Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 19 MINNSTAÐUR Laugavegur 182 • 105 Rvk • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Allar eignir á netinu: www.midborg.isOpið mán.-fös. frá kl. 9-18, lau. frá kl. 11-14 – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! Björn Þorri, hdl., lögg. fast.sali. Kristján, sölumaður. Karl Georg, hrl., lögg. fast.sali. Fríður, ritari. Perla, ritari. Þórunn, ritari. Þorlákur Ómar, sölustjóri. Magnús, sölumaður. Sigurður, sölumaður. www.soleyjarimi.is SÓLEYJARIMI 1-7 Í GRAFARVOGI Sölumenn Miðborgar taka á móti fólki Sölusýning í dag milli kl. 15 og 20 Glæsilegar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir fyrir 50 ára og eldri í 4-6 hæða lyftuhúsi á mjög eftirsóttum stað. Fallegt útsýni er úr íbúðunum og stutt er í útiveru, golf, verslanir og alla þjónustu. Íbúðirnar eru hannaðar af Kristni Ragnarssyni arkitekt og er skilað fullbúnum án gólfefna, með vönduðum eikar- og mahóní-innrétting- um og glæsilegum stáltækjum. Íbúðirnar eru frá 60 fm til 106 fm og kosta frá 12,9 til 22,8 millj. kr. Húsinu verður skilað fullfrágengnu að ut- an með steinaðri áferð, en klætt álklæðningu að hluta, á stigahús og útbyggingar. Einnig verður hluti svala- ganga klæddur með hertu gleri. Lóð verður skilað frágenginni með malbikuðum bílastæðum, steyptum gangstéttum og grassvæðum þar sem við á á lóð. Þak er steinsteypt og einangrað að ofan og þétt með þakdúk. Öllum íbúðum á efri hæðum fylgja góðar svalir en hellulögð verönd með jarðhæðum. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Túnin | Öll hús við Borgartún 26 verða rifin og reist 5–8 hæða versl- unar- og skrifstofuhúsnæði á reitn- um verði deiliskipulag fyrir reitinn, sem nú hefur verið auglýst, að veruleika, en í dag er fyrirtækið Bílanaust til húsa á reitnum. Bak við skrifstofuhúsið, við Sóltún 1 og 3, er fyrirhugað að reisa íbúðarhús með allt að 240 íbúðir, á fimm til tólf hæðum. Bílanaust mun flytja úr húsnæð- inu við Borgartún á næstu mán- uðum og flyst starfsemin þá í Bíldshöfða 9, segir Hermann Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Bíla- nausts. Verið er að vinna í nýja húsnæðinu, þar sem Hampiðjan var áður til húsa, og ætti Bílanaust að opna á nýja staðnum fyrir lok maí. Samkvæmt auglýstum tillögum að deiliskipulagi verður verslunar- og skrifstofuhúsnæðið við Borgar- tún 26 að hámarki 12.500 fermetr- ar. Gert er ráð fyrir allt að 350 bílastæðum, þar af a.m.k. helm- ingnum í bílageymslu neðanjarðar, sem gæti orðið allt að 7.500 fer- metrar. Munu seljast hratt Íbúðarhúsin í Sóltúninu geta að hámarki verið 32.300 fermetrar að meðtöldum kjallara, og verða þau fimm til tólf hæðir auk kjallara. Gert er ráð fyrir a.m.k. 1,8 bíla- stæðum á hverja íbúð, eða um 430 ef reistar verða 240 íbúðir. Í það minnsta helmingurinn af þessum stæðum skal vera neðanjarðar. Íslenskir aðalverktakar og Þyrp- ing hafa gert samning um upp- byggingu á svæðinu, og segir Eyj- ólfur Gunnarsson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslenskum aðalverktökum, að upp- bygging á þessum reit sé eðlilegt framhald af framkvæmdum fyrir- tækisins í Sóltúni, Mánatúni og Borgartúni. Þar hafa verið reistar á þriðja hundrað íbúðir svipaðar þeim sem reiknað er með að byggja á reitnum. Eyjólfur segir að það hafi gengið vonum framar að selja íbúðir í hverfinu, og það sé ljóst að þær íbúðir sem nú er áformað að reisa eigi líka eftir að seljast hratt og vel. Hann segir þá sem kaupa íbúð- ir á þessu svæði gjarnan vera fólk komið á miðjan aldur sem er að minnka við sig, og segir þennan hóp gera kröfu um að allt sé eins og best geti orðið, og við það sé miðað þegar íbúðirnar séu hann- aðar og byggðar. Þeir sem eiga hagsmuna að gæta hafa frest til 4. maí nk. til þess að koma með ábendingar og athuga- semdir við skipulagið, en upplýs- ingar um það eru fáanlegar á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur, www.skipbygg.is, auk þess sem þær liggja frammi á skrifstofum skipulagsyfirvalda. Deiliskipulag fyrir Bílanaustsreit við Borgartún auglýst    +#5  6  #5  / #5   6  #5  / #5   6 ')#5  8( 0   #  +#5  #5  6 9) #5           !    4 4 + 4) 9 /& *% )  -(  "  Miklar byggingarfram- kvæmdir fyrirhugaðar Reykjavík | Vorverkin í borginni eru farin í gang eftir veturinn, og veitir ekki af því að hreinsa rusl á risavöxnum ryksugum og sópa upp sandi af götum og gangstéttum. Að auki eru starfsmenn borgarinnar gjarnan sendir út til að hreinsa mesta ruslið, þó segja megi að drasl vetrarins hverfi ekki fyrr en ungt fólk í sumarstörfum hefjist handa við að hreinsa borgina. Guðbjartur Sigfússon, yfirverk- fræðingur á gatnamálastofu, segir að borgin komi ágætlega undan vetri þó malbik sé víða verr farið en oft áður. Hann segir ekki meira rusl að fjúka um borgina en venju- legt sé, þegar snjóa leysi komi rusl- ið í ljós og þegar vind hreyfi dreifist það um borgina. Morgunblaðið/Eyþór Sinna vorverk- um í borginni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.