjóri Brims fór í sigl- ingu með fjölskyldu sína og systur sinnar út að Hjalteyri á skútunni Gógó. Gunnar hefur gert nokkuð að því að sigla skútunni og farið í lengri ferð- ir, m.a. til Húsavíkur, Flat- eyjar og Siglufjarðar. Hann sagði að glettilega margir stunduðu skútusiglingar í Eyjafirði, enda um mjög skemmtilegt sport að ræða. Gunnar stefnir að því að fara í enn lengri ferðir og stundar nám í siglingaskóla, þar sem hann hyggst ná sér í réttindi til úthafssiglinga. Fjölskylduferð í blíðunni Skútu- sigling Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Metaðsókn í páskasund | Aðsóknin í sundlaugina á Dalvík í páskafríinu var sú mesta sem verið hefur yfir bænadaga og páska, og þá fimm daga sem páskafríið stóð komu 1.802 gestir í laugina, eða að með- altali 360 á dag. Flestir komu á páskadag, 432, en á föstudaginn langa komu 424 gest- ir. Fram kemur á vef Dalvíkurbyggðar að starfsfólk sundlaugarinnar hafi haft af því nokkrar áhyggjur fyrir páska að aðsókn yrði léleg í páskafríinu vegna þess að lítill snjór er á skíðasvæðinu og því væntanlega lítið af ferðamönnum. Það vakti því að sjálf- sögðu mikla gleði hversu margir komu í sund, og sérstaklega hversu margir heima- menn voru þar á meðal, og vonast starfs- fólkið nú til þess að Dalvíkingar verði áfram duglegir að skella sér í laugina.    Smáfugl? | Allir kannast við ábendingar um að muna eftir smáfuglunum þegar vetrarhörkurnar eru hvað mestar. Flestir tengja þetta þó við snjótittlinga og aðra slíka spörfugla, ekki fálka eins og þann sem verið hefur í fæði á Hólanesinu á Skagaströnd und- anfarið. Fálkinn þykir þó heldur vandur að virðingu sinni, og hefur verið sólginn í lambs- hjörtu, og fengið allt upp í fimm hjörtu á dag, að því er fram kemur á vefnum Skagafjord- ur.is. Fálkinn hefur tekið ástfóstri við heimilisfólkið á Hólmsnesinu, enda trúlega ekki góð hugmynd að bíta höndina sem fæðir mann.    Skrifað var undirsamning milli bæj-aryfirvalda í Mos- fellsbæ og íþrótta- og tómstundafélaga í bæn- um um barna- og ung- lingastarf félaganna á dögunum. Einnig var skrifað undir samning við Ungmennafélagið Aftureldingu um rekstur á knattspyrnusvæðinu á Tungubökkum. Samn- ingnum er ætlað að tryggja enn frekar starf- semi félaganna, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá bæjarstjórn. Hafa á samstarf og sam- vinnu um starfsemi íþrótta- og tómstunda- skóla fyrir börn á aldr- inum 6–9 ára. Einnig eru ákvæði í samningnum við Hestamannafélagið Hörð og Golfklúbbinn Kjöl um að félögin ein- seti sér að gerast fyr- irmyndarfélög ÍSÍ. Samið um íþróttir Eina skothríðin sem beið þessarar sakleysislegurjúpu, sem spókaði sig í sólinni í nágrenni Þórs-hafnar á páskadag, var frá myndavél ljósmynd- arans. Rjúpan hefur eflaust haft einhverja hugmynd um friðhelgi sína, enda alls óhrædd þó vetrarbúning- urinn sé ekki heppilegasti felubúningurinn þegar jörð er að kalla má snjólaus og varla hvítan blett að finna til að fela sig þegar hætta steðjar að. Morgunblaðið/Líney Óhrædd í vetrarbúningi Koma Fischers pebl@mbl.is Einar Kolbeinssonorti þegar BobbyFischer var látinn laus: Stöðugt vesen, strögl og raus, stöðu gaf oss slíka: Til framtíðar er Fischer laus, og fjandinn reyndar líka. Sólskríkjan fylgdist með skrípaleiknum við heim- komu Fischers og gagn- rýni á Pál Magnússon fréttastjóra Stöðvar 2 í kjölfarið: Atburðarásin alls óvænt eftir Páls bendingu af Baugsmiðlum var Bobby rænt í beinni útsendingu. Hreiðar Karlsson orti um heimkomu Fischers: Eftir að villast á eyðihjarni utan við rétt og skjól og grið. Fischer er líkastur fermingarbarni sem fjandinn rænir við altarið. Hjálmar Freysteinsson sá aðra hlið á málinu: Fræg mun okkur Fischer gera, svo finnst mér ekki lakara að hann sýnist verðugt vera verkefni fyrir rakara. Hornafjörður | Mikið grjóthrun hefur komið á veginn í Hvalnes- og Þvottárskrið- um það sem af er vetri, og hefur talsvert tjón orðið á ökutækjum sem farið hafa um. Kostnaður við að hreinsa grjót og aur af veginum er um 4 milljónir króna á ári. Á vefnum Hornafjordur.is er rætt við starfsmann Vegagerðarinnar, sem segir brýnt að bæta úr aðstæðum á veginum, t.d. með því að breikka veginn og setja grjót- vörn, líkt og gert var við veginn í Kamba- skriðum milli Breiðdalsvíkur og Stöðvar- fjarðar. Mikil hætta geti skapast af grjóthruninu og brýnt að bæta úr. Grjóthrun á veginn veldur vandræðum Vesturbyggð | Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Vega- gerðarinnar að fella niður seinni föstudags- ferð ferjunnar Baldurs frá og með 1. apríl nk., en ferjan siglir milli Stykkishólms, Flateyjar og Brjánslækjar. Baldur siglir eftir breytinguna eina ferð á dag eftir vetr- aráætlun, en síðustu tvö ár hefur verið far- in aukaferð seinnipart dags á föstudögum. Farnar eru tvær ferðir á dag í sumaráætl- un ferjunnar, frá 1. júní til 1. september. Í samtali við fréttavefinn bb.is segir Pét- ur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi, sem rekur ferjuna Baldur fyrir Vegagerðina, að hann hafi orðið var við mikla óánægju með þessa ákvörðun. Það sé mat Sæferða að ein ferð á föstudög- um nægi ekki, og sérstaklega verði hann var við óánægju hjá þeim sem flytja út ferskan fisk með flugi, sem hafa nýtt sér þjónustu ferjunnar. Þessi breyting var kynnt fyrir bæjarráði Vesturbyggðar, og í bókun sem gerð var á fundi ráðsins var ákvörðuninni um að fella niður seinni ferðina á föstudögum mótmælt harðlega. „Telur ráðið að boðuð breyting sé í hróplegu ósamræmi við þá þróun sem hef- ur verið að eiga sér stað í nýtingu ferjunnar af íbúum og ferðamönnum en ekki síður þegar horft er til stóraukinnar nýtingar af hálfu atvinnufyrirtækjanna á athafnasvæði ferjunnar beggja vegna Breiðafjarðar,“ segir í bókuninni. Ráðið skorar á sam- gönguráðherra og þingmenn Norðvestur- kjördæmis að beita sér fyrir því að boðuð breyting verði afturkölluð. Mótmæla fækkun ferða Baldurs ♦♦♦ Sækja ekki grásleppuna | Grá- sleppusjómenn á Hólmavík hafa ekki enn lagt net þó vertíðin sé hafin og félagar þeirra á Drangsnesi hafi þegar lagt net. Fram kemur á vefnum Strandir.is að sjó- menn á Hólmavík séu uggandi um að fá seint og lítið borgað fyrir afurðirnar. Illa líti út með sölu á grásleppuhrognum þar sem kaupendur liggi með talsverðar birgðir frá síðustu vertíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.