Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 45 DAGBÓK FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Nýtt á skrá. Mikið endurnýjað 111 fm einbýli við Lágholtsveg. Húsið er hæð og ris. Í risi eru tvö svefnher- bergi og sjónvarpshol. Á hæðinni er svefnherbergi, rúmgóð stofa sem nýtist einnig sem borðstofa, eldhús og baðherbergi með baðkari. Húsið var að mestu leyti endurnýjað fyrir 15-20 árum, s.s. járn á þaki, raf- magn og vatnslagnir. Úr stofu er gengið út á suðursólpall. SJARMERANDI EINBÝLISHÚS Á DRAUMA- STAÐ. Verð 30,9 millj. Opið hús í dag kl. 12.30-13.30 Lágholtsvegur 13 - Einbýli í vesturbæ Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Ártúnsbrekkan lokuð um páskana ÞETTA er auðvitað fáránleg fullyrð- ing og sjálfsagt dettur fæstum í hug að hún sé sönn, þrátt fyrir að Reyk- víkingar myndu sjálfsagt geta fund- ið aðrar leiðir út úr borginni þessa ferðahelgi. Þetta væri einfaldlega ekki boðlegt. En það þykir sjálfsagt að þjóðveg- urinn að og frá Vestmannaeyjabæ sé lokaður bæði föstudaginn langa og páskadag. Þetta er auðvitað fáránlegt en samgönguyfirvöldum virðist vera sama þegar um Vestmannaeyjar er að ræða. Reyndar er þessi 12 ára gamli þjóðvegur líka lokaður á sjó- mannadaginn, jóladag og nýársdag. Og þá daga sem hann er opinn er hann ekki opinn nema hluta af þeim tíma sem hann þyrfti að vera opinn. Hér er ekki verið að tala um neitt annað en láta þetta gamla skip vera á ferðinni eins og þarf. Nota stálið. Er þetta ekki lágmarkskrafa? Reykvíkingur búsettur í Vestmannaeyjum. Fyrirspurnir til Strætó bs. Á skiptistöðinni á Ártúnsholtinu kemur vagn nr. 25 og bíður þar í u.þ.b. 25 mínútur. Á meðan vagninn bíður er hann alltaf látinn vera í lausagangi. Því spyr ég hvort þetta sé nauðsynlegt því þetta er mengunarvaldandi. Eins spyr ég hvort ekki sé hægt að setja upp reykbannsmerki í bið- skýlin. Það er stundum verð að kæfa þá sem ekki reykja og bíða þar. Farþegi. Fyrirspurn ÉG VIL spyrja ríkisstjórnina og stjórnarandstöðuna hvers vegna sett eru lög sem virka svo ekki fyrir verkafólk eins og sést í máli 146/ 2004, hæstaréttardómi sem sýnir að mannréttindi eru fótum troðin hér á Íslandi. Jón Trausti Halldórsson, verkamaður. Góð grein ÉG vil koma á framfæri þakklæti fyrir grein sem Guðvarður Jónsson skrifar í Bréfum til blaðsins 22. mars sl. Í greininni fjallar hann um trygg- ingar flogaveikra. Einn flogaveikur. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 30. mars,verður sextugur Gunnar Sæ- mundsson, bóndi í Hrútatungu í Hrútafirði. Gunnar verður að heiman í dag en hann tekur á móti gestum laug- ardaginn 2. apríl klukkan 20 í félags- heimilinu á Hvammstanga. 85 ÁRA afmæli. Í dag, 30. mars, er85 ára Hermína Sigurjóns- dóttir, Furugerði 2, Reykjavík. Hún er að heiman. 95 ÁRA afmæli. Í dag, 30. mars, er95 ára Ragnheiður Hulda Þórðardóttir, Hamarsbraut 8, Hafn- arfirði. Hún tekur á móti gestum í Turninum í Verslunarmiðstöðinni Firði, Hafnarfirði, milli kl. 17 og 19 í dag. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8. Dd2 0-0 9. Bc4 Bd7 10. 0-0-0 Re5 11. Bb3 Da5 12. Kb1 Hfc8 13. Bg5 Dd8 14. Hhe1 Df8 15. f4 Rc4 16. Dd3 b5 17. e5 dxe5 18. fxe5 Rg4 19. e6 Rf2 20. exd7 Rxd3 21. Bxe7 Rxe1 22. Bxf8 Hxf8 23. Rcxb5 Rxg2 24. Rc6 Rge3 25. Hd3 Bxb2 26. c3 a5 27. Rc7 Had8 28. Rxd8 Hxd8 29. Rb5 Ra3+ 30. Kxb2 Rxb5 31. c4 Ra7 32. Hxe3 Hxd7 33. Ba4 Hc7 34. He8+ Kg7 35. Kc3 Rc8 36. Hd8 Rb6 37. Bb5 g5 38. Kd4 h5 39. c5 Rc8 40. Kd5 Re7+ 41. Kd6 Hb7 42. Bd7 Kf6 43. He8 Hb2 44. Hh8 Hd2+ 45. Kc7 Hxh2 46. a4 Hc2 47. Hh6+ Rg6 48. c6 h4 49. Kb6 Kg7 50. Hh5 f6 51. Bf5 Staðan kom upp í Stigamóti Tafl- félagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Sigurvegari mótsins, Sigurður Daði Sigfússon (2.309) hafði svart gegn Snorra G. Bergssyni (2.275). 51. ... Hxc6+! Einfaldar úrvinnsluna til muna þar eð nú verður hrókur hvíts á h5 inn- lyksa og h-peð svarts rennur upp í borð á undan a-peði hvíts. 52. Kxc6 Re7+ 53. Kb5 Rxf5 54. Kxa5 Rg3 55. Kb6 Rxh5 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Úrslit Íslandsmótsins. Norður ♠DG1052 ♥Á10842 N/NS ♦– ♣652 Vestur Austur ♠9763 ♠Á84 ♥K753 ♥D96 ♦K9 ♦864 ♣Á73 ♣D1084 Suður ♠K ♥G ♦ÁDG107532 ♣KG9 Sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á laug- ardaginn eftir fjögurra daga stífa spila- mennsku á Hótel Loftleiðum. Karl Sig- urhjartarson fer fyrir sveitinni, en með honum spila Sævar Þorbjörnsson, Snorri Karlsson, Magnús Magnússon, Matthías Þorvaldsson og Ljósbrá Bald- ursdóttir. Ljósbrá er fyrst kvenna til að vinna þetta mót, en hún varð jafnframt efst í svokallaðri fjölsveit, þar sem ár- angur spilara er borinn saman á breið- um grundvelli. Mótið var tvískipt: Fyrst spiluðu 12 sveitir innbyrðis í þrjá daga, en síðasta daginn reyndu fjórar efstu með sér í sérstakri úrslitakeppni. Spil dagsins kom upp í fyrri hlut- anum. Suður á mikinn tígullit og norður tvo liti sem hann vill koma á framfæri, svo það er erfitt að halda sögnum niðri. Enda fór svo að flest NS-pörin enduðu í fimm tíglum, einn til tvo niður. Lands- liðsparið Magnús og Matthías bjuggu hins vegar yfir tækni til að stansa í þremur gröndum: Vestur Norður Austur Suður – Magnús – Matthías – Pass Pass 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 grönd * Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd Pass Pass Pass Kerfið er afbrigði af Standard, þar sem opnun á tígli er alltaf byggð á ójafnri skiptingu. Stökk Matthíasar í tvö grönd við spaðasvarinu segir frá löngum tígli, stuttum spaða og auðvitað góðum spilum. Venjan er sú að svar- hönd spyrji nánar út í skiptingu með þremur laufum, en hér getur Magnús sýnt 5-5 á móti með því að melda hjartað strax. Og Matthías velur þá gröndin þrjú. Þrjú grönd er vissulega harður samn- ingur, en vinnst þó alltaf nema vestur sé svo heppinn að „missa“ hjartakónginn á borðið í byrjun. Í reynd kom út lauf og Matthías fékk 11 slagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa og leikfimi kl. 9, postulínsmálning kl. 9 og kl. 13 leshringur bókaormanna kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, glerlist, spilað bridge/vist, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dag- blöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 14.30–15.30 kaffi. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, mið- vikudagur 30. mars kl. 13–16. Mynd- listarnámskeið, framhald. Spilað, teflt, spjallað. Kaffiveitingar. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofa í Gullsmára 9 er opin í dag kl. 10 til 11.30. Viðtalstími í Gjábakka kl. 15 til 16. Félagsvist spiluð í dag í Gjábakka kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Söngvaka kl. 14, um- sjón Helgi Seljan og Sigurður Jóns- son. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu- starf í Ármúlaskóla kl. 16.20 í stofu V24. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Lax- dæla í umsjá Arngríms Ísbergs er á miðvikudögum kl. 16. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, kl. 10 og kl. 11. Í Garðabergi er handavinnuhorn og spilað brids kl. 13, vöfflukaffi kl. 14.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. tréútskurður og almenn handavinna, dans og leikir kl. 10.30 falla niður, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 14.30 kóræfing, veit- ingar í Kaffi Bergi í hádegi og kaffi- tíma. Félagsvist á morgun kl. 13.15, allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna – bútasaumur, útskurður, hár- greiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 11 banki, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 brids, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9, myndmennt kl. 10, línudans kl. 11, myndmennt og glerskurður kl. 13, pílu- kast kl. 13.30, Gaflarakórinn kl. 16. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–15 klippimyndir, keramik o.fl. hjá Sigrúnu, jóga kl. 9–12, samverustund kl. 10.30–11.30. Námskeið í myndlist kl. 15–18, böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Betri stofa og Listasmiðja 9– 16: Handverk og postulínsmálun. Fóta- aðgerðarstofa, s. 897–9801. Ná verð- ur í miðana á Mýrarljós fyrir kl. 16 í dag. Uppl. í s. 568–3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Pútt á Korp- úlfsstöðum kl. 10 á morgun, fimmtu- dag. Norðurbrún 1, | Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun, opin fótaaðgerðastofa. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–16, myndmennt, kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug), kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus, Holtagörðum, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður kl. 14.30–15.45 kaffiveit- ingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband, hárgreiðsla og hand- mennt kl. 9, fótaaðgerðir kl. 9.30, kór- æfing kl. 13, verslunarferð kl. 12.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 10–12. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekk- ur) kl. 15.30–16.30. Áskirkja | Samverustund kl. 11–12, hreyfing og bæn. Bessastaðasókn | Foreldramorgnar eru í Haukshúsum frá kl. 10–12. Opið hús eldri borgara er í Haukshúsum frá kl. 13–16. KFUM&K-starf fyrir 9–12 ára börn er í Haukshúsum frá kl. 17.30– 18.30. Biblíuskólinn við Holtaveg | Fræðslu- kvöld fyrir almenning um Jóhannesar- guðspjall, fimmtudaginn 31. mars kl. 20 í húsi KFUM og K við Holtaveg. Ragnar Snær Karlsson mun fjalla um guðspjallið en markmiðið er að auð- velda fólki lestur þess. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Bústaðakirkja | Starf aldraðra í Bú- staðakirkju. Leikhúsferð. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 13.15. Nánari uppl. www.kirkja.is. Digraneskirkja | Barnastarf 6–9 ára kl. 17.15–18 á neðri hæð, sjá nánar: www. digraneskirkja.is.). Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag kl. 10 til 12.30. Fyrirlestur mánaðarlega. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynn- ast. Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Alltaf heitt á könnunni. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason Allir vel- komnir. Æskulýðsfélag í Engjaskóla kl. 20–21, fyrir 8. bekk. Grensáskirkja | Samvera eldri borg- ara í Grensáskirkju frá kl. 14 til 16. Boðið er upp á Biblíulestur, gott sam- félag og léttar veitingar. Allir velkomn- ir. Hafnarfjarðarkirkja | Kyrrðarstund kl. 12–12.30. Léttur hádegisverður eftir kyrrðarstundina. Kyrrð, tónlist, ritn- ingarorð, kærleiksmáltíð og fyr- irbænir. Hallgrímskirkja | Morgunmessur kl. 8 árdegis. Hugleiðing, altarisganga. Morgunverður í safnaðarsal eftir stundina. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Tíu til tólf ára krakkar hittast í Hjallakirkju kl. 16.30–17.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjöl- skyldusamveran hefst kl. 18 með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19 er Bibl- íulestur fyrir alla fjölskylduna. Helgi Guðnason talar til okkar á miðvikud. 30. mars. Barna- og unglingastarfið er fyrir 1–2 ára, 3–4 ára, 5–7 ára, 8–9 ára, 10–12 ára og 13–17 ára. Allir vel- komnir. Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Slysavarnir barna. Herdís Storgaard kemur í heimsókn. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jóns- son. Opið hús kl. 13. Farið verður að Gljúfrasteini þar sem hús og heimili skáldsins, Halldórs Laxness, verður skoðað. Sýning og leiðsögn við allra hæfi. Selfosskirkja | Í dag, 30 mars, kl. 11 heimsækir Rannveig Guðjónsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Árbæ, okkur og fræðir um upphaf leik- skólagöngu. Allir foreldrar velkomnir. Seltjarnarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir, léttur hádegisverður, verið velkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.