Morgunblaðið - 02.04.2005, Síða 18

Morgunblaðið - 02.04.2005, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT H art er nú deilt á Spáni um þá ákvörðun stjórnar sósíalista að selja hergögn til Venesúela. Líkt og vænta mátti markast deila þessi einkum af flokkslínum en þess verð- ur einnig vart í röðum sósíalista að efasemda gæti um réttmæti þess að ríkisstjórn, sem lagt hefur ríka áherslu á friðsamlega lausn deilu- mála og kallaði herlið Spánverja frá Írak, selji hinum umdeilda Hugo Chávez hergögn. Þá þykir ákvörð- unin einnig fallin til að styggja Bandaríkjamenn sem sagðir eru hafa litlar mætur á spænskum sósíal- istum. Deila þessi snýst ekki síst um skil- greiningu á hugtökum, í þessu tilfelli „hergögn“ og „vopn“. Stjórn José Luis Rodríguez Zapatero, forsætis- ráðherra Spánar, gekk í vikunni frá sölu á herskipum, varðbátum og flutningavélum til Venesúela. Að sögn spænska dagblaðsins El Sur, sem er helsta blað Andalúsíu, ræðir hér um 11 herskip og 12 herflug- vélar. Skipin skiptast þannig að fjög- ur þeirra teljast korvettur, þrjú falla undir skilgreininguna „varðskip“ og fjögur eru „eftirlitsbátar“. Tonna- fjöldinn liggur ekki fyrir en stærstu skipin munu verða á bilinu 1.600 til 1.800 tonn. Flugvélarnar tólf, sem eru tveggja hreyfla af gerðinni C-295, verða sérhannaðar til „flutn- inga og eftirlits“. Spænsk dagblöð segja að samn- ingurinn hljóði upp á andvirði rúm- lega eitt hundrað milljarða króna. Gengið var frá honum á miðvikudag þegar Zapatero átti fund með Chávez forseta í Venesúela en spænski for- sætisráðherrann var í vikunni á ferð um Suður-Ameríku og átti viðræður við stjórnmálaleiðtoga frá Brasilíu, Venesúela og Kólumbíu. „Gríðarleg mistök“ Hergagnasalan hefur verið gagn- rýnd harðlega á Spáni. Þar fara fremstir talsmenn Þjóðarflokksins (Partido Popular, PP). Leiðtogi flokksins, Mariano Rajoy, sparaði ekki stóru orðin er hann ræddi her- gagnasöluna í viðtali við sjónvarps- stöðina Telecinco á þriðjudag. Rajoy sagði það „gríðarleg mistök“ að selja Chávez hergögn þessi. Vísaði hann til þess að stjórnarandstaðan í Venes- úela hefði sameinast um að fordæma þessa ákvörðun. Þar ræddi m.a. um sósíalista, skoðanasystur og -bræður Zapateros, sem liðu „þjáningar undir oki stjórnar Chávez“. Rajoy vék einnig að samskiptum spænsku minnihlutastjórnarinnar og bandarískra ráðamanna. „Forsætis- ráðherra Spánar er nánast hinn eini í heiminum öllum, og alveg ábyggilega sá eini innan Evrópusambandsins, sem getur ekki rætt við forseta Bandaríkjanna …“ sagði Rajoy. For- veri hans, José María Aznar, var í forsætisráðherratíð sinni einn dygg- asti stuðningsmaður stjórnar George W. Bush í Evrópu. Aznar studdi m.a. innrásina í Írak og sendi þangað her- lið. Það kallaði Zapatero heim eftir óvæntan sigur sósíalista í þingkosn- ingunum fyrir rúmu ári. Þeirri ákvörðun var þunglega tek- ið í Bandaríkjunum. Spænsk dagblöð greindu frá því á fimmtudag að Bandaríkjamenn hefðu komið á framfæri „kvörtun“ vegna hergagna- sölunnar til Venesúela. Talsmaður sendiráðs Bandaríkjanna í Madríd staðfesti þetta en í Moncloa-höll, að- setri forsætisráðherra Spánar, könn- uðust menn ekki við að gagnrýni hefði borist að vestan. Stjórnvöld í Washington telja Chávez hættulegan mann sem ógni stöðugleika í Rómönsku-Ameríku og sú skoðun að stjórnarhættir hans einkennist af flestu öðru en djúp- stæðri lýðræðisást er ekki bundin við Bandaríkjamenn eina. (Chávez var í eina tíð helsti foringi valdaráns- tilraunar í Venesúela.) Talsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins hafa sakað Chávez um áform um að hleypa af stað vígbúnaðarkapphlaupi í Suður-Ameríku. Þau orð féllu þegar í ljós kom að stjórnvöld í Venesúela hyggjast kaupa 100.000 AK 47- hríð- skotariffla frá Rússlandi. Undirsátar Bush forseta kveðast óttast að vopn- in lendi í höndum skæruliða hinnar vinstri sinnuðu FARC-hreyfingar í Kólumbíu en ýmsir halda því fram að ekki sé langt á milli þeirra og Chávez í hugmyndafræðilegum efnum. Fyrirsjáanlegt var að Zapatero myndi lenda í vörn vegna málsins bæði á Spáni og í Venesúela. Auk gagnrýni spænsku stjórnarandstöð- unnar þykir ýmsum stuðnings- mönnum sósíalista hergagnasalan ekki vera í samræmi við þá frið- arhyggju sem Zapatero hefur boðað. Þá óttast margir að Chávez muni nota búnað þennan til að berja á stjórnarandstöðunni og jafnvel ógna nágrönnum sínum. Á hinn bóginn ber að taka fram að margir eru ánægðir með þá ákvörð- un Zapateros að ganga gegn vilja Bush forseta og manna hans. Hergögn sem ekki eru ætluð til árása Gagnvart stjórnarandstöðunni í Venesúela og eigin stuðnings- mönnum á Spáni hefur Zapatero haldið því fram að hergögnin verði notuð í „friðsamlegum tilgangi“. Þetta ítrekaði hann í Venesúela; her- gögnin væru ekki „til árása fallin“. Stjórnarandstöðuna í Venesúela upp- lýsti hann um að búnað þennan yrði „ekki leyfilegt að nota til hernaðar utanlands eða í pólitískum tilgangi innanlands“. Chávez forseti tók undir þetta og lýsti yfir því að spænsku herskipin myndu ekki bera „eina ein- ustu byssutítlu“ (hér notaði forsetinn orðið cañoncito“, skondna spænska smækkunarmynd). Chávez var enda léttur í skapi þegar hann skýrði við- stöddum frá því að ekki ræddi um „gereyðingarvopn“. Jafnframt gagn- rýndi hann Bandaríkjastjórn og minnti á að þaðan hefðu ráðamenn í Venesúela fyrr á tíð keypt F-16- herþotur og herskip. Spænsku skipin og flugvélarnar yrðu notuð til að hefta starfsemi „eiturlyfjasmyglara“. Þá yrði þessi búnaður nýttur til flutninga „á hinum fátæku“ auk þess sem lyfjum og matvælum yrði komið til íbúa í afskekktari byggðum Venesúela. Kemur sér vel fyrir verkalýðinn Gagnvart gagnrýnendum á Spáni hafa talsmenn Sósíalistaflokksins einnig haldið því fram að hergagna- samningurinn komi sér vel fyrir spænskan verkalýð. Zapatero fullyrti er hann var í Venesúela að með þessu móti hefði tekist að tryggja 600 verkamönnum í spænskum skipa- smíðaiðnaði vinnu næstu sex árin. Nýtt ríkisfyrirtæki, Navantia, sem áður tilheyrði Izar-hópnum, mun smíða herskipin en spænskur skipa- smíðaiðnaður hefur gengið í gegnum miklar þrengingar á undanliðnum ár- um. Verkamenn hafa ítrekað staðið fyrir kröftugum mótmælum sökum verkefnaleysis og atvinnumissis enda var Izar-samsteypan nánast gjald- þrota. Hjá Navantia munu rúmlega 5.500 verkamenn starfa. Fyrirtækið mun annast smíði herskipa á þremur stöðum á Spáni: í Ferrol í Galisíu, Cartagena í Múrsíu og Cádiz í Andalúsíu. Spánverjar framleiða þó nokkuð af hergögnum og því er ekki nýtt að ráðamenn þar selji slíkan búnað úr landi. Málflutningur Zapateros hefur á hinn bóginn verið á þann veg að samningurinn við Venesúela kemur nokkuð á óvart. Þannig frestaði for- sætisráðherrann á dögunum fyr- irhugaðri sölu á skriðdrekum til Kól- umbíu. Þar ríkir að vísu annað ástand en í Venesúela. FARC-skæruliðar hafa áratugum saman haldið uppi baráttu gegn stjórnvöldum í Kól- umbíu með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning og samfélag. En ef til vill má segja að Zapatero hafi nú fengið að kynnast „hinum pólitíska veruleika“ valdamannsins sem verja þarf hagsmuni lands síns og lýðs. Zapatero kominn í hóp hergagnasala asv@mbl.is AP Argentíska knattspyrnugoðið Diego Maradona skaut óvænt upp kollinum á leiðtogafundinum í Puerto Ordaz í Venesúela. Maradona er enda ágætur vinur Chávez forseta líkt og sjá mátti á viðtökunum auk þess sem hann hef- ur löngum verið í góðu sambandi við Fidel Castro Kúbuleiðtoga. José Zapatero fylgist með þeim piltunum. Fréttaskýring | José Zapatero, forsætisráðherra Spánar, hefur lent í kröppum dansi vegna sölu á hergögnum til Venesúela. Ásgeir Sverr- isson segir frá málinu og viðleitni sósíalista til að verja gjörninginn. ríkjamanna í Samarra hefði spillt merkum fornleifum þar. Turninn sem er sívalur var einn vinsælasti ferðamannastaður Íraks áður en ráðist var inn í landið. ÍRASKIR lögreglumenn skýrðu frá því í gær að skæruliðar hefðu unnið skemmdir á einni merkustu bygg- ingu íslams. Um er að ræða svonefndan Malwiya-turn eða mínarettu mosk- unnar í Samarra sem byggð var ár- ið 852. Efsti hluti mínarettunnar var sprengdur en hún var 52 metr- ar á hæð. Liðsafli Bandaríkja- manna hélt til við moskuna þar til í liðnum mánuði. Var turninn þá not- aður sem eftirlitsstöð. Áður höfðu íraskir embættismenn lýst yfir áhyggjum af því að herlið Banda- Ævaforn bygging skemmd í Írak Turninn er þekkt kennileiti í Írak. AP Íraki kastar mæðinni eftir að hafa gengið upp í Malwiya-turninn. UM þrjátíu manns, þar af nokkrir táningar og eitt barn, létu lífið þegar vopnaðir menn óku í tveimur bílum um úthverfi Rio de Janeiro í Brasilíu í gær- morgun og tóku að skjóta á veg- farendur. Fyrst létu 15 manns lífið í Nova Iguazu-hverfi og klukkutíma síðar létu 15 manns lífið í Queimados-hverfi. Vitni sögðu byssumennina engin grið hafa gefið og að fórn- arlömb hefðu engin tækifæri haft til að flýja vettvanginn. Hefnd herlögreglumanna? Að sögn Marcelo Itagiba, inn- anríkisráðherra Rio-fylkis, virð- ist sem árásarmennirnir hafi verið herlögreglumenn. Mann- réttindasamtök hafa oft sakað brasilíska lögreglumenn um að mynda dauðasveitir sem drepa götubörn. M.a. eru lögreglu- menn sakaðir um að hafa drepið 21 í fjöldamorði sem átti sér stað 1993, að því er fram kom á fréttavef BBC. Itagiba sagði, að hugsanlega hefði árásin verið hefnd fyrir það að átta herlögreglumenn voru nýlega handteknir fyrir morð. Ofbeldisverk eru afar tíð í Ríó, borgin er ein sú hættulegasta í heimi. Glæpagengi ráða ríkjum í flestum fátækrahverfum og fara þar sínu fram að mestu. Fjöldamorð í Rio de Janeiro ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gær að vísa beri málum manna sem gerst hafa sekir um stríðsglæpi í Darfur-héraði í Súdan til Alþjóðasakamáladóm- stólsins í Haag. Þessi niðurstaða felur í sér meiriháttar stefnubreyt- ingu af hálfu stjórnvalda í Banda- ríkjunum. Samþykkt öryggisráðsins felur í sér að nú mun sakamáladómstóllinn í Haag hafa umboð til þess að rétta í málum þeirra sem ákærðir eru um morð, nauðganir, rán og gripdeildir í Darfur þar sem vígaflokkar tengd- ir stjórnvöldum hafa staðið fyrir skipulögðum grimmdarverkum. Hjá sátu fulltrúar Kína, Brasilíu og Alsír. Mestu skipti þó að það gerði fulltrúi Bandaríkjastjórnar einnig. Bandaríkjamenn hefðu get- að beitt neitunarvaldi í málinu en stjórnvöld vestra eiga ekki aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag. Ætluðu að beita neitunarvaldi Höfðu fulltrúar stjórnar Bush forseta tafið framgang málsins vik- um saman og hótað að beita neit- unarvaldi yrði fram borin ályktun um að vísa megi málum glæpa- manna í Darfur til dómstólsins. Stefnubreyting Bandaríkjastjórnar kom til þegar fram komu trygg- ingar í þá veru að ekki megi draga fyrir dóminn fólk frá löndum sem ekki taka þátt í störfum hans. Stríðsglæpamönn- um í Darfur verði vísað til Haag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.