Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 49 MENNING ÞETTA er í fyrsta skipti sem Sunna Gunnlaugsdóttir treður upp eftir heimkomuna frá New York. Hún hefur ekki haft mörg tækifæri til að halda sér í fullkomnu formi und- anfarið, en þessi efnisskrá hentaði henni vel og má segja að nafnið á fyrsta laginu, Inn í draumheim (bæði lag og ljóð eru eftir Sunnu), hafi get- að verið yfirskrift laganna fimm er þau fluttu sem heild og tengdu með millispili. Þessi lög voru öll dálítið keimlík, minntu um sumt á það sem söngkonur á borð við Rödku Toneff voru að gera fyrir áratugum – eins- konar Sylvíu Plath-djass. Þó er fátt líkt með Ragnheiði Gröndal og Rödku, heldur var það vegna þess sérstaka andblæs er Sunnu tekst svo oft að skapa að Radka og Sylvía komu mér í hug. Ragnheiður var kannski ekki í sínu besta formi þessa hádegisstund á Háskólatónleikum og á stundum örlaði á tilgerð í Nóru Jones-stíl, en flestum lögunum gerði hún þó ágæt skil. Love me og Colour eftir hana eru ekki mjög eft- irminnileg eftir fyrstu heyrn enda söng hún milli þeirra eina bestu djassballöðu íslenska, Serenity eftir Hilmar Jensson, sem var eina verkið sem ekki var nýtt af nálinni á tón- leikunum – en hér var það sungið við texta Tenu Palmer, hinnar frábæru kanadísku söngkonu er yljaði ís- lenskum tónleikagestum oft um hjartarætur þann tíma er hún bjó hérlendis. Það er einhver blær yfir þessu lagi er minnir á Lonely Wom- an eftir Ornette Coleman án þess að hann rýri sjálfstæði verksins. Kom þú hin fagra eftir Sunnu við ljóð Nínu Bjarkar er fín melódía og var vel flutt af þremenningunum og tókst Ragnheiði vel að koma til skila þeirri ógn er býr í ljóðinu og tónlist- inni jafnframt. Það verður gaman að heyra þremenningana að nýju með margbreytilega efnisskrá og kannski tekst þá að fytja lokalag tónleikanna, Birtingu eftir Sunnu, sem hefur yfir sér norrænan blæ, á skemmtilegri hátt. Textalaus söngur Ragnheiðar hitti ekki í mark en kannski Sunna semji bara texta við lagið sjálf. Þrátt fyrir ýmsa annmarka voru þetta eftirminnilegir tónleikar og Serenity og Kom þú hin fagra sann- kallaðar perlur, bæði lögin og flutn- ingurinn. Fátt var um sólóa hjá Sunnu og Hilmari Jenssyni, en leik- ur hans var einsog jafnan gallalaus. Ragnheiður blúsar og poppar Nú hefur verið stofnuð Jazzaka- demía við Háskóla Íslands sem ætlar að bjóða upp á djass síðdegis á föstu- dögum og var það söngkonan unga, Ragnheiður Gröndal, sem reið á vað- ið með félögum sínum í Black Coffie þeim Sigurði Þór Rögnvaldssyni á gítar, Pétri Sigurðssyni á kontra- bassa og að þessu sinni Birgi Bald- urssyni á trommur, en trommari tríósins, Kristinn Snær Agnarsson, átti ekki heimangengt. Páll Skúla- son, fráfarandi Háskólarektor, hleypti föstudagsdjassinum af stokk- unum með tölu og síðan upphóf Ragnheiður sönginn. Þetta voru lög sem hún hefur verið að syngja með Black Coffie lengi og var hún feiki- örugg í söng sínum og allt annar blær á túlkuninni en í Norræna hús- inu. Hún byrjaði á blús samnefndum hljómsveitinni og blúsar settu sterk- an svip á dagskrána, enda hefur hún góða tilfinningu fyrir blúsnum eins- og allir sannir djassmenn. Tríóið var vel samspilað og Birgir Baldursson féll strax inní grúfið, enda þaul- reyndur í flestum ryþmískum tón- listarstefnum. Óvæntur glaðningur var altósaxófónleikur bróður Ragn- heiðar, Hauks Gröndals, en hann var hér í stuttri heimsókn – býr og starf- ar í Kaupmannahöfn. Haukur, sem minnir marga á Bud Shank, var kraftmikill í blúsnum og vældi meira að segja í falsettu í Evil gale blues. Ragnheiður söng þónokkur popplög frá síðari hluta síðustu aldar eftir snillinga á borð við Tom Waits, Paul Simon, Joni Mitchell og Leonard Choen og fór vel með þau. Það er eðlilegt að djassistar okkar tíma túlki söngdansa er þeir ólust upp við alveg einsog gömlu meistararnir túlkuðu dansa Gershwins, Porters, Rodgers, Berlins og annarra snill- inga söngleikjanna. I can’t stop lov- ing you og Moon river Manchinis voru líka á dagskrá og eitt er víst að þetta var góð skemmtun og sterk rödd söngkonunnar, skemmtilega hrjúf á köflum, býr yfir miklum töfr- um sem hæfði vel þessari blönduðu efnisskrá. Drottningin Andrea Gylfa Dóri Braga stóð fyrir mikilli blúshátíð um páskana. Ég hlustaði á tvenna tónleika á skírdag í glæsi- legum salarkynnum VOX á Nordica hótelinu. Jón Skuggi skilaði hljóðinu með glæsibrag og ágætlega sást á sviði allstaðar í salnum sem var pakkaður. Andrea Gylfadóttir er engum lík hvað sem hún syngur. Röddin er sterk, blæbrigðarík og spannar vítt tónsvið og túlkunin þroskuð. Hún er samt ekki blússöngkona í klassískri Chicago-merkingu. Til þess hefur hún of mikla reynslu af öðrum tón- listarstefnum og djassinn er sjaldan fjarri í blústúlkun hennar. Hún söng tvö Billie Holliday-lög þetta kvöld, Fine and mellow og Lady sings the blues. Ólíkari söngkonur getur vart. Billie blæðandi kvika, brostin rödd og þröngt tónsvið. Andrea raddsterk hvort sem hún söng dimmri röddu eða sveiflaði sér í sópraninn. Black Coffie var einnig frábærlega sungið og á Ragnheiður langt í land, sem eðlilegt er, að ná hæðum dívunnar. Andrea skellti sér í ryþmablúsinn inná milli, Hound dog var betra en hjá Prestley og Einar Rúnarsson spann fínan sóló á hammondið. Ann- ars var það Guðmundur Pétursson sem var helsti einleikari Blúsmanna Andreu og sýndi að venju glæsitakta hvort sem það var á djassaðri nótum í Lady sings the blues eða syngjandi og sjóðandi einsog í I put a spell on you. Jóhann Ásmundsson á rafbassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur voru réttir menn á réttum stað og kjölfestan í hrynsterkum blúsnum. Chicago-blús nútímans Það eru tólf ár síðan Deitra Farr var hér síðast í boði Halldórs Braga- sonar og hún er jafn spræk sem forð- um. Vinir Dóra léku með henni á VOX. Dóri og Gummi Pé á gítara, Einar Rúnarsson á hammond, Jón Ólafsson á bassa og Jóhann Hjör- leifsson á trommur, en trommari Vinanna, Ásgeir Óskarsson, var að troða upp í Royal Albert Hall þetta kvöld. Lágvaxin og hnellin steig Deitra á svið eftir að Dóri og Gummi höfðu hellt úr tilfinningaskjólum Mississippidelta-blússins yfir okkur og hægasta tempóið hjá henni var medíum. Hún hefur fína blúsrödd, sterka og grófa einsog Bessie og all- ar Smith-stelpurnar, afturá móti er túlkunin grunn einsog gjarnan hjá nútíma blúslistamönnum. Það er keyrt meira á hlátur en grát. Þetta er kannski ekkert skrítið. Blúsinn er ekki lengur helsta epíska tjáning- arform hins svarta Bandaríkja- manns. Þar hafa aðrar tónlist- arstefnur tekið við. Það voru tíu blúsar á dagskránni hjá Deitru og flestir trúlega eftir hana. Sumir með kryddi úr öðrum tónlistarstefnum einsog hinn gosp- elmettaði ópus My turn, my time. Titillagið af nýja disknum hennar, Let it go, var einnig sálarkennt. Deitra hreif mig mest þegar hún söng í klassískum blússtíl eins og Je me souviens og Black nights þar sem hún og Dóri fóru á kostum, bæði með hatta á höfði horfðust þau í augu meðan Dóri þandi gítarinn í ekta Chicago-blússóló og kyssti Deitru svo við dúndrandi gítartrillur. Gummi Pé var pottþéttur í sólóum sínum og hrynsveitin gaf aldrei eftir. Þetta var góð skemmtun þótt meiri fjölbreytni og listrænni bragur hafi verið á tónleikum Andreu – en jarðsambandið hjá Deitru var fyrsta flokks. Söngkvennaseiður Vernharður Linnet Deitra Farr á Blúshátíð: Jarðsambandið fyrsta flokks. Andrea Gylfadóttir Ragnheiður Gröndal Sunna Gunnlaugsdóttir TÓNLIST Norræna húsið Sunna Gunnlaugsdóttir, Ragnheiður Grön- dal og Hilmar Jensson Miðvikudaginn 16.3. 2005. Stúdentakjallarinn Ragnheiður Gröndal og Black Coffie Föstudaginn 18.3. 2005. Hótel Nordica Blúsmenn Andreu Fimmtudagskvöldið 24.3. 2005 kl. 21. Hótel Nordica Deitra Farr og Vinir Dóra Fimmtudagskvöldið 24.3. 2005 kl. 22.30. Morgunblaðið/Eggert ÞAÐ væri ekki ónýtt ef „unga fólk- ið“, sem sinfóníuhljómsveitin á fjöl- sóttu tónleikunum í Neskirkju á miðvikudag kenndi sig við, væri al- mennt á klassískum buxum. Svo mun því miður ekki, enda var hér um að ræða tónlistarnema er flestir stefna að atvinnumennsku í list listanna. Á frábærum debút- tónleikum sínum í desember sl. var sveitin aðeins 35 manna, en að þessu sinni nærri helmingi stærri eða 65. Þar af hafði strengjum fjölgað úr 21 í 30 (7-6-6-7-4) og veitti raunar ekki af á móti 35 í slagverki og blásurum (þar af 14 lúðrum) – og hefðu að ósekju mátt vera enn fleiri. Engu að síður heyrðist furðuvel í strokdeildinni, burtséð frá skæðustu lúðrahrin- unum í sinfóníu Francks er hefðu þurft a.m.k. 50 strengi til mótvægis. Það eina sem tengdi hin annars ólíku tónskáld kvöldsins var París. Efstur á blaði var svissneski með- limur „Les Six“, Arthur Honegger, er skírði sinfóníska þátt sinn frá 1923, Pacific 231, í höfuðið á bandarískri hraðlest. Í anda þáverandi fútúr- ista og frumsovézkrar „traktors“-tónlistar vegsamaði nótnapenni Honeggers örar fram- farir samtímans í véla- tækni. Mátti hér greina skýran inn- blástur af gufuhvæsi og neistaflugi eim- reiða, útfærðan með nákvæmu „kompó- neruðu accelerandói“ er ljáði tonnafergðu tregðulögmáli stáls við stál vængi í litríkri jörmunorkestrun (kolólíkri hinni krúttlegu brazílsku sveitasmá- lest Villa-Lobosar), enda lék allt á reiðiskjálfi áður en yfir lauk. Gáfu ungu spilendurnir sig gunnreifir gufuaflinu á vald og hefðu án efa hrifið Valtý Guðmundsson upp úr skónum. Í Óbókonsert Bohuslavs Martinu frá 1955 birtist nýr liðsmaður SUF í einleikshlutverki, Matthías Birgir Nardeau, og kominn af góðkunnu blásaraslekti. Enda blés hann hátt- lægu sólóröddina í þessu fallega elliverki af að virtist nærri áreynslulausum þokka. Konsertinn minnti annars nokkuð á sveitasæluhlið sænska nýklassísist- ans Lars-Erik Lars- sons, með hóflegu ívafi af Canteloube, og leiddi Gunnsteinn Ólafsson samspilið til farsælla lykta með markvissri festu og ljóðrænni yfirvegun. Með allri virðingu fyrir einu sinfóníu (1888) Césars Franck, þá hefur hún oft slegið mig sem á köflum kaldhamrað verk og fí- nallinn – nema í úr- valsflutningi – sem heldur lopa- teygður. Þrátt fyrir kraftmikla spilamennsku og glæstan lúðraþyt tókst ekki heldur að þessu sinni að jafna þar misfellur nógu vel í mín- um eyrum. Frammistaðan var hvorki eins samtaka né dýnamískt sveigjanleg og í hinni glæsilegu frumraun SUF sl. desember og vantaði alla þá dulúð og spennu sem þá sperrtu hlustir. Trúlega er það þó aðeins spurning um tíma og æf- ingu áður en hin núverandi stór- sveit smellur jafn vel saman og kammer-frumútgáfan. Helmingsstækkuð SUF TÓNLIST Neskirkja Honegger: Pacific 231. Martinu: Óbó- konsert. Franck: Sinfónía í d. Matthías Nardeau óbó; Sinfóníuhljómsveit unga fólksins u. stj. Gunnsteins Ólafssonar. Miðvikudaginn 23. marz kl. 20. Sinfóníutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Gunnsteinn Ólafsson H rin gb ro t BRAUÐBÆR - SÍMI 511 6200 - FAX 511 6201 ODINSVE@ODINSVE.IS - WWW.ODINSVE.IS af fingrum framHANASTÉLSBOÐ Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 3. flokkur, 29. mars 2005 6002 B kr. 9.335.000,- 6002 E kr. 1.867.000,- 6002 F kr. 1.867.000,- 6002 G kr. 1.867.000,- 6002 H kr. 1.867.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.