Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skattamálþing verður haldið á Bifröst fimmtudaginn 31.mars. DAGSKRÁ: 13.00 Ingibjörg Ingvadóttir, hdl., lektor Setning 13.10 Ragnheiður Snorradóttir, lögfræðingur, fjármálaráðuneytið Tvísköttunarsamningar og skaðleg skattasamkeppni 13.30 Bernhard Bogason, lögfræðingur, KPMG Samkeppnisstaða Íslands í skattalegu tilliti 13.50 Erna Hjaltested, hdl., Logos Stefna Íslands í tvísköttunarmálum 14.20 Vala Valtýsdóttir, hdl., Taxis Áhrif EES samningsins á íslenskt skattaumhverfi 14.40 Elín Árnadóttir, lögfræðingur, PWC Skattlagning erlendra aðila á Íslandi, starfsmannaleigur 15.00 Páll Jóhannesson, lögfræðingur, Deloitte Skattlagning erlendra aðila á Íslandi, föst atvinnustöð 15.30 Fyrirspurnir og umræður Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri opnar umræður og situr fyrir svörum. Aðrir sem sitja fyrir svörum eru Bernhard Bogason, Elín Árnadóttir, Erna Hjaltested, Páll Jóhannesson og Vala Valtýsdóttir. 17.00 Málþingsslit og léttar veitingar Þingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Fundarstjóri: Ingibjörg Ingvadóttir, hdl., lektor Alþjóðlegur skattaréttur í örri þróun Nánari upplýsingar á www.bifrost.is SKARPHÉÐINN Berg Steinars- son, stjórnarformaður 365 ljósvaka- miðla ehf. og Og fjarskipta hf. sem reka Og Vodafone, segir að ekki hafi verið gætt jafnræðis milli skilyrða sem sett voru fyrir samruna Og fjar- skipta og 365 ljósvakamiðla, og sam- runa Landssíma Íslands og Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem samkeppn- isráð Samkeppnisstofnunar birti í síðustu viku. Og fjarskipti muni því krefjast endurupptöku málsins hjá samkeppnisyfirvöldum í samræmi við fyrirvara félagsins um jafnræði aðila á markaði. „Það sem þessi vinna Samkeppn- isstofnunar gekk út á var, sam- kvæmt okkar skilningi, að koma á opnu fyrirkomulagi þannig að það væru allir jafnir og að fyrirtækin gætu ekki tengt saman efni og dreifi- leið. Í skilyrðum samkeppnisráðs er Landssímanum hins vegar gefið svigrúm til að gera nákvæmlega þetta fram til ársins 2007 og þar með teljum við fótunum kippt undan þessu öllu,“ segir hann. Samningur um enska boltann rennur út á sama tíma Í niðurstöðu samkeppnisráðs um samruna Landssímans og Íslenska sjónvarpsfélagsins er ákvæði um að í tilviki áskriftarstöðva Íslenska sjón- varpsfélagsins sé fyrirtækinu heim- ilt að setja skilyrði gagnvart fyrir- tækjum í Internetþjónustu og stafrænni sjónvarpsdreifingu um að sjónvarpsmerki skuli dreift um þann afruglunarbúnað (myndlykil) sem Íslenska sjónvarpsfélagið láti áskrif- endum sínum í té til 1. júlí 2007. Skarphéðinn segir að þetta geri Símanum kleift að komast í mark- aðsráðandi stöðu á dreifingu sjón- varpsefnis með sama hætti og fyr- irtækið sé markaðsráðandi í fjarskiptum í dag. „Það er algerlega óskiljanlegt að samkeppnisyfirvöld vilji koma því fyrirkomulagi á.“ Skarphéðinn bendir á að samning- urinn um enska boltann renni ein- mitt út í júlí 2007, á sama tíma og að- lögunarfresturinn. Hugsanlega sé það til komið vegna óska frá Lands- símamönnum sem hafi miðað við að þeir gætu með þessu fengið endur- greiðslu á þeirri fjárfestingu sem þeir lögðu í með ensku knattspyrn- una. „Þá er aftur ekki gætt jafnræð- is, því við höfum lagt í umtalsverðar fjárfestingar á ýmsum sviðum og nú síðast Digital-Ísland kerfinu og okk- ur er gert erfitt að fá þá fjárfestingu að fullu til baka,“ segir Skarphéðinn Berg. Hann segir að Og Fjarskipti íhugi að óska eftir að Samkeppnisstofnun taki tillit til fleiri atriða sem ekki voru í úrskurðinum frá í síðustu viku, s.s. um að samkeppnisaðilum Símans verði veittur aukinn aðgangur að ljósleiðaraneti Símans. Orri Hauksson, stjórnarformaður Íslenska sjónvarpsfélagsins og fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, segir enga launung á því að Síminn hafi talið eðlilegt að fyrirtækið fengi lengri aðlögunarfrest hvað varðar sjónvarpsefni. Í tilviki Símans sé um að ræða fyrirtæki sem sé ráðandi að- ili í dreifingu en afar lítið í sjónvarps- efni en í tilviki Og fjarskipta sé fyr- irtækið minna í dreifingu en ráðandi í efni. Samkeppnisráð hafi ákveðið að setja Símanum stífari skilyrði varðandi dreifileiðir, en Og fjarskipt- um stífari skilyrði varðandi efni. Til- gangurinn sé að skapa aukið jafn- ræði á markaði. Og fjarskipti hf. fara fram á endurupptöku samkeppnisráðs Saka samkeppnisyfirvöld um að hafa ekki gætt jafnræðis Skarphéðinn Berg Steinarsson Orri Hauksson MIKILL eldur kom upp í lagerhús- næði byggingarfyrirtækisins Húsa- klæðningar á Skemmuvegi 42 í Kópavogi, í fyrrinótt. Íbúar í Breið- holti urðu eldsins fyrst varir og til- kynntu um eldinn klukkan 3.24. Slökkvilið fór á staðinn og logaði þá eldurinn á neðri hæð hússins sem er á tveimur hæðum. Gríðarlegur hiti mætti reykköfur- um slökkviliðsins þegar þeir héldu inn í húsið um klukkan hálffjögur- leytið í nótt þar sem eldur logaði innst í húsnæðinu. Þá urðu spreng- ingar þegar málningarílát og lítill gaskútur sprungu en engan slökkvi- liðsmann sakaði og tókst þeim að slökkva eldinn þegar þeir komust loks að honum. Mestallt farið Slökkvistarfið tók rúmar tvær klukkustundir. Talið er að hiti uppi undir lofti húsnæðisins hafi verið á milli 600 og 1.000 gráður og var vatn- ið úr brunaslöngunum um 40 stiga heitt á gólfi hússins þegar slökkvi- starfi lauk kl. 5.42 í gærmorgun, eða álíka og í heitu pottunum í laugun- um. Ljóst er að töluvert tjón hlaust af völdum eldsins. Þá urðu skemmdir af völdum reyks á bifreiðaverkstæði sem er á efri hæð hússins. Að sögn Matthías Eyjólfssonar, eins af eig- endum Húsaklæðningar er tjónið umfangsmikið og lager fyrirtækisins gjörónýtur. „Við ættum að vera tryggðir fyrir þessu, en þetta er engu að síður mikið tjón,“ segir Matthías, sem kveðst nú bíða eftir niðurstöðum lögreglu og slökkviliðs um upptök eldsvoðans. „Við getum alveg starfað áfram, það var lagerinn sem brann, en þetta er eiginlega mest allt farið.“ Samkvæmt upplýsingum slökkvi- liðs eru eldsupptök enn ókunn. Morgunblaðið/Júlíus Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík vann að rannsókn á eldsupptökum í gær. Eldurinn gjöreyðilagði allt innbú húsnæðisins. Mikið tjón varð í eldsvoða í lagerhúsnæði í fyrrinótt MANNANAFNANEFND hefur m.a. komist að þeirri niðurstöðu, að eiginnöfnin Tímoteus, Estefan og Andrá uppfylli ákvæði laga um mannanöfn en nöfnin Tímóth- eus, Sven og Anndrá ekki. Einnig hafnaði nefndin ítrek- aðri ósk um kvenmannsnafnið Blæ á þeirri forsendu að um væri að ræða karlmannsnafn. Samkvæmt úrskurði nefnd- arinnar frá því fyrir páska var fallist á eftirfarandi eig- innöfn: Tímoteus, Andrá, Matti, Estefan, Dæja, Gloría og Sólkatla. Einnig var fallist á millinöfnin Gnarr og Hof- land. Hins vegar hafnaði nefndin eftirfarandi eiginnöfnum: Anndrá, Hávarr, Blær (kvennafn) og Tímótheus. Má heita Tímoteus en ekki Tímótheus ÞINGMANNAFUNDI smá- ríkja í Evrópu, sem hefjast átti í Mónakó á morgun, fimmtudag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veikinda Rainiers fursta af Mónakó. Tveir íslenskir þingmenn áttu að taka þátt í fundinum, þau Jón Gunnarsson og Drífa Hjartardóttir, að sögn Örnu Gerðar Bang, starfsmanns al- þjóðasviðs þingsins. Fundurinn átti að standa fram á laugardag. Auk þing- manna frá Íslandi voru vænt- anlegir þingmenn frá Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Möltu, Mónakó og San Mar- ínó. Fundi frest- að vegna veikinda Rainiers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.