Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 33 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ VAR merkur dagur í lífi for- eldra þroskahamlaðra laugardaginn 19. febrúar sl., þegar okkur gafst tækifæri á að sjá þá tvo fulltrúa sem Ísland sendir til Japans á Ólympíu- leika fatlaðra í skautaíþróttum í næstu viku. Það var generalprufa í Egilshöll og var sýningin opin þeim sem áhuga höfðu á velgengni þess- ara fulltrúa þjóðarinnar. Ég mætti með syni mínum og smátt og smátt fylltist húsið af áhugasömum velunnurum. Sýningin byrjaði og þeir sem mættir voru stóðu á öndinni á meðan fulltrúar okkar, þau Sandra Ólafsdóttir og Stefán Erlendsson, sýndu hæfni sýna og leikni í skautaíþróttinni. Klöpp og hróp glumdu þegar sýn- ingu var lokið og áhorfendur fóru brosandi heim og keppendur sælir með árangur sinn. Stemningin í höll- inni var einstök. Sjálf á ég dreng með þroskahöml- un og hef ég oft á tíðum rekið mig á þegar hann tekur sér eitthvað fyrir hendur að í huga mér koma upp efa- semdir á borð við: Mun hann geta þetta? Kemur hann til með að skila sér til baka? Mun hann týna sjálfum sér eða verður hann fyrir athlægi af hálfu þeirra sem í kringum hann eru vegna vankunnáttu þeirra á hömlun hans? Sonur minn býr við þroskahömlun og málörðugleika. Efasemdir mínar eru byggðar á hömlun hans og mál- og tjáskiptaörðugleikum. Einnig fylgir honum mat fagaðila sem hafa mælt getu hans. Oft á tíðum höfum við horft meira á þá þætti sem hann getur ekki framkvæmt fremur en að horfa á þá þætti sem hann getur og hvernig við getum komið á móts við þá. Eftir sýningu fulltrúa okkar sem eru á leið til Japans opnuðust augu mín enn frekar fyrir þeirri hættu að efast um leikni einstaklinga með þroskahömlun og standa með því í vegi fyrir að þeir fái að spreyta sig á öllum þeim þáttum sem lífið og til- veran hefur upp á að bjóða. Þeir hafa margsannað það að þeir eru fullfærir um að takast á við hlutina þegar aðilar í umhverfi þeirra gefa þeim tækifæri og standa sameig- inlega að því að leita leiða til að auð- velda þeim veginn að settum mark- miðum. Ég vil óska fulltrúum okkar sem munu spreyta sig í listhlaupi á skautum á Ólympíuleikum fatlaðra í Japan í næstu viku velgengni í ferð sinni. Einnig vil ég senda þakkir til þeirra sem staðið hafa að undirbún- ingi, því án þeirra sjónarmiða og trú- festi hefði þetta aldrei orðið að veru- leika. Þarna fékk ég sem foreldri mikinn stuðning við að sjá hvað trúin á einstaklinginn skiptir miklu máli og það að láta hamlanir hans ekki standa í vegi fyrir framtíð hans. BIRNA BERGSDÓTTIR, Funafold 95, 112 Reykjavík. Tveir fulltrúar frá Íslandi á Ólympíu- leikum fatlaðra í listhlaupi á skautum Frá Birnu Hildi Bergsdóttur: Morgunblaðið/Árni Sæberg NÝR skemmtiþáttur á besta áhorfs- tíma Stöðvar 2 virðist ganga út á ým- islegt sem siðfræðingar, geðlæknar og sálfræðingar gætu rannsakað nánar og eflaust kannað hvað býr að baki þessari hegðun fólks sem það sýnir í þáttunum! Ég tel að mast- ersritgerð gæti verið afar áhugaverð með tilliti til hegðunar þeirrar sem sýnd er í þessum þáttum. Ég hef ekki gaman af því að sjá fullorðið fólk, menntað fólk sem telst vera heilbrigt í hugsun, pissa í bux- urnar fyrir borgun! Ég skil ekki hvað fær Stöð 2, svo ekki sé minnst á Símann, til að styrkja svona lagað. Ég er að tala um þáttinn Strák- arnir sem sýndur er á Stöð 2. Í þætt- inum á mánudaginn sl. var ungur maður egndur til að taka þeirri áskorun að pissa í buxurnar fyrir framan hóp af skólasystkinum sín- um. Hann skyldi drekka nóg af vatni svo flæðið yrði nóg! Í verðlaun skyldi hann fá 15.000 kr. Ungi maðurinn tók þessari áskorun og skjótfengnu fé frá Stöð 2. Atburðurinn var mynd- aður og hlegið dátt í salnum! Rennblautur mátti ungi maðurinn stíga upp úr hlandpolli. Hann var bú- inn að vinna sér inn 20.000 krónur því þeir bættu 5.000 krónum við vinningsupphæðina þar sem hann pissaði svo mikið að þeim fannst. Já. Þetta eru aðilarnir, þ.e. Stöð 2. Strákunum finnst það fyndið að gera dagskrárefni sem þetta og haga sér alveg eins og fífl og fara langt út fyr- ir velsæmismörk! Líklega eru þeir stoltir af þessari vinnu sinni og að fá styrk frá Símanum við ýmis uppá- tæki! Þar sem ég er ekki með Stöð 2 og læt Skjá einn duga ásamt RÚV spyr ég þá sem hafa Stöð 2 hvort þeir vilji láta bjóða sér dagskrá sem þessa fyrir 4.672 krónur á mánuði. Eflaust er það mikið kapp fyrir Stöð 2 að áhorfið rjúki upp og vin- sælir þættir fái gott áhorf! Ef þessi þáttur nær að koma súlunni upp í hæstu hæðir, Guð hjálpi okkur og þessari þjóð! Ég held að það sé þröngur hópur fólks sem hefur gaman af svona hátt- erni. Til er þó fólk sem fær kynferð- islega unun af þvagláti á sig og aðra. Það flokkast undir afbrigðilega hegðun! Það er einnig til fólk sem á við það vandamál að stríða, vegna veikinda eða annarra kvilla, að geta ekki hald- ið þvagi og það fólk getur óvart misst þvag. En í þessum þætti er, held ég, ekki um afbrigðilega aðila að ræða eða sjúklinga sem eiga við und- irmiguvandamál að etja. Þarna eru einstaklingar sem bera ábyrgð en haga sér verr en börn, því börn haga sér ekki svona! Ég held að Síminn, sem er ennþá ríkiseign, ætti því að veita þessum aðilum áminningu og huga að því hvert sé verið að fara með markaðs- setningu. Síminn ætti að hugsa sitt ráð með það hvað gert er við allar þær milljónir sem settar eru m.a. í piss-atriði sem er afbrigðilegt og að- eins sýnt kynferðislega trufluðu fólki. Þetta er hluti af markaðs- setningu Símans. Er þetta virkilega söluvænlegt? Eru engin takmörk fyrir því hve langt er farið í að selja vörur og hluti? Ef svarið er það að þessir ungu menn séu fyrirmyndir, þá finnst mér það slæmt mál. Hvers vegna? Jú, að pissatriði sé fyndið og allt í lagi að gera þetta er afbrigðilegt! En það sem er verst í þessu er það að þessir menn eru fyrirmyndir og svona vilja þeir sýna sig! Ég hef a.m.k. skoðað mitt mál og hef það val að geta farið annað ef ég er ósáttur. Ég er nú ósáttur og finnst að Stöð 2 ætti að gæta siðferðis í því sem gert er. Þó svo aðvörun komi upp í byrjun þáttar um innihald hans á samt sem áður að gæta siðferðis. Þetta á, að mínu mati, ekki heima á besta áhorfstíma Stöðvar 2. Hvað varðar Símann þá á ég líka val! Ég get farið til Og Vodafone því þar held ég að sé ekki lekavandamál og ég veit að þeir telja undirmigu ekki fyndna! SVEINN HJÖRTUR GUÐFINNSSON, Vesturbergi 46, 111 Reykjavík. Pissað á sig fyrir tuttugu þúsund krónur! Frá Sveini Hirti Guðfinnssyni forstöðumanni: STUNDUM velti ég því fyrir mér hvernig hver einstaklingurinn á fætur öðrum getur keypt eignir sem tekið hefur þjóðina áratugi að byggja upp með ærnum kostnaði. Og svo hinu, af hverju eignirnar eru seldar þegar erfiðið er farið að skila sér í arði til fram- tíðar, þjóðinni til farsældar. Um er að ræða arð- bærustu eignir og fyrirtæki þjóðarinnar, sem rík- isstjórnin hefur þegar selt og hin sem eftir eru og lagt er ofurkapp á að hún losi sig við. Því spyr ég hvort fulltrúum þjóðarinnar á al- þingi sé treystandi og hvort þeir séu aðallega eiginhagsmunapot- arar? Eða eru þeir ekki starfinu vaxnir? Vitað er, að enginn bóndi er svo vitlaus, að hann selji eða felli bestu mjólkurkýrnar sínar. Af hverju var ekki látið nægja að selja einstaklingi Landsbankann á gjafverði? Því þurfti að gefa fjölda þjóðargersema með honum? Getur verið, að ráðherrar sem þannig hlunnfæra þjóð sína, haldi virð- ingu hennar? Hverjum getur þjóð- in treyst þegar fólkið sem hún hefur kosið til að annast hagsmuni sína, kemur aftan að henni? Nú er R-listinn að verða uppþornaður embættismannaflokkur, þar sem fólk getur vart fótað sig fyrir mis- vísandi reglugerðafargani. Þar er krónunni kastað en aurinn hirtur eins og sést með fyrirhugaðri sölu fornminja kjallarans Aðalstræti 16. Síðan skal leigja hann af kaup- endum næstu 20 árin og tapa þar 100 milljónum án þess að vita hvað þá tekur við. R-listinn geng- ur eins hart að öldruðu fólki og fötluðu og honum er frekast unnt. Í stað þess að lækka þjón- ustugjöldin, eða fella þau niður, hafa þau stórhækkað. Um leið og ferðaþjónusta fatlaðra er látin kaupa verri bíla, eru gjöldin hækkuð um helming. Borgin kaup- ir frekar möppur og annað skrif- stofudót af útlendingum en við Múlalund, sem er verndaður vinnustaður. Í því sést hugur R- listans í hnotskurn og greinilegt að hann hefur fjarlægst það manneskjulega. Hann forgangs- raðar rangt og kann hvorugt að fara með, peninga og völd. Hvern- ig getur þjóðin snúið vörn í sókn, ef valdið er í óvitahöndum? Vitrir og vinsamlegir valdhafar mundu ekki leggja náttúruperlur landsins í auðn og flækja þjóð sína í er- lenda skuldafjötra. Þeir mundu ekki gefa auðlindir hennar og auka misrétti og ójöfnuð. Þeir væru ekki stöðugt að hygla sjálf- um sér á kostnað þjóðarinnar. Þeir mundu ekki leggja drög að eyðingu landsbyggðar, eins og nú er gert. Þeir mundu ekki leyfa er- lendu stórfyrirtæki að komast upp með langtíma svik og pretti gagn- vart þjóð sinni. Góðir valdhafar mundu aldrei framar selja erlend- um auðjöfrum rafmagn á gjafvirði til að koma upp og reka enn fleiri eiturspúandi stóriðjur. En það gerist á sama tíma og náttúruöflin eru farin að láta á sjá og ráða ekki lengur við að vera eitur- og sorp- eyðingarstöð mannkyns. Slæmir valdhafar loka augunum fyrir því sem er að gerast í náttúrunni og láta sér á sama standa þó álitið sé að eftir 10 til 20 ár verði ekki aft- ur snúið. Afleiðingar rangrar stjórnunar munu ekki síður bitna á þeim, sem með breytingum hafa gert Landsbankann að óaðgengi- legu tölvutæki sem kostar almenning tíma og peninga að ná sambandi við. Gróðahyggjan, sem nú er kölluð hagræðing, er að út- rýma manneskjulegum við- skiptaháttum. Líður auðjöfrunum betur þannig? ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Hver hefur það gott? Frá Alberti Jensen trésmíðameistara: Albert Jensen ENGINN getur neitað því að margt hefur áunnist í samgöngumálum hér vestra á undanförnum árum. Vest- fjarðagöngin voru til dæmis mikið átak og ævintýri líkust. En minn- umst þess að slíkir hlutir gerast ekki af sjálfu sér. Nöfn þeirra sem þá veittu forystu eru geymd en ekki gleymd. Verst var að ekki skyldi haldið áfram í kjölfarið að bora í gegnum Vestfjarðafjöllin. Um það þýðir þó ekki að fást úr því sem komið er. Það sem nú skiptir máli er hvert framhaldið verður. En sannleikurinn er sá, að þetta mikla samgöngumannvirki, Vest- fjarðagöngin, kemur ekki nema að hálfum notum. Til þess að fjár- munir þeir sem í þeim liggja komi að fullum þjóðhagslegum notum vantar tenginguna vestur á bóginn. Svo þarf auðvitað að bora víðar. Það er ekki spurning. Jarðgöng eru krafa dagsins, jafnt í Bolungarvík og Súðavík sem annars staðar á Ís- landi. Samgöngur í lofti, láði og legi eru upphaf og endir alls hér á Vestfjörðum. Því er það beinlínis lífsspursmál fyrir fjórðunginn að Vestfirðingar komi sér saman um í hvaða röð á að taka hlutina, því ekki er hægt að gera allt í einu, hvorki hér vestra né annars staðar. Ef við komum okkur ekki saman fer allt í japl, jaml og fuður og aðr- ir látnir ganga fyrir sem hafa vit á að vera einhuga út á við. Vestfirðingar. Lítum á Vestfirð- ingafjórðung sem eina heild í sam- göngumálum. Stöndum saman bræður og syst- ur! HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Vestfirðingar verða að standa saman Frá Hallgrími Sveinssyni á Hrafnseyri: ELLERT Sigurbjörnsson svarar bréfi mínu frá 26. janúar þann 28. sama mánaðar um textun á síðu 888 og er það mjög þakkarvert. Ellert segir að oftast skili textinn sér réttur á síðu 888. Sjálfur er ég heyrnarlaus og í góðu sambandi við þá sem nýta sér þennan texta og það er samhljóða álit að þetta gagnist ekki nægilega vel. Bæði orð, stafir og heilu samtölin hverfa. Einnig vill textinn blikka eða vara í eina sekúndu á skján- um. Ellert vill meina að sjónvarps- tæki eigi að miklu leyti sökina á hversu illa textinn skilar sér til notenda þar sem tækin eru mörg hver orðin gömul og ekki með nýj- ustu tæknina. Sjálfur á ég tvö sjónvarpstæki og eru þau bæði með íslensku textavarpi. Foreldrar mínir eru með ein 3 tæki, tengda- foreldrar 2 og svo framvegis. Tæk- in eru misjöfn að gæðum og verðið allt frá 14 þúsundum upp í 200 þúsund. Sum eru orðin lúin en önnur eru innan við hálfs árs göm- ul. Eitt eiga þau öll sameiginlegt en það er að þau ná aldrei að skila þessum texta óbrengluðum til not- enda. Er það réttlætanlegt að senda þetta svona frá sér og kenna tækjunum um meðan þýddar er- lendar myndir eru kristaltærar í hvaða sjónvarpstæki sem er. Mjög margir í hópi heyrnarskertra, þar á meðal eldri borgarar, hafa ekki efni á að endurnýja sín sjónvarps- tæki, loftnet og streng reglulega. Þess í stað ætti það að vera á ábyrgð RÚV að koma textanum vel frá sér. Það hlýtur að vera hægt að gera þetta betur en nú er þannig að starfsmenn við textun geti verið stoltir af sinni vinnu. Annað sem Ellert kemur inn á er að vinnureglur eru eins og tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar í text- un og geri heyrnarskertum betra að skilja talmálið eða eins og hann segir: „Þetta er gert til að heyrn- arskertir áhorfendur eigi auðveld- ara með að lesa textann en njóta um leið myndarinnar. Í textum á 888 er alls ekki nein regla að þýða erlendar slettur – nema gera megi ráð fyrir að áhorfendur eigi erfitt með að skilja þær. Hvernig í ósköpunum getur þessi barnalega einföldun verið heyrnarskertum, heyrnarlausum og nýbúum til góða? Hver er það sem tekur ákvörðun um að slettur séu eitt- hvað sem þessir áhorfendur skilja ekki? Mér finnst þetta vægast sagt ódýr rök hjá Ellerti. Ég vil enn og aftur biðja landsmenn um að stilla á síðu 888 og sjá hvernig textun efnisins fer fram, einnig vil ég biðja Ellert, og þá sem vinna við textun, að reyna halda textanum við talmálið. Einföldun er ekki af hinu góða fyrir nokkurn mann nema þá kannski þann sem slær textann inn. ÞÓRÐUR ÖRN KRISTJÁNSSON, Mávahlíð 20, 105 Reykjavík. 888 hugleiðingar Frá Þórði Erni Kristjánssyni, heyrnarlausum námsmanni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.