Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 www.1928.is Bastkommóða með 8 skúffum Bastskilrúm Taukörfur úr basti Bastskilrúm með léreftsvösum Bastkommóður í úrvali Basthillur af ýmsum stærðum og gerðum Basttaukörfur og kommóður á hjólum Fóðraðir bastkistlar í ýmsum stærðum „Sjaldnast launar kálfurinn ofeldið.“ Niðurhal tónlistarog kvikmynda afNetinu, afritun forrita og annars höfund- arréttarvarins efnis hefur talsvert verið til umræðu á undanförnum árum. Sumt af þeirri iðju hefur verið talið á gráu svæði hvað lögmæti varðar. Nú hillir undir að grámanum létti og að lagaumhverfið á þessu sviði verði skýrara en til þessa. Frumvarp á leiðinni Frumvarp um breyt- ingu á höfundarréttarlög- um var kynnt í ríkis- stjórninni 22. mars síðast- liðinn. Nú mun það vera til kynningar í þingflokkum og verð- ur væntanlega lagt fyrir Alþingi innan skamms. Samkvæmt upp- lýsingum frá menntamálaráðu- neytinu hafa Íslendingar skuld- bundið sig til að laga sig að samþykktum EES í þessum mála- flokki. Frumvarpið tekur því mið af EES-tilskipunin um samræm- ingu tiltekinna þátta höfundar- réttar og skyldra réttinda í upp- lýsingasamfélaginu. Innan EES- svæðisins er samræmd forskrift að því hvernig á að innleiða WIPO-sáttmálana um réttindi höfunda og það gerir tilskipunin. Með lögfestingu hennar verða WIPO-sáttmálarnir innleiddir í íslensk lög og þau aðlöguð sátt- málunum. Víðtækur höfundarréttur Þegar tilskipunin varð til í maí 2001 var niðurhal af Netinu ekki jafnútbreitt og nú. Þá voru hins vegar jafningjanet og dreifing á efni um skráardeiliforrit orðin al- lalgeng. Tilskipunin skerpir mjög á reglum um hvað má og hvað má ekki þegar kemur að höfundar- réttarvörðu efni, til dæmis varð- andi það að sækja sér efni á Netið eða afrita hljóðritanir hvort held- ur á geisladiska eða MP3 spilara. Höfundar og aðrir rétthafar efnis, svo sem listflytjendur, framleiðendur, útvarpsfyrirtæki og útgefendur hljóðritana eiga einkarétt á sínu efni og hagnýt- ingu þess. Þess vegna fá þeir yfir- leitt greidd höfundalaun þegar efni þeirra er dreift með löglegum hætti, hvort heldur með fjölföldun hljóðritana t.d. á geisladiska, í fjölmiðlum eða um Netið. Þeir sem veita aðgang að höfundar- réttarvörðu efni til niðurhals á Netinu verða því að hafa leyfi til þess frá rétthöfum. Eftir gildis- töku laganna verður klárlega ólöglegt að hlaða upp efni á Netið, án leyfis rétthafa. „MP3-lög“ takmarka valið Nokkur önnur Evrópulönd eru á svipuðu róli og við með innleið- ingu tilskipunarinnar. Það á t.d. við um Noreg. Undanfarið hefur verið töluverð umræða þar í landi um ný höfundarréttarlög, sem líkt og hér eru til að laga sig að til- skipuninni. Í Noregi er gjarnan talað um „MP3-lögin“, því þau taka m.a. til afritunar efnis á svo- nefnda MP3-spilara. Þar, líkt og hér á landi og víðar, eru þannig tæki orðin mjög vinsæl meðal ungs fólks og hafa þau tekið við af ferðaspilurum fyrir geisladiska, að ekki sé talað um tónsnældur sem tónlistarmiðill. Af norskum fjölmiðlum að ráða hafa ákvæði um svonefnda vernd á tæknilegum ráðstöfunum vakið mesta athygli og umtal. Í 6. grein tilskipunarinnar segir m.a.: „Að- ildarríkin skulu kveða á um full- nægjandi lögvernd gegn því að farið sé fram hjá hvers konar skil- virkum, tæknilegum ráðstöfunum enda viti viðkomandi aðili eða hafi fulla ástæðu til að vita að hann stefnir að því marki.“ Undir „skil- virkar, tæknilegar ráðstafanir“ falla t.d. afritunarvarnir á mynd- og hljóðdiskum. Til eru aðferðir sem gera kleift að „rippa“, eða opna, ritvarða diska og afrita efni þeirra hvort heldur á tölvudiska, geisladiska eða í MP3-spilara. Eðli málsins samkvæmt eru í sömu grein til- skipunarinnar kveðið á um lög- vernd gegn framleiðslu, innflutn- ingi, dreifingu og kynningu á búnaði sem ætlaður er til að brjóta upp ritvarið efni. Þjóð lögbrjóta? Samkvæmt úttekt Aftenposten frá 11. febrúar verður áfram leyfi- legt í Noregi að afrita höfundar- réttarvarið efni til eigin nota, en sett eru takmörk við því hverjir mega nýta sér slík afrit. T.d. er álitið leyfilegt að taka afrit af geisladiski til að spila í fjölskyldu- bílnum. Ekki verður heimilt að afrita efni frá ólöglegum efnisveitum sem ekki hafa aflað samþykkis höfundarréttarhafa. Það útilokar t.d. svonefnda skráadeilingu að mestu. Þá verður bannað að brjóta afritunarvörn til að afrita efnið á annað form, t.d. af geisla- diski á MP3. Bannað verður að selja búnað til að brjóta upp afrit- unarvarnir. Ýmsar gagnrýnisraddir hafa heyrst í Noregi varðandi væntan- lega löggjöf. Þannig hafði Aften- posten eftir Gisle Hannemyr, við upplýsingastofnun Oslóarháskóla, að verði frumvarpið að lögum verði Norðmenn að þjóð lög- brjóta. Brot varða sektum eða varðhaldi. Fréttaskýring | Breyting á höfundarréttar- lögum kynnt í ríkisstjórninni Skýrari reglur um afritun Bannað að afrita lög af ritvörðum geisladiskum á MP3-spilara Höfundarréttarvarið efni nýtur verndar. EES-tilskipun um höfundarrétt innleidd  Í undirbúningi er frumvarp til breytingar á höfundarréttar- lögum. Með því er ætlunin að innleiða EES-tilskipun um sam- ræmingu tiltekinna þátta höf- undarréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu (2001/ 29/EB). Tilskipunin byggist á tveimur alþjóðlegum sáttmálum frá 1996: Höfundarréttarsamn- ingi Alþjóðahugverkastofnunar- innar (WIPO) og sáttmála WIPO um flutning og hljóðritun. gudni@mbl.is KARL Axelsson, formaður fjöl- miðlanefndar menntamálaráðherra, vonast til þess að nefndin geti skil- að skýrslu sinni innan tveggja vikna. Hann segist aðspurður í sam- tali við Morgunblaðið ekkert geta sagt til um það hvernig niðurstöður nefndarinnar verði, né hvort líklegt sé að samstaða muni nást um niður- stöðurnar innan nefndarinnar. Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skipaði nefnd- ina í nóvember sl. Í henni eiga m.a. sæti fulltrúar allra stjórnmála- flokka á Alþingi. Nefndinni var m.a. ætlað að skoða samþjöppun eign- arhalds á fjölmiðlum á Íslandi og gera tillögur um það til hvaða að- gerða beri að grípa til að sporna gegn of mikilli samþjöppun á eignarhaldi. Skilar skýrslu innan tveggja vikna HULDA Leifsdóttir, húsmóðir á Brekkunni á Blönduósi, er náttúru- barn að eðlisfari. Hún stundar fjárbúskap ekki fjarri heimili sínu á Brekkunni og er með 7 ær á fóðr- um. Ær Huldu eru langt í frá lit- lausar utan ein sem hvít er og ber nafnið Lauga. „Ég sá fimm gæsir í oddaflugi í dag og þær stefndu í norður. Það veit á gott. Það sagði Valli heitinn Ásgeirs að minnsta kosti og ég trúi honum,“ sagði Hulda í fyrradag. Jafnframt sagðist Hulda hafa heyrt í lóunni fyrir fáeinum dögum en ekki komið auga á hana. Allt er þetta í fyrra fallinu í náttúrunni sagði Hulda „nema sauðburðurinn hjá mér. Ég held mig við gamla tím- ann“ og á hún von á því að fyrsta lambið í búi hennar líti dagsins ljós 12. maí. Högni mikill að vöxtum, geðgóður og gefinn fyrir gælur, fylgdi Huldu við bústörfin. Köttur- inn og kindurnar voru greinilega hænd að Huldu og Hulda að þeim. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Frístunda- bóndi á Blönduósi Blönduósi. Morgunblaðið. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.