Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E ða íþróttir og tónlist? Hvort vegur nú þyngra, hvort er „mikilvægara“? Mér hefur alltaf fundist það stórundarlegt hvernig þessu tvennu er att saman sem einhverju gjörólíku. Ef þú ert á kafi í tónlist þarftu að gjöra svo vel að vera andíþróttasinni (eða „anti-sportisti“) og ef þú hefur heilnæman áhuga á íþróttum virð- ist strax vafa undirorpið hvort þú eigir möguleika á að halda uppi vitrænum samræðum um tónlist. Þessi vinsælu fyrirbæri, sem bæði hafa fylgt manninum frá því að hann fyrst fór að finna til sín eru engu að síður nátengd, tengdari en margan grunar og meira tengd en flestir vilja viðurkenna. Það er samt eins og fólk höndli það ekki að krakkarnir í múm spili reglu- lega fótbolta eða að Steve Davis, snókerkempa, sé plötusafnari og sérfræðingur um proggrokk. Sjálfur myndi ég t.d. telja mig temmilega mikinn áhugamann um íþróttir. Ég spila körfubolta reglulega og mér finnst gaman að horfa á fótbolta. Ég fylgist með ól- ympíuleikunum (dýfingarnar maður!) og heimsmeistarakeppn- in í knattspyrnu er heilög. Á tíma- bili fylgdist ég meira að segja afar grannt með hinni vanmetnu íþrótt amerískum fótbolta eða ruðningi eins og það er stundum nefnt. Ég var meira að segja dottinn inn í formúluna en nennti svo ekki að hanga yfir henni lengur, þar sem sami maðurinn var alltaf að vinna. Íþróttirnar hafa staðið mér nærri alla tíð en upp úr fjórtán ára aldri fékk ég orð á mig fyrir að vera gríðarlegur áhugamaður um tónlist. Þessi áhugi minn olli því að ég eignaðist slatta af kunn- ingjum sem höfðu svipað viðhorf. Ég og æskufélagarnir úr Árbæn- um kepptum svo einhverju sinni í Adidas Streetball-móti, ætli þetta hafi ekki verið sumarið 1993, og fór það fram í Laugardalnum. Þar hitti ég einn af mínum nýju tón- listarvinum og við fórum að spjalla, líklegast um dauðarokk sem var málið þá. „Fyrirgefðu,“ sagði ég svo við kauða. „Ég þarf víst að fara inn á,“ og hljóp við það inn á völlinn til að keppa. Ég hef sjaldan séð ann- an eins hneykslunarsvip á nokkr- um manni á ævinni. Þetta var bara ekki bannað – þetta voru svik við tónlistina. Þessi synd mín fréttist út til fleiri tónlistarvina minna og er næstum hægt að tala um almennt áfall. Ég var litinn hornauga nokkrum vikum eftir þetta. Svona háttsemi – að hafa bæði áhuga á tónlist og íþróttum – var klárlega bönnuð. Á yngri árum æfði ég knatt- spyrnu með Fylki, lék með 6. og 5. flokki. Ég toppaði snemma, komst í A-liðið þegar ég var í 6. flokki og hafði þá náð að vinna mig upp úr C-liðinu. Fljótlega eftir það lá leiðin niður á við. Það var líka miklu skemmtilegra að keppa með B-liðinu, það var allt svo al- varlegt í A-liðinu. En margir fé- lagar mínir áttu glæstan feril framundan. Sumir beygðu þó af braut um 16, 17 ára aldur, á þeim viðkvæma aldri þegar veröldin er svört og hvít og valið virðist standa á milli boltans og bjórsins. Sumir þessara manna dembdu sér af offorsi í 101 pakkann, eru orðnir keðjureykjandi og horaðir og ganga um í snyrtilega sam- settum ósnyrtilega ósamsettum fötum. Einhverjir þeirra voru jafnvel orðaðir við landsliðið á tímabili en sá draumur rann út í sandinn þegar viðkomandi hófu að mæta kenndir á æfingar, rokkið farið að sölsa sálartetrið undir sig. En allir eru þessir menn sáttir við málalyktir í dag. Þeir tengja íþróttirnar við sakleysi uppvaxt- aráranna en hljómsveitaræfingar í þröngum, óvistlegum bílskúrum voru eitthvað sem skipti miklu meira máli. Og ef þú lagðir fyrir þig trommur hélstu alltént upp- teknum hætti hvað líkamshreyf- ingu varðaði. Tónlist og íþróttir, íþróttir og tónlist. Þetta tvennt hafði mót- andi áhrif á okkur mörg og því hef ég stundum velt því fyrir mér hvers vegna tónlist er ekki sinnt á sambærilegan hátt og íþróttum er sinnt, t.d. í sjónvarpinu. Ég sé fyrir mér daglegar fréttir frá tónlistarfréttamönnum um að þessi sveit sé að æfa þarna, önnur hafi verið að spila þarna með góð- um árangri og enn önnur hljóm- sveit sé nú lent á Heathrow- flugvelli vegna tónleika sem fram fara í London um kvöldið. Beinar útsendingar væru reglulega frá tónleikum þar sem tónlistar- fréttamenn myndu lýsa fram- gangi mála. „Góður bassi þarna.“ „Mjög þétt spilamennska í gangi.“ „Trausti og trjágreinarnar áttu kvöldið í kvöld en Lalli og lárper- urnar ollu vonbrigðum í þetta skiptið.“ Einhverra hluta vegna hefur aldrei verið bryddað upp á þessu. Líklega er það vegna hins „hug- læga“ eðlis tónlistarinnar og þess að annaðhvort vinnur maður eða tapar í íþróttum – ja … eða gerir jafntefli. Keppnisgildi íþróttanna virðist valda því að sjálfsagt þykir að fjalla mjög ítarlega um þær en þar sem listamennirnir eru ekki taldir vera í keppni kallar það ekki á sambærilega umfjöllun. Það er eitthvað í þessu sem geng- ur ekki upp. Því segi ég þetta að lokum og set í brýrnar. Af hverju í ósköp- unum var ekki sýnt beint frá Mús- íktilraunum sem fram fóru föstu- daginn 18. mars fyrir fullum Austurbæ? Þar fór klárlega fram æsispennandi keppni. Það hefði hæglega verið að hægt að búa til flott sjónvarpsefni úr því, þar sem þulur hefði fylgt áhorfendum í gegnum framvinduna, líkt og gert er á Evróvisjón t.d. Einhvern veg- in finnst manni útsending af þessu tagi, hvernig svo sem loka- útfærslan hefði verið, liggja beint við. Hvað var Ríkissjónvarpið, einu sinni sem oftar, að spá? Tónlist og íþróttir Ég sé fyrir mér daglegar fréttir frá tón- listarfréttamönnum um að þessi sveit sé að æfa þarna, önnur hafi verið að spila þarna með góðum árangri og enn önn- ur hljómsveit sé nú lent á Heathrow- flugvelli vegna tónleika sem fram fara í London um kvöldið. VIÐHORF Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SEM verðandi ljósmóðir kaus ég að fara út fyrir landsteinana og kanna hvernig börn fæðast annars staðar. Þar sem ég er mjög tengd Danmörku varð gamla konungsveldið okkar fyrir valinu og var ég í læri í fimm vikur í Ár- ósum á sjúkrahúsi sem nefnist Skejby syge- hus. Þetta er stórt há- tækniháskólasjúkra- hús og þar er stærsta fæðingardeild Dana- veldis, en þar fæddust um 5.000 börn árið 2003. Þar kynntist ég aðbúnaði sem er mun betri en við þekkjum hér á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Á Íslandi fæddust 4.159 börn á árinu 2003 samkvæmt fæðingaskrá og er það svipaður fjöldi fæðinga og verið hefur síðustu árin. Flestar fæðingar voru á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi eða um 70%, sem gera um 2.865 fæðingar á stærsta fæðingarstað þjóðarinnar. Fæð- ingar- og kvenlækningadeild hefur verið hluti Landspítalans frá upp- hafi. Framkvæmdir við nýbyggingu kvennadeildar (A-álmu) hófust 1970. Árið 1976 var svo opnuð fæðing- ardeild og skurðdeild á 3. hæð og það er sú fæðingardeild sem við þekkjum í dag. Á nærklæðum úti á gangi! Fyrir þá, sem ekki þekkja til, eru á fæðingardeild Landspítalans (23 A) fimm fæðingarstofur. Stærð þeirra er mjög misjöfn, en tvær þeirra eru óviðunandi litlar að mínu mati. Engin af þessum fimm fæðing- arstofum er með sérbaðherbergi eða salernisaðstöðu. Tvö hafa sameig- inlega sturtu og baðherbergi. Hinar þrjár stofurnar eru með sameig- inlegt klósett úti á gangi og ekki að- gang að sturtu. Tímalengd fæðingar er mjög mismunandi en kona getur verið í fæðingu í allt að 16–20 klukkutíma. Til að barnið geti farið sína eðlilegu leið er mikilvægt fyrir konuna að kasta reglulega af sér vatni. Ekki er gott að fæða með fulla blöðru. Þarf hin fæðandi kona því í mörgum tilfellum að fara fram á gang nokkrum sinnum í fæðingunni til að létta á sér – venjulega klædd nærklæðum merktum „eign Land- spítalans“ einum saman – og eru töluverðar líkur á að hún rekist á aðrar fæðandi konur eða hina ýmsu starfsmenn/nema spít- alans eða fjölskyldu- meðlimi annarra kvenna, þar sem að meðaltali fæðast sjö til átta börn á sólarhring á 23A. Þekkt er að vatn lin- ar verki sérstaklega í fæðingu og er verkja- stilling heits vatns við- urkennd um heim allan og við eigum svo sann- arlega nóg af heitu vatni. En á einungis einni fæðingarstofunni er lítið hornbaðkar, sem eingöngu er ætlað fyrir litlar konur með netta kúlu, en eins og við vitum eru flestar íslenskar konur stórar og margar með væna „kúlu“ og hér fæðast stór og myndarleg börn. Baðherbergi á hverri stofu! Í Danmörku þar sem ég var í verknámi voru allar fæðingarstof- urnar rúmgóðar og bjartar með sér- herbergi sem í var stórt baðkar, í raun tveggja herbergja fæðing- arstofur. Á hverri stofu var að sjálf- sögðu sérbaðherbergi, bæði með sturtu og klósetti. Á milli tveggja stofa var svokallað skolherbergi fyrir starfsfólk þar sem ýmsir mannlegir vessar eru með- höndlaðir. Hér á landi er eitt mjög lítið skolherbergi fyrir allar fæðing- arstofurnar fimm. Þarf starfsfólk á deildinni því að flytja hina ýmsu vessa sem tilheyra eðlilegri fæðingu, eins og blóð, þvag, legvatn og fylgju, fram á gang og mæta öðru starfs- fólki og/eða nýbökuðu pöbbum eða öfum og ömmum á leiðinni. Ég er hissa á að sýkingavarna- deild Landspítalands skuli sam- þykkja þessar vinnuaðstæður. En auðvitað reynir starfsfólk 23 A að vinna eins hreinlega og hægt er mið- að við þessar bágbornu aðstæður. Ég trúi því að allir landsmenn vilji að íslenskar fjölskyldur fæði börn sín við sómasamlegar aðstæður. Fæðandi konur eru ekki mjög sterk- ur þrýstihópur varðandi betri að- stöðu því hugurinn er allur hjá ný- fædda barninu og annað ekki ofarlega í huga fjölskyldunnar. Kon- urnar og fjölskyldur þeirra þekkja flestar heldur ekki neitt annað og telja að allt sé eins og best verður á kosið hér á landinu helga. Ekki gleyma fæðandi konum! Mér fannst tímabært að vekja at- hygli á þessum málum þegar ég frétti af því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að efna til skipulags- samkeppni um hönnun nýs sjúkra- húss. Það er vissulega fagnaðarefni að nýtt sjúkrahús skuli verða byggt þótt biðin geti verið löng fram til árs- ins 2018. Vísar að fyrirmyndarfæð- ingarstofu eru þær tvær fæðing- arstofur sem eru í Hreiðrinu á Landspítalanum, en þar fæðast ekki nema í kringum 300 börn á ári. Húsnæði fæðingardeildarinnar er vissulega orðið þreytt á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá byggingu þess og barn síns tíma. Nútímakröf- ur eru mun meiri í dag og má nefna að þau elliheimili sem byggð eru í dag eru flest með sérherbergi með baði. Ég vona því að yfirvöld gleymi ekki fæðandi konum og fjölskyldum þeirra þegar kemur að skipulagn- ingu nýs sjúkrahús. Þær þurfa svo sannarlega á því að halda. Ég lít verknámsstaðinn minn allt öðrum augum eftir að ég kom til baka frá Danmörku. Aðstæðurnar eru svo ólíkar að ég held ég eigi eftir að vera í vandræðum með að bjóða brosandi og stolt upp á fæðingarstof- urnar á 23 A eftir að hafa kynnst Skejby-sjúkrahúsinu í Danmörku. Betra að fæða börn í Danmörku en á Íslandi Esther Ósk Ármannsdóttir fjallar um fæðingar hér og í Danmörku ’Í Danmörku þar semég var í verknámi voru allar fæðingarstofurnar rúmgóðar og bjartar með sérherbergi sem í var stórt baðkar, í raun tveggja herbergja fæð- ingarstofur. ‘ Esther Ósk Ármannsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verðandi ljósmóðir. NOKKUÐ hefur verið í umræðunni upp á síðkastið fyrirhuguð sameining Tæknihá- skóla Íslands og Há- skólans í Reykjavík. Þar er stefnt að því að bjóða upp á við- skiptatengt verk- og tæknifræðinám auk hugbúnaðar- og heil- brigðisverkfræði. Þessi ákvörðun er að hluta til byggð á niðurstöðum könnunar sem fram- kvæmd var á Norð- urlöndum um hlutfall tækni- og verkfræðimenntaðs fólks. Það er vissulega ástæða til að auka vægi verkfræðináms á Íslandi, en er þetta rétta leiðin? Nemendafjöldi við verkfræðideild Háskóla Íslands hefur aukist um u.þ.b. 150% síðastliðin 10 ár. Þrátt fyrir aukninguna hefur lítið verið bætt við húsakost deildarinnar og er þröngt setið. Tækjakostur er rýr og þrátt fyrir mikinn metnað til að auka fjölbreytni þá hefur verið erfitt að fá fjármagn til tækjakaupa, enda mörg af þeim tækjum, sem til þarf, bæði sérhæfð og dýr. Með auknum fjölda nemenda og kennara er sú staða komin upp að hægt er að efla verkfræðinámið hér til samræmis við það sem við þekkjum í nágrannalöndum okk- ar. Á Norðurlöndum búa um 25 milljónir og þar eru um 20 skólar sem bjóða upp á verk- fræðimenntun. Það gerir rúma milljón manns á hvern skóla. Við erum tæplega 300 þúsund og nú er stefnt að því að bjóða upp á verkfræðideild á há- skólastigi fyrir hverja 150 þúsund manns og ef réttlætissjónarmið fá að ráða verður þriðja deildin sett upp á landsbyggðinni, líklega Akureyri. Einn af hornsteinum verk- fræðideildar Háskóla Íslands hefur verið náið samstarf við atvinnulífið og aðrar sérhæfðar deildir Háskól- ans á sviði raunvísinda og lækn- isfræði. Þar höfum við aðgang að hafsjó þekkingar sem hin nýja deild þyrfti þá annaðhvort að kaupa af Háskóla Íslands eða koma sér upp sjálf. Í litlu landi höfum við hvorki úr ótakmörkuðu fjármagni að spila né svo sérhæfðu fólki sem þarf til kennslu í mörgum greinum verk- fræðinnar. Það er mikið kappsmál að efla verkfræðinám á Íslandi og þá með því að auka þann fjölda sem stundar slíkt nám. En fjölgun nem- enda má ekki þýða yfirborðskennd- ara nám. Væri ekki heillavænlegra að efla verkfræðideild Háskóla Ís- lands en þar hefur verið lagður góð- ur grunnur sem byggist á sérhæfðri þekkingu og áralangri reynslu? Verkfræðimenntun á Íslandi – magn eða gæði? Steinunn Arnardóttir fjallar um nám í tæknimenntun, sam- einingu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík ’Væri ekki heillavæn-legra að efla verk- fræðideild Háskóla Ís- lands en þar hefur verið lagður góður grunnur sem byggist á sérhæfðri þekkingu og áralangri reynslu?‘ Steinunn Arnardóttir Höfundur er 2. árs nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.