Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 47 MINNINGAR ✝ Þorleifur Gunn-arsson frá Fjalla- lækjarseli í Þistil- firði fæddist á Svalbarði í Þistilfirði 23. nóvember 1931. Hann lést á dvalar- heimilinu Nausti á Þórshöfn 25. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guðrún Soffía Jónsdóttir, f. á Brimnesi á Langa- nesi 19.6. 1896, d. 18.6. 1960, og Gunn- ar Kristjánsson, f. á Raufarhöfn 14.12. 1894, d. 13.4. 1973. Þau voru vinnuhjú á Svalbarði þar til Þor- leifur var níu ára gamall en þá fluttu þau að Bægisstöðum í Þist- ilfirði og bjuggu svo á Fjallalækj- arseli. Hálfsystkini Þorleifs sam- mæðra voru Margrét Kjartansdóttir, f. 13.3. 1920, d. 20.12. 2000, Jónína Kjartansdóttir, f. 16.12. 1922, d. 4.1. 2001, og Björn Kjartansson, f. 9.2. 1925, d. 8.12. 1998, eftirlifandi eiginkona hans er Sóley Oddsdóttir. Þau voru öll þau eru búsett í Kópavogi. b) Helga Sóley, f. 4.8. 1982, maki Gunnlaugur Snorri Hrafnkelsson, f. 11.1. 1977, börn þeirra eru: a) Stefán Hrafnkell, f. 7.4. 1998, og b) Íris Ósk, f. 18.2. 2002, þau eru bú- sett á Akureyri. c) Þorleifur Elís, f. 15.8. 1983, maki Ingibjörg Jóna Kristjánsdóttir, f. 6.6. 1983, sonur þeirra er Daníel Kristján, f. 11.7. 2004. Þau eru búsett í Reykjavík. Börn Guðrúnar og Jóns eru: d) Gísli, f. 18.7. 1987, e) Halldór, f. 30.11. 1990, f) María Valgerður, f. 18.12. 1991, g) Jón Fannar. f. 7.11. 1998. Jón og Guðrún eru búsett á Þórshöfn. 2) Sigríður Soffía, f. 5.7. 1961, d. 3.8. 1961. 3) Gunnar Kjart- an, f. 11.1. 1963, búsettur á Fjalla- lækjarseli, unnusta Ina Lever- köhne f. 10.3. 1973. 4) Sigríður Þórhalla, f. 13.2. 1964, maki Þor- steinn Ásmundur Waltersson, f. 13.2. 1966. Börn þeirra eru: a) Ása Sigurjóna, f. 17.12. 1992, b) Bjarki Már, f. 25.1. 1994, c) Margrét Hulda, f. 3.11. 1999, og d) Berglind Rún, f. 21.2. 2002. Þau eru búsett í Garði á Suðurnesjum. 5) Hrafn- hildur Lilja, f. 17.9. 1969, maki Guðni Örn Hauksson, f. 25.9. 1963, dóttir þeirra er Eva Guðný, f. 24.5. 2000, þau eru búsett á Þórshöfn. Útför Þorleifs fer fram frá Sval- barðskirkju í Þistilfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. búsett í Reykjavík. Þorleifur kvæntist árið 1961 eftirlifandi eiginkonu sinni Vil- borgu Þóroddsdóttur frá Hermundarfelli í Þistilfirði, f. 27.9. 1942. Foreldrar henn- ar voru Þóroddur Björgvinsson frá Borgum í Þistilfirði, f. 12.3. 1907, d. 20.2. 1986, og Kristbjörg Sigríður Árnadóttir frá Oddsstöðum á Mel- rakkasléttu, f. 8.7. 1922. d. 16.5. 2003. Þorleifur og Vilborg hófu bú- skap á Fjallalækjarseli 1958 og bjuggu þar allan sinn búskap. Þau eignuðust fimm börn, auk þess sem þau ólu upp elsta barnabarn sitt. Þau eru: 1) Guðrún Soffía, f. 8.7. 1960, maki Jón Ragnar Gíslason, f. 9.8. 1951. Guðrún var áður í sam- búð með Elvari Eyfjörð Erlings- syni frá Felli við Finnafjörð, börn Guðrúnar og Elvars eru: a) Vil- borg Anna, f. 14.11. 1979, maki Valur Dan Jónsson, f. 6.10. 1981, Okkur systkinin langar að minn- ast þín með örfáum orðum og þakka fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og ógleymanlegar samveru- stundir. Við vorum ekki há í loftinu þegar þú varðst að druslast með okkur hvert sem farið var, hvort sem það var út í fjárhúsið eða inn í heiði, gera við girðingar og fleira, og getum við alveg ímyndað okkur í dag að þú hefðir nú alla vega stundum verið fljótari að vinna verkin án okkar aðstoðar. Þú varst einstaklega hreinskilinn og mikið náttúrubarn sem ákvaðst að taka því sem að höndum bæri í lífinu og leysa það sem best af hendi. Ofarlega í huga er einn snjó- þungur vetur í desember þegar við vorum lítil, að vegurinn var ófær og engin leið að komast til Þórs- hafnar fyrir jólin á farartæki. Þá tókst þú fram skíðin og fórst á skíðum til Þórshafnar til að versla fyrir jólin og gistir gjarnan á Syðra-Álandi og dróst vörurnar á sleða heim á skíðunum um fjörutíu kílómetra leið í leiðindaveðri og mikið vorum við fegin að fá eplin þegar þú komst heim og að sjálf- sögðu voru keyptar jólagjafir í leið- inni. Svo voru það ófá kvöldin sem var tekið í spilin og spilað var bæði vist og bridge langt fram á kvöld og var oft mikið hlegið þá. Þú hafðir ein- staklega gaman af að spila og var farið milli bæja í sveitinni og spilað var nær öll fimmtudagskvöld áður en sjónvarpið kom til sögunnar. Á veturna voru ferðirnar á Búrfells- vötnin alveg einstaklegar skemmti- legar. Borað var niður í gegnum ís- inn og setið klukkutímum saman og beðið eftir að silungurinn gerði vart við sig. Við þökkum þér fyrir að hafa fengið að alast upp við mikla hrein- skilni, samviskusemi, dugnað og atorku og af þér lærðum við: að því sem þú getur gert í dag skaltu ekki fresta til morguns. Elsku mamma og aðrir aðstand- endur, við biðjum guð að blessa ykkur öll á erfiðum tímum. Okkur langar að kveðja þig með bæn og biðjum Guð að geyma þig með inni- legri þökk fyrir allt og allt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Sigríður Þorleifsdóttir, Gunnar Þorleifsson, Hrafnhildur Þorleifsdóttir. Elsku pabbi minn. Ekki datt mér í hug þegar ég sat á rúminu hjá þér á fimmtudagskvöldið að það yrði síðasta skiptið. Margt kemur upp í huga mér, þú sagðir alltaf þegar ég kom inn í sveit: „Ertu komin, Dúa mín?“ Allt- af var gaman að fara með þér í bíl- inn þinn, fara með þér að smala, sækja geiturnar, gera við girðing- arnar og margt fleira. Þú varst mikið náttúrubarn, þú hugsaðir vel um kisu þína. Þegar við fengum okkur kindur sagðir þú: „Er engin hvít?“ Það fannst þér gaman. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég passa mömmu fyrir þig. Guð geymi þig, elsku pabbi. Þín dóttir Guðrún Soffía. Elsku afi minn. Ekki óraði mig fyrir því að við myndum ekki hitt- ast aftur. Ég ætlaði að koma á föstudaginn en þá var það of seint, því miður náði ég ekki að kveðja þig, elsku afi minn. En ég veit að þér líður vel núna. Sama hversu veikur þú varst, alltaf komstu fram og spurðir hvar Íris og Stefán væru. Það verður tómlegt í sveitinni en ég veit þú verður alltaf hjá okkur. Margs er að minnast margs er að sakna. Guði sé lof fyrir liðna tíð. (V. Briem.) Far þú í friði, elsku afi minn. Guð geymi þig. Helga Sóley og fjölskylda. Við sem komin erum á efri ár verðum smám saman að sjá á eftir samferðamönnum okkar. „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er.“ Þorleifur Gunnarsson á Fjalla- lækjarseli er látinn og verður til moldar borinn á Svalbarði laugar- daginn 2. apríl. Þorleifur fæddist hér á Svalbarði. Foreldrar hans voru þá ógift vinnuhjú hjá foreldr- um mínum. Þau bjuggu síðar á Brekknakoti og Ytra-Álandi áður en þau fengu ábúð á Fjallalækj- arseli. Þar ólst Þorleifur upp og tók við búi af foreldrum sínum. Hann kvæntist Vilborgu Þóroddsdóttur frá Hermundarfelli, mikilli ágæt- iskonu, sem bjó þeim gott heimili. Fjallalækjarsel er harðbýl jörð. Þar er snjóþungt á vetrum og kal- hætta mikil en sumarland gott. Þorleifur var stórhuga. Hann hýsti og keypti jörðina, byggði íbúðar- hús og útihús og ræktaði tún sem kól alltaf af og til. Hann gafst ekki upp þrátt fyrir fóðurskort og fjár- hagsörðugleika. Það voru alltaf einhverjir tilbúnir til að rétta hon- um hjálparhönd ef á þurfti að halda. Þorleifur, „Holli“ eins og við ná- grannarnir kölluðum hann, var lengi gangnaforingi í Búrfellsheiði. Hann sinnti því starfi af mikilli samviskusemi. Oft var glatt á hjalla í eldhúsinu hjá þeim hjónum þegar gangnamenn voru að fara í eða koma úr göngum. Auk ýmissa gamanmála var rætt um hvernig hefði gengið að smala, hvort fé væri vænt, – sýndist þá sitt hverj- um; sumir sögðu féð vænt, aðrir töluðu um bölvuð kvikindi. Var féð innarlega í heiðinni? Var margt ókunnugt? Jú, það var margt af Öxarfjarðarfé innan til í heiðinni en það fór flest vestur en heimafé í Bægisstaðahlíð og á Mosfellstungu. Svo þurfti að spyrja hvort hefðu verið skildar eftir kindur og hvar. Þannig var skrafað og skeggrætt. Ég vil fyrir hönd okkar gangna- manna færa Þorleifi og Vilborgu sérstakar þakkir fyrir alla fyrir- greiðslu við gangnamenn og gesti sem komu á réttina á haustin. Þorleifur bjó með sauðfé en hafði kýr og hesta til heimanotkunar. Hann átti alltaf nokkrar geitur sér til gamans og sagði að hann hefði alist upp á geitamjólk á tímabili og ætti geitunum mikið að þakka. Þor- leifur og Vilborg eignuðust fimm börn. Fjögur komust upp og hafa þau hjálpað til við búskapinn og sonurinn, Gunnar, hefir nú tekið við búi. Þorleifur naut ekki mikillar skólagöngu en ég varð var við það að hann hugsaði stundum lengra en ýmsir aðrir sem töldu sig meiri menn. Þorleifur var áreiðanlegur maður og heiðarlegur í öllum við- skiptum. Með Þorleifi er genginn sérstak- ur persónuleiki sem margir munu minnast. Ég sendi Vilborgu og afkomend- um þeirra og tengdafólki innilegar samúðarkveðjur frá okkur hjónum. Sigtryggur á Svalbarði. ÞORLEIFUR GUNNARSSON Þökkum auðsýnda samúð og stuðning við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEINARS PÉTURSSONAR. Guðlaug Pálsdóttir, Margrét Steinarsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Steingerður Steinarsdóttir, Guðmundur Bárðarson, Helen Sjöfn Steinarsdóttir, Svanhildur Steinarsdóttir, Ragnar Friðrik Ólafsson, Svava Svanborg Steinarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, BERNHARÐ STEINGRÍMSSON, Tungusíðu 2, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 29. mars. Sigurbjörg Steindórsdóttir, Steingrímur Bernharðsson, Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Edvard Börkur Edvardsson, Bernharð Stefán Bernharðsson, Björg Maríanna Bernharðsdóttir, Sigurður Blomsterberg, Steingrímur Magnús Bernharðsson og afabörn. Elsku amma. Það eru margar minningarnar sem fljúga í gegnum hugann, bæði nú og síð- ustu vikur. Ég mun aldrei gleyma tilfinningunni sem fylgdi því að fara til Víkur og vita og bíða í ofvæni eftir því að það fyrsta sem maður sæi þegar maður keyrði inn í þetta fallega þorp væri húsið hennar ömmu Gauju. Maður fékk fiðring frá toppi til táar þegar maður labbaði upp tröppurnar, því að maður vissi að manns biðu skemmtilegar stundir. Amma var alltaf áhugasöm og for- vitin um líf okkar barnabarnanna og ástvina sinna allra. Alltaf gat maður spjallað við ömmu um allt milli himins og jarðar og hún hlustaði alltaf af miklum áhuga. Ef manni leið illa og fannst eins og maður væri með allar heimsins áhyggjur á herðunum þá var nóg að setjast hjá ömmu og hún strauk létt yfir vanga manns með silkimjúkri hendinni, klappaði manni á bakið og brosti. Þá hvarf það allt, allt það sem olli manni áhyggjum hvarf. Aldrei hverfur tilfinningin sem um mig fór þegar ég hitti ömmu síðast á lífi, hún var svo kvalin en samt sem áður var hún svo ánægð, ánægð að sjá okkur og finna fyrir allri ástinni sem streymdi til hennar. Þó svo maður vissi af öllum þessum kvölum sá mað- ur þær ekki svo auðveldlega, hún var baráttukona mikil. Í mínum augum og þeirra sem þekktu hana er hún sönn hetja. Ég settist hjá henni og barðist við tárin, því að það var sárt að hugsa til þess að einhvern tímann, kannski eftir viku og kannski eftir ár, myndi maður ekki fá að finna fyrir hendinni hennar ömmu, sem læknaði allt, strjúka sér um vanga. Þó svo að þetta hafi verið alveg ofboðslega erf- GUÐRÍÐUR UNNUR SALÓMONSDÓTTIR ✝ Guðríður UnnurSalómonsdóttir fæddist í Steig í Mýrdal 25. maí 1924. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi 16. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Víkurkirkju 26. mars. itt, og nokkur tár lekið niður kinnina í laumi, gátum við samt hlegið. Amma var hreinskil- in ef henni líkaði ekki eitthvað. Ég vann í gæludýraverslun í Reykjavík í nokkra mánuði og var sú gamla ekki sátt. Í fyrsta lagi var ég ein, yngsta barnabarnið, í Reykja- vík að vinna. „Borðar þú nóg, líður þér vel?“ Hún bað mig um að drífa mig heim í sveitina til þeirra sem elska mig, ekki húka þarna ein. Já, henni ömmu leist ekki á blikuna en það var meira, og það var þessi gæludýraverslun. Fugl- ar, fiskar, froskdýr, nagdýr, þetta voru sko ekki dýr í hennar augum, allavega ekki gömlu góðu dýrin í sveitinni sem amma þekkti svo vel frá fyrri tíð. „Sigga mín, ég er fegin að þú ert hætt í þessari dýrabúð, mér leist aldrei á það.“ Nei, það eru sko orð að sönnu enda brosti þessi elska breitt þegar að hún vissi að ég væri komin aftur heim í sveitina. Þegar ég fór að eldast og róast að- eins gat ég farið til ömmu, setið og spjallað, en það var fleira sem vakti áhuga minn og það voru gömul föt. Gamlir kjólar, peysur og pils frá því að amma var ung, og meira að segja skór ef því var að skipta. Amma skildi hvorki upp né niður í mér, hvað ég væri að sækjast eftir þessum gömlu lörfum af henni. En í dag er ég mikið þakklát, þakklát fyrir það að hafa fengið að eiga þessa fallegu kjóla og pils sem hún átti, meira að segja lykt- in hennar er enn þá til staðar í þeim. Þessi föt eru það mikilvægasta sem ég á eftir hana ömmu mína fyrir utan allar yndislegu minningarnar um yndislega konu. Síðustu vikur hafa verið ofboðslega átakanlegar en í staðinn eigum við svo mikið af góðum hugsunum og minningum sem eiga eftir að lifa í hjörtum okkar um ókom- in ár. Hvíl í friði, elsku amma, þú varst engill í mannsmynd en ert nú skær- asta stjarnan á himnum. Guð geymi þig, þín er sárt saknað. Hinsta kveðja. Sigríður Jónsdóttir. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.