Morgunblaðið - 02.04.2005, Page 19

Morgunblaðið - 02.04.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 19 ERLENT HIN sérdeilis sterku viðbrögð við andláti Terri Schiavo, sem hafði legið alvarlega heilasködduð á sjúkrahúsi í fimmtán ár, benda til að mál þetta verði ofarlega á baugi í bandarískum þjóðmálum um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Enginn tók dýpra í árinni en Tom DeLay, leiðtogi repúblikana í full- trúadeild Bandaríkjaþings, en hann hét því að grípa til aðgerða gegn „hrokafullu, stjórnlausu“ dómsvald- inu sem ítrekað neitaði að koma í veg fyrir dauða Schiavo. Michael Schiavo, eiginmaður Schiavo, lét taka næringarslöngu sem hélt lífi í henni úr sambandi fyrir rúm- um tveimur vikum og sagði hann að það væri í samræmi við óskir hennar. Hefur DeLay kallað þá ákvörðun „læknisfræðilegt hryðjuverk“. Eftir að fréttist um andlát Schiavo hét DeLay því að halda áfram stuðn- ingi sínum við Bob og Mary Schindl- er, foreldra Terri Schiavo, en þau voru mótfallin því að næringar- slangan yrði tekin úr sambandi og biðluðu ítrekað til dómstóla að endur- skoða þá afstöðu sína, að taka bæri slönguna úr sambandi. Höfðu Schindler-hjón og Michael Schiavo raunar tekist á um þetta efni fyrir dómstólum svo árum skipti. „Við munum bregðast við hroka- fullu, stjórnlausu, óábyrgu dómsvaldi sem gaf þingi og forseta landsins langt nef,“ sagði Tom DeLay og var að vísa til lagasetningar Bandaríkja- þings, eftir að næringarslangan var tekin úr sambandi, sem gerði dóm- stólum kleift að taka málið fyrir á ný og leggja nýtt mat á öll gögn. Sagði DeLay að dómsvaldið hefði kosið að gera ekkert með lagasetn- ingu þingsins, virða að vettugi vilja þings og forseta. „Við munum fara of- an í þá afstöðu,“ sagði DeLay. Vildi hann ekki útiloka þann möguleika, að Bandaríkjaþing gæfi út ákærur til embættissviptingar á hendur dómur- um sem um málið hefðu fjallað. Kaldrifjað morð? Sem fyrr segir var DeLay ekki sá eini sem brást hart við dauða Schiavo. The New York Times hefur eftir dr. James C. Dobson, stofnanda kristi- legra samtaka, Focus on the Family, að dómararnir sem neituðu að stöðva þann gjörning, að næringarslangan væri tekin úr sambandi, væru „sekir ekki aðeins um réttarfarsleg embætt- isafglöp – heldur um kaldrifjað morð á saklausri manneskju“. Og George W. Bush Bandaríkja- forseti tjáði sig líka um andlát Schiavo, sagði að það væri skylda hinna heilu að vernda veika meðal vor. „Í málum þar sem alvarlegar efa- semdir eru fyrir hendi og spurningum ósvarað þá ætti alltaf að leyfa lífinu að njóta vafans,“ sagði hann. Mál þetta er margslungið og auð- vitað vakna spurningar um hvort eðli- legt sé að fela lagalegum forsjár- manni, í þessu tilfelli Michael Schiavo, og dómurum það vald að geta bundið enda á líf manneskju í máli eins og þessu þar sem deilt er um vilja þess veika (Terri Schiavo). Málið er líka hápólitískt og tengist umræðu um dreifingu valds í banda- rísku stjórnkerfi. Þykir mörgum sem þing og forseti, þ.e. alríkisvaldið, hafi seilst of langt er áðurnefnd lög voru sett; ekki gangi að alríkisstjórnin segi dómsvaldinu fyrir verkum. Þá er það ríkjandi sjónarmið að einka- og sifjamál skuli leidd til lykta á lægra dómstigi, þ.e. í einstökum ríkjum, en ekki fyrir hæstarétti eða á vettvangi alríkisstjórnarinnar. Jafnvel einarður stuðningsmaður Bush-stjórnarinnar eins og dálkahöf- undurinn Charles Krauthammer hef- ur fordæmt afskiptin, kallaði þau „lagalegt hneyksli“, sagði þau aug- ljóst brot á reglum um skipingu valds milli alríkisstjórnar og einstakra ríkja og milli framkvæmdavalds og dóms- valds í pistli í The Washington Post. Þykir kaldhæðnislegt að flestir þeirra dómara sem um málið hafa fjallað, og sem Tom DeLay talaði um að hefðu sýnt hroka, voru einmitt skipaðir af repúblikönum. Er fullyrt að íhaldssamir dómarar séu jafnvel enn líklegri en hinir frjálslyndu til að hafna inngripum alríkisstjórnarinnar í málum sem þessu. Raunar er vert að hafa í huga að áhrifamiklir repúblikanar hafa gjarn- an gagnrýnt frjálslynda dómara fyrir þeirra inngrip í mál sem íhaldsmönn- um þykir snerta hefðir og siði banda- rískrar þjóðar, s.s. þá ákvörðun að heimila giftingar samkynhneigðra. Hefur verið rætt um „aðgerða- sinnaða“ dómara í þessu samhengi [e. activist judges]. Hitt er talið víst að Schiavo-málið muni setja dómaramál mjög í for- grunn, m.a. er bent á að Bush fær sennilega tækifæri til þess á næstu misserum að skipa nýja dómara í hæstarétt. Repúblikanar klofnir Annað sem einkennir deilurnar um Schiavo-málið er að svo virðist sem hulunni hafi verið svipt af klofningi innan Repúblikanaflokksins; ágrein- ingi kristilegu aflanna sem eru á móti fóstureyðingum, giftingum samkyn- hneigðra og stofnfrumurannsóknum, svo dæmi séu tekin, og hinna sem mestu þykir varða að alríkisstjórnin sé ekki að vasast í málum sem henni komi ekki við. Hafa demókratar – sem stóðu margir hverjir einnig á bak við sam- þykkt umrædds lagafrumvarps þingsins í Schiavo-málinu – því auð- vitað séð sér sóknarfæri í þeirri stöðu sem komin er upp. Í reynd, segja fréttaskýrendur, fari umræðan um Schiavo-málið og um líknardráp al- mennt þó ekki eftir flokkslínum. Margslungið mál og hápólitískt Schiavo-málið er líklegt til að verða grundvöllur harðvítugra deilna í Bandaríkjunum næstu misserin AP Bob Schindler, faðir Terri Schiavo, þerrar tárvota hvarma sína í fyrradag. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Terri Schiavo áður en ógæfan dundi yfir fyrir fimmtán árum. FYRRVERANDI innanríkisráð- herra Úkraínu framdi „næstum því ábyggilega“ sjálfsmorð, að því er yfirmaður öryggislögreglu landsins greindi frá á fimmtudag. Fullyrt er að ráðherrann hafi skilið eftir bréf þar sem hann segi fyrrverandi for- seta landsins, Leoníd Kútsma, ábyrgan fyrir morðinu á þekktasta blaðamanni Úkraínu. Ráðherrann, Júrí Kravtsjenko, fannst látinn í sumarhúsi sínu skammt fyrir utan höfuðborgina, Kíev, 4. fyrra mánaðar. Síðar um daginn átti hann að bera vitni í rannsókn á morðmáli. Þar ræddi um Georgíj Gongadze, þekktasta rannsóknarblaðamann Úkraínu, sem var myrtur árið 2000. Fullyrt hefur verið að Leoníd Kútsma, þá- verandi forseti Úkraínu, hafi fyr- irskipað morðið og hafa raunar verið lagðar fram segulbandsupp- tökur sem þykja sýna að Kútsma hafi, hið minnsta, lagt hatur á blaðamanninn. Kútsma neitar sök og segir ásakanirnar runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna sem nú hafa komist til valda í landinu. Oleksander Túrtsjínov, yfirmað- ur öryggislögreglunnar, sagði eng- ar vísbendingar hafa komið fram í þá veru að innanríkisráðherranum hefði verið ráðinn bani. Allt benti til þess að hann hefði stytt sér ald- ur. Mun hann hafa skotið sig tvisv- ar sinnum í höfuðið. Sagði Túrtsj- ínov að líklegast væri að ráð- herrann hefði framið sjálfs- morð eftir að hafa þurft að bera þá byrði sem fylgdi morð- inu á Gongadze í fjögur ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, full- yrða menn sem rannsakað hafa sjálfsmorð ráðherrans að hann hafi skilið eftir bréf þar sem hann lýsi yfir því að Kútsma hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Georgíj Gongadze. Í bréfi þessu lýsi innan- ríkisráðherrann sjálfum sér sem „fórnarlambi í samsærum Kútsma og undirsáta hans“. Höfuðlaust lík Gongadze fannst í skógi skammt frá Kíev í október- mánuði árið 2000. Mánuði áður hafði honum verið rænt. Gongadze hélt úti vefsíðu þar sem hann gagn- rýndi Kútsma og ráðamenn aðra harðlega fyrir spillingu og vald- níðslu. Morðið gat af sér gífurlega ólgu í Úkraínu og jók þrek og þor stjórnarandstöðunnar. Ríkissaksóknari Úkraínu greindi frá því í liðnum mánuði að stjórn- völd vissu hverjir myrt hefðu Gongadze. Tveir liðsmenn öryggis- lögreglunnar hafa verið handteknir en núverandi ráðamenn hafa ekki viljað fullyrða um ábyrgð Kútsma. Bar Kútsma ábyrgð á morði blaðamanns? Fullyrt er að ráðherra sem framdi sjálfsmorð lýsi Kútsma ábyrgan í bréfi sem hann skildi eftir sig Leoníd Kútsma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.