Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Í dag er mi›vikudagur RAGNHILDUR Gísladóttir hefur tekið sér frí frá Stuðmönnum um óákveðinn tíma til að sinna eig- in tónlistarsköpun. M.a. er hún að taka upp eigið efni í hljóðveri en einnig er hún að vinna að verki ásamt Sjón og Japananum Stomu Yamash’ta sem verður flutt á Listahátíð í Reykjavík í maí. Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður segir að tímabundinn staðgengill muni fylla skarð Ragnhildar en ekki liggur enn fyrir hver það verður. /51 Morgunblaðið/Árni Torfason Ragga Gísla í frí frá Stuðmönnum HLÝINDIN eru til margra hluta nytsamleg, meðal annars gluggaþvotta. Í þessu tilviki, við gluggaþvott á Húsi verslunarinnar, þurfti að sjálfsögðu sérstakan viðbúnað og vanan mann til verksins, sem lét sig ekki muna um að hanga utan á byggingunni í öryggislínu með sápu og sköfu að vopni. Þess má geta að áfram er gert ráð fyrir hlýju veðri á landinu, 5–10 stiga hita og rigningu víð- ast hvar, en úrkomulítið verður norðanlands. Morgunblaðið/Eyþór Vanur maður að verki FISKIRÍIÐ hjá Vísisbátunum, Sighvati GK, Hrungni GK, Páli Jónssyni GK, Kristínu GK, Fjölni GK og Frey GK, frá því kvótaárið byrjaði í september síðastliðnum hefur verið ævintýralegt þrátt fyrir erfitt tíðarfar lengst af. Fullfermi í þremur – fjórum lögnum, túr eftir túr. Páll Jóns- son GK hefur þegar landað rétt rúmlega 2 þúsund tonnum, Sighvatur GK og Hrungnir GK fylgja fast á eftir með rétt tæp 2 þúsund, en hinir eitthvað minna enda minni bátar. Á myndinni standa menn í aðgerð um borð í Sighvati í síðustu veiðiferð fyrir páska. Vel aflaðist þá á Síðugrunni. Verið er að leggja tveimur minnstu bátunum, Frey GK og Fjölni GK, en í staðinn verður Seley frá Húsavík breytt í línuskip í sumar og leysir þá tvo af hólmi. Skipin landa ýmist í Grindavík, þar sem höf- uðstöðvarnar eru, á Þingeyri, Húsavík eða Djúpa- vogi, þar sem Vísir hf. er með vinnslu./ B2 Ævintýralegt fiskirí Ljósmynd/Kristinn Benediktsson „ÞAÐ hefur ekkert gengið hjá mér að komast inn í Iðnskólann – ég hef ekki enn komist inn,“ segir Heiða Helgadóttir áhugaljósmyndari, sem gert hefur tvær árangurslausar til- raunir til að komast að í ljósmynd- aranám í Iðnskólanum í Reykjavík. Fyrstu verðlaun í öllum flokkum Heiða sópar þó að sér viðurkenn- ingum og verðlaunum fyrir verk sín; mynd eftir hana var valin besta ljós- mynd ársins 2004 á ljósmynda- vefnum DPChallenge, og í ljós- myndakeppni Fókuss, félags áhugaljósmyndara, fyrr í vetur, sópaði hún til sín fyrstu verðlaunum í öllum flokkum. /22 Ljósmynd/Heiða Helgadóttir Engill. Þessi mynd Heiðu vann til fyrstu verðlauna í frjálsum flokki í DPChallenge í júní í fyrra. Engill- inn er María K. Steinsson og mynd- in tekin í Krísuvík. Kemst ekki í nám en sópar að sér verðlaunum YFIRDRÁTTARLÁN heimilanna námu 58,3 milljörðum króna í lok febrúar og jafngildir það 280 þúsund króna yfirdráttarláni fyrir hvern einstakling á aldrinum 18–80 ára hér á landi. Þar með hafa yfirdráttarlán hækkað um 4,1 milljarð á fyrstu mánuðum ársins. Þessi þróun er á skjön við þá trú manna að með tilkomu hagstæðari íbúðarlána myndu heimilin endurfjármagna yfirdráttarlán sín. „Þetta er framhald af því sem gerðist í jan- úar og það kemur á óvart að þetta skuli ger- ast svona fljótt, sérstaklega þar sem endur- fjármögnun virðist enn vera þónokkur,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður grein- ingardeildar Landsbankans. /13 Yfirdráttarlán hafa hækkað um 4,1 milljarð frá áramótum VERÐ á sumarhúsum og jörðum undir sumarhús hefur hækkað umtalsvert að und- anförnu, og hækkaði um allt að fjórðung á síðasta ári, að mati fasteignasala, sem rætt var við. Fasteignasalar finna fyrir auknum áhuga á sumarhúsum, kaup og sala á eignum hef- ur aukist samhliða aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og auknu aðgengi almenn- ings að lánsfé og verðið hefur sömuleiðis stigið umtalsvert, sem fyrr segir. Magnús Leópoldsson, fasteignasali hjá Fasteigna- miðstöðinni-Húsum og híbýlum, segist finna fyrir aukinni sölu á sumarhúsum og jörðum. Sala á sumarhúsum sé ekki eins árstíða- bundin og áður þótt hún sé meiri um vor og sumar, enda mörg sumarhús í dag nýtt sem heilsárshús. Magnús álítur að fólk eigi auðveldara með að fjármagna sumarhúsakaup í dag með tilkomu lána frá bönkunum. Hann áætlar gróft á litið að jarðir hafi hækkað um 25–30% á síðasta ári og verðhækkanir á góðum sumarhúsum hafi haldið í við verð- hækkanir á íbúðarhúsnæði, sem hækkaði um tæp 25% á höfuðborgarsvæðinu á síð- asta ári. Vinsælustu sumarhúsasvæðin eru í nálægð þéttbýliskjarna Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir aukna sölu á sumarhús- um og meiri eftirspurn hafa haft jákvæð áhrif á markaðinn. Verð á sumarhúsum hafi ekki verið ýkja hátt fyrir en segja megi að það sé komið í eðlilegt horf. Algengt verð á góðu sumarhúsi er frá tíu milljónum upp í nokkra tugi milljóna. Vinsælustu svæðin eru í um klukkustund- ar akstursfjarlægð frá Reykjavík, á suð- vesturhorninu, Suðurlandi og Vesturlandi. Aðrir fasteignasalar nefna einnig sumar- húsasvæði út frá þéttbýliskjörnum á lands- byggðinni, s.s. Akureyri og Egilsstöðum. Auknir lánamöguleikar leiða til vaxandi eftirspurnar eftir sumarhúsum Allt að fjórðungs- hækkun á síðasta ári MARGRÉT Sigurðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, segir áhuga á sumarhúsalóðum hafa aukist jafnt og þétt síðustu misseri. „Það líður varla sá dagur að það sé ekki hringt í mig og óskað eftir sum- arbústaðalóðum í sveitarfélaginu. […] Ég held að það sé ekki spurning að aukið og auðvelt aðgengi að lánsfé spilar þarna inn í.“ Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Íslandsbanka, seg- ir töluvert mikla ásókn í lán til sumarhúsa- kaupa. Lánað er til 15 ára vegna kaupa á sumarhúsum og eru vaxtakjörin frá 4,3%, en að meðaltali yfir 5%. Vextir lánanna ráðast af veðhlutfalli og staðsetningu bústaða. Líður varla sá dagur að ekki sé óskað eftir lóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.