Morgunblaðið - 30.03.2005, Page 56

Morgunblaðið - 30.03.2005, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Í dag er mi›vikudagur RAGNHILDUR Gísladóttir hefur tekið sér frí frá Stuðmönnum um óákveðinn tíma til að sinna eig- in tónlistarsköpun. M.a. er hún að taka upp eigið efni í hljóðveri en einnig er hún að vinna að verki ásamt Sjón og Japananum Stomu Yamash’ta sem verður flutt á Listahátíð í Reykjavík í maí. Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður segir að tímabundinn staðgengill muni fylla skarð Ragnhildar en ekki liggur enn fyrir hver það verður. /51 Morgunblaðið/Árni Torfason Ragga Gísla í frí frá Stuðmönnum HLÝINDIN eru til margra hluta nytsamleg, meðal annars gluggaþvotta. Í þessu tilviki, við gluggaþvott á Húsi verslunarinnar, þurfti að sjálfsögðu sérstakan viðbúnað og vanan mann til verksins, sem lét sig ekki muna um að hanga utan á byggingunni í öryggislínu með sápu og sköfu að vopni. Þess má geta að áfram er gert ráð fyrir hlýju veðri á landinu, 5–10 stiga hita og rigningu víð- ast hvar, en úrkomulítið verður norðanlands. Morgunblaðið/Eyþór Vanur maður að verki FISKIRÍIÐ hjá Vísisbátunum, Sighvati GK, Hrungni GK, Páli Jónssyni GK, Kristínu GK, Fjölni GK og Frey GK, frá því kvótaárið byrjaði í september síðastliðnum hefur verið ævintýralegt þrátt fyrir erfitt tíðarfar lengst af. Fullfermi í þremur – fjórum lögnum, túr eftir túr. Páll Jóns- son GK hefur þegar landað rétt rúmlega 2 þúsund tonnum, Sighvatur GK og Hrungnir GK fylgja fast á eftir með rétt tæp 2 þúsund, en hinir eitthvað minna enda minni bátar. Á myndinni standa menn í aðgerð um borð í Sighvati í síðustu veiðiferð fyrir páska. Vel aflaðist þá á Síðugrunni. Verið er að leggja tveimur minnstu bátunum, Frey GK og Fjölni GK, en í staðinn verður Seley frá Húsavík breytt í línuskip í sumar og leysir þá tvo af hólmi. Skipin landa ýmist í Grindavík, þar sem höf- uðstöðvarnar eru, á Þingeyri, Húsavík eða Djúpa- vogi, þar sem Vísir hf. er með vinnslu./ B2 Ævintýralegt fiskirí Ljósmynd/Kristinn Benediktsson „ÞAÐ hefur ekkert gengið hjá mér að komast inn í Iðnskólann – ég hef ekki enn komist inn,“ segir Heiða Helgadóttir áhugaljósmyndari, sem gert hefur tvær árangurslausar til- raunir til að komast að í ljósmynd- aranám í Iðnskólanum í Reykjavík. Fyrstu verðlaun í öllum flokkum Heiða sópar þó að sér viðurkenn- ingum og verðlaunum fyrir verk sín; mynd eftir hana var valin besta ljós- mynd ársins 2004 á ljósmynda- vefnum DPChallenge, og í ljós- myndakeppni Fókuss, félags áhugaljósmyndara, fyrr í vetur, sópaði hún til sín fyrstu verðlaunum í öllum flokkum. /22 Ljósmynd/Heiða Helgadóttir Engill. Þessi mynd Heiðu vann til fyrstu verðlauna í frjálsum flokki í DPChallenge í júní í fyrra. Engill- inn er María K. Steinsson og mynd- in tekin í Krísuvík. Kemst ekki í nám en sópar að sér verðlaunum YFIRDRÁTTARLÁN heimilanna námu 58,3 milljörðum króna í lok febrúar og jafngildir það 280 þúsund króna yfirdráttarláni fyrir hvern einstakling á aldrinum 18–80 ára hér á landi. Þar með hafa yfirdráttarlán hækkað um 4,1 milljarð á fyrstu mánuðum ársins. Þessi þróun er á skjön við þá trú manna að með tilkomu hagstæðari íbúðarlána myndu heimilin endurfjármagna yfirdráttarlán sín. „Þetta er framhald af því sem gerðist í jan- úar og það kemur á óvart að þetta skuli ger- ast svona fljótt, sérstaklega þar sem endur- fjármögnun virðist enn vera þónokkur,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður grein- ingardeildar Landsbankans. /13 Yfirdráttarlán hafa hækkað um 4,1 milljarð frá áramótum VERÐ á sumarhúsum og jörðum undir sumarhús hefur hækkað umtalsvert að und- anförnu, og hækkaði um allt að fjórðung á síðasta ári, að mati fasteignasala, sem rætt var við. Fasteignasalar finna fyrir auknum áhuga á sumarhúsum, kaup og sala á eignum hef- ur aukist samhliða aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og auknu aðgengi almenn- ings að lánsfé og verðið hefur sömuleiðis stigið umtalsvert, sem fyrr segir. Magnús Leópoldsson, fasteignasali hjá Fasteigna- miðstöðinni-Húsum og híbýlum, segist finna fyrir aukinni sölu á sumarhúsum og jörðum. Sala á sumarhúsum sé ekki eins árstíða- bundin og áður þótt hún sé meiri um vor og sumar, enda mörg sumarhús í dag nýtt sem heilsárshús. Magnús álítur að fólk eigi auðveldara með að fjármagna sumarhúsakaup í dag með tilkomu lána frá bönkunum. Hann áætlar gróft á litið að jarðir hafi hækkað um 25–30% á síðasta ári og verðhækkanir á góðum sumarhúsum hafi haldið í við verð- hækkanir á íbúðarhúsnæði, sem hækkaði um tæp 25% á höfuðborgarsvæðinu á síð- asta ári. Vinsælustu sumarhúsasvæðin eru í nálægð þéttbýliskjarna Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir aukna sölu á sumarhús- um og meiri eftirspurn hafa haft jákvæð áhrif á markaðinn. Verð á sumarhúsum hafi ekki verið ýkja hátt fyrir en segja megi að það sé komið í eðlilegt horf. Algengt verð á góðu sumarhúsi er frá tíu milljónum upp í nokkra tugi milljóna. Vinsælustu svæðin eru í um klukkustund- ar akstursfjarlægð frá Reykjavík, á suð- vesturhorninu, Suðurlandi og Vesturlandi. Aðrir fasteignasalar nefna einnig sumar- húsasvæði út frá þéttbýliskjörnum á lands- byggðinni, s.s. Akureyri og Egilsstöðum. Auknir lánamöguleikar leiða til vaxandi eftirspurnar eftir sumarhúsum Allt að fjórðungs- hækkun á síðasta ári MARGRÉT Sigurðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, segir áhuga á sumarhúsalóðum hafa aukist jafnt og þétt síðustu misseri. „Það líður varla sá dagur að það sé ekki hringt í mig og óskað eftir sum- arbústaðalóðum í sveitarfélaginu. […] Ég held að það sé ekki spurning að aukið og auðvelt aðgengi að lánsfé spilar þarna inn í.“ Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Íslandsbanka, seg- ir töluvert mikla ásókn í lán til sumarhúsa- kaupa. Lánað er til 15 ára vegna kaupa á sumarhúsum og eru vaxtakjörin frá 4,3%, en að meðaltali yfir 5%. Vextir lánanna ráðast af veðhlutfalli og staðsetningu bústaða. Líður varla sá dagur að ekki sé óskað eftir lóð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.