Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HINN 3. október nk. hefjast að- ildarviðræður Tyrklands við Evr- ópusambandið. Þar með rætist yfir 40 ára gamall draumur yfirvalda í Tyrklandi um að tengjast lýðræð- isríkjum Evrópu nánari böndum. Segja má að hér sé stigið mjög merkilegt skref í sögu Evrópusam- bandsins því bæði er Tyrkland ekki nema að litlum hluta í Evrópu og þar að auki er meirihluti íbú- anna múslimar. Ekki eru þó allir í Evrópu sáttir við þessa ákvörðun ESB enda telja þeir að Tyrkir eigi langt í land, bæði stjórnmálalega og efnahagslega, til að geta gengið í Evrópu- sambandið. Stuðn- ingsmenn Tyrkja telja hins vegar að landið geti verið í lykilhlut- verki í þróun í þess- um heimshluta næstu áratugina og því sé mikilvægt að fá þá um borð. Til að varpa ljósi á þessa þróun stendur Evrópurétt- arstofnun Háskólans í Reykjavík í sam- vinnu við Euro-Info- skrifstofu Útflutn- ingsráðs og Evrópu- samtökin fyrir fundi um Tyrkland og Evr- ópu mánudaginn 4. apríl í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirles- ari verður dr. Haluk Gunugur en hann er einn helsti ráðgjafi tyrknesku ríkisstjórn- arinnar í málefnum ESB. Íbúar Tyrklands eru nú rúmlega 70 milljónir þannig að landið yrði eitt hið fjölmennasta í Evrópusam- bandinu ef það fengi inngöngu. Íbúum fjölgar nokkuð en þó hefur dregið úr fólksfjölguninni á und- anförnum árum. Um 99% íbúanna eru múslimar en umburðarlyndi í trúmálum hefur verið ríkjandi í Tyrklandi þó svo að múslimski AK-flokkurinn hafi stjórnað land- inu síðan árið 2002. Efnahagur landsins hefur batnað á und- anförnum árum og hefur yfirvöld- um tekist að ná verðbólgunni niður úr um 80% árið 1995 niður í um 10% á síðasta ári. Landsfram- leiðsla á mann er svipuð og í Rúm- eníu og Búlgaríu. Stjórnvöld hafa lagt mikið kapp á að laða erlenda fjárfesta til landsins og er inn- ganga í Evrópusambandið talin lykilatriði í því sambandi. Tyrkir hafa verið gagnrýndir fyrir að virða ekki réttindi minni- hlutahópa, m.a. Kúrda og Alava í Anatólíu. Einnig hafa margir bent á að staða kvenna í Tyrklandi hafi versnað á undanförnum árum með meiri áhrifum bókstafstrúarmanna í landinu. Þessu hafa yfirvöld mót- mælt og benda á að samkvæmt tyrkneskum lögum séu allir þegn- ar landsins jafnir, bæði konur og karlar. Tyrkir glíma við svipað vandamál og margar vestrænar þjóðir en það eru miklir flutningar fólks frá landsbyggðinni til borg- anna. Íbúar á lands- byggðinni eru upp til hópa íhaldssamari í trúmálum og þegar til borganna er komið takast þeir á við frjálslyndari íbúa sem horfa einkum til Vest- urlanda í leit að fyr- irmyndum, bæði í trú- málum og öðrum lífsviðhorfum. Ljóst er að Tyrk- land býður upp á mörg spennandi efna- hagsleg og stjórn- málaleg tækifæri fyrir lönd Evrópusam- bandsins. Landið er tilbúið fyrir erlenda fjárfestingu, mark- aðurinn fer stækkandi og lagaumhverfið er orðið svipað og í lönd- um ESB. Land- fræðileg lega landsins býður einnig upp á spennandi tækifæri fyrir Evrópu til að hafa áhrif á gang mála í Mið-Austurlöndum enda voru Tyrkir í fleiri aldir ríkjandi aðili á þessu svæði. Á móti kemur að menntunarstig þjóðarinnar er frekar lágt, lýðræð- ið stendur ekki mjög styrkum fót- um og áhrif hersins eru enn mjög mikil. Tyrknesk yfirvöld hafa á und- anförnum árum lagt ofurkapp á að laga löggjöf sína og efnahags- umhverfi að evrópskri fyrirmynd. Ástæðan er sú að ESB setti þeim mjög ströng skilyrði til að taka upp viðræður um inngöngu. Það er því ljóst að Tyrkir eru tilbúnir að sýna mikinn sveigjanleika til að komast inn í Evrópusambandið. Áhugafólk um alþjóðamál ætti því ekki að láta fyrirlestur dr. Gun- ugur í Háskólanum í Reykjavík framhjá sér fara því það er ljóst að samningaviðræður ESB við Tyrkland munu móta heimsmynd okkar um ókomna framtíð. Tyrkland og ESB Andrés Pétursson fjallar um aðild Tyrklands að ESB Andrés Pétursson ’Ljóst er aðTyrkland býður upp á mörg spennandi efna- hagsleg og stjórnmálaleg tækifæri fyrir lönd Evrópu- sambandsins. ‘ Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. VIÐ Íslendingar þykjumst standa þjóða fremst á flestum sviðum þjóðlífsins, lýð- ræði, mannréttindi og fleira er sagt það besta á byggðu bóli. Mörgu öðru státa menn af en þó eru hlutir hér sem minna lítið á fram- sækið og nútímalegt þjóðfélag í Norður- Evrópu og það á 21. öldinni. Klíkuskapur Hér er ég að tala um nýjasta hneykslið sem búið er að flækja marga inn í og menn sjá sér ekki undankomu úr – ráðningu nýs fréttastjóra á þeim fjölmiðli sem landsmenn treysta best og þykir hvað faglegastur. Þetta minnir helst á Sovétríkin á tímum Brezhnevs eða lýðveldi Mið- Asíu í dag, svo sem Túrkmenistan undir stjórn landsföðurins Túrkmen Bashi. Þar er lítið mál að lækka rostann í óþægilegum blaðasnápum og fréttahaukum. Hér á Íslandi er klíkuskap- urinn á lægsta plani, verið er að tryggja að varðhundar flokks- hagsmuna séu á rétt- um stöðum og í lyk- ilembættum eins og víða er í okkar fram- sækna þjóðfélagi í dag. Það er alveg vitað hvernig flokksbrodd- arnir hafa hellt sér yf- ir menn, hringt á fréttastofur og krafist þess að ákveðnir vandræðagemlingar verði reknir eða ekki leyft að segja frá málum. Og þetta allt eftir hinni þekktu íslensku formúlu helm- ingaskipta Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokksins, þeirra flokka sem búnir eru að etja okkur út í eitt furðulegasta og tilgangslausasta stríð í seinni tíma sögu. Reyndar er að koma í ljós að öll sú eyðimerk- urferð byggist á svikum og blekk- ingum. Hvað eru annars svona fjörutíu, fimmtíu þúsund arabar ef Bush biður vel. Ástandið er orðið þannig fyrir botni Miðjarðarhafs, í N-Afríku og víðar að best er fyrir Íslendinga að leyna ríkisfangi sínu í arabalöndum, ég hef persónulega reynslu af því, en það er önnur saga. Sjálfstæði Halldórs Það vita allir sem vita vilja hver stendur á bak við þetta ein- kennilega ráðningarmál sem er að snúast upp í tragikómedíu. Það er ljóst að Halldór Ásgrímsson og ungu mennirnir í kringum hann vilja fá að stjórna fréttaflutningi hjá Ríkisútvarpinu, til dæmis um Íraks- stríðið sem er orðið hið vandræða- legasta mál eftir því sem menn vita meira og nýjar staðreyndir koma í ljós. Ekki síst hin einstaklega áhugaverðu samskipti utanrík- isráðherra við bandaríska sendiráð- ið í aðdraganda stríðsins og fleiri óþægilegar staðreyndir. Utanrík- isstefna íslenska bændaforingjans og hans ungu ráðgjafa gat aldrei státað af sjálfstæði, þannig var það mikil gæfa fyrir Bobby Fischer að nýr maður var kominn í þessi mál sem gekk jafnskörulega til verks í þrautagöngu stórmeistarans og nú- verandi utanríkisráðherra okkar Davíð Oddsson gerði með eft- irminnilegum hætti. Símtöl manna í milli Merkilegast við ferlið í þessu fréttastjóramáli er hvernig svona lagað er ákveðið. Símtöl úti í bæ og milli ráðuneyta, síðan er loka- ákvörðunin símuð upp í Efstaleiti á réttum tíma. Það skiptir engu máli hvort þarna sækir um fólk sem unn- ið hefur svo áratugum skiptir hjá stofnuninni við góðan orðstír, sýnt fagmennsku á hæsta stigi og aflað sér gríðarlegrar reynslu. Þetta er ekkert annað en aðför að þessari góðu stofnun, Útvarpi allra lands- manna sem flestir bera hlýjan hug til. Kannski er sú tilgáta rétt að þetta sé fyrsta skrefið í þá átt að ganga af stofnuninni dauðri. Þetta gengur ekki upp! Það er engin furða að fréttamenn séu mjög heitir út af þessu máli og ætli ekki að láta þessa atlögu að fagmennsku og heiðri sínum ganga fram. Þessari óhæfu verður að hrinda, menn hafa fengið nóg! Mín ákvörðun í málinu er sú að ég mun ekki sinna starfi fréttaritara í Moskvu, senda fréttapistla þaðan eða vinna að öðrum verkefnum fyrir fréttastofu Útvarps undir stjórn þessa nýja aðila. Ísland eða Túrkmenistan – Hvað gerist fyrsta apríl? Haukur Hauksson fjallar um ráðningu fréttastjóra RÚV ’Það er ljóst að HalldórÁsgrímsson og ungu mennirnir í kringum hann vilja fá að stjórna fréttaflutningi hjá Rík- isútvarpinu…‘ Haukur Hauksson Höfundur er magister í alþjóða- málum, fréttaritari RÚV í Samveldisríkjunum, með aðsetur í Moskvu frá árinu 1990. ÞEGAR spilað er um peninga heit- ir það fjárhættuspil. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða veðmál, fé lagt undir í fótboltagetraunum, fylltir út lottóseðlar, spilað í bingói eða stað- ið við spilakassa af ýmsum gerðum. Líklega hafa margir tekið þátt í ein- hvers konar fjárhættuspili. Meirihluti fólks hefur hömlur á spilagleði sinni og leggur hvorki fjár- hag sinn né tilfinningalíf í rúst. Sá sem stundar fjárhættuspil sér til skemmtunar á ekki í neinum erfiðleikum með að sjá að þar á hann val, að leggja undir eða ekki og það kostar hann sjaldnast nokkurn sárs- auka að viðurkenna það. Spilafíkillinn býr hins vegar ekki yfir slíkri hlutlægni. Jafnvel þótt hann geri sér grein fyrir að hann veldur sjálfum sér og öðrum tjóni skiptir það hann litlu máli því að spilafíknin er öllu öðru yfirsterkari. Spilafíkillinn býr við sífellda streitu, honum er ókleift að slaka á. Þörf hans til að stunda fjárhættuspil og útvega sér peninga til þess ásamt greiðslu skulda er orðin að þrá- hyggju sem gefur hon- um engan grið. Þótt því fylgi streita að stunda fjárhættuspil getur jafnvel verið enn verra að halda sig frá því. Auk þess ræður spilafíkillinn ekki við streitu og álag hversdagslífsins, allt hans líf virðist þrungið spennu. Þetta hegðunarmynstur veldur sífellt meiri skaða. Þótt spila- fíklinum bjóðist aðrir kostir kemur hann ekki auga á þá og hann hefur ekki þá stjórn á sér sem þarf til að velja heilbrigðara lífsmynstur. Annar þáttur í persónuleika spilafíkilsins er vanhæfni hans til að axla ábyrgð. Spilafíkn er dauðans alvara Margir trúa því varla hvílíkur vá- gestur spilafíkn getur verið. Þessi sjúkdómur kallar ómældar þjáningar yfir fórnarlömbin. Ef ekkert er að gert getur spilafíkillinn misst öll tök á lífi sínu og lagt fjárhag sinn og fjöl- skyldulíf í rúst. Þunglyndið, örvænt- ingin og vonleysið get- ur orðið svo yfirþyrmandi að spilafí- killinn sviptir sig lífi. Spilafíkillinn sjálfur er ekki eina fórnarlamb sjúkdómsins. Hann á ástvini, maka, börn, foreldra, systkini og ná- komna vini. Þetta fólk stendur ekki álengdar og horfir á, heldur líður fyrir sjúkdóminn og missir líka tök á lífinu í viðleitni sinni til að hjálpa eða stjórna spilafíklinum sem lætur ekkert frek- ar að stjórn annarra en sinni eigin. Makar spilafíkla ráða illa við hin fjár- hagslegu og félagslegu vandræði og búa þar að auki við al- varlega samskiptaörð- ugleika. Spilaárátta getur lengi farið fram hjá þeim sem búa með spilafíklinum. Hann spilar einn og reynir að fela fíkn sína fyrir öðr- um. Grunur um spila- fíkn kemur auðvitað upp vegna eilífra pen- ingavandræða. Spila- fíkill er oft búinn að koma sér í þá stöðu að hann er orðinn stór- skuldugur, með heimildir í mörgum bönkum og lán sem makar, foreldrar, systkini og vinir eru í ábyrgðum fyrir. Ef við göngum út frá því sem annars staðar þekkist þá er ekki ólíklegt að 1–3% þjóðarinnar hafi einhver vanda- mál tengd spilafíkn. Staðreyndin er samt sú að þegar er farið að ýta við þessum málum reynist vandamálið mun stærra og jafnvel verra enn í fyrstu var haldið. Kjarni málsins er ekki tölfræði. Á bak við prósenturnar er fólk sem þjáist. Ég er sannfærður um að allir þeir rekstraraðilar sem reka löglegt fjárhættuspil vilja hafa rekstur sinn sem ábyrgastan og hvet ég þá til að brýna fyrir umboðs- mönnum sínum að gera það sama. Það er til leið út úr þessum vítahring Spilafíkn er sjúkdómur sem hægt er að ráða við. Ef spilafíkillinn viður- kennir vandann, er tilbúinn að fræð- ast um sjúkdóminn og leggur sig fram við að tileinka sér reynslu ann- arra sem náð hafa tökum á spilafíkn- inni getur hann öðlast nýtt líf. Þetta er hægt ef þú ferð í GA-samtökin (Gamblers Anonymous). Gamblers Anonymous er félagsskapur karla og kvenna sem deila reynslu, styrk og von til þess að leysa sameiginlegt vandamál og hjálpa öðrum til að ná bata á spilafíkn. Á fundum sem haldnir eru á mörg hundruð stöðum í ýmsum löndum í hverri viku koma fé- lagarnir saman til að styrkja sig og aðra spilafíkla í viðleitninni að hætta fjárhættuspili og þroskast persónu- lega og andlega. Það er enginn skömm að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart spilafíkninni. Fyrirmynd Gamblers Anonymous er AA-sam- tökin. Það var óvirkur alkóhólisti og fjárhættuspilari í AA – Jim W. – sem var hvatamaður stofnunar GA-sam- takanna í Los Angeles 1957. Alkóhól- istar höfðu kynnst því hvernig hægt er að halda drykkjuástríðunni í skefj- um í AA. Jim W. og félagar hans töldu að þeir sem væru spilasjúkir gætu beitt svipuðum aðferðum til að sigrast á spilafíkninni. Þetta reyndist rétt, og upp frá því hafa GA-samtökin vaxið jafnt og þétt um öll Bandaríkin og breiðst út til fjölda landa með góð- um árangri. Lykillinn að árangri er að sækja GA-fundi. Sumir skilja ekki hvers vegna þeir eiga að fara á slíka fundi. Enginn nýliði skilur hvers vegna hann á að fara á GA-fundi, ein- faldlega vegna þess að hann hefur ekki reynslu af því. Þarna er fólk sem er að reyna að hætta fjárhættuspili og hafa margir náð frábærum ár- angri með hjálp GA-samtakanna. Gefðu GA-samtökunum tækifæri. Hugleiðing um spilafíkn Júlíus Þór Júlíusson fjallar um fíkn í fjárhættuspil ’Meirihlutifólks hefur hömlur á spila- gleði sinni og leggur hvorki fjárhag sinn né tilfinningalíf í rúst.‘ Júlíus Þór Júlíusson Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni mbl.is smáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.