Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MIKILLAR skelfingar gætir á eyj- unni Nias í Indlandshafi, þar sem búa um 600.000 manns, en ástandið er furðugott miðað við aðstæður, að sögn Ómars Valdimarssonar, sendi- fulltrúa Rauða kross Íslands á svæð- inu. Harður jarðskjálfti varð undan ströndum Súmötru á mánudag en íbúar eru enn í miklum sárum eftir skjálftann og flóðbylgjuna á annan dag jóla. „Að vísu hafa um 40% allra húsa í höfuð- staðnum Gun- ung Sitoli (íbúar um 28.000) orðið fyrir einhverj- um skemmdum, en tala látinna mun vera í kringum 200 og aðrir 400 eða svo hafa slasast, misjafnlega mikið,“ seg- ir Ómar. „Mest er um beinbrot og skurði eða skrámur sem fólk fær þegar það verður undir húsum sem hrynja.“ Enn er verið að grafa í rústum Ómar segir ekki búið að finna nærri alla þá sem eru taldir af, því enn sé verið að grafa í rústum og flytja særða og látna á sjúkrahús. „Indónesíski Rauði krossinn er með sérþjálfaða neyðarsveit heimamanna á Nias og sú sveit hefur nú verið efld með læknum, hjúkrunarfólki og fleiri hjálparstarfsmönnum sem hafa komið frá öðrum hlutum Súmötru, Aceh og Jakarta,“ segir Ómar. „Það var lán í óláni að við erum með hópa af þrautþjálfuðu fólki á þessu svæði og með nægar birgðir af mat og öðr- um hjálpargögnum, þannig að það á „En svona er þetta, það veit eng- inn hvenær áföllin dynja yfir og mað- ur verður bara að taka þeim eins og þau koma fyrir og gera sitt besta til að hjálpa fólki aftur á fæturna. Mig grunar til dæmis að það þurfi að stórauka áfallahjálp á Nias í kjölfarið á þessu. Þar var stór hópur af fólki enn í miklum sárum eftir jólaskellinn og nú verður þetta til að auka enn frekar á þjáningar þess. Það sama á vafalaust við um Aceh-hérað, þar sem lítið lát virðist vera á stórum skjálftum. Ég er búinn að vera þar nokkrum sinnum á síðustu vikum og það bregst ekki að í hvert sinn hrekk ég upp með andfælum að nóttu til við sterkan skjálfta. Fólk er margt mjög angistarfullt og á erfitt með að kom- ast í það jafnvægi sem þarf til að hefja eðlilegt líf á ný. Þegar við bæt- ist að margir eru heimilislausir, nán- ast allir hafa misst einhvern af sínum nánustu, eða jafnvel alla fjölskyld- una, eins og mörg dæmi eru um, þá blasir við að mörg ár munu líða þang- að til lífið í Aceh og á Norður-Sú- mötru, sem Nias er hluti af, kemst í eðlilegt horf. Ef það gerir það nokk- urn tíma.“ allt að geta komist til fólks á mun skemmri tíma en venjulega.“ Starfsfólk Rauða krossins á svæð- inu starfar nú mest við að veita bráðahjálp, en leitar einnig að lifend- um og látnum í rústunum. „Við send- um í dag teppi, fatnað, mat, plast- ábreiður og fleira fyrir um hundrað fjölskyldur og í kvöld er að fara önn- ur flugvél með svipuð hjálpargögn fyrir um 500 fjölskyldur. Það ætti að fara langt, því það er ekki talið að nema um 1.000 manns hafi misst heimili sín og þurfi að vera úti undir beru lofti.“ Erfitt um vik með samgöngur Að mati Ómars er vafasamt að taka nokkrar tölur of alvarlega á þessu stigi málsins. Erfitt sé að kom- ast til Nias og samgöngur á eynni, sem er á stærð við Balí, afar erfiðar. „Þarna eru um 650 lítil þorp og að- eins lítill hluti þeirra er í vegasam- bandi við aðra hluta eyjunnar. Það geta þess vegna jafnvel liðið ein- hverjir dagar þar til endanlega er ljóst hversu margir hafa farist – manntal hér í landi er ekki alltaf al- veg nákvæmt og talsverð hreyfing á fólki á milli héraða og svæða.“ Skjálftinn í fyrradag mun augljós- lega hafa talsverð áhrif á starf Rauða krossins á svæðinu. Ómar segir að endurskoða þurfi þá hluta endur- byggingaráætlunarinnar sem snúa að Nias, þrátt fyrir að Nias hafi verið eitt af þeim svæðum sem höfð voru með með í áætlunum um uppbygg- ingu. Þá þurfi jafnvel að breyta áætl- unum á einhverjum svæðum í Aceh, því mannafli sé ekki ótakmarkaður og svona áfall valdi óneitanlega trufl- unum á því uppbyggingarstarfi sem var að fara í gang. Mikill ótti og angist á eyjunni Nias í kjölfar gríðarlegs jarðskjálfta Ekkert lát á sterkum skjálftum Ómar Valdimarsson EKKI virðist þörf á frekari fjár- útlátum til hjálparverkefna vegna skjálftans á mánudag að mati Þór- is Guðmundssonar, upplýsinga- fulltrúa Rauða kross Íslands (RKÍ). Þórir telur nokkuð öruggt að sá viðbúnaður sem þegar er á staðnum dugi vel til hjálparstarfs- ins. „Þarna er óvenjulega mikill fjöldi hjálp- arstarfsmanna og mikið til af birgðum og fleiru,“ segir Þórir. „Ég stórefa að það þurfi mikla ut- anaðkomandi aðstoð aðra en þá sem er þarna fyrir þegar. Þetta eru miklar skemmdir en það er líka heilmikið af hjálpargögnum sem komin eru til Indónesíu og á þessi svæði í kjölfar skjálftans í desember.“ Nauðsynlegt að þjálfa heimamenn Þórir segir RKÍ koma að upp- byggingarstarfinu í miklum mæli á næstu árum. „Ég geri ráð fyrir að við verðum þarna þátttakendur í verkefninu a.m.k. til fimm ára til viðbótar. Þessi jarðskjálfti sýnir mjög ljóslega þörfina fyrir upp- byggingu neyðarvarna, þjálfun sérþjálfaðra hjálparstarfsmanna sem geta brugðist við strax og náttúruhamfarir verða. Ég á von á að Rauði kross Íslands muni leggja mikla áherslu á þjálfun heimamanna á næstu árum og það fé sem landsmenn gáfu RKÍ verði notað til þess.“ Mikill viðbúnaður þegar á hjálparsvæðunum Þórir Guðmundsson AP Skjálftinn skildi eftir sig miklar sprungur eins og sjá má á myndinni sem tekin var á eyjunni Nias í Indlandshafi. SVISSNESKI fiskræktandinn Rudolf Lamp- recht, sem á þrjár jarðir ofan við Vík Mýr- dal og hyggur á stórfellda fiskrækt í ám og vötnum þar á svæðinu, rekur umfangsmikið fiskeldi á austurströnd Súmötru og hyggst á næstunni taka þátt hjálparstarfi á eyjunni Nias sem varð illa úti í jarðskjálftanum á páskadag. Hann býður íslenskum stjórn- völdum að greiða götu íslenskra hjálparliða á allan þann hátt sem honum er unnt, en hann þekkir vel til Indónesíu, bæði innan atvinnulífsins og stjórnkerfis. Lamprecht var á Ítalíu í gærkvöldi þegar Morgunblaðið náði tali af honum en hann kom frá Indónesíu fyrir nokkru. Er hann nú að undirbúa hjálparstarf og hyggst jafnvel fara til Indónesíu í dag eða á morgun. Lamprecht er með hátt á annað þúsund manns í vinnu við fiskeldi á Súmötru og segir fyrirtæki sín ekki hafa skaðast á neinn hátt vegna jarðskjálftans. „Við vorum mjög heppin,“ segir hann. „En á hinn bóg- inn hef ég verið að reyna að aðstoða á Nias sem varð geysilega illa úti í skjálftanum,“ segir hann. Margt fólk grafið undir rústunum „Það er ekki einvörðungu mikið manntjón heldur einnig mikið tjón á mannvirkjum. Í flóðbylgjunni miklu annan í jólum í Aceh varð mikið manntjón og byggingar sópuðust í burtu. Að þessu sinni er staðan þannig að margt fólk er grafið undir húsarústum í Nias og þar sem byggingar hafa eyðilagst er útilokað fyrir fjölmarga eftirlifendur að komast af án húsaskjóls. Þess vegna þarf nauðsynlega að koma tjöldum og dýnum á staðinn, auk þungavinnuvéla til að hreinsa vegina svo unnt sé að komast til nauð- staddra.“ Lamprecht mun leggja þyrlu- björgunarsamtökunum Helimission.ch til fjárhagslegan stuðning til að fljúga inn á svæðið í dag, miðvikudag, auk þess sem hann hefur sett sig í samband við hjálp- arsamtök kaþólsku kirkjunnar á Nias sem hann hefur mjög mikið álit á eftir frammi- stöðu þeirra eftir flóðbylgjuna annan í jól- um. Hins vegar séu samtökin ekki að fullu starfhæf eftir skjálftann á páskadag þar sem þau urðu fyrir skaða. Lamprecht segir að hjálparsamtök kaþólsku kirkjunnar séu fagmannlegasti aðilinn á sviði hjálparstarfs á svæðinu en þau reka m.a. hæli fyrir fötluð og munaðarlaus börn á Nias. Þannig hafi t.d. strax daginn eftir flóðbylgjuna verið hafið hjálparstarf og tjöld komin upp á hamfarasvæðunum. Lamprecht hefur lagt fram aðstoð sína eftir flóðbylgjuna miklu og telur að alþjóða- samfélagið muni nú sem þá bregðast við hjálparbeiðnum. Býður Íslendingum aðstoð „Efnafólk í Indónesíu hefur hjálpað geysi- lega mikið til eftir flóðbylgjuna og ég held að heimamenn muni á sama hátt leggja mikið af mörkum nú sem þá. Þá hefur Singapúr sent þyrlur á staðinn og Ástralía spítalaskip. Ég held því að búast megi við mikilli hjálp, en það ríður á að hún berist fljótt því klukkan tifar og margt fólk þarfn- ast læknishjálpar,“ segir hann. „Ef íslenska ríkisstjórnin vill taka þátt í björgunarstarfinu og telur sig hafa gagn af minni þjónustu, þá mun ég að sjálfsögðu gera allt sem ég get, t.d. með því að að- stoða við samhæfingu á hamfarasvæð- unum.“ Svissneski fiskræktandinn og Íslandsvinurinn Rudolf Lamprecht hyggur á hjálparstarf í Indónesíu Nauðsynlegt að fólki berist hjálpin fljótt Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Rudolf Lamprecht, þriðji frá hægri, við fiskeldisstörf á Íslandi. Hann er með mikil umsvif á Súmötru og hyggst leggja sitt af mörkum til hjálparstarfs á Nias sem varð illa úti í skjálftanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.