Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lára Bech Þór-arinsdóttir fædd- ist á Stórahrauni í Kolbeinsstaðahreppi 26. mars 1924. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórarinn Árna- son frá Stórahrauni, f. 8. ágúst 1898, d. 8. ágúst 1990, og Rósa Lárusdóttir, f. 3. febrúar 1904, d. 17. mars 1987. Systur Láru eru Kristín, f. 6. september 1922, Anna María Elísabet, f. 3. september 1925, d. 3. maí 1927, Anna María Elísabet, f. 10. júlí 1927, Elín, f. 4. janúar 1929, d. 18. mars 1931, Inga Erna, f. 31. október 1930, d. 22. janúar 1931, Elín, f. 6. febrúar 1932, Inga Erna, f. 8. nóv. 1933, og Gyða, f. 28. apríl 1935. Hinn 3. október 1947 giftist Lára Halldóri Bech flugstjóra, f. 9. júlí 1921, d. 10. september 1994. Börn þeirra eru Þórarinn Bech prentari, f. 21. júlí 1948, og Guðný Bech sjúkraliði, f. 2. apríl 1950, maki Grétar Gústavsson bifvélavirki, f. 13. júlí 1953. Börn Guð- nýjar eru: a) Anna R. Ingvarsdóttir hjúkrunarfræðing- ur, f. 19. júní 1970, maki Pétur Vignir Reynisson læknir, börn þeirra eru Ingvar Huginn, f. 11. apríl 2002, og Lilja Hugrún, f. 13. mars 2004. b) Halldór Rúnar Bech, f. 18. sept. 1989, í sambúð með Auði Jónsdóttur og á hún einn son. c) Lára Björg Grétars- dóttir, f. 7. september 1988, í sambúð með Haraldi Gunnari Matthíassyni og eiga þau einn son, f. 7. mars 2005. Útför Láru verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku besta mamma mín. Mig langar til að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, alltaf gat maður leitað til þín með allt. Þú hlustaðir og gafst manni góð ráð. Svo varst þú einstök amma fyrir börnin mín. Dekraðir þau með ást, umhyggju, pönnukökum og kleinum sem þau gleyma aldrei. Og alltaf fannst þeim svo gott að koma til ömmu. Elsku mamma. Þrátt fyrir erfið- leika þína síðustu árin heilsufars- lega, hélstu alltaf þínu jafnaðargeði enda kona með frábæra kímnigáfu og létta lund. Þú gleymdir oft sjálfri þér og hafðir áhyggjur af öllum öðr- um. Ég sakna þín svo mikið, elsku mamma mín, en nú ertu búin að fá hvíldina og komin til pabba. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þín elskandi dóttir, Guðný Bech. Elsku amma mín. Nú ertu búin að kveðja eftir að hafa átt við veikindi að stríða í nokk- ur ár. En þrátt fyrir veikindin varstu alltaf svo kát, léttlynd og húmorinn var alltaf til staðar hjá þér. Það var svo gott að koma til ykkar afa og vera hjá ykkur. Það var dekr- að við mann á alla kanta. Þú varst svona ekta amma eins og klippt út úr ævintýri, bakaðir bestu pönnukök- urnar og kleinurnar, prjónaðir peys- ur, hosur og vettlinga á okkur systk- inin. Þú kenndir mér bænirnar. Þú varst alltaf svo hlý og góð við alla. Þér þótti svo gaman að spila og þegar við hittumst gátum við spilað manna, hjónakapal eða vist í fleiri tíma en það versta var að þú vannst mig yfirleitt. Við áttum svo góðar stundir sam- an. Þegar þú hafðir heilsu og ég var barn gátum við farið í langa göngu- túra í Víðinesinu. Þú sagðir mér sög- ur frá Stórahrauni og ýmsu öðru skemmtilegu, við tíndum blóm, gerð- um bú niðri fjöru og suðum egg þar. Þú varst alltaf til í að styðja mig í hvaða uppátæki sem mér datt í hug og hjálpaðir mér að framkvæma þau. Þar sem ég hef búið erlendis í nokkur ár höfum við ekki getað hist mikið en við höfum skrifast á og það var svo gaman að fá bréfin frá þér. Þakka þér fyrir allan þann tíma sem við höfum átt saman og fyrir að hafa verið svona góð amma. Ég sakna þín. Þín Anna Ragnheiður. Mig langar til að minnast ömmu minnar, sem ég á svo margt að þakka. Ég er skírð í höfuðið á henni og hún hefur alltaf verið mjög stór hluti af lífi mínu. Þegar ég fæddist þá er næstum hægt að segja að hún hafi helgað mér lífi sitt. Þar sem hún gat ekki unnið bauðst hún til að passa mig á daginn í staðinn fyrir að ég færi á leikskóla. Það var svo margt sem hún kenndi mér. Hún kenndi mér meðal annars að spila, prjóna og baka. Við vorum svo nánar. Þegar hún gisti hjá okkur (sem var mjög oft) skreið ég alltaf uppí til hennar því þar leið mér best. Hún kom alltaf fram við mig eins og ég væri gullmoli. Hún var alltaf svo áhugasöm og hafði trú á öllu sem ég gerði og sagði. Ég vil verða alveg eins og hún, jafn góð amma en auðvitað getur engin manneskja orðið eins frábær amma og hún var. Hvíl í friði, elsku amma. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Guð geymi þig. Þín Lára Björg. Okkur systkinin langar til að minnast ömmu okkar sem var mjög stór hluti af okkar lífi. Gott var að geta leitað til hennar, hún var alltaf til staðar. Við munum aldrei gleyma kleinunum og pönsun- um hennar, hvergi betri en hjá henni. Það var svo gott að koma í heimsókn til hennar, því hún var allt- af svo róleg og yfirveguð. Okkur hefur alltaf fundist hún „ekta“ amma, alltaf í síðu pilsi, með- krullur, alltaf með prjóna milli hand- anna og alltaf bakandi. Hún lét alveg í ljós að henni var alls ekki sama um okkur, alltaf með áhyggjur. Þrátt fyrir veikindin og fötlunina var hún alltaf hress og kát, alltaf stutt í húmorinn. Við þökkum Guði fyrir allar þær stundir sem við áttum með elsku ömmu. Halldór og Lára. Lára systir mín hefur kvatt okkur eftir langa baráttu við margskonar erfið veikindi. Fjórtán ára var Lára í gagnfræða- skóla (Ingimars) í tvo vetur í fram- haldi af því vann hún ýmis störf og fékk orð fyrir dugnað. Nítján ára fékk Lára berkla í lungun og var eitt ár á berklahælinu Vífilsstöðum, eftir það var hún í fjögurra ára lungna- meðferð en náði sér aldrei fyllilega. Lára giftist Halldóri Bech flugstjóra sem var víðlesinn og mikill Laxness- unnandi. Lára var mjög ljóðelsk og var Ein- ar Ben þar efstur á lista og þuldi hún mörg kvæði hans utanað. Lára lenti í alvarlegu bílslysi á stríðsárunum þar sem hún bæði höf- uðkúpu- og lærbrotnaði og var flutt á herspítala í Mosfellssveit þar sem gerð var á henni „plastic surgery“ aðgerð og sett plata í hálft ennið, sú aðgerð tókst með afbrigðum vel, líka var gert að lærbrotinu en nokkru seinna fór fóturinn að skekkjast og lagaði Snorri Hallgrímsson læknir það með því að brjóta upp fótinn. Í þessu átti Lára á annað ár. Mörgum árum seinna lærbrotnaði Lára í annað sinn og fyrir hand- vömm lækna fékk hún ekki þann bata sem skyldi og varð að ganga með hækjur upp frá því. Allt þetta gekk Lára í gegn með stillingu og þolinmæði og einstökum stuðningi barna sinna. Við systurnar ólumst upp í sveit og tel ég það mikil forréttindi að alast upp í snertingu við náttúruna, örvast þar ímyndunaraflið best, jafnt ungra sem aldraðra. Við Lára tileinkuðum okkur tvær lautir neðan við húsið og gerðum okkur þar bú, héldum við þar stór- veislur með skreyttum moldarkök- um og þar fóru einnig fram allskonar ræðuhöld, jafnvel um pólitík, einnig vorum við með kinda- og kúabú, hlóðum réttir og allt tilheyrandi. Ekki vorum við alltaf á sama máli sem betur fer en hnyttin tilsvör Láru og rök slógu mann alltaf út af laginu Lára systir mín hafði svo stórkost- lega næmt skopskyn að hún gat gert fáfengilega örsögu að gráthlægilegu ævintýri, enda dýrkuðu barnabörnin hana mjög. Með miklum söknuði kveðjum við Einar þig og vottum aðstandendum samúð. Kristín Þórarinsdóttir frá Stórahrauni. Nú hefur mikil gæðakona kvatt þessa jarðnesku veröld okkar og flutt yfir til annarra og betri heima. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ekki fylgi stundum nokkur tilhlökk- un þeirri för, manneskjan orðin göm- ul, heilsan léleg og margir af hennar nánustu vinum og ættmennum horfnir yfir móðuna miklu. Að fá að sjá ástvinina aftur, dvelja meðal þeirra og ekki síst að losna undan oki elli og veikinda. Kasta ellibelgnum, ef svo má að orði komast, og verða ungur aftur. Hvort sem tilhlökkun hefur ríkt í brjósti Láru eða ekki veit ég fyrir víst að hún hræddist ekki ferðalag þetta. Kjarkur, kímnigáfa og bjartsýni voru sterkir þættir í persónuleika hennar og þrátt fyrir bága heilsu hin síðari ár hurfu þessir eðlislægu þættir aldrei úr skapgerð hennar. Hún hafði við flest tækifæri gam- anyrði á vör en gat þó, ef henni þurfa þótti, skotið föstum skotum til um- vöndunar. Lára var skarpgáfuð kona, gædd miklum listrænum hæfileikum og hefði án efa getað orðið góð leikkona, ef aðstæður hefðu leyft. Hún hafði til að bera þann einstæða hæfileika að geta túlkað hlutina á þann hátt að allir skildu innihaldið. Hrein unun gat verið að hlusta á hana lesa ljóð með sinni mjúku dramatísku rödd, tjá innihald kveðskaparins með svip- brigðum og látbragði af slíkum inni- leik að oft sáust tár blika á hvörmum áheyrenda. Hún var mikil gleði- manneskja, eins og hún átti kyn til, enda var afi hennar, Árni Þórarins- son frá Stóra-Hrauni, sá hinn sami og Þórbergur Þórðarson reit margar bækur um. Einnig var faðir hennar, Þórarinn Árnason, gleðimaður mik- ill, svo og margir fleiri í hennar ætt. Ég kynntist þessari góðu konu og hennar ógleymanlega, kærleiksríka eiginmanni Halldóri Bech fyrir 51 ári, þegar ég fjögurra ára að aldri kynntist börnum þeirra, þeim Þór- arni Páli og Guðnýju sem hafa allar götur síðan verið mér kærir vinir. Eftir að faðir þeirra lést árið 1994, hafa systkinin verið móður sinni stoð og stytta svo mikill sómi er að. Á heimili fjölskyldunnar upplifði ég strax þá góðvild og þann dreng- skap sem þar ríkti alla tíð. Ég og systkini mín nutum þeirra forrétt- inda að verða nánir vinir þessarar samheldnu fjölskyldu, fólks sem lifði lífinu lifandi og reyndi að njóta hvers komandi dags til fulls. Mættu margir af þeim læra. Eru þessir tímar sveipaðir ævin- týrabirtu í huga mér og víst er það að þessi fjölskylda hefur haft mikil og góð áhrif á mig og vafalaust marga aðra samferðamenn. Með þessum orðum kveðjum við, ég og fjölskylda mín, heiðurskonuna Láru Bech Þórarinsdóttur og vottum ætt- ingjum hennar og vinum okkar dýpstu samúð og gleymum ekki að sálin er eilíf. Einar Þorgrímsson. LÁRA BECH ÞÓRARINSDÓTTIR Ástkær föðursystir okkar og mágkona, ÁSTA EYGLÓ STEFÁNSDÓTTIR fv. bankastarfsmaður, leiðsögumaður og frönskukennari, Neshaga 15, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi páskadags, 27. mars. Útförin auglýst síðar. Árni Leósson, Jónína Leósdóttir, Stefanía Magnúsdóttir, Fríða Björg Loftsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINBJÖRN BÁRÐARSON flugumferðarstjóri, Smárahlíð 7c, Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 20. mars. Útförin verður gerð frá Skútustaðakirkju laug- ardaginn 2. apríl kl. 14.00. Benedikt Sveinbjörnsson, Sólveig Jónsdóttir, Bárður Sveinbjörnsson, Ingibjörg H. Þórisdóttir, Gunnar Sveinbjörnsson, Þórdís Þórarinsdóttir, Jón Egill Sveinbjörnsson, Hanna Edda Halldórsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar og amma, FRIÐGERÐUR RANNVEIG KJÆRNESTED FINNBJÖRNSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, áður til heimilis á Birkiteigi 13, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi fimmtu- daginn 24. mars. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 1. apríl kl. 14.00. Auðunn Páll Gestsson, Steinunn Sigríður Gestsdóttir og barnabörn. Elskuleg systir okkar, FJÓLA TRYGGVADÓTTIR, Austurbrún 4, Reykjavík, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Hrafnhildur Tryggvadóttir. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, INGIBJÖRG ADOLFSDÓTTIR, Austurbrún 4, lést á heimili sínu að morgni föstudagsins 25. mars. Útför auglýst síðar. Friðrik Eiríksson, Halldóra Sigurjónsdóttir, Sandra og Arnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.