Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR fjórum árum þá skrifaði ég tvær greinar í Morgunblaðið þar sem ég varaði við þróun sem þá var að gerast í Bandaríkjunum varðandi of- notkun á Methylphenidate eða Rital- íni. Varaði ég við því að ef Íslend- ingar væru ekki vel á verði í kjölfar þeirra sjúkdómsvæðingar sem hefði tekið festu í Bandaríkjunum þá gæti hið sama gerst hér. Voru viðbrögð fólks margbrotin en ég fékk nokkur harðorða svör við greininni. Í byrjun marz lýsti aðstoð- arlandlæknir því yfir að Ísland hefði sett heims- met í notkun lyfja tengd ofvirkni. Greini- legt er að viðvörun mín og annara var ekki tek- in alvarlega. Þeir ein- staklingar sem ég hef rætt við hérlendis fá oft engu ráðið um hvort meðferðin eða hjálpin sem þau fá kemur úr pillu eða er í einhverju öðru formi. Ef fólk leitar aðstoðar þá er oft eina leiðin að fara til geðlæknis, því þjónusta þeirra tilheyrir sjúkra- samlaginu. Það hafa ekki allir efni á því að borga 5000 krónur eða meira á tímann fyrir sálfræði- eða annars konar aðstoð. Að minnstakosti er boðið upp á valkost í Bandaríkjunum. Fólk getur valið á milli sálfræði-, fjöl- skyldu- eða geðlæknisaðstoð sem að eru svo greidd að hluta til eða til fulls af tryggingarfyrirtækjum eða sveita- félögum. Hef ég heyrt um greiningar í gegn um síma hér og 10 mínútna viðtöl við geðlækni sem að enda með lyfseðli. Það er því ekkert skrítið að lyfjanotkun sé farin fram úr öllu valdi hérlendis. Í fréttablaðinu þriðjudag- inn 1. mars sá ég tilkynningu þar sem að talað var um nýjan fræðslubækl- ing sem gefin hefur verið út í sam- bandi við þunglyndi og geðhvörf. Lögð var áhersla á að þessi vandamál sem sjúkdóma og í lokin var sagt frá því að lyfjafyrirtækið Actavís gaf bæklingana út. Þetta er hluti af vandamálinu. Það hefur sýnt sig vestanhafs að þegar lyfjafyrirtæki stjórna útgáfu og fræðslu að upplýs- ingarnar verði þeim í hag. Að mark- aðssetja sjúkdóma í bæklingum sem eru borgaðir af lyfjafyrirtækjum er bæði hættulegt og siðferðislega rangt. Faglega séð er skilgreining sjúkdóma og röskunar margbrotin. Lyf eru bara ein lausn af mörgum og það á ekki að vera í höndum lyfjaiðn- aðarins að skilgreina „réttu“ með- ferðina fyrir alla, sérstaklega þar sem hún virkar ekki fyrir alla. Það verður að takmarka áhrif lyfjaframleiðenda sem hagnast af því að markaðssetja lyf og sjúkdóma. Ég ætla nú að vara við annarri þróun vest- anhafs. Lyfjafyrirtækin eru nú farin að slást um markaðshópa því það er mikill peningur í lyfja- iðnaðinum. Enda er þetta orðin ríkustu fyr- irtæki heims. Í dag höf- um við ofvirkni fullorð- inna og þunglyndi gæludýra. Prozac fyrir köttinn eða hamsturinn er það nýjasta vest- anhafs. Ekki hrista hausinn í hneykslun yfir þessu, því sumir gerðu hið sama fyrir fjórum árum þegar ég skrifaði um Ritalín ofnotk- un og nú á Ísland heimsmet í því. En þróunin sem veldur mér þó mestum áhyggjum er sú nýjung að greina of- virkni í ungbörnum. Ég vann sjálf með fjölskyldu þar sem 9 mánaða gamalt barn hafði verið sett á forð- atöfluna Ritalín SR sem forvörn gegn ofvirkni. Bróðir hennar var 4 ára greindur ofvirkur og settur á lyf. Eins gott að ráðast á vandann áður en hann hefst, ekki satt? Þrátt fyrir þetta hefur framleiðandi Ritalíns tek- ið það fram að lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Það eru þrjú atriði sem ég vil benda á. Númer 1, við erum að ala upp kynslóð sem er á vanabindandi lyfjum. Hvað haldið þið að þetta muni kosta þjóðina þegar fram í sækir? Aðstoðarlandlæknir vitnaði í rann- sókn sem segir að af þeim börnum sem eru greind ofvirk og eru sett á lyf sé það er ólíklegra að þau misnoti eiturlyf í framtíðinni. Þessi rannsókn sem gerð var af Biederman og fylgd- ist með einstaklingum í 4 ár fer þvert á móti annarri rannsókn sem rann- sakaði ferlið í 20 ár. Sú rannsókn var gerð af Nadine M. Lambert frá Há- skólanum í Berkeley í Kaliforníu og sýndi greinilega að þeir sem eru á of- virknislyfjum sem börn eru líklegri til að nota eiturlyf sem fullorðnir ein- staklingar. Það er líklegra að 20 ára rannsókn geti betur greint frá þessu en 4 ára rannsókn. Þess má líka geta að Biederman hefur gert rannsóknir fyrir lyfjafyrirtækið Eli Lilly og eru niðurstöðurnar í þeim rannsóknum líka lyfjafyrirtækinu í hag. Ritalín, sem er amfetamín tengt lyf, hefur fengið viðurnefnin „Vitamin R“, „R- ball“, „the Smart Drug“ eða „Poor Man’s Cocaine“ sem götulyf Vest- anhafs. Þó þetta sé selt á götum og í skólum þar eru flestir búnir að fatta það að þetta er hægt að fá hjá lækni fyrir ekkert. Númer 2, við erum að ala upp kyn- slóð sem að hefur þá sjálfsímynd að þau séu sjúk. Þrátt fyrir þetta er sjúkdómur í þessu samhengi meta- fórískt og huglægt hugtak, en börnin eru látin halda að það sé eitthvað sjúkt innan í þeim. Þetta hefur áhrif á áframhaldandi þroska barnsins og sjálfsímynd. Geðlyf eiga alltaf að vera síðasti kostur þar sem orsakir vanda- mála geta verið margar og flóknar - sérstaklega þegar kemur að börnum. Og númer 3, við erum að ala upp kynslóð sem kann ekki að leysa vandamál nema með pillum því að þeim er ekki kennt það. Hvort sem að pillurnar eru líkamlega vanabindandi eða ekki, þá eru þær svo sannarlega það eina sem að börnin okkar munu kunna að halla sér að í framtíðinni. Ritalín-væðingin Karen Kinchin fjallar um ritalíngjafir ’Lyfjafyrirtækin eru núfarin að slást um mark- aðshópa því það er mik- ill peningur í lyfjaiðn- aðinum. Þetta eru ríkustu fyrirtæki heims í dag. ‘ Karen Kinchin Höfundur er fjölskylduráðgjafi. SÆNSKUM vísindamönnum tókst fyrir nokkrum árum að sýna fram á að nýjar taugafrumur geta myndast í heila fullorðins fólks, en áður var talið að nýjar tauga- frumur gætu ekki myndast eftir fósturskeiðið. Doktorsnemi í Sví- þjóð fann svo nýlega efni í heil- anum sem örvar vöxt taugafrumna í heilanum, en efnið kallast GIP og er svokallað peptíð. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um notkun peptíða í læknisfræðilegum til- gangi, en áhugi á notkun lífvirkra pept- íða fer nú vaxandi víða um heim. Hér á landi er m.a. rann- sakað hvort vinna megi þessi efni úr sjávarfangi. Lýsi er líklega það sem fyrst kemur upp í hugann þegar rætt er um heilnæmi fisks, enda hefur á und- anförnum árum mikið verið fjallað um rann- sóknir á jákvæðum áhrifum fjölómettaðra fitusýra sem er að finna í fiski. Athyglin hefur einkum beinst að jákvæðum áhrifum þeirra á hjarta- og æðakerfi, heila- og miðtaugakerfi, gegn liðagigt og fleiri sjúk- dómum. Rannsóknir benda til þess að fólk sem borðar fisk a.m.k. tvisvar í viku sé í minni hættu á að fá hjarta- og æða- sjúkdóma en þeim sem borða fisk sjaldn- ar. En það hefur einn- ig verið bent á að það taka ekki allir lýsi og að fólk sem tekur þátt í rannsóknum þar sem jákvæð áhrif fiskneyslu hafa komið fram neytir aðallega hvíts og magurs fisks, en hvítur fiskur (t.d. þorskur og ýsa) hefur litla fitu í fiskhold- inu. Þetta hefur vakið spurningar um hvort hin jákvæðu áhrif af fiskneyslu megi rekja til fleiri þátta heldur en fitusýrusamsetn- ingarinnar, hvort það sé eitthvað fleira í fiskum sem hefur þessi heilnæmu áhrif? Fiskur er að mörgu leyti afar merkileg fæða, hann er próteinrík- ur og magur, ásamt því að inni- halda vítamín og steinefni. Prótein eru langar keðjur af byggingarein- ingum sem nefnast amínósýrur og eru 20 mismunandi amínósýrur notaðar til að mynda óendanlegan fjölda mismunandi próteina. Ný- legar rannsóknir benda til þess að áhrif próteina á heilsu fólks séu margvíslegri heldur en að veita nauðsynlega orku og næringu. Við niðurbrot á próteinum við melt- ingu eða annað niðurbrot, t.d. með ensímum, myndast peptíð, en það eru keðjur úr 2–100 amínósýrum, lengri keðjur kallast prótein. Þess- ar peptíðeiningar geta haft marg- vísleg áhrif í mannslíkamanum og eru það sem kallast lífvirk efni. Lífvirk peptíð – Hvað er nú það? Stundum er sagt að til séu þeir sem lifa til að borða en að aðrir borði til að lifa. Hvernig skyldi standa á þessu? Þeir sem borða til að lifa líta á mat sem forða nauð- synlegra næringarefna, en þeir sem lifa til að borða hafa hins veg- ar mun rómantískara samband við mat og líta ekki eingöngu á hann sem byggingarefni fyrir líkamann. Ýmislegt bendir til að það séu ein- hver efni í mat sem valda því að við höfum mismunandi álit á hon- um og að það séu einmitt peptíð, lítil og stór, sem hafi þessi áhrif. Þegar eru þekkt að minnsta kosti 25 mismunandi peptíð sem hafa áhrif í meltingarkerfi okkar. Sumir vísindamenn hafa jafnvel gengið svo langt að nefna lífvirk peptíð „Food hormones“ eða „Formones“ (Fæðuhormón ~ Formón). Sam- kvæmt þessum kenningum erum við mismunandi móttækileg fyrir þessum Formónum sem gæti skýrt hvers vegna sumir borða til að lifa á meðan aðrir lifa til að borða. En ekki er öll sagan sögð því rann- sóknir benda til að lífvirk peptíð hafi ekki einungis áhrif á melting- arkerfið heldur einnig á heilsu okkur almennt. Í Finnlandi og í Japan eru komnar á markað sýrðar mjólk- urafurðir sem inni- halda lífvirk peptíð og benda rannsóknir til að reglubundin notk- un þeirra geti lækkað blóðþrýsting. Á Ís- landi er komin á markað svipuð afurð hjá Mjólkursamsöl- unni sem heitir LH. Notkunarmöguleikar fyrir lífvirk peptíð eru taldir ýmsir, s.s. í læknisfræðilegum til- gangi, til notkunar í fæðubótarefni og sem markfæði, eins og t.d. LH er dæmi um. Þótt rannsóknir hafi hingað til eink- um beinst að áhrifum peptíða úr mjólk- urpróteinum benda rannsóknir til að peptíð úr sjávarfangi hafi, líkt og peptíð úr mjólkurpróteinum, lífvirkni sem gerir þau afar spennandi til notkunar í mat- væli. Í dýratilraunum hefur t.d. verið sýnt fram á að fiskprótein virðast hindra offitu- tengt insúlínónæmi í vöðva, en al- varlegt insúlínónæmi getur valdið sykursýki af gerð II og einnig hef- ur verið sýnt fram á blóðþrýst- ingslækkandi áhrif fiskpróteina. Þessar rannsóknir benda til þess að hægt sé að framleiða afurðir úr fiskpróteinum sem hafa svipaða og jafnvel meiri virkni en þær mjólk- urafurðir sem þegar hafa verið settar á markað. Verkefni hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins Á Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins er unnið að margvíslegum verkefnum og þar á meðal eru rannsóknir á ensímniðurbroti fiskpróteina. Vonast er til að í framtíðinni verði hægt að fram- leiða lífvirk peptíð úr fiskprótein- um til notkunar í markfæði, en einnig til notkunar í öðrum mat- vælaiðnaði. Markmið þessara rannsókna er að auka verðmæti sjávarfangs sem veitt er hér við land, ásamt því að gefa neytendum og matvælaframleiðendum kost á sérhæfðum afurðum úr sjáv- arfangi, líkum þeim sem í dag eru aðallega framleiddar úr mjólkur- og sojapróteinum. Að lokum skal ítrekað að fá matvæli eru jafnholl og góð og fiskurinn, tvær fiskmáltíðir á viku ætti að vera markmið okkar allra! Lífvirk peptíð Margrét Geirsdóttir fjallar um jákvæð áhrif fiskneyslu og rannsóknir á fiski Margrét Geirsdóttir ’Þessar rann-sóknir benda til þess að hægt sé að framleiða af- urðir úr fiskpró- teinum sem hafa svipaða og jafnvel meiri virkni en þær mjólkuraf- urðir sem þegar hafa verið settar á markað. ‘ Höfundur er matvælafræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. NÚ Í vetur hafa farið fram líflegar umræður í fjölmiðlum um flugvöllinn í Reykjavík. Ekki verður þó sagt með sanni að kveikjuna að þeirri umfjöllun megi rekja til áhuga manna á flugsamgöngum Íslend- inga heldur er hvatinn að umræðunum sprott- inn af þeirri staðreynd að Reykvíkingar eru að verða uppiskroppa með hentugt byggingaland fyrir vaxandi íbúafjölda borgarinnar. Af þeim sökum hafa komið fram hugmyndir um að leysa vandann með því að fórna Reykjavík- urflugvelli og breyta Vatnsmýrinni í bygg- ingalóðir. Jafnframt heyrum við að óþarft sé að byggja nýjan flugvöll því að Keflavík- urflugvöllur geti hæg- lega bætt við sig innan- landsfluginu, sem er sáralítið að sögn hinna fórnfúsu. Ótrúlega margir hafa í einhverju hugsunarleysi hrifist af þessum til- lögum og stutt þær í ræðu og riti og eru þeir meira áberandi en hinir sem vilja fara að með fullri gát og fyr- irhyggju. Og nú er von að lesandinn spyrji: Hvað er þá svona athug- unarvert við tillögur hinna fórnfúsu? Svarið er: Það vantar alla framtíð- arsýn í þær. Þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar ættu menn að fara eftir ábendingu stórskáldsins sem sagði okkur : „…að hugsa ekki í árum – en öldum…“ Það er þörf áminning því að ef framtíðarsýnina vant- ar eru allar tillögur marklausar. Þá þarf að hefjast handa að nýju, kryfja málin betur til mergjar og leita skyn- samlegra lausna. Og þannig er flugvall- armálinu einmitt varið. Athugum fyrst þörfina fyrir flugvöll í borginni. Flugumferðin er nú þegar ekki lítil um völl- inn eins og sumir leyfa sér að segja, heldur talsverð, en hún mun þó margfaldast er tímar líða og flugvélar verða almenningseign í ríkara mæli en nú tíðkast. Á sama hátt mun umferð stóraukast um Keflavík- urflugvöll með hagsýnni stjórn vall- arins þannig að hann mun í fyllingu tímans hafa meira en næg verkefni á sinni könnu og getur því engan veg- inn þjónað innanlandsfluginu eins vel og Reykjavíkurflugvöllur sem er eitt sterkasta haldreipi landsbyggð- arinnar. Ekki þarf skarpa framtíðarsýn til að sjá hvernig leysa má lóðamál Reykvíkinga á farsælan hátt. En það gerist með sameiningu allra sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þá mun koma í ljós að nægilegt bygging- arland er fyrir hendi um langa fram- tíð. Og samruni sveitarfélaganna er þróun sem þegar er hafin, nægir þar að nefna annars vegar samvinnu þeirra í veitumálum af ýmsu tagi og rekstur almenningsvagna á sviði samgöngumála svo eitthvað sé nefn- t.og hins vegar skal minnst á út- þenslu sveitarfélaganna og samvöxt þeirra þannig að landamæri eru víða orðin óglögg. Spurningin er því ekki hvort, heldur hvenær kemur að sam- einingunni. Og því fyrr því betra. Það þarf sem allra fyrst að skipuleggja óbyggð og hálfbyggð hverfi á öllu höf- uðborgarsvæðinu og ekki seinna vænna að leiða hugann að stórtorgi Reykjavíkur sem fyrir gleymsku eða trassaskap hefur ekki ennþá litið dagsins ljós enda miðborgin ófundin. Sumir hafa viljað gera flugvöllinn brottrækan af því að hann er sagður vera í miðborg Reykjavíkur. En þetta er mikill misskilningur, því að völl- urinn er einmitt í útjaðri en ekki miðju borgarinnar og er því til- tölulega vel staðsettur. Og undarlega lítið virðast þeir fórnfúsu vita af umferðaröngþveiti á götum borgarinnar í vesturbænum sem sjá fyrir sér í hillingum rísa 30– 40 þúsund manna byggðahverfi í Vatnsmýrinni.! Nei. Reykjavík- urflugvelli verður ekki fórnað ef skynsamir menn fá að ráða. Torfi Guðbrandsson fjallar um flugvöllinn í Reykjavík ’Reykjavíkur-flugvelli verður ekki fórnað ef skynsamir menn fá að ráða.‘ Torfi Guðbrandsson Höfundur er fyrrverandi kennari og skólastjóri. „…að hugsa ekki í árum – en öldum…“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.