Morgunblaðið - 02.04.2005, Side 22

Morgunblaðið - 02.04.2005, Side 22
Skorradalur | Fátt er betra en að hvíla sig frá önnum dagsins, bregða sér í sveitasæluna og eiga nokkra góða daga í sumarbústað. Við flesta slíka bústaði er búið að setja upp potta þar sem hægt er að láta þreytuna líða úr skrokkn- um í snarpheitu vatninu. Dagný Dögg Helgadóttir og Sveinn Orri Helgason voru svo heppin að fá að fara í sum- arbústað í Skorradal á dögunum. Þau notuðu tækifærið og tóku með sér bolta sem vakti með þeim kátínu. Morgunblaðið/Eggert Með bolta í heitum potti Kátína Akureyri | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hvort var heitt eða kalt hjá þér á Kan- arí? Nú … var heitt, helvíti varstu heppinn. Talið er að um eða yfir 5.000 Íslendingar hafi dvalið á Kanarí yfir páskahátíðina og auðvitað var hluti þeirra úr sveitinni minni, reyndar ótrúlega margir enda vinsælt mjög hjá bændum og þeim sem eru uppteknir á sumrin og vilja sumarblíðu um hávetur. Þeir sem dvöldu á Kanarí um páskana munu hafa verið veðurheppnir en hinir sem voru þar fyrr í vetur áttu í mesta basli við að halda á sér hita. Eins gott að hafa haft sængina með og helst rafmagnsofn líka. Þeir sem ekki mundu eftir því gátu eins átt von á því að fara með sjúkraflugi heim. Gár- ungarnir segja að vinsælasta lagið í Óska- stundinni á næstunni verði lagið ,,Í kulda á Kanarí,“ það eigi bara eftir að semja það.    Talandi um hávetur annars vegar og sumarblíðu hins vegar, þá finnum við að vorið nálgast óðfluga, farfuglarnir komnir, krummi búinn að verpa og græni liturinn á leiðinni eða eins og skáldið Tómas Guð- mundsson segir: „ … Því áður en fólk kom á fætur í morgun var fyrsta grasið úr mold- inni sprottið … “ Vorið kemur alltaf á óvart, annaðhvort lætur það bíða eftir sér eða kemur þegar enginn á von á því. En því fylgir alltaf þessi skemmtilega stemning, útileikir barna, hróp og köll, gatnafram- kvæmdir, jarðvinna, jarm og baul, og arfinn og skriðsóleyin sem enginn hefur saknað, mætt aftur og götusóparinn, hann mætti nú alveg fara að láta sjá sig.    Vorumræðan að þessu sinni fyrir nú utan kuldann Kanarí er fasteignaverð. Of hátt í Reykjavík og of lágt úti á landi ef þú ert kominn í 100 km fjarlægð frá dýrð Drott- ins. Hvenær skyldi fólkið í Reykjavík átta sig á því að það getur selt litlu blokkaríbúð- ina og keypt sér heilt einbýlishús úti á landi fyrir sama verð, gengið í vinnuna, sent krakkana í fína skóla og lifað góðu lífi ef það bara fær vinnu og kemst í lágverðsverslun öðru hvoru. Þeir sem reka „KrónuBónus- inn“ láta sér nefnilega ekki detta í hug að opna búð á krummaskuðunum nema vera vissir um að græða mikið á þeim. Hólmarar eru bara svona ótrúlega heppnir, nema að fleiri staðir fylgi í kjölfarið, hver veit. Hitt er víst að of hátt verð á nauðsynjavöru hamlar vexti annarrar verslunar og þjón- ustu úti á landi. Úr bæjarlífinu RANGÁRÞING EYSTRA EFTIR STEINUNNI ÓSK KOLBEINSDÓTTUR FRÉTTARITARA Samtökin Lands-byggðin lifi haldatvo fundi á sunnu- dag, 3. apríl. Fyrst í íþróttahúsinu á Þórshöfn kl. 11 og síðan í Öxi við Kópasker kl. 15. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur á Laugasteini í Svarfaðardal kynnir sam- tökin og ýmis verkefni sem eru á döfinni og þá verða umræður og fyr- irspurnir. Landsbyggðin lifi er hreyfing fólks sem vill efla byggð um land allt og er áhersla lögð á að tengja fólk saman, mynda sam- starfsvettvang þeirra sem hafa það að stefnu sinni að styrkja heimabyggðina. Upplýsingar um sam- tökin má finna á vefnum landlif.is Landsbyggðin Útivistarsvæðið að Hömrum við Akureyri nýturæ meiri vinsælda, en þar geta börnin alltaffundið sér eitthvað að gera. Tjörnin hefur mik- ið aðdráttarafl, en þar er m.a. hægt að draga sig á milli bakka á þar til gerðum fleka. Það kann unga kynslóðin vel að meta en við þá iðju er hægt að una sér dagana langa. Morgunblaðið/Kristján Farið um á fleka Hjálmar Frey-steinsson orti ígær, 1. apríl, af kunnu tilefni: Komið er í bátinn babb, blekkinguna nú ég skil; Auðunn Georg aprílgabb, aldrei hefur verið til. Séra Hjálmar Jónsson segir allt hafa sinn gang, jafnvel him- intunglin: Nú mun senn á vori von, veðrið mun það bæta. Auðun Georg Ólafsson ætlar sér að mæta. Tíðindi bárust úr páfa- garði í hádegisfréttum í gær og Kristján Eiríks- son orti: Senn kveður páfinn páfagarð og preláta í sínum ranni svo opið stendur og ófyllt skarð handa útvöldum framsóknar- manni. Af fréttastjóra pebl@mbl.is Vopnafjörður | Unnið er að undirbúningi þess að stækka viðlegupláss og athafna- svæði við höfnina á Vopnafirði og er það gert í tengslum við hugmynd HB Granda að flytja loðnubræðsluna í Örfirisey í Reykja- vík þangað og byggja yfir hana þar og jafn- vel stækka hana. Þá hafa umsvif á sviði sjáv- arútvegs í sveitarfélaginu aukist síðustu misseri. Í Bændablaðinu segir að heimamenn fagni þessum hugmyndum en Vilhjálmur Vilhjálmsson, yfirmaður uppsjávarsviðs HB Granda staðfesti að þessi hugmynd væri uppi. Hann tók fram í samtali við blaðið að engin ákvörðun hefði verið tekin en að hann teldi meiri líkur en minni á að af þessu yrði. Loðnubræðslan í Örfirisey afkastar um 350 tonnum á sólarhring og er því ekki stór verksmiðja en ef til flutnings kemur verður möguleikum til stækkunar haldið opnum. Alls var landað um 99 þúsund lestum af sjávarafla í Vopnafirði í fyrra, meira en nokkru sinni fyrr. Í ár gæti svo farið að landaði yrði á milli 140 og 150 þúsund tonn- um þar. Hugmynd að flytja loðnubræðslu Skagafjörður | Ákveðið var á fundi sveit- arstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar að tenging Þverárfjallsvegar til norðurs frá Sauðárkróki verði um ós Gönguskarðs- ár. Ekki hefur verið samstaða um málið innan meirihlutans en skipulags- og bygg- ingarnefnd hafði lagt til að farin yrði efri leið en samgöngunefnd vildi fara Ósleið líkt og vegamálastjóri hafði lagt til þar sem kostnaður við Ósleið er mun minni. Samgöngu- og bygginganefnd sam- þykkti á fundi fyrir nokkru að verða við ósk vegamálastjóra, en Byggðaráð hafði áður samþykkt að verða við þeirri ósk. Reyndar gekk það ekki þrautalaust hjá sveitarstjórn að afgreiða málið en Gísli Gunnarsson (D) forseti sveitarstjórnar lýsti því yfir að Bjarni Maronsson (D) væ- rivanhæfur til að taka þátt í umfjöllun þeirra fundargerða sem um var að ræða og óskaði eftir að varamaður hans, Katrín María Andrésdóttir (D), tæki sæti. Bjarni mótmælti úrskurðinum en kvaðst ekki myndu taka þátt í afgreiðslunni. Eftir fundarhlé tók Katrín María sæti Bjarna við afgreiðslu málsins. Fulltrúar Framsóknarflokks lögðu fram bókun þar sem harðlega var mótmælt að forseti vísaði Bjarna Maronssyni úr fund- arsal og töldu hann ekki hafa vald til þess, það væri verksvið sveitarstjórnar. Þverárfjalls- vegur fari um ós Gönguskarðsár ♦♦♦ Þorlákshöfn | Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika í Þor- lákskirkju í Þorlákshöfn á morgun, sunnudaginn 3. apríl, kl. 17. Á efn- isskránni er strengjakvintett Schu- berts í C-dúr op. 163, sem oft hefur verið nefndur drottning kamm- erverkanna. Kammersveitina skipa á þessum tónleikum Rut Ingólfs- dóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víólu, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona og Snorri Örn Snorrason lútu- og gítarleikari flytja svo verk úr ýmsum áttum í Versölum, Þorlákshöfn næsta fimmtudag, 7. apríl, og daginn eft- ir, í hádeginu 8. apríl, mun sr. Bald- ur Kristjánsson fjalla um fjölmenn- ingarsamfélagið á Hafinu bláa. Þá stendur yfir myndlistarsýning Aðalheiðar Skarphéðinsdóttur í Bókasafni Ölfuss en hún nefnist „Fagur fiskur í sjó“. Menning í Ölfusi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.