Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SÚ TILLAGA að flytja Háskól-
ann í Reykjavík við rætur Öskjuhlíð-
ar og að Nauthólsvík er óskyn-
samleg. Hvort sem
mönnum líkar betur
eða verr er ólíklegt að
flugvöllurinn verði
færður úr Vatnsmýr-
inni næstu áratugi.
Nýr Háskóli yrði því
bókstaflega staðsettur
rétt við flugbrautir
vallarins. Hávaði frá
flugvélum mun hafa
truflandi áhrif á starf-
semi skólans auk þess
sem nálægð vallarins
mun takmarka mögu-
lega hæð þeirra húsa
sem byggð verða ef af flutningi verð-
ur. Skólinn mun því þurfa að taka
stærra landsvæði undir sig en ella
og þannig þrengja enn frekar að því
vinsæla útivistarsvæði sem Öskju-
hlíðin og Nauthólsvíkin er.
Í dag eru um 3.000 manns sem
eiga erindi í skólann á degi hverjum.
Sitt hvorum megin við fyrirhugaða
staðsetningu hans við Öskjuhlíðina
eru tveir stærstu vinnustaðir Ís-
lands. Annars vegar Háskóli Íslands
með um 10.000 manns
og hins vegar Lands-
spítali – háskólasjúkra-
hús með vel yfir 10.000
manns sem þar starfa
og eiga erindi daglega.
Ólíklegt er að þessar
tvær stofnanir muni
minnka, þær munu
frekar þróast og
stækka í framtíðinni.
Nú þegar eru til staðar
mikil vandamál varð-
andi bílaumferð og
bílastæði við þessa
staði eins og svo marg-
ir þekkja. Þrátt fyrir þær end-
urbætur sem nú standa yfir vegna
færslu Hringbrautar er erfitt að sjá
að gatnakerfið á þessu svæði muni
þola þá aukningu sem flutningur HR
mun hafa í för með sér.
Sem tillögu að lausn á bílastæða-
skorti hefur verið rætt um að rukka
stúdenta og aðra sem erindi eiga í
þessar stofnanir um bílastæðagjöld
til að fjármagna fjárfrekar fram-
kvæmdir s.s. bílastæðahús. Ef svo
fer verður það fyrsta verk stúdenta í
HR þegar þeir mæta í skólann að
greiða bílastæðagjald. Fordæmi sem
eflaust yrði notað gagnvart öðru
fólki sem sækir nám og vinnu sína á
þetta svæði.
Það er mikilvægt að hugsa til
langs tíma þegar fjallað er um skipu-
lagsmál því mistök eru dýr og oftast
ekki aftur tekin. Það er skammsýni
að ætla að Háskólinn í Reykjavík
geti stækkað og þroskast í framtíð-
inni á þessum stað enda verður hann
vafalaust ekki 3.000 manna vinnu-
staður eftir 5, 10 eða 50 ár heldur
mun stærri.
Afleikur í
skipulagsmálum
Atli Rafn Björnsson
fjallar um skipulagsmál
’Það er skammsýni aðætla að Háskólinn í
Reykjavík geti stækkað
og þroskast í framtíð-
inni á þessum stað.‘
Atli Rafn Björnsson
Höfundur er brautskráður frá
Háskólanum í Reykjavík 2003.
Í UPPHAFI laganáms við Há-
skólann keypti ég helstu bækur um
frjálshyggju og kommúnisma til að
efla þekkingu mína í lögfræði og
stjórnmálum. Einhvers staðar í
geymslu á ég enn bækur Adams
Smiths, Marx og Lenins auk rita um
stjórnarskrár Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna. Sú sovéska leit vel út
á pappírnum en leiddi
til ófarnaðar því að í
henni var ekki gert ráð
fyrir mannlegu eðli.
Svona geta heilar þjóð-
ir orðið fórnarlömb vel
meintra en óraunhæfra
laga sem bíða skipbrot.
Vínbannið í Bandaríkj-
unum er gott dæmi.
Ákvæðin um útvarps-
ráð líta vel út á papp-
írnum – fulltrúarnir
valdir af fólki sem var
kjörið í lýðræðislegum
kosningum. Fljótlega
eftir að ég hóf störf
hjá RÚV sem íþrótta-
fréttamaður urðu
stjórnarskipti í land-
inu og fyrr en varði
var gaukað að mér
tveimur aðstoð-
armönnum sem voru
yfirlýstir stuðnings-
menn hins nýja stjórn-
armeirihluta. Tilviljun,
hugsaði ég. Rétt er að
geta þess að þessir
tveir menn stóðu sig
vel og urðu góðir vinir
mínir. Síðan eru liðin
meira en 30 ár en
ótrúlega oft hefur verið ráðið til
RUV fólk í samræmi við pólitískan
vilja meirihluta útvarpsráðs hverju
sinni, ýmist frá hægri, vinstri eða
miðjunni. Smám saman hætti ég að
trúa því að allar slíkar mannaráðn-
ingar væru tilviljun. Í áratugi hefur
hið mætasta fólk, margt af því gam-
algrónið vinafólk mitt, orðið fórn-
arlömb og leiksoppar þessa fyr-
irkomulags. Það á jafnt við þá, sem
hefur verið hafnað og þá sem hafa
verið ráðnir og staðið sig vel í starfi
því að þeir hafa oft verið sagðir hafa
fengið stöður sínar út á pólitík. Þeg-
ar staða fréttastjóra útvarps var
auglýst sýndist mér Sigríður Árna-
dóttir líklegur og sterkur kandídat,
vegna þess að ég veit af eigin
reynslu af starfi hjá RÚV og Stöð
tvö hvað það getur verið dýrmætt
að hafa starfað við ólík rekstr-
arumhverfi. En Sigríður sótti ekki
um. Hún segir að ein af ástæðunum
hefði verið sá kvittur sem komist á
kreik, meðal annars í dagblaði, að
framsóknarmenn myndu veita henni
nauðsynlegt brautargengi. Hún ótt-
aðist að þótt þessi kjaftasaga væri
tilhæfulaus gæti þetta loðað við
hana ef hún yrði ráðin og rýrt það
mikla traust, sem fréttastofa Út-
varpsins og fréttastjóri hennar hafa
áunnið sér hjá þjóðinni. Þetta fyr-
irkomulag getur sem sé beinlínis
fælt hæft fólk frá því að sækja um
þýðingarmikil störf hjá RÚV. En
hvað er talið hæfasta fólkið? Tökum
Stöð tvö sem dæmi. Eigendur og
stjórnendur slíks fyrirtækis hljóta
að leita að sem hæfustum starfs-
kröftum sem gagnist best trausti og
gengi fyrirtækisins. Mistök í
mannavali koma beint við buddu
eigendanna. Sex hafa gegnt frétta-
stjórastöðu þar og oft hefur gustað
um skyndilegar uppsagnir og ráðn-
ingar fréttastjóranna. En þeir eiga
það allir sameiginlegt að hafa verið
þrautreynt fagfólk. Í þau tvö skipti
sem leitað var út fyrir stöðina var í
fyrra skiptið ráðinn fyrrverandi
fréttastjóri á samkeppnisstöðinni en
í seinna skiptið varafréttastjóri. Nú
er hart deilt um ráðningu frétta-
stjóra hjá RÚV. Allir sem tengjast
þessu máli eru orðnir að leiksoppum
og fórnarlömbum. Á fundum Félags
fréttamanna er talað um að málið
snúist um grundvallaratriði og að
útvarpsráði hafi mistekist það sem
yfirleitt hafi tekist áður; að finna
kandídat sem hefði reynslu og burði
á við aðra umsækjendur til að valda
starfinu. Nýjar upplýsingar auki al-
vöru málsins. Mér sýnist af þessu
alls ekki stefna í það að deilan
hjaðni, heldur muni hún harðna og
afleiðingarnar geta orðið alvarlegar.
Það eru 36 ár síðan ég hóf störf hjá
RÚV og ég man ekki
eftir svona ástandi.
Bogi Ágústsson, for-
stöðumaður frétta-
sviðs, sagði nýlega í
blaðaviðtali að hann
myndi ekki eftir hlið-
stæðu. Okkur, sem
lengst höfum starfað í
fréttunum á RÚV, er
hreint ekki rótt og lái
okkur hver sem vill.
Engin góð lausn
virðist í sjónmáli og
málið snýst því um það
að leita að þeirri
lausn, sem minnstum
skaða veldur. En
hver er hún? Auðun
Georg Ólafsson segir
að málið sé ekki í sín-
um höndum. En fyrir
37 árum, þegar valið
stóð milli tveggja
reyndra fagmanna,
tók Ívar Guðmunds-
son málið í sínar
hendur með því að
draga sig til baka.
Þegar fyrirtæki eiga í
hlut verða starfs-
menn þeirra að hafa í
huga hagsmuni eig-
endanna sem þjónustunnar njóta.
Þjóðin á Ríkisútvarpið. Þegar horft
er út um glugga í útvarpshúsinu
blasir við blokkin þar sem eigend-
urnir, þau Jón og Gunna, búa. Þang-
að eigum við að horfa, sem höfum
dregist viljandi eða óviljandi inn
þessa deilu. Sambandið og þjón-
ustan við notendur var leiðarljós í
deilu við sjónvarpið í Prag fyrir
nokkrum árum. Við eigum að upp-
fylla nú og ævinlega sjálfsagðar
kröfur eigenda og notenda RÚV um
heiðarlega, vandaða, faglega og
óhlutdræga fjölmiðlun. Áunnið
traust má ekki glatast. Takmarkið á
að vera að trúverðugleiki frétta-
flutningsins sé hafinn yfir allan efa
eins og frekast er kostur. Fyrst og
síðast verðum við þó að hlýða sam-
visku okkar og þjóna af trúmennsku
þeim Jóni og Gunnu og engum öðr-
um.
Að þjóna Jóni
og Gunnu
Ómar Þ. Ragnarsson fjallar um
fréttastjóraskiptin á RÚV
Ómar Þ.
Ragnarsson
’Mér sýnist afþessu alls ekki
stefna í það að
deilan hjaðni,
heldur muni
hún harðna og
afleiðingarnar
geta orðið alvar-
legar. ‘
Höfundur er fréttamaður og dag-
skrárgerðarmaður hjá RUV.
AÐALFRÉTT flestallra fjölmiðla
landsins fyrir skömmu síðan var sú
að Kyoto-bókunin hefði tekið gildi. Í
máli umhverfisráðherra, Sigríðar
Önnu Þórðardóttur, í Speglinum í
ríkisútvarpinu þá um kvöldið gat hún
þess að samgöngutækin og skipaflot-
inn væru stærstu mengunarvaldar
þjóðarinnar hvað varðar gróðurhúsa-
áhrif.
Í framhaldi af ofanrituðu vil eg
nefna hér tvö atriði sem varða þetta
mál og velkst hafa í huga mér um
nokkurt skeið.
Í fyrsta lagi blöskrar mér sú lausn
á sorpeyðingu þjóð-
arinnar að urða mest allt
sorp og varpa þannig
vandamálinu á komandi
kynslóðir.
Megnið af þessu sorpi
er lífrænt og með tím-
anum rotnar það og við
það losnar mikið magn af
metangasi út í andrúms-
loftið. Talið er að met-
angas hafi margföld
gróðurhúsaáhrif miðað
við koltvísýring. Urðun á
sorpi er því aðeins frest-
un en ekki lausn vand-
ans. Því tel eg æskilegra, þegar til
lengri tíma er litið, að brenna sorpið
og reyna að nýta orkuna sem til fellur
heldur en að urða það, nema að hægt
sé að virkja þetta metangas og nýta
sem eldsneyti fyrir samgöngutæki,
en mengun frá slíkum aflvélum er
hverfandi lítil miðað við hefðbundnar
bensín- eða dísilvélar.
Í öðru lagi: Eigum við Íslendingar
ef til vill ónýtta orkugjafa til að knýja
okkar samgöngutæki og jafnvel líka
skipaflotann?
Að virkja Lagarfljótsorminn
„Lögurinn“, sem oft er aðeins kall-
aður „Fljótið“ er sá hluti Lagarfljóts
sem nær frá Lagarfljótsbrú upp í
Fljótsbotn. Lögurinn er eitt af
stærstu og dýpstu stöðuvötnum
landsins allt að 140 metra djúpt eða
um 120 metrum neðan sjávarmáls
þar sem það er dýpst.
Þjóðsagan um Lagarfljótsorminn
er margra alda gömul og fjöldi manns
fyrr og síðar telur sig hafa séð furðu-
leg fyrirbæri í Fljótinu sem líkjast
því sem að stór ormur reki upp
kryppuna. Í því eru fyrirbrigði, þekkt
frá landnámstíð, sem ef til vill geta að
einhverju leyti skýrt tilvist hans.
Getur verið að kryppan á Lag-
arfljótsorminum sé gas sem losnar
frá botni Lagarfljótsins og skýst
snögglega upp í yfirborðið?
Algengt er að Fljótið leggi á vet-
urna og þykkur traustur ís getur þá
haldist á því langt fram á vor. Á
nokkrum stöðum myndast þó ætíð
vakir í ísinn og er m.a. í Fljótsdælu og
Droplaugarsonasögu getið um Uxa-
vakir utan við Hallormsstað og
Þrælavakir undan bænum Hreið-
arsstöðum í Fellum. Einnig eru oft-
ast vakir á Fljótinu undan Vallanesi.
Ekki veit eg til að orsakir þessara
vaka hafi verið kannaðar að öðru leyti
en því að árið 1962 eða 63 fóru þeir
Steinþór Eiríksson, vélsmiður í Eg-
ilsstaðakauptúni, og Jón Egill
Sveinsson, bóndi á Egilsstöðum, upp
að Þrælavökum og
veittu því þá athygli að
upp um vakirnar var
stöðugur loft- eða gas-
straumur. Smíðuðu
þeir hjálm yfir eina
vökina með röri uppúr
og komust þá að því að
eldfimt gas streymdi
stöðugt upp. Tóku þeir
sýni af þessu gasi sem
efnagreint var hjá At-
vinnudeild Háskólans
og reyndist vera
hreint metangas, en
ekki var þá talin
ástæða til að rannsaka það frekar.
Ofan á rörið á hjálminum settu þeir
félagar síðan haus af gaslukt, kveiktu
á og logaði þá stöðugt ljós í langan
tíma, eða á meðan hjálmurinn tolldi á
vökinni.
Um svipað leyti var farið að athuga
um vakir (svonefndar Tuskuvakir) á
Urriðavatni í Fellum vestan Lag-
arfljóts, um það bil 5 km frá Egils-
stöðum. Þar kom í ljós að á botni
vatnsins undir þessum vökum mæld-
ist 25–30 stiga hiti (en ekki gas). Á
þessum tíma var talið fráleitt að
þarna væri virkjanlegur jarðhiti, en
eg nefni hér Tuskuvakirnar sem
dæmi um þá vantrú og tregðu sem
var á frekari rannsóknum. Fram-
haldið varð samt það að hrepps-
nefndir Egilsstaða- og Fellahrepps
réðust í borframkvæmdir sem leiddu
til virkjunar og stofnunar Hitaveitu
Egilsstaða og Fella sem hefur yljað
íbúum þar síðan og „malað þeim
gull“.
Ekki er mér kunnugt um að neinar
frekar athuganir hafi farið fram á
gasinu í Þrælavökum umfram það
sem hér að ofan er getið og því síður
að athugað hafi verið hvort orsakir
vakanna undan Vallanesi og Uxa-
vakanna utan við Hallormsstað, sem
getið er um í Fljótsdælu, stafa frá
metan-gasuppstreymi eins og í
Þrælavökum.
Þegar lítið er í Fljótinu (vatnsborð
lágt) koma upp miklar leirur bæði við
Grímsárósa undan Vallanesi og Ket-
ilsstaðanesi og einnig í Fljótsdal þar
sem Jökulsá rennur í Löginn. All-
staðar á þessum leirum streymir upp
gas. Á leirunum undan bænum Vall-
holti í Fljótsdal mun hafa verið gerð
tilraun til að safna og athuga þetta
gas og fékkst þar nægilegt gas til að
knýja bifreið þaðan og út að Egils-
stöðum, sem er nálægt 30 km leið.
Á botni Lagarins eru þykk lög af
jökulleir, framburði Jökulsár og
Keldár svo að loft eða gas á ekki auð-
velda leið upp á yfirborðið og verður
því mjög dreift nema þar sem mynd-
ast sérstök op eða gangar eins og í
Þrælavökum.
Á undanförnum hlýindaárum hef-
ur ekki komið traustur ís á Löginn
nema þá á ysta hluta hans, þ.e. í
mesta lagi inn undir Vallanes, og
þannig mun það vera er þetta er rit-
að. Nú er því hægt að komast að
Þrælavökum meðan ísinn helst.
Það styttist í að Jökulsá á Brú
verði veitt í Lagarfljót (Kára-
hnjúkavirkjun) og þá verður vatns-
borðið stöðugra, og ekki líklegt að
neinar leirur myndist við Fljótið, og
jafnframt eykst rennsli þess. Þá má
búast við að sjaldnar eða jafnvel aldr-
ei leggi Fljótið upp fyrir Þrælavakir.
Því vil eg hér með skora á stjórn-
völd, og þá sérstaklega umhverf-
isráðherra og iðnaðarráðherra að
nota nú tækifærið áður en ísa leysir
og láta kanna nánar þetta gas og í
það minnsta að staðsetja (hnita) ná-
kvæmlega Þrælavakirnar til seinni
athugana.
Þjóðsagan um Lagarfljótsorminn
segir að hann liggi á gulli. Auðvelt er
að breyta gasi í gull ef það er fyrir
hendi og virkjanlegt.
Er hægt að virkja
Lagarfljótsorminn?
Ingimar Sveinsson fjallar um
gasmyndun í Lagarfljóti ’Skora ég á stjórnvöldað nota tækifærið áður
en ísa leysir og láta
kanna nánar þetta gas
og í það minnsta að
staðsetja nákvæmlega
Þrælavakirnar til seinni
athugana.‘
Ingimar Sveinsson
Höfundur var áður bóndi á Egils-
stöðum og kennari við Landbún-
aðarháskólann á Hvanneyri.
❖ Opið virka daga 10-18
❖ Laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
Kópavogi
s. 554 4433
Þar sem
konurnar
versla