Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 51
Sýnd kl. 4 Ísl. tal. ATH! verð kr. 500. Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000 553 2075 - BARA LÚXUS   ☎ Sýnd kl. 8 og 10.10 Sýnd kl. 6 m.ísl. tali S.V. MBL. SIDEWAYS Þ.Þ. FBl J.H.H. kvikmyndir.com  SV mbl Will Smith er Yfir 22.000 gestir! Sýnd kl. 5.30 ,8 og 10.30 Sýnd kl. 10.15  S.V. Mbl.  K&F X-FM ÓÖH DV Sýnd kl. 4 m. íslensku tali * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu il i ll i 400 kr. í bíó!*  Kvikmyndir.is. HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS I R E E S E W I T H E R S P O O N Stjarnan úr Legally Blonde og Sweet Home Alabama í yndislegri mynd. VANITY THE SUMPTUOUS NEW FILM FROM MIRA NAIR  S.V. MBL ÓÖH DV Kl. 6, 8 og 10 með ensku tali Kl. 4 og 6 með íslensku tali  K&F X-FM Sýnd kl. 5.45 8 og 10.30   Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna r r rí f rir l fj lsk l    S.V. MBL.  K&F X-FM Hann trúir ekki að vinur hennar sé til þar til fólk byrjar að deyja! CLOSER Sýnd kl. 8 B.i. 14 ára.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30 B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára. Frábær grínmynd fyrir alla fjölskyldunar r rí f rir ll fj l l Eileen Atkins, Jim Broadbent, Gabriel Byrne, Romola Garai, Bob Hoskins, Rhys Ifans, James Purefoy, Jonathan Rhys Meyers    Ó.H.T Rás 2  Ó.H.T Rás 2   FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY 400 kr. í bíó!* MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 51 koma lifandi inn í eldhúsið. Þær eru geymdar í kulda, þannig að þær eru sofandi, en ranka aðeins við sér þeg- ar þær koma í hlýjuna í eldhúsinu. Þá geta þær verið fjári hættulegar, en eru samt ansi dasaðar. Þeim var strax drekkt í koníaki og sá vökvi var ekki sparaður, enda ekki ástæða til þegar hver kónguló kostar 100 dollara, eða um 6.000 krónur, í inn- kaupum.“ Hver biti skrýtinn Kóngulærnar þurfa að liggja í koníakinu í að minnsta kosti tvo tíma. „Þá eru þær brenndar í koní- akinu. Þær brenna vel, enda gegn- sósa af vínanda. Öll hárin sviðna af þeim, sem er algjörlega nauðsyn- legt, því hárin valda ertingu og óþægindum í hálsi þess sem borðar. Þá eru þær settar í svokallað temp- ura-deig, japanskt djúpsteiking- ardeig sem kryddað er með papriku og sterkum pipar. Eftir það eru þær djúpsteiktar í þessu deigi og svo settar á pinna,“ segir Sigurður. Aðspurður segir hann að bragðið af þessum rétti sé mjög sérstakt. „Hver biti er skrýtinn. Ég bara rétt nartaði í eina; hafði ekki mikla lyst á að borða heila tarantúlu, en menn segja að þetta sé mjög svipað því að borða mjúkskeljakrabba; maður borði bara allt gumsið eins og það leggur sig,“ segir Sigurður. Sig- urður er orðinn algjör sérfræðingur í tarantúlufræðum. „Þessar tar- antúlur voru frá Taílandi og Víet- nam og þær eru miklu betri en tar- antúlur frá Brasilíu. Þegar þær voru á boðstólum einhvern tímann fékk fólk særindi í hálsinn og þjáð- ist af þeim í heila viku. Einhvern veginn hreinsaðist eitrið ekki alveg út.“ Auk tarantúla var boðið upp á snáka; heilsteikta, í litlum kökum og í súpu. „Heilsteikti snákurinn er mjög svipaður og fiskur, hvítt kjöt, þótt áferðin sé ekki alveg eins. Bragðið er ekkert sérstakt; þetta er ekki matur sem maður vildi borða sig saddan af. Snákurinn þarf mjög stutta matreiðslu; hann er maríner- aður í teriaki-sósu og sesamfræjum. Hann er veiddur í Suðurríkjum Bandaríkjanna og það er ekki sama hvernig hann er meðhöndlaður. Það þarf að höggva hausinn af honum eins og skot, því eitrið er í hausnum. Þeir segjast henda hausunum upp á húsþök og láta þá sviðna þar í sól- inni, því annars geta krakkar og húsdýr komist í þá og orðið fyrir eitrun.“ Auga í stað ólífu Þá var á boðstólum heilsteiktur amerískur bifur, eða bjór, krókódílastappa, heilsteiktur villi- göltur frá Texas, húsaflugulirfur og -maðkar, steiktir, þurrkaðir og ofn- bakaðir. „Meðal annars voru maðk- arnir bornir fram á hunangslegnum banönum. Svo buðu þeir upp á stóra Madagaskar-kakkalakka, sem voru bakaðir og þræddir á pinna; sporð- drekahala á snittum og ánamaðka á snittum. Svo var hægt að fá sér- stakan Explorer-Martini-kokteil á barnum, þar sem auga úr einhverju dýri kom í stað ólífunnar,“ segir Sigurður. Hrútspungar á næsta ári Sigurður segist hafa orðið hissa á því hversu fólk borðaði mikið af réttunum. „Þetta kom mér á óvart, því ég hefði búist við því að sportið væri að sýna þessa rétti og leyfa fólki rétt að smakka og narta í þá. En þarna var til að mynda maður sem ég hafði hitt áður, einn af rit- stjórum National Geographic, og hann borðaði þetta af mikilli áfergju.“ Sigurður segist hafa gert sig nokkuð digran og sagt að á Íslandi borðuðum við mat eins og víking- arnir borðuðu fyrir þúsund árum; augu og eyru, tungur og eistu, svo eitthvað væri nefnt. „Ég samþykkti að koma þarna á næsta ári, með hrútspunga og svið, og vinna með Rurka að einhverjum réttum úr því hráefni.“ Sigurður með tarantúlu á teini. ivarpall@mbl.is Söngkonan Ragnhildur Gísla-dóttir, Ragga, er komin í frífrá Stuðmönnum um óákveð- inn tíma. Ragnhildur hefur verið fastur liðsmaður í sveitinni síðan 1986. Hún er nú að fara að snúa sér að eigin verkefnum og einnig er á fullu undirbúningur fyrir verk sem hún, Sjón og japanski tónlistarmað- urinn Stomu Yamash’ta munu flytja á Listahátíð í Reykjavík sem hefst 14. maí næstkomandi. Verkið verður og flutt á heimssýningunni í Japan sem fram fer í júlí. „Ég er líka með fullt af dóti sem mig langar til að taka upp,“ segir Ragnhildur. „Það er ýmislegt að fara í gang en ég get ekki staðfest allt strax. Ég er m.a. að vinna með Mark Stephen Davis sem vann með mér og Jakobi að Jack Magic Orch- estra plötunni [sem út kom 1997].“ Ragga vill ekki tala um það að sólóplata sé í bígerð. „Mér finnst það asnalegt. Minnir mig á orðið sólógít- ar. Það eru svo margir sem koma að gerð einnar plötu. En ég mun nota sumarið í þessa vinnu að einhverju leyti.“ Stomu Yamash’ta er einn þekktasti tónlistarmaður Japana, er slagverksleikari mikill og hefur m.a. unnið með Steve Winwood, Al Di- Meola, Ryuichi Sakamoto, Fairport Convention, Pink Floyd og Rolling Stones. Ragnhildur kynntist honum í Japan árið 2002 er hún fór þangað að spila. „Í verkinu okkar er m.a. notaður barnakór, orgel, slagverk og grjót sem Stomu kemur með. Þetta grjót hans Stomu er mjög merkilegt og hljómurinn sem kemur úr því er ein- stakur og mjög heilandi . Hér er ekki um að ræða einhverja hnull- unga heldur eru þetta útsöguð og út- færð hljóðfæri, sannkallaðar lista- smíðar.“ Ragnhildur segir að í verkinu fel- ist ákveðin skilaboð, það sé tileinkað öllum þeim börnum heimsins sem eru afskipt og enginn vill vita af. Jakob Frímann Magnússon sagði í samtali við Morgunblaðið að Stuð- menn væru mjög ánægðir fyrir hönd Ragnhildar, þessi vinna sem fram- undar er muni er tímar koma styrkja stoðir sveitarinnar enn frek- ar. Hann staðfestir að nú standi yfir samningaviðræður við tímabundinn staðgengil en ekki sé hægt að skýra frá því hver það sé að svo stöddu. Enginn fari í föt Ragnhildar og þetta sé því ögrun og áskorun sem Stuð- menn ætli að rísa undir. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Ragnhildur Gísladóttir á sviðinu í Royal Albert Hall í síðustu viku. Tónlist | Ragnhildur Gísladóttir Tekur sér frí frá Stuðmönnum og sungið með lögunum sem eigi ým- islegt sameiginlegt með Evró- visjónlögum frá áttunda áratug síð- ustu aldar, þó að lögin séu með súrrealískum undirtóni. Fjölmiðar í Bretlandi hafa fjallað nokkuð um þessa heimsókn Stuð- manna. Flestum verður tíðrætt um hversu óvenjulegt það sé að óþekkt hljómsveit í Bretlandi spili á þessum þekkta tónleikastað. Music Week skrifar að þessi stórkarlalæti afsak- ist þó með því að Stuðmenn hafi átt margar vinsælar plötur á Íslandi, vinsælustu kvikmyndina og að það hjálpi til að aðdáandi þeirra sé eig- andi Hamleys. Til viðbótar gerði stórblaðið The Times Stuðmönnum góð skil í um- fjöllun fyrir tónleikana þar sem farið var yfir sögu sveitarinnar. Hall Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Gagnrýnanda The Daily Telegraph fannst Ragnhildur og Egill vera góð saman á sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.