Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur úthlutað styrkjum af fjárlög- um yfirstandandi árs til námsefnis- gerðar í bóklegum og verklegum námsgreinum á framhaldsskólastigi. Alls bárust 106 umsóknir um styrki að upphæð um 77 milljónir króna, en til ráðstöfunar voru 19,3 milljónir. Alls hlutu sextíu og þrjú verkefni styrki og voru þau á víðum grund- velli, allt frá félags- og fjölmiðlafræði til heilbrigðisgreina, listgreina, lífs- leikni, gullsmíði og rafmagnsfræði. Stærstu styrki hlutu Mál og menn- ing – Edda útgáfa og Iðnú bókaút- gáfa. Þá hlutu fjölmargir kennarar í ýmsum greinum styrki til gerðar námsefnis í sínum fögum. Lögð rækt við tungumál og verkþekkingu „Þetta eru ekki svo sem háar upp- hæðir, en það er verið að koma til móts við fólk sem er að leggja í þetta,“ segir Elín Skarphéðinsdóttir, stjórnarráðsfulltrúi í menntamála- ráðuneytinu. „Það er skortur á námsefni í mörgum greinum á fram- haldsskólastigi, en þar er geysilega fjölbreytt flóra, bæði bóklegra og verklegra námsgreina. Víða þarf sérhæft námsefni sem er gefið út fyrir mjög lítinn markað og því hefur verið litið svo á að koma þurfi til móts við kennara sem eru í þessu.“ Erling Erlingsson, framkvæmda- stjóri Iðnú bókaútgáfu, segir styrki til námsefnisgerðar hafa gífurlega þýðingu fyrir forlög sem gefa út efni fyrir fámennar greinar eins og iðn- greinar, þar sem efnið getur verið jafndýrt í vinnslu og fyrir stærri greinar en mun minni kaupendahóp- ur. „Þetta þýðir að við getum gefið út bækur sem annars myndu ekki koma út og þar getum við nefnt að við er- um að vinna námsefni fyrir gullsmiði og þar gætu verið frá þremur upp í fimm nemendur að hámarki á ári. Það gefur auga leið að svoleiðis efni mun aldrei borga sig en þarf engu að síður að vera til svo hægt sé að varð- veita verkþekkingu, málfar og orða- söfn í hinum ýmsu iðngreinum sem myndu fara forgörðum ef við værum að nota bækur á erlendum tungu- málum. Að auki finnst mér hvorki eðlilegt né réttlátt að ætlast til þess að nemendur sem eru nýkomnir út úr grunnskólum lesi námsefni á er- lendum tungumálum,“ segir Erling. „Það má bæta því við að á landinu eru u.þ.b. 20.000 framhaldsskóla- nemendur. Upphæðin var 19,3 millj- ónir, sem nær ekki þúsund krónum á nemanda. Þetta þarf að bæta.“ Úthluta styrkjum til námsefnisgerðar Sérhæfð útgáfa fyrir lítinn markað ALÞINGI kemur saman að nýju í dag eftir páskafrí. Þing- fundur hefst kl. 13.30. Á dagskrá eru níu fyrir- spurnir til ráðherra. Meðal annars verður spurt um með- ferðarúrræði í fangelsum, hval- veiðar í vísindaskyni og rækju- veiðar í Arnarfirði. Alþingi kemur saman í dag Stærra efnismeira öflugra … á morgun GRÁSLEPPUVERTÍÐIN fyrir Norðurlandi, frá Skagatá að Fonti, mátti hefjast í dag en heimilt var að byrja að leggja kl. 8 í morgun. Vertíðin nú er þriðj- ungi styttri en áður og er það vegna góðra aflabragða á vertíðinni í fyrra. Það er skoðun veiðimanna að nauðsynlegt sé að draga úr veiðinni nú svo jafnvægi haldist á milli framboðs og eftirspurnar á grá- sleppuhrognum. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsvískir grásleppusjómenn gerðu báta sína klára til veiða í einmuna vorblíðu í gær en á annan tug báta verður gerður út til grásleppuveiða á þessari vertíð frá Húsavík. Aðalsteinn Júlíusson er skipstjóri á Doddu ÞH 39 og hér er hann að merkja baujur enda eins gott að þær séu vel og rétt merktar því það auðveldar sjómönnum vinnuna. Baujurnar merktar fyrir grásleppuvertíðina Húsavík. Morgunblaðið. ust ekki um tillögur Reykjavík- urborgar þó eftir væri leitað. Nafnið breytist ekki Spurður hvort ekki sé erfitt fyr- ir Háskólann í Reykjavík að íhuga að flytja burt úr sveitarfélaginu sem skólinn er kenndur við, segir Sverrir að svo sé ekki, litið sé á höfuðborgarsvæðið sem eitt svæði. „Við þurfum ekki endilega að vera í miðri Reykjavík, það tíðkast víða erlendis að háskólar sem kenna sig við höfuðborg séu svo kannski í einhverju úthverfi sem hefur ann- að póstfang.“ Því myndi nafn skól- ans haldast óbreytt þó hann flytt- ist í Garðabæinn. Sverrir segir að rétt sé að taka fram að Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, sem situr í háskólaráði, hefur dregið sig alfar- ið út úr ráðinu frá því að farið var HÁSKÓLARÁÐ Háskólans í Reykjavík (HR) er nú að vinna úr tillögum Garðabæjar og Reykja- víkur um framtíðarstaðsetningu skólans, og er reiknað með nið- urstöðu fyrir 8. apríl. Valið stend- ur á milli Urriðaholtsins í Garða- bæ og Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. „Þetta eru tveir mjög álitlegir kostir, og við erum í þeirri stöðu að þurfa að velja á milli tveggja góðra kosta,“ segir Sverrir Sverr- isson, formaður háskólaráðs HR. Aðstandendur tillagnanna tveggja hafa kynnt hugmyndir sínar um háskólabyggð á hvorum stað fyrir sig fyrir ráðinu, og hvernig borg- ar- og bæjaryfirvöld myndu styðja við háskólann á hvorum stað. Sverrir segir að það hafi orðið að samkomulagi að þær útfærslur sem kynntar voru á fundi háskóla- ráðs verði trúnaðarmál þar til búið er að taka ákvörðun, og því sé ekki hægt að segja til um hvort mikill munur sé á tillögunum eða hvernig þær séu útfærðar, umfram það sem fram hefur komið. Þó kemur fram í fundargerð bæjarráðs Garðabæjar að í tillög- um um háskóla á Urriðaholti hafi m.a. verið lofað að HR muni ekki greiða gatnagerðargjöld af há- skólabyggingunum, og ekki greiða fasteignaskatt af húsnæði skólans. Ennfremur muni Garðabær tryggja rekstur samfélagsþjónustu svo sem grunnskóla, leikskóla, íþróttahúss, sundlaugar og al- menningsbókasafns í hverfinu. Ennfremur muni bæjarfélagið beita sér fyrir því að næsti fram- haldsskóli og heilsugæsla innan sveitarfélagsins rísi í Urriðaholti, verði af flutningi HR á svæðið. Sambærilegar upplýsingar feng- að skoða möguleika á framtíðar- staðsetningu skólans, til að forðast hagsmunaárekstra, enda hefur hennar bæjarfélag sóst eftir að fá skólann til sín. Taka ákvörðun um framtíðarstað HR fyrir lok næstu viku „Þurfum að velja á milli tveggja góðra kosta“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Verið er að vinna úr tillögum um framtíðarstaðsetningu HR. Grétar J. Guðmundsson, Guðmundur Sverrir Þór, Helgi Mar Árnason, Agnes Bragadóttir fréttastjóri, Arnór Gísli Ólafsson og Soffía Haraldsdóttir. Viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.