Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 29 MARGRÉT Indriðadóttir, fyrr- um fréttastjóri á fréttastofu út- varpsins, fjallar um ráðningu mína á nýjum fréttastjóra í grein í Morgunblaðinu í gær. Hún hefst á smáskírskotun til atburða árið 1968, þegar ráðinn var fréttastjóri að sömu fréttastofu. Eins og Margrét réttilega nefnir, voru þau Ívar Guð- mundsson umsækj- endur og bæði fag- lega vel undir það búin að takast á hendur slíkt ábyrgð- arstarf. Margrét hafði verið blaða- maður á Morg- unblaðinu og frétta- maður hjá útvarpinu í 19 ár. Ívar hafði verið fréttaritstjóri á Morgunblaðinu um árabil en við stofnun Sameinuðu þjóðanna var honum boðið starf við upp- lýsingadeild þeirra, og síðar var hann forstöðumaður við upplýsingaskrif- stofur samtakanna í Karachi og Kaup- mannahöfn. En Margrét Indr- iðadóttir rétt tæpir á þessu máli í grein sinni og segist hafa verið ráðin þegar Ív- ar „gekk frá starf- inu“. Þar er mjög léttilega tiplað á staðreyndum og skal nú fyllt upp í hið stóra skarð í þeirri frásögn. Árið 1968 fýsti Ív- ar að koma aftur heim til Íslands og sótti þá um starf fréttastjórans, sem þá var auglýst laust til umsóknar að Jóni Magnússyni frétta- stjóra látnum. Í útvarpsráði hlaut Ívar fjögur atkvæði en Margrét Indriðadóttir þrjú. Þáverandi út- varpsstjóri Andrés Björnsson taldi báða umsækjendur hæfa en það var Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra sem skipaði í starfið og varð Ívar Guðmundsson fyrir valinu. Það er kjarni þessa fréttastjóra- máls hins fyrra, að faglegt mat á umsækjendum varðaði litlu sem engu heldur fyrst og fremst ásetn- ingur starfsmanna fréttastofunnar að fá einn úr sínum hópi til að stjórna. Ég var fréttamaður á fréttastofu Sjónvarpsins á þessum tíma og fylgdist allvel með því sem var að gerast í aðalstöðvum út- varpsins á Skúlagötu 4. Nokkrum dögum eftir að ráðherra tilkynnti um niðurstöðu sína í júní 1968 birt- ist yfirlýsing í blöðunum frá 10 starfandi fréttamönnum til stuðn- ings samstarfsmanni sínum Mar- gréti Indriðadóttur. Þar kom fram, að umræddir fréttamenn hefðu skorað á Mar- gréti Indriðadóttur að sækja um, áður en starfið var auglýst. Þeir sendu menntamálaráðherra og formanni útvarpsráðs bréf, „svo að öllum sem um málið fjölluðu væri ljós vilji okkar“, sagði í yfirlýsingu fréttamannanna. Þessi eindregni vilji bar það augljóslega með sér að alls engu máli skipti, hverjir myndu endanlega sækja um starf- ið samkvæmt auglýsingu og hversu hæfir þeir væru faglega. Og ennfremur stóð í yfirlýsingu fréttamannanna: „Engum hefðum við treyst betur en Margréti Indr- iðadóttur til þess að stjórna frétta- stofunni áfram í þeim anda, sem farsælastur er.“ Hefði reyndar verið athyglisvert að sjá frekari út- listun á því hvað væri talið „farsæl- ast“ í þessu samhengi. Um niðurstöðu útvarpsráðs og út- varpsstjóra höfðu fréttamennirnir þetta að segja: „Hefðum við kosið, að ráðamenn útvarpsins sýndu starfs- manni, sem þar hefur unnið nær tvo áratugi með miklum ágætum, þann viðurkenningarvott að beita sér fyrir því að ekki yrði framhjá honum gengið“. Síðan komu mjög dularfull skilaboð, þar sem ýjað var að því að einhverjir ótilgreindir huldumenn hefðu lagt stein í götu Margrétar Indr- iðadóttur: „Einn alvar- legasta þátt þessa máls teljum við þó það und- arlega kapp, sem við vit- um, að ákveðnir aðilar hafa á röngum for- sendum lagt á að koma í veg fyrir skipun henn- ar.“ sögðu fréttamenn. Þetta er mér nokkur ráðgáta enn þann dag í dag en virðist fljótt á lit- ið vera sömu ættar og þær getgátur, sem uppi eru hjá fréttamönnum þessa dagana um að þessir ódrepandi „ákveðnu aðilar“ séu enn á kreiki og reki puttana í þeirra innri mál, sem mér og öðrum eigi að vera óviðkom- andi, svo sem ráðningar starfsmanna á frétta- stofunni. Er skemmst frá því að segja, að Ívar Guð- mundsson sagði starfinu lausu í september 1968 og tilgreindi þær ástæð- ur, að sér reyndist ekki unnt að flytja til Íslands að sinni. Það var hin op- inbera skýring. Ástæð- an var í raun sú, að með undirskriftasöfnunum og töluverðum fyr- irgangi tókst frétta- mönnum útvarpsins að koma í veg fyrir að þessi margreyndi og víðförli blaðamaður áræddi að sýna sig og sanna í starfi, sem hann hafði verið löglega skip- aður til. Hann starfaði áfram hjá Sameinuðu þjóðunum um skeið og síðar sem ræðismaður Íslands í New York við góðan orðstír. Fréttastjóra- starfið var auglýst að nýju og mælti meirihluti útvarpsráðs með því að Margrét Indriðadóttir yrði skipuð í starfið. Starfsmenn fréttastofu útvarpsins höfðu látið allt faglegt mat lönd og leið fyrirfram, er þeir lögðust gegn skipun Ívars Guðmundssonar í fréttastjórastarfið forðum. Þeir ein- blíndu bara á að fá einn úr sínum hópi sem hæstráðanda. Hið sama er uppi á teningnum nú, þegar ráðinn hefur verið nýr fréttastjóri útvarps- ins. Nú er því borið við, að hann standist ekki hinar faglegu kröfur sem gera þurfi til starfsins. Það er fyrirsláttur. Að mati Boga Ágústs- sonar, forstöðumanns fréttasviðs Ríkisútvarpsins, var Auðun Georg Ólafsson metinn hæfur til starfsins miðað við þær kröfur um menntun og starfsreynslu, sem tíundaðar voru í auglýsingu. Í umsögn sinni til útvarpsráðs tók forstöðumaður fréttasviðsins fram, að hann teldi fimm starfandi fréttamenn meðal umsækjenda helzt koma til greina vegna starfs- og stjórnunarreynslu. Á fundi útvarpsráðs, hins eina lög- formlega umsagnaraðila í málinu, sem skipað er fulltrúum stjórn- arflokka og stjórnarandstöðu, var gerð tillaga til útvarpsstjóra um að Auðun Georg yrði ráðinn. Hlaut hann meirihluta atkvæða, fjögur af sjö. Aðrir sátu hjá. Enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í ráðinu. Auðun Georg var ráðinn. Fréttastjóramál í sögulegu samhengi Eftir Markús Örn Antonsson Markús Örn Antonsson ’Starfsmennfréttastofu út- varpsins höfðu látið allt faglegt mat lönd og leið fyrirfram, er þeir lögðust gegn skipun Ív- ars Guðmunds- sonar í frétta- stjórastarfið forðum. Þeir einblíndu bara á að fá einn úr sínum hópi sem hæstráðanda. Hið sama er uppi á ten- ingnum nú … ‘ Höfundur er útvarpsstjóri. ÞAÐ VAR sannarlega hátíðarbragur þegar við komum saman á dögunum til þess að innsigla stofnun Háskólaseturs á Vestfjörðum. Menn komu víða að. Fulltrúar allra háskólanna í landinu, sveitarfélaga á Vestfjörðum, þróunar- og vísindastofnana, fyr- irtækja og fjölda annarra sem málið láta sig varða. Fjarvistir gjörvallra stjórnarandstöðuþing- mannanna í Norðvest- urkjördæmi vöktu óneit- anlega athygli, en hvergi kenndi ég þó söknuðar. Og síðustu tölur hermdu að 34 aðilar stæðu nú að stofnun setursins. Það segir ekki litla sögu. Uppbygging háskóla- kennslu á Vestfjörðum er rökrétt skref á þeirri veg- ferð sem við höfum verið í. Vestfirðingar sýndu lofs- vert frumkvæði, þegar fjarkennsla hófst á há- skólastigi. Minna má á mikil og góð viðbrögð þeg- ar kennaranám frá Kenn- araháskólanum hófst með því sniði á sínum tíma. Það hefur reynst gríðarlega þýðingarmikið og bætt skólastarfið. Hjúkr- unarnámið frá Háskól- anum á Akureyri var frumkvöðulsverk á sinni tíð og áfram var haldið á sömu braut, með kennslu í viðskiptafræðum frá sama skóla. Í fyrra útskrifuðust fyrstu nemendurnir í viðskiptafræðum, sem eingöngu höfðu stundað nám sitt með fjarnámsfyr- irkomulagi frá HA. Áfram mætti svo lengi telja. En athyglisvert er, að nú um árabil hafa nemendur á háskólastigi á Vestfjörðum, sem hafa stundað nám með fjarnámsfyrirkomulagi, verið á annað hundrað. Þetta segir okkur tvennt; það er mikil þörf og áhugi fyrir námi af þessum toga á Vestfjörðum og síðan hitt að það er kominn tími til þess að stíga næsta skref, hefja háskóla- kennslu á Ísafirði. Uppbygging rannsókna og þróunarstarfs Öðru megum við heldur ekki gleyma. Á undanförnum árum höfum við unnið að margvíslegri og markvissri upp- byggingu þróunar- og rannsókn- arstarfs á Vestfjörðum. Oft hefur okkur þótt hægt miða og margar brekkurnar orðið æði erfiðar. En engu að síður sjáum við margt og mikið að gerast, sem í senn skapar ramma og grundvöll fyrir alvöru háskólakennslu á Ísafirði. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins hef- ur verið breytt. Þjónustumælingarnar sem voru kjarni starfseminnar eru nú framkvæmdar af einkafyrirtæki á Ísa- firði, í staðinn er verið að byggja upp al- vöru rannsóknastarfsemi á vegum RF. Hafrannsóknastofnunin er að eflast á Ísafirði nú síðast með ákvörðun um samstarfssamning þar sem unnið verð- ur að verkefnum á sviði veiðarfæra- rannsókna og hins vegar þorskeldi, undir forystu útibúa Hafrann- sóknastofnunar og RF. Er það í rök- réttu samhengi við að á þessu svæði er til staðar einstæð þekking á þessum sviðum. Nýlega var opnað Snjóflóðaset- ur Veðurstofu Íslands á Ísafirði. Þarna er verið að brjóta í blað og enginn vafi á að einmitt staðsetning setursins og samstarf vel menntaðs forstöðumanns og almennings á svæðinu á eftir að skila áhugaverðum upplýsingum. Starfsemi Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík er svo enn einn hlekkurinn í þessari mikilsverðu keðju rannsóknar og þró- unarstarfs á Vestfjörðum. Þar hefur byggst upp einstök þekking á sérkenn- um í náttúrufari svæðisins og ekki síst á Hornströndum, sem getur augljóslega orðið lykill að einstæðu háskólanámi og kennslu, sem hvergi verður stunduð nema vestra. Háskólasetrið er vaxtarbroddur Það var þess vegna sérlega ánægju- legt að skynja mikinn og einlægan áhuga háskóla og rannsóknastofnana í landinu á stofnun Háskólasetursins fyrir vestan. Þeir aðilar skynja vita- skuld möguleikana sem slíkt setur hefur, sem vex upp í umhverfi ein- stæðrar rannsókna- og þróun- arstarfsemi, í viðbót við þá uppbygg- ingu sem þegar er til staðar á öðrum sviðum. Þarna er aug- ljóslega á ferðinni áhugaverður vaxt- arbroddur og háskól- arnir sýna tiltrú sína í verki, með aðild að stofnun hins nýja Há- skólaseturs. Öflugt og vaxandi starf Mennta- skólans á Ísafirði, sem nú á sér 35 ára sögu, er þó vitaskuld frum- forsendan, eins og gef- ur auga leið. Því má aldrei gleyma að áfram- haldandi uppbygging skólans er grundvöll- urinn sem há- skólakennslan mun byggjast á. Staðbundin háskóla- kennsla á Ísafirði Kjarni málsins er sá að nú er verið að hefja staðbundna kennslu á Ísafirði. Sú háskóla- starfsemi sem þar er nú verið að setja á fót hef- ur alla burði til þess að verða öflug og eftirsóknarverð. Með stofnun Háskólasetursins er ákvörðun tekin um háskólakennslu á Ísafirði, sem byggist á „vestfirskum rann- sóknum og sérþekkingu, svo sem Vestfirðir á miðöldum, fiskeldi, veið- arfæratækni, tónlist, Hornstranda- friðlandinu og snjóflóðarannsóknum“, svo vitnað sé orðrétt í viðskiptaáætl- unina sem er til grundvallar há- skólasetrinu. Ennfremur verður byggt á dreifnámi, jafnt með stað- bundinni og fjarkennslu, boðið upp á háskólaráðgjöf og aðfaranám, kennsluaðstöðu fyrir nemendur ann- arra háskóla, komið á virku stuðnings- neti til þess að ná til nemenda á Vest- fjörðum sem búa fjær Ísafirði og áfram mætti telja. Þarna er því aug- ljóslega verið að koma á fullburða há- skólakennslu á Ísafirði, þó ekki séu troðnar hefðbundnar slóðir. Háskóla- kennsla er líka í mikilli mótun. Við sem námum í háskólum, innlendum og erlendum, fyrir par áratugum og kannski ríflega það, sjáum að háskóla- kennsla hefur þróast og breyst; þökk sé ekki síst þeirri tækni sem markar nú líf okkar allt. Þess vegna getur ný háskólastofnun eins og sú sem nú er að hefja æviskeið sitt á Ísafirði, leyft sér að fara óhefðbundna braut; ber raunar að gera það allra hluta vegna. Óskir sem rætast Stofnun nýja Háskólasetursins á Ísafirði er því allra hluta vegna, okkur Vestfirðingum mikið fagnaðarefni. Og ef vel tekst til með framkvæmdina, verður slíkri námsbyltingu helst jafn- að til stofnunar Menntaskólans á Ísa- firði, sem hóf starfsemi sína haustið 1970. Fyrir okkur frumbýlinga þess skóla vekur því stofnun Háskólaset- ursins sérstakar og ánægjulegar kenndir, enda vorum við giska mörg mætt á hátíðardaginn sjálfan, 12. mars, til þess að fagna þessum mikla og góða áfanga í skóla- og framfara- sögu okkar Vestfjarða. Það rifjaðist upp að umgjörðin um þann skóla var kannski ekki ýkja háreist í upphafi; skólameistari við einmanalegt skrif- borð og tóma ruslafötu, eins og Jón Baldvin orðaði það einhvern tíma er hann lýsti upphafinu. En skólinn naut óskoraðs stuðnings samfélagsins, byggðist upp og varð sú mikilvæga stoð sem hann er í dag. 12. mars sl. var góður dagur sem við eigum öll að láta marka upphaf mikilla fyrirheita og óska sem rætast. Háskólasetrið er Vestfirðingum fagnaðarefni Eftir Einar K. Guðfinnsson Einar K. Guðfinnsson ’Stofnun nýjaHáskólaseturs- ins á Ísafirði er því allra hluta vegna okkur Vestfirðingum mikið fagnaðar- efni.‘ Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks og þingmaður Norðvesturkjördæmis. í verkefnið án þess að raska jafn- vægi í rekstri borgarsjóðs. Sérkennileg gagnrýni Gagnrýni á þessa ráðstöfun Reykjavíkurborgar hefur eðlilega helst komið frá þeim stjórn- málaflokki sem virðist aldrei hafa skynjað þörfina fyrir bættan hag barnafjölskyldna. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur einn flokka í landinu ekki tekið undir hug- myndir um lækkun leikskóla- gjalda. Frá nágrannasveit- arfélagi, sem ekki fullnýtir útsvarsheimildir sínar, heyrist sú gagnrýni að Reykjavíkurborg sé að veikja baráttu sveitarfélag- anna fyrir auknum tekjustofnum og fjármálaráðherrann hótar að svíkja samkomulag um aukna tekjustofna sveitarfélaga af því að í Reykjavík gætu peningarnir runnið til barnafólks. En Sjálfstæðisflokkurinn var ekki valinn til að stýra sameig- inlegum sjóðum borgarbúa. Reykvíkingar hafa hafnað hug- myndum sjálfstæðismanna hvað eftir annað síðasta áratuginn. Þeir hafa fremur kosið öfluga þjónustu við borgarbúa og sam- ábyrgð í uppbyggingu samfélags- ins. Þess vegna geta Reykvík- ingar nú horft fram á það að þessi grundvallarþjónusta við borgarbúa, rekstur þróttmikilla leikskóla, verður smátt og smátt ódýrari fyrir notendurna á næstu misserum. da. erið örn- á því f örn- 2006 tið ert ára nar. org na- tt til að og ðast án- ar- ði a- að - Höfundur er borgarstjóri. gi Arngríms, og eftir að hún hefur fengið ís- ka einkennisstafi sagði hann að Arngrími falið að fljúga henni síðasta spölinn heim. ugmyndin að heimahöfn vélarinnar verði á reyri. ns og fram hefur komið hóf Arngrímur Jó- nsson flugnám sitt á Akureyri og hélt því n áfram í Reykjavík. Fyrsta flugferðin var r hann flaug einn síns liðs á renniflugu lugsfélags Akureyrar á Melgerðismelum í firði fyrir tæpu 51 ári. breyttur starfsferill í flugmálunum ram kemur í áðurnefndum bæklingi að sferill Arngríms hafi verið hjá Flug- stjórn Íslands, Tryggva Helgasyni, Flug- gi Íslands, Flughjálp í Biafra-stríðinu, Loft- m, Cargolux og Air Viking. rngrímur var einn aðal hvatamaður að nun Arnarflugs og sat í stjórn þess en stofn- íðar flugfélagið Air Arctic og loks Atlanta. egir í bæklingnum að Arngrímur hafi ætíð mikinn áhuga á flugkennslu og flugörygg- lum, hafi verið ötull við að miðla af reynslu , staðið að rekstri flugskólans Flugtaks og n hefur einnig setið í stjórn Flugskóla Ís- s. ls síns í gær fn og farþegum á viðeigandi hátt. Morgunblaðið/RAX smanna sem fjölmenntu í hófið í gær. narformaður Avion Group.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.