Morgunblaðið - 02.04.2005, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 02.04.2005, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar Sigurðs-son fæddist á Smiðjuhólsveggjum í Álftaneshreppi 7. október 1915. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness á páska- dag, 27. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Otúelsson bóndi, f. 31. ágúst 1869, d. 3. nóvember 1954, og Erlendína Erlends- dóttir, f. 13. júlí 1870, d. 3. desem- ber 1967. Systkini Sigurðar eru Sólmundur, f. 2. júlí 1899, d. 24. júní 1985, Guðmund- ur, f. 20. apríl 1902, d. 20. mars 1905, Guðrún, f. 13. nóvember 1903, d. 9. febrúar 1911, Þuríður, f. 20. desember 1905, d. 29. jan- úar 1911, Ingólfur, f. 20. mars Guðnadóttur og eiga þau fjögur börn. 5) Svala, f. 14. maí 1955, gift Pétri Vigfússyni og eiga þau þrjú börn. 6) Gunnar Erlendur, f. 24. nóvember 1961, sambýliskona Guðný Margrét Ingvadóttir og eiga þau fjögur börn. 7) Hafliði Ólafur, f. 30. apríl 1961, sam- býliskona Kolbrún Alma Rafns- dóttir og eiga þau fimm börn. Synir Jónu áður en hún giftist Gunnari eru Einar Guðbjörn, f. 11. október 1944, var kvæntur Ingibjörgu Bjarnadóttur og eiga þau þrjú börn, og Herbert, f. 21. febrúar 1946, sambýliskona Sess- elja Jónsdóttir og á hann fjögur börn. Gunnar dvaldi fyrstu árin að Smiðjuhólsveggjum og flutti síð- an að Sigguseli fjögurra ára gamall. Sautján ára kaupir hann Leirulækjarsel og flyst þangað með foreldrum sínum, byggði upp land og jörð sem bóndi alla sína ævidaga. Gunnar verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Borg á Mýrum. 1908, d. 5. febrúar 1911, og Guðmundur Valgeir, f. 30. desem- ber 1912, d. 3. mars 1984. Gunnar kvæntist 13. maí 1948 Jónu Einarsdóttur, f. 4. apríl 1927. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson í Túni á Eyr- arbakka og Halldóra Bjarnadóttir. Börn Sigurðar og Jónu eru; 1) Sigurður, f. 3. nóvember 1948, sam- býliskona Dómhildur Jónsdóttir. 2) Reynir, f. 9. desem- ber 1949, kvæntur Eddu Hauks- dóttur og eiga þau þrjú börn. 3) Margrét, f. 2. maí 1951, gift Guð- mundi Þór Hannessyni og eiga þau fjögur börn. 4) Halldór, f. 20. júní 1953, kvæntur Ragnheiði Mig langar í örfáum orðum að minnast föður míns, Gunnars Sig- urðssonar, er lést á sjúkrahúsinu á Akranesi, eftir stutta sjúkdómslegu. Hann var svo lánsamur að vera heilsuhraustur og þurfa lítið sem ekkert að gista sjúkrastofnanir. Pabbi var fæddur 7. október 1915. Hann var að mestu alinn upp í Sigguseli á Mýrum og Mýrunum unni hann og bjó þar alla tíð. Hann kaupir ungur Leirulækjarsel, svo ungur að hann þurfti að fá eldri bróður sinn til að skrifa sig fyrir jörðinni þar til hann sjálfur náði til- skildum aldri. Leirulækjarsel var talið kot í þann tíð en með upp- byggingu hans á húsakosti, sem enn stendur, og ræktun á landi varð þar annar bragur á. Faðir minn var framkvæmdamaður, gekk í það sem þurfti að gera, hvað sem það var. Ekkert verk var svo ómerkilegt eða óþarft að það væri fyrir neðan hans virðingu að vinna það. Er móðir mín lá á sæng gekk pabbi í verkin, hvort sem var að elda mat, sinna börnum eða þvo þvott. Fyrir honum voru ekki til kvenna- eða karlastörf, heldur einungis verk sem inna skyldi af hendi. Pabbi var mikill fjölskyldumaður og bar ætíð hag fjölskyldurnnar fyrir brjósti. Efnin voru ekki mikil á hans yngri árum og matur oft ein- hæfur, en ungur gat hann samt önglað saman fyrir fyrsta rifflinum og notaði aldrei öðruvísi skotvopn upp frá því. Á þennan hátt gat hann dregið björg í bú, fyrst á heimili foreldra sinna og síðar sínu eigin. Hann tíndi einnig egg, veiddi silung og hafði gífurlega gaman af veiði- skap. Og ekki skemmdi fyrir að skemmtuninni fylgdi líka not, þessi iðja færði mat í pottinn. Mamma og pabbi rugla saman reytum 13. maí 1948. Fjölskyldan stækkaði ört og til að geta séð sér og sínum farborða varð að breyta um og vélvæða búskapinn enn frek- ar. Til þess að svo mætti verða fór hann á vertíðar og í sláturhúsið til að standa undir þeim skuldbind- ingum. Einnig hafði hann verið lið- tækur við húsbyggingar, bæði heima og hjá næstu grönnum. Þetta leiddi til þess að hann var beðinn um að byggja bæði íbúðar- og úti- hús víða um sveitir. Engin réttindi hafði hann þó til þessara verka, reynslan hafði kennt honum það sem þurfti. Ég er elstur í þessum stóra systkinahópi og var lengi viðloðandi bernskuheimilið, þótt ég ynni frá búinu. Því var það svo að við feðgar urðum mjög nánir og miklir mátar. Pabbi var sá klettur er ég byggði mitt á. Þegar aldur og geta leyfði fór ég að vinna búinu það sem til þurfti. Hjá okkur feðgum var ekki alltaf nauðsynlegt að nota orð til að við skildum hvor annan, við vissum hvað gera þurfti og það var fram- kvæmt. Ég var svo lánsamur að fá að hjálpa til við að gera Leiru- lækjarsel að búvænlegri jörð, með föður mínum, á ýmsa lund. Pabbi æðraðist aldrei, það ég vissi. Hjá honum var aldrei fát eða fum. Ég man þegar einn bróðir minn veiktist hastarlega og flytja þurfti hann í hvelli á sjúkrahús. Pabbi fór með. Aðgerð var gerð á bróður mínum, sem síðan kom heim og batnaði. Ekkert vissum við hvað að honum hafði gengið. Síðar þetta sama ár veikist annar bróðir minn og þarf einnig að fara með hann á sjúkrahús. Þar er pabba sagt hvað amað hafði að hinum syni hans, sem reyndist vera alvar- legur sjúkdómur. Hann kaus að geyma þessar upplýsingar með sjálfum sér, til að koma ekki meira róti á fjölskylduna, þar til öll veik- indi væru yfirstaðin. Svona var pabbi, hann var bjargið sem tilvist okkar byggði á. Velferð okkar var honum ætíð efst í huga. Hann var einn af hetjum hversdagsins, hafði ekki hátt, gerði ekki úlfalda úr mý- flugu, hélt alltaf ró sinni, góður faðir og enn betri afi. Hann varð þess láns aðnjótandi að afabarn hans, Jóna Guðrún hjúkrunarfræð- ingur, hugsaði um hann af mikilli alúð síðustu vikurnar. Þau voru miklir mátar og einkar vel til vina. Jóna Guðrún hafði verið í sveit hjá honum og mömmu sem barn og sneri einu sinni illa á afa sinn. Hana langaði mikið í klossa sem voru í tísku en gat ekki fengið ömmu sína til að samþykkja kaup- in. Svo kom að því að fara átti í kaupstað. Mamma var búin að skrifa langan innkaupalista fyrir pabba. Jóna gerði sér lítið fyrir, stældi skriftina hennar og skrifaði á blaðið: Klossar fyrir Jónu nr. 30. Pabbi keypti auðvitað klossana í sakleysi sínu. Jóna hefur sannar- lega greitt fyrir klossana sína og meira til. Nú er göngu föður míns lokið. Við höfum átt saman farsæl ár sem ég er þakklátur fyrir. Pabbi var eins og bændur á hans tíma, frum- kvöðull. Hann ræktaði landið og umgekkst það með virðingu, byggði upp fyrir sig og framtíðina. Hann skilaði jörðinni betri og rík- ari en hann tók við henni. Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenskri jörð, veggi og vörður hlóðu og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefa og hnúum og höfðu sér ungir það takmark sett að bjargast af sínum búum og breyta í öllu rétt. (Davíð Stef.) Blessuð sé minning hans. Sigurður Gunnarsson. Hann Gunnar tengdapabbi og pabbi í Leirulækjarseli fékk að kveðja þennan heim á páskadags- kvöld. Það er yndislegur dagur. Við mæðgurnar fórum í Álfta- neskirkju á páskadag, sóknarkirkju okkar og Gunnars. Þar sungum við hárri raust sálminn Sigurhátíð sæl og blíð. Hefur sálmur þessi aldrei haft eins djúpstæð áhrif á okkur þar sem við vissum að Gunnar var orðinn mjög veikur. Gunnar var mjög góður maður, hlýr, traustur og umhyggjusamur. Hann mundi á sinni 90 ára ævi tímana tvenna og var gaman að fræðast um gömlu dagana hjá hon- um, ekki síst þar sem Mýrarnar eru okkar svæði hér í Þverholtum. Gunnar bjó hjá foreldrum sínum á Smiðjuhólsveggjum og Sigguseli á Mýrum. 17 ára festi hann kaup á jörðinni Leirulækjarseli og flutti þangað. Lýsir það vel manninum og dugnaði hans. Gunnar byggði upp jörðina, byggði íbúðarhús sem stendur enn. Hann vann við smíðar víða um sveitir og standa mynd- arlegar byggingar eftir hann. Gunnar var framsýnn bóndi og stundaði skepnur sínar með alúð og átti afburða góðar kýr sem komust á blöð með þeim nythæstu á landinu. Gunnar var með þeim fyrstu bændum sem eignuðust dráttarvél, hér um slóðir að minnsta kosti. Það var gaman að heyra sögur af utanlandsferðum þeirra hjóna. Það var auðheyrt að það voru með þeirra mestu gleðistundum í lífinu. Við erum mjög þakklát fyrir þær stundir sem þeir feðgar áttu saman síðustu vikurnar. Þeir voru oft tveir einir og töluðu um heima og geima. Þeir töluðu um hans upp- vaxtarár, skepnur, menn og mál- efni liðinna tíma. Okkur langar að láta fylgja ljóð eftir Sólmund bróður hans um vatn sem heitir Hólsvatn sem var hon- um mjög kært: Sit ég kæra vatnið við, vakir eins og fyrrum, undir kliðmjúku öldurið innst í víkum kyrrum. Inn í hjarta og hugar svið horfnar myndir streyma, ennþá gælir vorið við víkina mína heima. Elsku hjartans mamma, við vilj- um votta þér okkar dýpstu samúð við fráfall þíns góða eiginmanns. Hinsta kveðja. Þín Halldór og Ragnheiður. Hér kveðjum við elskulegan föð- ur, tengdaföður og afa með miklu þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Þín mun verða sárt saknað og munum við varðveita þær góðu minningar í hjörtum okkar. Guð geymi þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Jóna, megi Guð gefa þér styrk í gegnum þessa miklu sorg. Gunnar, Guðný og börn. Elsku afi minn. Ég er viss um að þegar þú lagðir af stað í ferðalagið langa varstu sáttur bæði við Guð, menn og dýr. Amma var hjá þér og flestöll börnin þín líka. Þessi stund er mér ógleymanleg! Þú varst bú- inn að byggja upp fallega jörð í Leirulækjarseli og búinn að koma níu góðum börnum til manns. Þegar ég var yngri kom ég oft til ykkar ömmu, Eddu og Reynis í sveitina og alltaf leið mér vel hjá ykkur. Það er mér ofarlega í huga hversu góða nærveru þú hafðir, alltaf hlýr, talaðir ekki of mikið, en það sem þú sagðir var alltaf ein- hvern veginn rétt með þennan líka yndislega hlátur og ekki var verra að augun þín hreinlega lokuðust þegar brosið var sem breiðast. Ekki get ég minnst þín án þess að nefna þegar ég refurinn þrettán ára gömul stalst til að skrifa á tossalistann sem amma gerði fyrir þig til að fara með í Borganes hvíta klossa handa Jónu númer 37. Auð- vitað datt þér ekkert annað í hug en að amma hefði skrifað þetta því heiðarlegur varstu og klossana keyptir þú. Síðan höfum við oft rifj- að þetta upp og hlegið mikið. Eins gleymi ég því aldrei að vera með þér einn morgun í fjósinu þeg- ar Eurovisonlagið hallelúja kom í útvarpinu, þá ljómaðir þú allur og söngst með fullri röddu enda mikill söngmaður. Mér fannst líka áber- andi hversu mikla virðingu og væntumþykju þú og amma sýnduð alltaf hvort öðru og þegar ég var unglingur fannst mér þið stundum full ástfangin fyrir minn smekk þá, en auðvitað á þetta að vera svona. Ég var svo heppin að fá að vera samferða þér núna síðasta mánuð- inn og verð ég þér að eilífu þakklát fyrir það. Þegar þú fórst heim í Borganes í hinsta sinn var ég ekki alveg viss um að ég hefði gert rétt en þegar þú settist inn í eldhús kom sælubros framan í þig og ég vissi að þetta var rétt ákvörðun. Í páska- egginu sem mamma gaf þér kom málshátturinn upp: „Göfuglyndi kemur ekki frá höfðinu heldur frá hjartanu,“ og þar er þér réttilega lýst, elsku afi. Mér þykir óendan- lega vænt um þig og votta ég ömmu, börnunum þínum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Þín Jóna G. Já, þá er komið að kveðjustund- inni, að kveðja afa Gunnar í Leiró, eins og við systurnar kusum að kalla hann. Þegar við komum til þeirra ömmu þá voru þau alltaf veitul. Amma byrjaði að ryðja á borðið einhverju góðu handa okkur og afi fór niður í kjallara að ná í kók handa okkur og spurði alltaf hvort við vildum nokkuð svona. Síðan settist afi á kollinn sinn hjá eldavélinni og hlustaði á okkur og ömmu ræða hin ýmsu veraldarmál. Og alltaf fannst honum við geta malað mikið, eins og hann sagði. Oft þegar við komum þá tók hann mynd af okkur og sagðist vera að klára filmuna. Oft hafði hann orð á því við Guð- rúnu hvað hún væri með tinnusvart og fallegt hár og með svo hvíta húð að hún væri eins og Mjallhvít. Já, það er víst óhætt að segja að við eigum endalaust mikið af minn- ingum um hann afa okkar og sér- staklega úr Leirulækjarseli þar sem þau amma voru sem eitt. Takk fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar, elsku afi. Hér kveðjum við með einu kvæði sem okkur finnst passa einstaklega vel við þig: Þú lést þér annt um litla sauðahjörð. Þú lagðir rækt við býlið þitt og jörð og blessaðir sem barn þinn græna reit. Þinn blómavöll, hvert strá, sem auga leit. Og þótt þú hvílir sjálfur undir súð, var seint og snemma vel að öllu hlúð, og aldrei skyggði ský né hríðarél á skyldur þínar, tryggð og bróður þel. Þú hafðir öllum hreinni reikningsskil. Í heimi þínum gekk þér allt í vil. Þú hirtir lítt um höfðingsnafn og auð, því hógværð þinni nægði daglegt brauð. (Davíð Stef.) Elsku afi, hvíldu í friði. Megi guð geyma þig og varðveita. Þínar Heiðrún og Guðrún. Elsku hjartans afi minn. Ég kveð þig með miklum söknuði, en núna ertu kominn á annan og betri stað og vonandi er yndislegt að vera þar sem þú ert. Mig langar að þakka þér fyrir allar þær yndislegu stund- ir sem við höfum átt saman og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt þig að í mínu lífi, þú varst alltaf svo ljúfur og góður við mig. Ég minnist þess sérstaklega að alltaf þegar ég hitti þig klappaðir þú mér á kinn- arnar og kysstir. Mér fannst það svo einlægt. Það var líka alltaf svo gott að koma í sveitina til þín og fá vöfflur. Þú varst sá eini sem gast gert stökkar vöfflur. Þær voru allt- af í sérstöku uppáhaldi. Ef þú bara vissir hversu oft ég hef reynt að gera afa-vöfflur myndir þú sjálfsagt hlæja. Ég gleymi því heldur aldrei að þegar ég var yngri hélt ég alltaf að þú gætir allt af því að þú varst með fjólubláar varir. Þessum vörum á ég aldrei eftir að gleyma. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki komið í sveitinna til þín og ömmu því þar var allaf fjör og gat maður hlegið sig máttlausan á að hlusta á ykkur tala saman. Þið voruð alltaf að stríða hvort öðru. En svo fluttuð þið í Borgarnes. Það var ofboðslega gaman að vera með ykkur þegar þið fluttuð. Þið voruð svo ánægð og ömmu fannst svo gaman að raða í nýju íbúðina. Þið gerðuð hana svo hlýlega og notalega. Ég verð alltaf svo róleg þegar ég kem þangað því ykkur fylgir svo mikil ró og friður en þó svo að þú hafir ekki fengið að vera lengi þar þá vona ég að þú hafir notið þess tíma sem þú fékkst að vera þar. En nú kveð ég þig, elsku besti afi minn, og með Guðs blessun og minni megir þú hvíla í friði. Amma mín, megi Guðs englar vaka yfir þér og gefa þér styrk á erfiðum tímum. Ég þakka þér, afi minn, fyrir allt það sem þú hefur gefið mér. Harpa G. Elsku Gunnar afi. Ég gæti ritað um þig endalaust, svo margar góðar minningar á ég um þig, en ég ætla bara að skrifa nokkrar línur. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég fékk að þvælast um sveitina með þér á gamla traktornum þegar þú varst að setja upp girðingar eða setja niður kartöflur. Þú varst svo sterkur og vandvirkur að það var gaman og lærdómsríkt að fylgjast með þér. Fyrir nokkrum árum fór ég með þér að skoða tóftirnar að bænum Smiðjuhólsveggjum þar sem þú fæddist og var sá dagur mér ógleymanlegur. Þar sagðir þú mér margt um sjálfan þig og við hvernig aðstæður þú þurftir að lifa fyrstu ár ævi þinnar. Það eru nokkrar manneskjur í mínu lífi sem ég kalla Gullmolana, en það eru manneskjur sem ég lít hvað mest upp til og ber mikla virðingu fyrir og það ekki að ástæðulausu. Kæri afi, þú varst svo sannarlega einn af þeim. Ég votta allri fjölskyldunni sam- úð mína og þá sérstaklega þér, elsku amma mín, en ég veit að þú átt um sárt að binda þessa dagana. Mig langar til að segja þér eitt sem Marsibil sagði við mig eftir hennar fyrstu heimsókn til þín og afa í Leirulækjarsel þegar við vorum ný- byrjuð saman, en þá sagði hún við mig að þið virtust vera svo ást- fangin eftir öll þessi ár saman. Guð blessi minningu þína, elsku afi minn. Hannes Þór. GUNNAR SIGURÐSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.