Morgunblaðið - 02.04.2005, Page 39

Morgunblaðið - 02.04.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 39 UMRÆÐAN HOLLENSKI auðkýfingurinn J.J. van Oosterom hefur á síðustu fjórtán ár fjármagnað og staðið fyrir svokölluðu Amber-skákmóti í Món- akó. Það sem gerir fyrirkomulag þessa öfluga móts óvenjulegt er að keppendur tefla annars vegar eina blindskák þar sem tímamörkin eru 25 mínútur + 20 sekúndur á hvern leik og svo hefðbundna atskák. Þetta er ekki eini óvenjulegi skák- viðburðurinn sem þessi umsvifa- mikli auðkýfingur hefur staðið fyrir á síðustu 15 árum. Í nokkur ár í röð fjármagnaði hann einvígi á milli sterkra hollenskra stórmeistara og öflugustu kollega þeirra í heiminum. Einnig stóð hann fyrir veglegu skákmóti í Buenos Aires árið 1994 sem tileinkað var Sikileyjarvörn og eins helsta sérfræðingsins í þeirri byrjun, rússneska stórmeistarans Lev Polugaevsky. Allt fram til árs- ins 1998 sá hann til þess að keppni færi fram á milli stórmeistara sem voru öflugastir í heiminum á tíma- bilinu 1950–1980 og færustu skák- kvenna heims. Friðrik Ólafsson tefldi einu sinni í slíkri keppni sem fram fór í Vín árið 1993. Stuttu eftir síðustu keppnina af þessu tagi varð hann afar heilsuveill og í febrúar 1999, sagði hollensk skákkona grein- arhöfundi, að ættingjar mannsins hefðu þá afráðið að hætta öllum fjár- austri til skáklistarinnar fyrir utan að halda áfram með Amber-mótið. Þessi saga á við um marga auðkýf- inga sem haft hafa áhuga á að styrkja skáklistina; af einni eða ann- arri ástæðu draga þeir úr þátttöku sinni. Hinsvegar er afar ánægjulegt að þetta skemmtilega mót sé enn haldið á hverju ári. Flestir af öfl- ugustu skákmönnum samtímans hafa tekið þátt þar fyrir utan Garry Kasparov. Það hefur verið tilfinning höfundar að ein ástæða þess að Vishy Anand hefur ekki blómstrað meira sem skákmaður sé sú að undir niðri þyki honum Kasparov hafa staðið sér framar. Þetta hafi gert það að verkum að í undirmeðvitund- inni tryði hann því ekki að það yrði almennt viðurkennt að hann væri sá besti. Núna þegar skrímslið með þúsund augun hefur dregið sig í hlé ætti að vera tækifæri fyrir stiga- hæsta virka skákmann heims að sýna virkilega hvað í honum býr. Á Amber-mótinu í ár gerði hann það svo sannarlega þar sem munaði tveimur og hálfum vinningi á honum og næsta manni. Forsenda þessara yfirburða var frábær byrjun hans á mótinu en að loknum sjö umferðum af 22 hafði hann unnið allar skákir sínar. Í annarri umferð tefldi Ind- verjinn snjalli hvasst til sigurs í blindskák sinni gegn Franscisco Ponz Vallejo. Hvítt: Viswanathan Anand (2.786) Svart: Francisco Pons Vallejo (2.686) 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. g4 h6 8. Bg2!? e5 9. Rf5 g6 Í skákheimi nútímans hafa öflug- ustu meistarar heims þann lúxus að geta notað skákforrit og skákgagna- banka til þess að aðstoða sig við að þróa sig í listinni. Á tíma Friðriks og Fischers var það ekki hægt en í dag þýðir það að menn fórna peðum og mönnum oft snemma tafls án þess að taka með því teljandi áhættu. Áttundi leikur hvíts hafði í för með sér annaðhvort peðstap eða manns- fórn og að sjálfsögðu velur Anand síðari kostinn. (Sjá stöðumynd 1) 10. De2! Hugmyndin er að langhrókera, leika f-peðinu til f4 og opna svörtu kóngsstöðuna. Þessu hefur áður ver- ið leikið en ekki á meðal þeirra bestu. 10. ...gxf5 11. exf5 Bd7!? Nýjung sem hefur í för með sér að svartur fær tvo létta menn fyrir hrók í stað þess að vera manni yfir. Rökin fyrir hugmyndinni eru þau að þægilegra verður að tefla svörtu stöðunni en Anand sýnir fram á ann- að. 12. Bxb7 Bc6 13. Bxa8 Bxa8 14. Hg1 Rbd7 15. 0-0-0 Be7 16. h4 Da5 17. Bd2 Rd5 18. Rxd5 Dxd5 19. Dxa6 Bb7 20. Da3 Dc6 21. Bb4 Rb6? 22. g5! Svartur verður nú verulega að- þrengdur og skömmu síðar hrynur staðan. 22. ...hxg5 23. hxg5 Kd7 24. f6 Rc4? 25. Dc3 Bf8 26. b3! Rb6 27. Dxe5 Hh4 Hvítur lýkur nú skákinni með lag- legri og einfaldri fléttu. (Sjá stöðumynd 2) 28. Bxd6! Dxd6 28. ...Bxd6 hefði verið svarað með 29. De7+ Kc8 30. Hxd6 og hvítur vinnur. 29. Hxd6+ Bxd6 30. Hd1 Rc8 31. g6 Hh1 32. Df5+ og svartur gafst upp. Sigurvegari á svona móti þarf einnig að hafa stríðsgæfuna með sér. Í atskák þar sem Anand hafði hvítt gegn Veselin Topalov, en sá deildi nýverið efsta sætinu með Kasparov á Linares-ofurskákmótinu, kom upp eftirfarandi staða eftir 45. leik hvíts: (Sjá stöðumynd 3) Anand hafði haft aðeins betra tafl en Búlgarinn hafði ýtt a-peðinu of langt fram þannig að máthætta skapaðist. Hann var enn grandalaus um hana þegar hann lék 45. ...Bf8? en svo virðist sem 45. ...Ka2 hefði haldið jöfnu. Indverjinn var ekki lengi að nýta sér þetta og eftir 46. Rd3! gafst svartur upp þar sem hann verður mát bæði eftir 46. ...Ka2 47. Bb2 a3 48. Rc1# og 46. ...Bxc4 47. Bb2+ Ka2 48. Rc1#. Lokastaða mótsins varð annars þessi: 1. Viswanathan Anand (2.786) 15½ vinning af 22 mögulegum. 2. Alexander Morozevich (2.741) 13 v. 3.–4. Vassily Ivansjúk (2.711) og Peter Leko (2.749) 12 v. 5. Vladimir Kramnik (2.754) 11½ v. 6.–8. Peter Svidler (2.735),Veselin Topalov (2.757) og Alexei Shirov (2.713) 11 v. 9. Boris Gelfand (2.696) 10 v. 10. Francisco Pons Vallejo (2.686) 9½ v. 11. Evgeny Bareev (2.709) 8 v. 12. Loek Van Wely (2.679) 7½ v. Enn vekur athygli að „heims- meistarinn“ Vladimir Kramnik blandar sér ekki alvarlega í toppbar- áttuna í móti sem hann teflir í. Von- andi hefjast menn brátt handa við að koma sér saman um einn viður- kenndan heimsmeistara, nú þegar Kasparov hefur stigið af sviðinu. Reykjavíkurrisarnir mynda nýjar stjórnir Stærstu taflfélögin í Reykjavík, Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir, héldu fyrir skömmu aðal- fundi sína og varð nokkur endurnýj- un í báðum stjórnum félaganna. Hinn 10. mars sl. hélt Taflfélag Reykjavíkur sinn aðalfund og varð Óttar Felix Hauksson kjörinn for- maður. Á sínum fyrsta stjórnarfundi skipti stjórnin með sér verkum þannig að fráfarandi formaður, Torfi Leósson, er varaformaður, Gunn- laugur Karlsson er gjaldkeri og Rík- harður Sveinsson er ritari. Aðrir meðlimir stjórnarinnar eru: Bene- dikt Jónasson, Ólafur Kjartansson, Sigurlaug Friðþjófsdóttir, Ólafur Ásgrímsson, Þorfinnur Björnsson, Kristín Sigurðardóttir og Ásgeir Tryggvason. Fram kemur í frétta- tilkynningu frá félaginu að hin nýja stjórn hyggist efla barna- og ung- lingastarf félagsins og jafnframt verði stefnt að því að senda lið til keppni á Evrópumeistaramót tafl- félaga á Ítalíu seinna á árinu. Tafl- félagið Hellir hélt sinn aðalfund 31. mars sl. og var Gunnar Björnsson endurkjörinn formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru: Lenka Ptácník- ová, Kristján T. Högnason, Davíð R. Ólafsson, Vigfús Óðinn Vigfússon, Andri Áss Grétarsson, Þorsteinn Hilmarsson, Hrannar Baldursson og Sigurbjörn Björnsson. Þeir tveir síðastnefndu eru nýir í stjórn en báðir hafa komið við sögu í fé- lagsmálum skákhreyfingarinnar þó að þetta sé í fyrsta skipti sem þeir sitja í stjórn Hellis. Anand sigrar með glæsibrag á Amber-skákmótinu Anand og Topalov að kryfja skák sína til mergjar. Óttar Felix Hauksson og hans nýja stjórn í TR. Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Stöðumynd 3. daggi@internet.is Helgi Áss Grétarsson SKÁK Mónakó 14. Amber blind- og atskákmótið 19.–31. mars 2005 NÝVERIÐ stóð Reykjanesbær í annað sinn fyrir svokölluðu Fram- kvæmdaþingi. Markmiðið með þinginu er að draga saman upplýsingar um fyrirhugaðar fram- kvæmdir í og við Reykjanesbæ á árinu og fá glögga mynd af kostnaði við þær fram- kvæmdir sem fram fara á vegum sveitarfé- lagsins, ríkisins og verktakafyrirtækja. Bæði almenningur og verktakafyrirtæki stór og smá sýndu þessu þingi mikinn áhuga. Á forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem töluðu á þinginu um fyrirhugaðar fram- kvæmdir á þeirra vegum á árinu, var ekki annað að heyra, en að almenn bjartsýni ríki meðal manna um mik- inn uppgang í þessu fimmta stærsta sveitarfélagi á landinu. Eftir miklar umhverfisframkvæmdir og upp- byggingu á þjónustu við fjölskyldur sé staðan sú, að hingað horfi bæði fólk og fyrirtæki í æ ríkara mæli og sjái Reykjanesbæ sem góðan valkost. Ímynd Reykjanesbæjar Bæjaryfirvöld hafa unnið markvisst á þessu kjörtímabili að því að breyta ásýnd bæjarins með miklum umhverfisbótum. Breytingar sem auka enn frekar lífsgæði okkar sem nú þegar búum hér og störfum og jafnframt gera Reykjanesbæ enn betur í stakk bú- inn til að taka við fleiri íbúum og fjölga atvinnutækifærum í aðlaðandi umhverfi. Þannig hefur Reykjanes- bær öðlast betri og jákvæðari ímynd með breyttri bæjarmynd sem vakið hefur athygli. Umhverfisbreytingarnar eru einn þáttur þess að gera bæjarfélagið áhugaverðara til búsetu auk þess að hafa áhrif á lífsgæði fólks. Þess er nú þegar farið að sjást merki að þessi ákvörðun bæjaryfirvalda hefur verið rétt. Í nýju hverfi, Tjarnahverfi, hefur nú verið úthlutað 540 nýjum íbúðum og þar er einnig að rísa grunnskóli og nýlega var leikskólinn stækkaður. Jafnframt er mikill áhugi fyrir íbúð- um við sjávarsíðuna í Keflavík sem nú eru í byggingu og fleiri íbúðir á því svæði munu bætast við á næst- unni. Hér er verð á húsnæði mun við- ráðanlegra en t.d. á höfuðborgar- svæðinu. Gott samfélag Af þessu má ljóst vera að Reykja- nesbær er mjög svo ákjósanlegur valkostur til búsetu. Hér ríkir sá metnaður að samfélagið sé fjöl- skylduvænt. Á undanförnum árum hefur verið lagt mikið fjármagn í að hlúa að skólastarfi og gera grunn- skólana betur í stakk búna til að tak- ast á við krefjandi verkefni. Í því hverfi sem nú er að byggjast upp tekur til starfa í haust nýr grunn- skóli, sem mun leggja áherslu á nýj- ungar í kennsluháttum. Fjölbrauta- skóli Suðurnesja er öflugur framhaldsskóli og nú í haust tekur Íþróttaakademían til starfa í sam- vinnu við Háskólann í Reykjavík. Hér er val á milli sjö leikskóla þar sem börn eru tekin inn við 2ja ára aldur. Í bítlabænum er auðvitað rek- inn tónlistarskóli og eins og lands- menn vita er hér stundað öflugt íþróttalíf. Nálægðin við höfuðborgarsvæðið Nú hefur samgönguráðherra til- kynnt að lokið verði við að tvöfalda Reykjanesbrautina. Sú aðgerð er fagnaðarefni, en ekki eingöngu okk- ar sem búum á Reykjanesi, vegurinn er þjóðbraut allra landsmanna og tenging við alþjóðaflugvöll. Öruggari og betri akstursskilyrði er gífurlegt hagsmunamál fjölskyldna í landinu. Sú staðreynd að staðsetning Reykjanesbæjar, nærri alþjóða- flugvelli og nærri stóru atvinnusvæði sem höfuðborgarsvæðið er, hlýtur að vekja áhuga margra sem eru að huga að breytingum á sínum högum. Það er full ástæða til að vekja athygli á Reykjanesbæ sem hefur gjörbreyst á undanförnum árum eins og fram hefur komið. Hér er framsækið, fjöl- skylduvænt samfélag, sem býður nýja íbúa velkomna. Reykjanesbær samfélag í sókn Björk Guðjónsdóttir fjallar um Reykjanesbæ ’Nú hefur samgöngu-ráðherra tilkynnt að lokið verði við að tvöfalda Reykjanes- brautina.‘ Björk Guðjónsdóttir Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.