Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 31 UMRÆÐAN NÚ ÆTLUM við að selja Símann. Gott mál. Við ætlum líka að selja eitthvað sem heitir grunnnet vegna þess að síminn verður seljanlegri ef það fylgir með í kaupunum. Betra mál. Fyrir þetta fáum við, fólkið í landinu, fullt af peningum auk þess sem við fáum líka að greiða kaupverðið til langrar framtíðar í keyptri þjónustu. Besta mál. Einhver dóni stakk upp á því um daginn að láta rík- isstjórnina líka fylgja með í kaupunum. Snjöll hugmynd. Það er ekki ónýtt að lifa á tímum jákvæðra stigbreyt- inga. Ég er samt sem áður svo þröngsýnn og eigingjarn að ég skil ekki hvernig hagsmunum eig- enda Símans, þ.e. fólksins í landinu, getur verið betur borgið ef dreifi- kerfið er í eigu þess sem selur mesta þjónustu inn á það. Ég hef fyrir óverðskuldaðar tilviljanir flækst í þessu grunnneti tvívegis á umliðn- um vikum. Sú ánetjun hefur ekki orðið mér einhver opinberun í þá veru að auðvitað eigi grunnnetið að fylgja með í kaupunum, þvert á móti. Síminn sem skilaði á síðasta ári meiri hagnaði en nokkru sinni fyrr, og kemur sölunni örugglega ekkert við, veitir sjálfum sér sýnu betri þjónustu á grunnnet- inu en öðrum við- skiptavinum grunn- netsins. Mér finnst það hreinlega ekki fyndið að þurfa að bíða í fimm virka daga eftir því að Símamennirnir hafi tíma til að slá inn núm- eraflutning sem tekur sennilega tíu mínútur. Ef þú ert svo lánsamur að vera viðskiptavinur grunnnetseigandans lofar hann þér flutningi á einum til þremur dögum. Viðskiptavinir keppinautanna, þ.e. annarra við- skiptavina grunnnetsins, þurfa hins vegar að sætta sig við þrjá til fimm virka daga í þetta viðvik. Þegar grunnnetið bilar, þ.e. utan útveggja viðskiptavinarins, gerir síminn strax við, hjá viðskiptavinum sínum, hinir mega bíða, Þrjá til fimm virka daga. Mér er að vísu öldungis óskiljanlegt hvað talsímaþörf mín hefur að gera með virka daga, sérstaklega þegar þeir raðast í kringum helgar eins og raunin var í mínu tilfelli. Ég hef um hríð ekki átt von á því að verða sam- mála Vinstri-grænum en þannig er málum samt komið. Mér er alveg sama hversu margar krónur til við- bótar fást fyrir samsöluna á síman- um og grunnnetinu ég vil ekki búa við þann möguleika að verða enda- laust mismunað vegna þess að ég skipti ekki við rétt fyrirtæki. Síminn er rótgróið ríkisfyrirtæki en hefur samt, þrátt fyrir langar hefðir í „nógu gott í kjaftinn á þér“ við- skiptasiðferði, fyrr eða seinna sinnt viðskiptavinunum, sennilega í þeirri vissu að án þeirra er framtíðin ekki eins björt og ella. Ríkisstjórnin hefur mikla reynslu í vondum málum en þetta forað hef- ur hún enga heimild til að vaða með fólkið í landinu út í. Einu rökin eru þau að fyrirtækið verði seljanlegra, það fæst hærra verð, samgöngu- ráðherrann getur farið annan rúnt, utan Reykjavíkur, að boða sam- göngur og lofa brúm og jarðgöngum, utanríkisráðherrann ætlar að byggja spítala og Stína ætlar senni- lega að borga kaupmanninum í búð- inni, kontant. Ein af meginhugs- unum þess fyrirbrigðis sem kallað er einkavæðing er að skila fyrirtækjum aftur til eigendanna, sú hugsun hef- ur út af fyrir sig ekkert með hag- kvæmni að gera. Hún snýst bara um að gera sem flesta að hluthöfum og góðum kapítalistum. Það er fínt. Kjölfjárfestakjaftæðið einhver versta gubbupest sem riðið hefur yf- ir þetta land. Stjórnmálamenn mega ekki gleyma því að við eigum Sím- ann, þeir eiga hann ekki og ég veit ekki til þess að nokkur hafi gefið þeim leyfi til þeirra viðskipta sem þeir hyggjast fara út í. Það er gott mál að selja Símann, það er og hið besta mál að selja grunnnetið, það má bara ekki selja þetta sama fyr- irtækinu. Mín rök eru ekki léttvæg- ari en reynsla mín af viðskiptum við fyrirtæki sem ekki á grunnnetið og sætir augljósum afarkostum frá eig- anda þess, sem á beinna hagsmuna að gæta í að fyrirtækið, sem ég skipti við, hafi sem fæsta við- skiptavini. Eiga menn von á því að nýr eigandi, fyrirtæki í einkaeign, hvort heldur íslenskt eða erlent, verði viðskiptavinavænna? Seljum ömmu líka Kristófer Már Kristinsson fjallar um sölu símans ’Stjórnmálamenn megaekki gleyma því, að við eigum Símann.‘ Kristófer Már Kristinsson Höfundur er háskólanemi. ÁSTRÁÐUR Eysteinsson, kennari í bókmenntum við Há- skóla Íslands, gerir athugasemd við gagnrýni mína á úthlutanir Launasjóðs rithöfunda í Morg- unblaðinu í gær og er reiður mjög. En hann víkur ekki einu orði að gagnrýni minni heldur hengir hatt sinn á fullkomin aukaatriði og belgir sig út. Aðalatriði málsins er þetta: Tvisvar (2003 og 2005) hefur mér verið hafnað um styrk úr Launasjóði rithöfunda til að skrifa ævisögu Bjarna Benedikts- sonar forsætisráð- herra. Ástráður Ey- steinsson skrifar grein í Lesbók Morgunblaðsins og hreykir sér af því að úthlutunarnefndin starfi með strangfag- legum og málefna- legum hætti og sé í raun hafin yfir gagn- rýni (sbr. viðbrögð hans við gagnrýni Hallgríms Helgason- ar). Ég bendi á að það sé með engu móti hægt að kalla það málefnalegt og faglegt að taka samanlagt hátt í 120 um- sóknir fram yfir umsóknir mínar um að skrifa ævisögu Bjarna Benediktssonar. Þessu svarar Ást- ráður Eysteinsson ekki einu orði enda getur hann það ekki. Það er einfaldlega fráleitt að Launasjóður rithöfunda skuli í tvígang synja manni með mitt höfundarverk um styrk til að skrifa ævisögu Bjarna Benediktssonar. Í viðtali við Morgunblaðið 21. mars sl. varpaði ég því fram að hér hefðu ráðið ferðinni „auðvirði- leg pólitísk músaholusjónarmið“. Í spjallþætti Kolbrúnar Bergþórs- dóttur á Útvarpi Sögu bætti ég því við að auðvitað réðu alltaf per- sónuleg, og stundum pólitísk, sjón- armið slíkum úthlutunum, það væri barnaskapur að halda því fram að hægt væri að gera í stórum stíl upp á milli höfunda og verkefna þeirra með fullkomlega málefnalegum hætti. Í þætti Kol- brúnar gat ég mér þess til að greinaskrif mín, sem birt eru í bókinni Frá mínum bæjardyrum séð (2005), hefðu aflað mér óvina í vinstri herbúðum og afleið- ingin væri meðal ann- ars sú að ég ætti ekki upp á pallborðið hjá úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöf- unda. Ég lét þess jafnframt getið að ég hefði til dæmis „rekið hornin“ í nána sam- starfsmenn og skjól- stæðinga Ástráðs Eysteinssonar í há- skólanum og það kynni að vera ástæðan fyrir því að sá maður teldi það „faglegt“ að synja mér um styrk til að skrifa ævisögu Bjarna Benedikts- sonar. Það segir sann- arlega sitt um fag- mennsku Ástráðs Eysteinssonar að hann skuli ekki svara efnisatriðum gagnrýni minn- ar einu orði heldur gera fullkomin aukaatriði að aðalatriði í svari sínu. Í anda páskahátíðarinnar er rétt að ljúka þessu skrifi á jákvæðum nótum. Daginn fyrir skírdag barst mér bréf frá Launasjóði fræðirita- höfunda, – en sá sjóður hafði hafn- að umsókn minni í fyrra, – um að mér hefði verið veittur 6 mánaða styrkur til að skrifa ævisögu Bjarna Benediktssonar. Eftir að hafa skrifað 8 bækur hef ég þá loksins fengið styrk úr opinberum sjóðum fyrir rithöfunda. En enn á ég eftir að fá styrk úr Launasjóði rithöfunda. Ég reyni aftur að ári. „Fagmennska“ Ástráðs Eysteinssonar Jakob F. Ásgeirsson svarar Ástráði Eysteinssyni ’En það segirsannarlega sitt um fagmennsku Ástráðs Eysteins- sonar að hann skuli gera þetta aukaatriði að aðalatriði í svari sínu.‘ Höfundur er rithöfundur. Jakob F. Ásgeirsson Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi ótt- ans eins og á galdrabrennuöld- inni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu for- setans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undir- skriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferð- irnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnu- brögð og sjálfstæða hugsun?“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Í GREIN undirritaðs í Morg- unblaðinu, 31. janúar síðastliðinn, var vikið að „tveggja lækna matinu“ svokallaða, sem tryggingafélög hér á landi hafa síðustu ár brúkað, meðal annars sem grundvöll bótagreiðslna fyrir áverka fórnarlamba umferðar- og vinnuslysa. Hér er því haldið fram, að með „tveggja lækna matinu“, ginni tryggingafélögin fórn- arlambið á flæðisker, þaðan sem erfitt er fyr- ir kindur að komast. Virðast trygginga- félögin allavega með- vituð um, að þegar „tveggja lækna matið“ liggur fyrir, bæturnar eru innan seilingar og fórnarlambið hefur í flestum tilvikum verið án launa í marga mán- uði, efnahagur þess er að hruni kom- inn, að þá sé staðan sú, að fórn- arlambið neyðist til að taka við boðnum bótum, þó fórnarlambið gruni, að ei hafi rétt verið mælt. Er hér er komið sögu, er það því oft svo, að fórnarlambið flæðir. Ekki er gerlegt að hnekkja „tveggja lækna matinu“, nema að afla frekari lækn- isvottorða og biðja um dómkvaðn- ingu tveggja óvilhallra matsmanna. Til þess þarf líka oftast það langan tíma og mikið fjármagn, að slíkt er almennum fórnarlömbum ofviða. Það er einnig svo, ef fórnarlambið fær ekki gjafsókn og ekki að taka við bót- unum með fyrirvara, að viðkomandi fórnarlamb treystir sér ekki til að leggja undir frekari kostnað. Telur það of mikla peningalega áhættu. Í nokkrum undantekning- artilvikum hafa fórnarlömbin ekki unað „tveggja lækna matinu“ og með aðstoð lögmanns lagt út í baráttuna við tryggingafélögin. Verður nú rakið nýlegt dæmi um slíka baráttu. Fórnarlambið hafði farið í svokallað „tveggja lækna mat“, sem fórnarlambið taldi ekki gæti staðist. Aflaði frekari lækn- isvottorða og læknisrannsókna. Bað um dómkvaðningu tveggja óvilhallra manna, læknis og lögfræðings til að meta áverkana að nýju. Þann 17. mars 1998 slasaðist Sig- urður Stefánsson, sem þá var bíl- stjóri hjá Strætisvögnum Reykjavík- ur í umferðarslysi, er bifreið ók í veg fyrir vagninn. Við áreksturinn kast- aðist Sigurður fram yfir stýrið og mælaborðið, til baka og svo til hægri, þar sem hann lendir með vinstri mjöðmina á lágri hurð. Fann Sig- urður mest til í bakinu eftir slysið, en fann síðan nokkru eftir slysið fyrir áverkum í hálsi og dofa í fingrum. Taugaleiðnipróf hjá Marinó P. Haf- stein, taugalækni, sýndi klemmu á ölnartaug vinstri olnboga. Seg- ulómun af hálsi sýndi brjósklos á hálsi. Fór Sigurður í að- gerð á hálsinum og einnig í taugabrennslu hjá Bjarna Valtýssyni, lækni. Sigurður reyndi að vinna, hvað hann gat eftir slysið. Vann með hléum til ársloka árið 2000. Hann var þá orð- inn alveg óvinnufær af áverkunum. Hafði þá einnig greinst með vefjagigt og þunglyndi. Sú bifreið, sem árekstrinum olli var tryggð hjá Vís, sem Sigurður á því bóta- kröfu á. Í apríl 2003 voru áverkarnir metnir í „tveggja lækna mati“, af Ragnari Jónssyni, trúnaðarlækni Vís, og Atla Þór Ólasyni, lækni. Var niðurstaða læknanna, að miski Sig- urðar vegna þeirra áverka, sem hann fékk í slysinu væri 15% og varanleg örorka 25%. Töldu læknarnir að eini áverkinn, sem Sigurður hefði fengið í slysinu væri bakáverki. Þó Sigurður hefði, er hann var metinn, þegar ver- ið algjörlega óvinnufær vegna þeirra áverka, er hann hlaut í slysinu, í meira en tvö ár, mátu læknarnir hon- um einungis 25% varanlega örorku, þ.e. að áverki sá, sem Sigurður fékk í slysinu leiddi einungis til 25% skerð- ingar á vinnugetu. Þrátt fyrir nið- urstöðu tveggja taugalækna, þeirra Marinós P. Hafstein og Garðars Guð- mundssonar um að hálsáverkarnir stöfuðu af slysinu, mátu bækl- unarlæknarnir það svo, að hálsáverk- arnir stöfuðu ekki af slysinu. Sig- urður gat ekki sætt sig við þessa niðurstöðu og fékk á ný staðfest vott- orð frá þeim Marinó P. Hafstein og Garðari Guðmundssyni, þar sem ítrekað var, að hálsáverkinn stafaði af umferðarslysinu, þann 17. mars 1998. Einnig aflaði Sigurður frekari læknisvottorða, svo sem vottorðs um, að sú vefjagigt, sem hann hrjáir staf- aði af þeim áverkum, sem hann hlaut í slysinu. Þegar áverkar Sigurðar voru metnir á ný af dómkvöddum óvilhöllum matsmönnum, þeim Páli Sigurðssyni, lagaprófessor og Stef- áni Dalberg, lækni, var miski Sig- urðar vegna þeirra áverka, sem hann hlaut í umferðarslysinu metinn 39 miskastig, sem sundurliðaðist þann- ig, að bakmeiðslin svöruðu til 15 stiga, hálsmeiðslin til 14 stiga og þunglyndið til 10 stiga. Þá rökstyðja hinir dómkvöddu matsmenn nið- urstöðu sína um 75% varanlega ör- orku Sigurðar, vegna þeirra áverka, er hann fékk í slysinu vandvirkn- islega á fjórum blaðsíðum, þegar rök- stuðningurinn í „tveggja lækna mat- inu“ er tæpar tvær línur, svohljóðandi: „Við mat á örorku er miðað við að vegna afleiðinga umferðarslyssins 17.03. þ.e. bakeinkennanna hafi dreg- ið talsvert úr vinnugetu Sigurðar. Er örorka metin 25%.“ Það sem hér hefur verið rakið, staðfestir hin óvönduðu vinnubrögð, sem viðhöfð eru í „tveggja lækna mötunum“ svokölluðu og einnig hitt, að í því „tveggja lækna mati“ sem hér greinir frá, er allur minnsti vafi augljóslega skýrður tryggingafélag- inu í hag. Hvernig á heldur annað að vera, þegar sá aðili, er stendur að þessu mati, Ragnar Jónsson, bækl- unarlæknir, hefur það að atvinnu að yfirfara kröfugerðir á hendur Vís og meta, hvort verða eigi við kröfunum, eins og þær eru grundvallaðar á læknisfræðilegum gögnum. Gætir þannig hagsmuna félagsins. Er og greinilegt, að hans viðhorf hafa feng- ið að ráða í ofangreindu „tveggja lækna mati“. Að hann hefur ennþá verið að gæta hagsmuna þess trygg- ingafélags, sem hann vinnur fyrir. Það skal að síðustu tekið fram, að umkrafðar bætur Sigurðar Stef- ánssonar á grundvelli mats hinna dómkvöddu matsmanna nema um 21.000.000 króna, þegar hins vegar bæturnar á grundvelli „tveggja lækna matsins“ nema um 6.000.000 króna. Dæmi nú hver fyrir sig. Lömbin þagna (II) Steingrímur Þormóðsson fjallar um störf dómkvaddra matsmanna tryggingafélaga ’Með „tveggja læknamötunum“ ginna trygg- ingafélögin fórnarlömb- in í sjálfheldu, eða öllu heldur reki fórnarlömb- in á flæðisker, þaðan sem erfitt er fyrir þau að komast. ‘ Steingrímur Þormóðsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.