Morgunblaðið - 30.03.2005, Síða 53

Morgunblaðið - 30.03.2005, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 53 19.03. 2005 1 8 9 9 6 9 4 8 4 0 0 20 24 34 65 2 23.03. 2005 2 27 29 31 32 44 22 30 28 ÞAÐ gerist stundum, bara stundum, að skoðanaglaður gagnrýnandi verð- ur gjörsamlega orðlaus af hrifningu og finnur í þokka- bót varla orðin til að lýsa henni svo vel sé. Það á við í þessu tilfelli því þessi önnur stóra plata kanadíska kynskiptingsins – skiptir máli því að hann lætur það sjálfur skipta máli – Antony. Mað- urinn er um margt ráðgáta. Stígur fram á sjónarsviðið, svona mergj- aðslega margslunginn persónuleiki, með einhverja innilegustu en um leið tvíræðnustu plötu sem heyrst hefur, ekki bara á árinu, heldur miklu leng- ur. Hvernig hann fer að því að vera bæði í senn svona einlægur og óút- reiknanlegur er manni hulin ráðgáta, líkt og svo margt við hann, eins og bara hvar hann hefur eiginlega verið, af hverju hann er ekki orðinn einn af heimsins dáðustu söngfuglum. Því þótt ytra atgervi kunni að vefjast fyr- ir einhverjum og jafnvel virka frá- hrindandi á þá forpokuðustu þá er sjálf tónlistin nánast eins aðgengileg og hún getur orðið. Stuttar kerta- ljósaóperur sem fjalla á hispurs- lausan og sumpart fetískan hátt en um leið ægifallegan og ofurróm- antískan um hans innstu kenndir, langanir og gjörðir. Tónlistarstíllinn liggur nærri rótunum; blúsnum, djassinum, sálinni, en er samt þegar öll kurl eru komin til grafar ekkert annar en poppballöður, sem hljóta að gera George Michael, Elton John og aðrar ballöðudrottningar liðinna ára grænar af öfund. Þeir eru heldur ekk- ert slor meðreiðarsveinar Antonys á plötunni, yfirlýstir einlægir aðdá- endur hans; Rufus Wainwright, Boy George, Devandra Banhart og Lou Reed – sem fer með ljóð og káfar snilldarlega á rafmagnsgítar í einu allra besta lagi plötunnar, hinu sálar- fulla „Fistfull of Love“. En þrátt fyrir stjörnufans skín ein stjarna skærast af öllu og það er Antony sjálfur og þessi hreint lygilega fallega og trega- fulla söngrödd, sem minnir einna helst á djassdrottninguna Ninu Sim- one endurborna í líkama sjarmörsins Brians Ferrys. Það verður bara að hlusta til að trúa því orð fá engan veg- inn lýst fegurð þessa söngfugls, snilld þessarar plötu. Fegurst- ur allra söngfugla TÓNLIST Erlendar plötur Antony & The Johnsons – I am a bird now  Skarphéðinn Guðmundsson MRS. CONGENIALITY. 2 kl. 4 - 5.40 - 8 - 10.20 MRS. CONGENIALITY. 2 í Lúxus VIP kl. 5.40 - 8 - 10.20 RING TWO kl. 5.40 - 8 - 10.20 B.I. 16 LIFE AQUATIC kl. 5.40 - 8 - 10.20 CONSTANTINE kl. 8 - 10.20 B.I. 16 WHITE NOISE kl. 8.15 - 10.20 B.I. 16 BANGSÍMON og FRÍLLINN m/ísl.tali. kl. 4 - 6.20 LEMONY SNICKETT´S kl. 4 - 6 MRS. CONGENIALITY. 2 kl. 6 - 8.15 - 10.30 RING TWO kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.I. 16 COACH CARTER kl. 5.30 - 8 - 10.30 MRS. CONGENIAL. 2 kl. 8 - 10 RING TWO kl. 8 - 10 B.I. 16 MISS CONGENIALITY 2 kl. 8 - 10 RING TWO kl. 8 - 10.15 B.I. 16 ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK ngrás óttans ur náð marki eimsfrumsýnd samtímis í USA og á Íslandi Samuel L. Jackson Flott mynd. Töff tónlist (HOPE með Twista, BALLA með Da Hood & Mack 10). Byggð á sannri sögu. Með hinum eina sanna töffara, Samuel L. Jackson l . li ( i , ). i . i i , l . Sló í gegn í USA Tryllingslegt framhald "The Ring" Samara er komin aftur á kreik. Þorið þið í hana? æðislegur spennuhrollur sem fær hárin til að rísa...aftur.  &F XFM Með tónlist eftir Sigur Rós!  DV  HJ. MBL 1. Líf – Hildur Vala Einarsdóttir 2. The Boy Who Giggled So Sweet – Hildur Vala Einarsdóttir 3. If I Had Your Love – Selma 4. Ást – Ragnheiður Gröndal 5. Galvaniser – The Chemical Brothers 6. Þú fullkomnar mig – Sálin hans Jóns míns 7. Hvers vegna? – Skítamórall 8. Murr, murr – Mugison 9. Do Something – Britney Spears 10. Aldrei liðið betur – Sálin hans Jóns míns 11. Fönn, fönn, fönn – Stuðmenn 12. Dakota – Stereophonics 13. Vísur Vatnsenda-Rósu – Ragn- heiður Gröndal 14. Endurfundir – Í svörtum fötum 15. Líf – Stefán Hilmarsson 16. Meðan ég sef – Í svörtum fötum 17. Take me out – Franz Ferdinand 18. Borgin – Hjálmar 19. Tíminn og við – Sálin hans Jóns míns 20. Traustur vinur – Á móti sól 21. I want you – Mugison 22. Sökudólgur óskast – Nýdönsk & Sinfó 23. Shiver – Natalie Imbruglia 24. Draumur um Nínu – Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilm- arsson 25. Eitt – Í svörtum fötum 26. Fallegur dagur – Bubbi Mort- hens 27. Gleðibankinn – Icy 28. Swing dink – Mugison 29. The chicken song – Mugison 30. 2 birds – Mugison Netlisti Tónlist.is Morgunblaðið/Sverrir Hildur Vala, nýkrýnd Idolstjarna, ber höfuð og herðar yfir alla aðra á Netlistanum - vinsæld- arlista Tónlist.is. Lögin hennar sem þar eru fáanleg, „Líf“ og „The boy who giggled so sweet“ eru þau mest sóttu af notendum Tónlist.is. Svo vill til að lögin eru bæði samin af Jóni Ólafssyni en hann mun einmitt stjórna upp- tökum á væntanlegri plötu með Hildi Völu sem koma á út í sum- ar. EKKI minna tæki en valtara þurfti til að eyðileggja þá 60.000 diska sem safnað var saman við höf- uðstöðvar lögreglunnar í Jakarta í Indónesíu. Ekki var um að ræða andúð á Bítlunum eða öðru rokki heldur var þetta bæði klámfengið efni og hugbúnaður, sem fjölfald- aður hafði verið með ólöglegum hætti. Til viðbótar voru um hundrað manns handteknir í herferð lög- reglu gegn þeim er selja ýmislegt efni án þess að hafa tilskilin leyfi. Reuters Nokkrir tugir þúsunda diska voru eyðilagðir með aðgerðum lögreglu. Valtað yfir ólöglega diska LEIKKONAN Jennifer Aniston hefur sótt um lögskilnað frá eig- inmanni sínum, Brad Pitt, en parið skildi sem kunnugt er að borði og sæng fyrir tæpum þremur mán- uðum. Ýmsir höfðu vonast til þess að þau myndu ná að leysa úr ágreiningi sín- um en nú virðist ljóst að svo verður ekki. Hefur Aniston lagt fram beiðni um skilnað fyrir hæstarétt Los Ang- eles á þeim forsendum að ágrein- ingur sem ekki verði leyst úr hafi komið upp á milli hjónanna. Aniston og Pitt gengu í hjónaband við glæsilega athöfn í Malibu í júlí árið 2000. Hvorugt þeirra hefur viljað tjá sig opinberlega um þá ákvörðun þeirra að skilja. Aniston sækir um skilnað Reuters „Þessi ágreiningur okkar er óleysanlegur, Brad. Gleymdu samt ekki að brosa.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.