Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Lionsklúbbur Selfoss boð- ar til opins fundar um karlaheilsu á Hótel Selfossi mánudaginn 4. apríl kl. 19.30. Með fundinum vill klúbb- urinn opna fyrir fræðslu og um- ræðu um heilsufar karla en þekkt er að karlar ræða lítið um heilsufar sitt og eru gjarnir á að láta slíkt eiga sig þangað til í óefni er komið. Lionsklúbburinn hefur fengið til liðs við sig Eirík Jónsson, yfirlækni á þvagfæraskurðlækningadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss sem mun meðal annars ræða um málefni karla og einnig um sérsvið sitt, sem er krabbamein í blöðru- hálskirtli og vandamál því tengd. Fundað um karlaheilsu Selfoss | „Mér finnst gaman og gefandi að vera í samskiptum við fólk, finnst þetta starf vera spennandi tækifæri til að takast á við fjölþætt verkefni innan þessarar stóru stofnunar sem orðin er til og ég hef metnað til að takast á við það. Mér finnst gaman að vera í samskiptum við fólk og það er ekki laust við að maður finni fyrir eftirsjá að fara úr beinni hjúkrun innan heilsu- gæslunnar,“ segir Anna María Snorradóttir, ný- ráðinn hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Hún lauk B.Sc.-prófi í hjúkrunarfræði frá Há- skóla Íslands árið 1984 og M.Sc.-prófi í heilsu- gæsluhjúkrun frá University of Michigan í Bandaríkjunum árið 1987. Anna María hefur sinnt ýmsum kennslustörfum hjá Háskóla Ís- lands, Nýja hjúkrunarskólanum og Rauða krossi Íslands. Hún hefur starfað sem deildarstjóri heilbrigðissviðs hjá RKÍ og verið sendifulltrúi við þróunarverkefni á vegum RKÍ. Anna María hefur verið deildarstjóri við heilsugæslustöðina á Selfossi frá 1999, þar af verið starfandi hjúkr- unarforstjóri frá árinu 2002. „Þetta er ný staða sem er að mörgu leyti ómótuð en fyrirmyndir eru frá öðrum stofnunum sem hafa verið sameinaðar. Hjúkrunarforstjór- inn vinnur að samhæfingu og heildarskipulagi hjúkrunar á stofnuninni en hjúkrunarsvið stofn- unarinnar er mjög viðamikið og margþætt. Um er að ræða hjúkrun á heilsugæslustöðvum á Suð- urlandi, Sjúkrahúsinu á Selfossi auk þess sem stofnunin rekur réttargeðdeildina á Sogni og heilbrigðisþjónustu á Litla-Hrauni. Hin faglega stjórnun á hverjum stað verður í höndum hjúkr- unarstjóra,“ segir Anna María. Áhersla á mikilvægi hjúkrunar Anna María situr í stjórn HSS ásamt fram- kvæmdastjóra, lækningaforstjóra og skrif- stofustjóra. „Það er stefna stjórnarinnar að nota afl stofnunarinnar til að veita sem besta þjón- ustu. Það er mikil þekking í hjúkrunargeiranum innan stofnunarinnar og við viljum auðvitað nýta þá fagþekkingu sem best fyrir fólkið. Ég sé mörg tækifæri í sameiningunni en í stórri stofn- un verður auðveldara með alla símenntun og endurmenntun starfsfólksins. Einnig verður nýting á allri sérþekkingu hjúkrunarfræðinga innan stofnunarinnar meiri og getur nýst öllu svæðinu í stað þess að vera staðbundin. Það er nóg af verkefnum til að sinna og stefnan er að kappkosta að gera vel og betur en áður,“ segir Anna María sem leggur áherslu á mikilvægi hjúkrunar í allri starfsemi stofnunarinnar og bendir á forvarnarþáttinn og fræðslu á ýmsum sviðum. „Hjúkrunarfræðingar eru vel menntaður og stór hópur sem sinnir mörgum rekstrarliðum og faglegum þáttum auk þess sem gæðamál á stofn- unum eru mikið í höndum hjúkrunarfræðinga. Það má alveg segja að við fylgjum fólki eftir frá vöggu til grafar og höfum heildræna sýn á fólki og þörfum þess,“ segir Anna María. Hún bætir við, spurðum það hvernig sé að starfa sem hjúkrunarfræðingur í heilbrigð- isþjónustunni: „Það er gaman að vera hjúkr- unarfræðingur og þetta er mjög gefandi starf. Það þykir kannski undarlegt að þrátt fyrir erf- iðar aðstæður oft á tíðum þá er alltaf gefandi að annast fólk. Við horfum á allt lífsferli mannsins sem eðlilegan þátt, einnig líknarþáttinn þegar fólk skilur við lífið.“ Lífið er tækifæri til að þroskast „Ég er útivistarmanneskja og sæki orku í úti- veru, svo stunda ég líka jóga í frítímum,“ segir Anna María sem á fjögur börn og eru þrjú þeirra heima við. „Lífið er tækifæri þar sem manni gef- ast ákveðnir möguleikar til að þroskast og eflast. Það sem maður fæst við verður alltaf til aukins þroska. Ég vil sjá þessa stofnun okkar hér á Suð- urlandi eflast og að við getum boðið upp á mjög góða þjónustu. Við erum með fólk sem hefur góða þekkingu til að takast á við þetta verkefni. Það er mikill kostur fyrir íbúana að geta sótt þessa þjónustu í heimabyggð,“ segir Anna María Snorradóttir, hjúkrunarforstjóri Heilbrigð- isstofnunar Suðurlands. Nýr hjúkrunarforstjóri á Suðurlandi sér mörg tækifæri í heilbrigðisþjónustunni Það er alltaf gefandi að annast fólk Eftir Sigurð Jónsson fréttaritara Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Nýr hjúkrunarforstjóri Anna María Snorra- dóttir er mikil útivistarmanneskja og stundar jóga í frítíma sínum. Stokkseyri | Nú er hægt að lesa ljóð og lauga sig samtímis í Sund- laug Stokkseyrar. Ljóð í lauginni er samstarfsverkefni Bókasafns og Sundlaugar Stokkseyrar. Þetta er í annað sinn sem þessir aðilar taka höndum saman og gefa sundlaug- argestum kost á menningu samfara heilsubótinni. Ljóðskáldið í ár er Stokkseyringurinn Guðríður Ester Geirsdóttir. Brot úr ljóðinu Til þín Óbeislað haf sem brotnar á klettum og mótar þar listaverk sem enginn getur eignað sér. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Ljóð í lauginni ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.