Morgunblaðið - 30.03.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 30.03.2005, Qupperneq 52
Sunnudagskvöld. Hin myrka te-drykkjustund sálarinnar ný-liðin. Sjónvarpið býður faðm- inn. Í boði eru tvær bíómyndir. Í ríkissjónvarpinu er að hefjast marg- verðlaunuð indversk gæðamynd og Skjár 1 lokkar með fyrstu myndinni í Bleika pardusar-bálknum. Eftir allt of skamman umhugsunartíma verða grátbroslegar svaðilfarir In- spector Clouseau fyrir valinu og það þótt höfundur hafi séð þá mynd í það minnsta 8 sinnum áður. Eftir að hafa svalað hlátrinum yf- ir bíómynd kvöldsins fór ég að spek- úlera. Hvort sem um er að ræða sjónvarp, bækur, tónlist eða annað menningartengt efni er það vaninn sem ræður. Við sækjum í það sem við þekkjum frekar en óreynt efni sem opnað gæti okkur nýjar dyr. Þetta á að sjálfsögðu líka við um myndasögur. Þrátt fyrir að lesa kynstrin öll af myndasögum verð ég að viðurkenna að meginuppistaðan af innkaupum mínum á því sviði fer í hasarblöð og fantasíubókmenntir sem ég hef fylgt í árafjölda og eru löngu hættar að koma á óvart. Það fylgir því einhver sefandi doði að sökkva sér í heim sem maður þekk- ir, þótt maður verði tæpast fyrir vit- undarvíkkandi upplifun við lest- urinn þá verða vonbrigðin í það minnsta ekki mikil. En nóg um það. Hvað er mað- urinn svo að vilja með svona inn- gangi að myndasöguumfjöllun? Jú, tilefnið er hin stórglæsilega mynda- sögusýning, Nían, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur. Þar kennir ýmissa góðra grasa: Yfirlits- sýning um íslenskar myndasögur; herbergi með myndasögum eftir frumkvöðlana og áhrifavaldana Art Spiegelman og Dave McKean; greining á myndasögunni í list Errós og svo sýningar frá tveim framsæknum útgáfufyrirtækjum, hinu sænska Optimal Press og kan- adíska Drawn and Quarterly. Þegar undirritaður skoðaði verkin frá þessum útgefendum rak hann í rogastans. Í fyrsta lagi þekkti hann einungis til þriggja höfunda af þeim tæplega tuttugu sem áttu verk á sýningunni og í öðru lagi varð hann forviða yfir gæðunum og fjölbreytn- inni. Hvert sem litið var sá hann nýja og ferska nálgun á myndasög- una sem ekki hafði rekið á fjörur hans áður. Alveg dásamlegt, en um leið mikil synd, að sjónsvið undirrit- aðs hafi ekki náð til þessara verka. Allir eru höfundarnir vel fram- bærilegir en verk nokkurra þeirra standa þó upp úr eins og gengur. Verður hér stuttlega vikið að þeim. Svo frábærlega vildi til að sýning- arhaldarar höfðu boðið nokkrum þeirra til sýningarinnar og gafst gestum kostur á að fylgja þeim í sýningarrölti þar sem þeir lýstu og spjölluðu um verk sín. Þar gafst færi á einstakri innsýn í sköp- unarverk þeirra og vinnuferli. Jason og melankólían Þekktastur þeirra höfunda sem voru á sýningunni er væntanlega hinn norski Jason. Hann er marg- verðlaunaður fyrir verk sín og lík- lega þekktasti myndasöguhöfundur Norðurlanda um þessar stundir. Hann er höfundur hinnar kynngi- mögnuðu Vänta lite… sem kom út hjá Optimal Press árið 2000 og und- irritaður valdi sem bestu mynda- sögu ársins. Sögur Jasons einkenn- ast af raunveruleikadrunga og melankólíu. Þær eru hæggengar og upplýsandi og Jason leyfir sér að staldra við smáatriði til að gera les- andanum kleift að finna þær tilfinn- ingar sem hann reynir að koma til leiðar. Ekkert liggur á. Í sinni fyrstu bók, Fickan full av regn, sem kom út árið 1996, teiknaði Jason persónur í raunsæisstíl en að eigin sögn komst hann að þeirri nið- urstöðu að slík vinnubrögð væru of tímafrek. Hann breytti því um per- sónugerð og notast nú við dýrgerðar fígúrur sem falla eins og flís við rass að söguefninu. Þær gera umfjöll- unarefnið oft og tíðum meðfærilegra og léttmeltara um leið og þær draga fram einkenni hinar klassísku myndasögufígúru. Nýjasta bók Jas- ons, Jag vill visa dig något, var gerð fyrir franskan markað og til þess að fylgja þeim venjum sem þar tíðkast ákvað Jason að lita myndirnar en það hefur hann ekki gert áður. Bók- in er eins og klassískt Hitchcocks- glæpadrama um mann sem lendir saklaus í ómögulegri aðstöðu. Þótt sagan sé ekki meðal þess besta sem Jason hefur samið eru myndirnar tvímælalaust framúrskarandi og litanotkunin gefur þeim nýja og skemmtilega vídd. Julie og dagbókin Julie Doucet kemur frá frönsku- mælandi hluta Kanada. Það er skemmtilegt að lesa bækur hennar með það í huga að þar sem enskan er á stundum svolítið krúttlega bjöguð og gerir þær enn raunsann- ari í huga lesenda. Til að byrja með birtist verk hennar í myndasögu- blaðinu Dirty Plotte (á þessum dög- um Píkusagna er óhætt að upp- ljóstra að franska orðið Plotte þýðir víst píka) þar sem hún lýsti lífi sínu í einskonar dagbókarformi. Hluta þessara sagna var safnað saman í meistaraverkið My New York Diary sem kom fyrst út árið 1999. Þar lýs- ir hún flutningi sínum frá Montreal til New York og ævintýrum sínum þar. Julie er ótrúlega hispurslaus í frásögu sinni. Hún dregur ekkert af í lýsingum, hvorki á sjálfri sér né samferðamönnum sínum, eða svo virðist allavega vera. Þegar und- irritaður forvitnaðist um hvernig það sé að opinbera sig fyrir alþjóð á slíkan hátt, brosir hún feimnislega og segir að það væri nú ýmislegt sem ekki fari fram hjá hennar inn- byggðu sjálfsritskoðun en hvað það er muni hún aldrei láta í ljós. Julie gerir óspart grín að sjálfri sér og dregur fram spaugilegar hliðar á fóbíum sínum og minnimátt- arkennd. Eins og góðum listamanni sæmir eru ástarmálin alltaf í rúst og misframbærilegir kærastar hennar eru meðal bestu persóna sem und- irritaður hefur séð í myndasögum. Julie er sömuleiðis frábær teiknari. Svart/hvítar teikningarnar eru full- ar af lífi og smáatriðum. Það er sjaldan sem höfundum tekst að glæða persónur sínar jafn miklu lífi og ná fram mann- legum breiskleika þeirra í gegnum myndmálið. David og hversdagurinn David Liljemark er sænskur höfundur sem gefur út hjá Optimal Press. Hann hóf að gefa út myndasögur í lok níunda áratugar síðustu aldar og að eigin sögn var ekki um merkilegt efni þar að ræða. Myndasögurnar gaf han út sjálfur af miklum van- efnum og dreifði en áður en langt um leið fór honum að vaxa fiskur um hrygg sem höfundur. Myndasögur sínar kallar hann hversdagsstúdíur, oft byggðar á eigin reynslu. Það er skemmtilegt að skoða út- stillingu hans á Listasafninu því samhliða einni myndasög- unni hefur hann hengt upp tvo hluti úr æsku sinni sem koma fyrir í frásögninni. Eins og Doucet hefur hann mikinn húmor fyrir sjálfum sér og umhverfinu en ólíkt henni er hann mun gagnrýnni og kald- hæðnari í athugasemdum sín- um og fram kemur hið klass- íska vandamál hæfileika- mannsins sem á við minnimáttarkennd að stríða og erfiðleika í mannlegum samskiptum. Enginn hefur lýst þessari krísu betur en Robert Crumb og Liljemark segir að neðanjarð- armyndasögublaðið Wierdo sem Crumb teiknaði mikið fyrir hafi verið honum áhrifavaldur. Annar höf- undur sem kemur upp í hug- ann við skoðun á verkum Liljemarks er bandaríski jaðarhöfundurinn Peter Bagge en þeir eru um margt líkir, bæði hvað varðar um- fjöllunarefni og myndskreyt- ingu. Eins og áður sagði er það hversdagsleikinn sem er Liljemark hugleiknastur. Hann segir það dulda ráðgátu hvers vegna margir höfundar leiti á vit fantasíunnar þar sem raunveruleikinn gefi af sér fyr- irtaks umfjöllunarefni og nóg sé af honum að taka. Myndasögusýningin Nían opnar gestum sínum nýjar dyr. Myndasög- unni er ekkert óviðkomandi, hvort sem umfjöllunarefnið taki til djúp- sævis sálarinnar, óravídda him- ingeimsins eða flatneskju hvers- dagsleikans. Myndasögulesandi sem fastur er í gamalgrónu neyslu- mynstri hefur nú tækifæri til að kynna sér margt af því besta sem myndasöguformið gefur af sér um þessar mundir. Nían og nýjungarnar Nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur myndasögusýningin Nían. Heimir Snorrason lýsir þeim nýja og ferska heimi sem þar opn- aðist honum upp á gátt. Jason dregur fram hið dýrslega eðli mannsins í Jag vill visa dig något. Sýningin Nían – myndasögumessa stendur yfir á 2. hæð Hafnarhúss- ins til 24. apríl. Hinn dásamlegi ömurleiki hversdagsins. Rammar úr sögunni Henry berättar eftir David Liljemark. Rammar úr myndasögu Julie Doucet, My New York Diary. 52 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Besta mynd ársins Besti Leikstjóri - Clint Eastwood Besta Leikkona - Hillary Swank Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman Kvikmyndir.isDV H.J. Mbl. Með tónlist eftir Sigur Rós! Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Cate Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum. i , l i l ill , il , l j li í l l . Mrs. Congeniality 2 kl. 5.40 - 8 -10.20 Life Aquatic kl.5.30 - 8 - 10.30 b.i. 12 Phantom of the Opera kl.5.30 - 8 b.i. 10 Les Choristes (Kórinn) kl. 6 og 8 Million Dollar Baby (4 Óskarsv.) kl. 5.30 - 8 -10.30 b.i. 14 The Aviator (5 Óskarsv.) kl.10 b.i. 12 Ray (2 Óskarsv.) kl.10,30 b.i. 12 in a new comedy by Wes ANDERSON Hrin hefu hám H Brjál  DV  K& HJ. MBL Sandra Bullock mætt aftur vopnuð og glæsileg í frábæru framhaldi sem er drekkhlaðin af spennu og gríni! PÁSKAMYNDIN Í ÁR Sandra Bullock mætt aftur vopnuð og glæsileg í frábæru framhaldi sem er drekkhlaðin af spennu og gríni!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.