Morgunblaðið - 02.04.2005, Side 28

Morgunblaðið - 02.04.2005, Side 28
28 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Sikileyingar eru sérstaklegastoltir af Normanna-tímabilinu, sem stóð í tværaldir frá árinu 1100,“ segir Gylfi Guðjónsson sem sótti eyjuna heim sl. haust. „Miklar byggingar og minnismerki eru frá þessum tíma, m.a. má nefna konungshöllina í Palermo, þar sem þing og heima- stjórn hefur aðsetur, og dómkirkj- una í Monreale, djásn eyjarskeggja. Sikiley á sinn sérfána, en hefur af- ar sterka stöðu innan ítalska lýð- veldisins. Níutíu þingmanna heima- stjórn situr á eyjunni, þar af sitja 50 þeirra á ríkisþinginu í Róm. Ein stærsta tekjulind landsmanna er ferðamenn og fræg eru hin góðu vín frá Sikiley." Gylfi bendir á að mafían hafi fest rætur á Sikiley á 14. öld og hefur ríkt þar síðan. "Orðið „mafía“ þýðir í raun „vinátta“. Mafíuleiðtogar voru fengnir til að aðstoða heimamenn þegar bandamenn hertóku eyjuna úr höndum Þjóðverja og Ítala í seinni heimsstyrjöldinni. Saga mafíunnar er blóði drifin, en fyrstur til að gera tilraun til að uppræta hana var ein- ræðisherrann Benito Mussolini. Þegar hann komst til valda eftir fyrri heimsstyrjöldina, hóf hann grimmilega herferð gegn mafíunni, en sú aðför lognaðist út af er Muss- olini og Ítalía drógust inn í seinni heimsstyrjöldina. Hátoppur í víga- ferlum mafíunnar mun hafa verið ár- ið 1976 þegar Aldo Moro, forsætis- ráðherra Ítalíu, var myrtur.“ Óvina heimsóknir Á Palermo-flugvelli tók heimamað- urinn Riccardo Borga á móti hópn- um og var honum til halds og trausts allan tímann. „Fjallið Pellegrino gnæfir yfir höfuðborgina í 860 metra hæð og þaðan sést vel yfir hafið og borgina. Varðturnar frá liðnum öldum eru áberandi um alla Sikiley frá strönd- um til fjalla og þegar sást grilla í óvinaskip, var eldur kveiktur og reykmerki gefin til að láta eyj- arskeggja vita af grunsamlegum heimsóknum. Palermo er borg full af bílum, þröngum götum, gömlum húsum, skemmtilegu fólki og er borgin sér- lega vinsæl til ráðstefnuhalds. Graf- hýsi eða katakomburnar í Palermo eru fræg fyrirbæri, en upphafsmenn grafhýsanna voru Capuchins- munkar. Sjá mátti átta þúsund múmíur frá 1599 til 1920, en árið 1971 var sett alþjóðlegt bann á slíkt verklag með látið fólk. Þekktasta múmían er af Rosaliu Lombardo, tveggja ára stúlku, sem lést 6. des- ember 1920. Læknirinn dr. Solafia frá Palermo meðhöndlaði líkið með efnum, sem hann gaf aldrei upp hver væru, en ennþá virðist sem Rosalia haldi útliti sínu og sofi værum svefni. Minnismerki fyrri tíma Íslenski hópurinn heimsótti bæina Cefalu, Monreale og Caccamo, sem vert er að skoða. „Cefalu er sextán þúsund manna ferðamannabær með mikla sögu, um 70 km austur af Palermo. Stór höfði klýfur bæinn og þar í kring má sjá rústir gamalla bygginga, sem taldar eru vera um þrjú þúsund ára gamlar. Ekki er vit- að hvaða fólk var þarna á ferðinni, en sjá mátti m.a. höggvin göng gegnum bergið með útgönguleið neðar í höfðanum. Bærinn Caccamo er staðsettur uppi í dal á milli Cefalu og Palermo og er þekktur fyrir forna kastala og miðaldalegan miðbæ. Bærinn dreg- ur ekki að sér ferðamenn, en þó mátti þar í miðaldakastala skynja vald og auð fyrri tíma, þar sem jafn- vel saklaust fólk var látið játa á sig sakir eða sekt annarra í dýflissum, lofað lífi og framtíð, en síðan líflátið til öryggis. Í bænum var haldin sex- réttuð veisla að sikileyskum sið með viðeigandi veigum, söng og dansi,“ segir Gylfi. Snekkjan vélarvana Að morgni eins ferðadagsins var hópurinn mættur í góðu veðri að skemmtisnekkju við höfnina í Cefalu því daginn átti að nýta til siglinga. „Harmonikkurnar voru þandar um borð og útsýni frá hafi í átt til Sikil- eyjar stórkostlegt. Eftir þó nokkra siglingu, kom mikill reykur frá vél snekkjunnar og hún stöðvaðist. Þar sem enginn í áhöfninni þekkti til vél- arinnar, var ákveðið að senda tvo reynda íslenska trillukarla niður í vélarrúm og í ljós kom að vatn var í olíunni. Þeir hófu þegar viðgerð með gamalli rörtöng og dældu vatni út af vélinni og úr tönkum skipsins. Haft var samband í land og óskað eftir vélasérfræðingi og öðru skipi til að taka við farþegunum ef ekki tækist að koma vélinni í gang. Svo fór þó að sérfræðingurinn kom vélinni í gang með aðstoð Íslendinga og verkfær- um um borð sem áhöfnin vissi ekk- ert um,“ segir Gylfi. Hið fræga eldfjall Etna, sem trón- ir í fjögur þúsund metra hæð, var svo auðvitað líka sótt heim. Fjallið hafði nýlega gosið og enn mátti sjá eldana frá bænum Taormina, þar sem Halldór Laxness skrifaði Vef- arann frá Kasmír. Farið var á rútu upp í 1.800 metra hæð þar sem er óvirkur gígur á stærð við Kerið og ótrúleg byggð um hlíðar allt í kring. Þarna er m.a. að finna þorp, sem fór undir hraun árið 1669, eyddist og byggðist upp aftur, en er nú eina byggðarlag Sikileyjar sem á sér eng- ar fornminjar. Kirkjan í hlíðinni slapp og enn má sjá hraunflákana beggja vegna við hana. Upp úr hrauninu vaxa sérstakar vínþrúgur, sem ræktaðar eru til víngerðar. Rútuumferð er ekki leyfð í bæn- um Taormina, sem byggst hefur í ótal hæðum. Þar er hringleikahús frá liðnum öldum auk þess sem Taormina státar af bestu baðströnd- um Sikileyjar ásamt bænum Cefalu, að sögn Gylfa Guðjónssonar. Ljósmynd/Sighvatur Cassata Hluti af bænum Cefalu og höfðinn mikli með hofunum, séð frá skemmtiferðaskipinu undan ströndum Sikileyjar. Þröngar götur á slóðum mafíunnar  SIKILEY TENGLAR ..................................................... Vefsíða fylgdarmannsins www.son.it join@mbl.is Sikiley er heillandi heimur með fallegum bað- ströndum, miklu fjalllendi og tveimur virkum eld- fjöllum. Gylfi Guðjónsson fór í haust ásamt ferða- félögum í þægilegt Miðjarðarhafsloftslagið. Héraðsráðið í gamla bænum Caccamo þar sem loftið lyktar af aldagamalli mafíu. Hallandi undir flatt er Gylfi Guðjónsson og ferðafélaginn Sighvatur Cassata, sem er hálfur Sikileyingur, situr við borðið. Ljósmynd/Sighvatur Cassata Bræðurnir Sigurður og Sævar Hannessynir þenja nikkurnar eftir vel heppnaða ferð Sævars í vélarrúm skemmtisnekkjunnar. Fossavatnsgangan Fossavatnsgangan á Ísafirði er elsta skíðamót sem enn er við lýði á Íslandi og hefur jafn- framt verið fjölmennasta skíða- göngumót landsins undanfarin ár, með 100–150 þátttakendur. Komin er hefð á að gangan fari fram fyrsta laugardag í maí og markar hún jafnan lok skíða- vertíðarinnar hér á landi. Að þessu sinni fer ganga þó fram hinn 30. apríl. Göngunni er ætl- að að vera vettvangur fyrir alla unnendur skíðaíþróttarinnar og hollrar útiveru, hvort sem það eru þrautþjálfaðir keppn- ismenn, útivistarfólk, trimm- arar, byrjendur eða börn. Allir geta valið sér vegalengd við hæfi, og hversu breitt sem bilið verður á milli manna í braut- inni, þá sameinast allir að göngu lokinni í hinu víðfræga Fossavatnskaffi, þar sem við- urkenningar eru veittar og borðin svigna undan kaffikrás- unum. Skráning og nánari upplýs- ingar á www.fossavatn.com VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.