Morgunblaðið - 02.04.2005, Side 57

Morgunblaðið - 02.04.2005, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 57 DAGBÓK Stjórnarnefnd NATO-þingsins fundar einusinni á ári í einhverju aðildarríkjaAtlantshafsbandalagsins og nú um þessahelgi kemur hún saman hér á Íslandi. Um eitt hundrað manns taka þátt í fundinum, bæði þingmenn og starfsmenn þjóðþinga aðildar- ríkjanna, auk embættismanna NATO-þingsins. Forseti NATO-þingsins er franski þingmaðurinn Pierre Lellouche. Fulltrúar Íslands á fundinum eru þrír, Guðmundur Árni Stefánsson, formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, Einar Oddur Kristjánsson og Magnús Stefánsson. Átta ár eru liðin síðan stjórnarnefndarfundur var haldinn á Íslandi, að sögn Andra Lúthers- sonar, alþjóðaritara á alþjóðasviði Alþingis. „NATO-þingið er alþjóðleg þingmannasamtök sem starfa sjálfstætt og óháð Atlantshafsbanda- laginu,“ segir Andri. „Það má segja að því sé ætl- að að vera ákveðinn þekkingarbrunnur fyrir þjóð- kjörna þingmenn sem veljast í þessar landsdeildir og efla eininguna milli aðildarríkja NATO. Jafn- framt er því ætlað að auka samskiptin við ríki sem ekki eru aðilar að NATO. Á annan tug ríkja eiga aukaaðild að NATO- þinginu og svo er talsverður fjöldi áheyrnaraðila og annarra samstarfsaðila.“ Segir Andri að þetta samstarf teygi sig ansi langt suður og austur. „NATO-þingið á náin sam- skipti við ríki Norður-Afríku, í Mið-Austurlöndum og jafnvel í Mið-Asíu.“ Andri segir stjórnarnefnd NATO-þingsins fjalla um innri málefni þingsins, um þingsköp NATO-þingsins, samskipti NATO-þingsins við þjóðþing samstarfsríkja, fjármál þess og annað sem kalla mætti venjuleg aðalfundarstörf. „Það eru aftur á móti engar efnislegar, pólitískar ákvarðanir teknar á þessum fundum,“ segir hann. Allt það starf fari fram í málefnanefndum NATO- þingsins, þær séu ekki á Íslandi að þessu sinni. Málefnanefndirnar eru að sögn Andra fimm; efnahagsnefnd, öryggis- og varnarmálanefnd, stjórnmálanefnd, vísinda- og tækninefnd og loks félagsmálanefnd. Þær fjalli um afmörkuð svið inn- an þessara geira, búi til skýrslur og ályktanir sem síðan er fjallað um á vorþingi og ársfundi NATO- þingsins. Þess á milli fari þær víða, heimsæki ríki og eigi viðræður við stjórnvöld og ýmsa aðra aðila. Stjórnarnefnd NATO-þingsins mun ekki aðeins sitja á fundum í heimsókn sinni hingað til lands. „Það á að fara með hópinn vestur á Snæfellsnes og fara þar upp á jökul. Þetta verður heilsdags skoðunarferð um Snæfellsnes og Vesturland. Það er þegar gerður góður rómur að þessari för,“ sagði Andri Lúthersson. Alþjóðasamstarf | Stjórnarnefnd NATO-þingsins fundar á Íslandi um helgina Eflir einingu aðildarríkja  Andri Lúthersson er ritari Íslandsdeildar NATO-þingsins. Hann lauk BA-gráðu í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands 1997 og MA- gráðu í alþjóðasam- skiptum frá Kent-há- skóla í Kantaraborg í Bretlandi ári síðar. Hann hefur starfað sem blaðamaður á Morgun- blaðinu og sendifulltrúi Rauða krossins í Makedóníu en hefur verið alþjóðaritari á al- þjóðasviði Alþingis frá 2000. Andri býr í Reykjavík ásamt unnustu sinni, Sigríði L. Gunnarsdóttur, og syni þeirra, Ísak Andrasyni. Íslandsmótið. Norður ♠G109 ♥Á A/Allir ♦ÁD1096 ♣ÁG54 Vestur Austur ♠87642 ♠ÁKD53 ♥KD1075 ♥86 ♦K ♦G8 ♣108 ♣D732 Suður ♠– ♥G9432 ♦75432 ♣K96 Þröstur Ingimarsson og Hermann Lárusson stóðu sig vel í þessu spili úr þriðja leik úrslitanna. Þeir voru í NS gegn Birni Eysteinssyni og Guðm. P. Arnarsyni: Vestur Norður Austur Suður Björn Þröstur Guðm. Hermann – – 1 spaði Pass 4 spaðar 4 grönd * Pass 5 tíglar 5 spaðar Dobl Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Innákoma Þrastar á fjórum grönd- um var vel ígrunduð, því hann sá í hendi sér að makker ætti stuttan spaða og væri því líklegur til að falla vel að öðrum láglitnum. Hermann valdi tígul- inn og Björn reyndi að yfirtaka samn- inginn með fimm spöðum. Þröstur doblaði nú til að sýna alvöru spil og Hermann ákvað þá að freista gæfunnar í slemmu. Björn kom út með hjartakóng og Hermann lagði niður tígulásinn í öðrum slag. Þegar trompkóngurinn kom, tók Hermann annað tromp og stakk svo þrisvar spaða og hjarta á víxl. Hann var að vonast til að fríspila fimmta hjartað, en það gekk ekki eftir og í lokastöðunni átti Hermann ÁGxx í laufi í borði og K9x heima með einu hjarta. Hann varð að náð þremur slögum á lauf og gerði það með því að spila út laufgosa og láta hann fara, enda hlaut austur að eiga drottninguna fyrir opnun sinni á spaða. Falleg slemma hjá Hemma. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Pétur Blöndal er ekki svo slæmur MÉR dettur Pétur aldeilis í hug þegar hann hóf máls á að það ætti að gefa öryrkjum tækifæri á að vinna úti í um 2 tíma á dag, án þess að skerða bætur og skattleggja, að mig minnir. Hann sagði að heilsufarið myndi skána, og ríkið græða þar af leiðandi. Sá hefur rétt fyrir sér. Ég undir- rituð hef þegið bætur í 4 ár en heils- an sýnist mér leyfa í dag að ég geti unnið 2–3 tíma á dag, og með það í farteskinu réði ég mig í þriggja tíma vinnu við matráðskonustörf, og átti að hefja vinnu 1. apríl. Mig langaði til að eiga smá pening aukalega svo ég fékk þær upplýsingar hjá Trygg- ingastofnun að af 52 þús. kr. bótum myndu þær skerðast verulega. Því miður gleymdi ég að reikna með líf- eyrissjóðsgreiðslum og félagsgjöld- um, þannig að varla stendur nokkuð eftir af nýja „kaupinu mínu“. Ég fór því sneypuför áðan til vinnuveitandans og tilkynnti að þetta gengi ekki upp. Héðan í frá mun ég leitast við að vinna eitthvað svart. En maður verður samt rétt- indalaus gagnvart vinnuveitanda. Sigríður Björnsdóttir, kt. 300438-7419. Þakkir fyrir góða dagskrá á Talstöðinni ÉG vil koma á framfæri kæru þakk- læti fyrir góða dagskrá á Talstöðinni um páskana, sérstaklega leikritin og upplestur Illuga á Ben Húr. Bestu kveðjur. Hlustandi. Mp3-spilari týndist NÝR mp3-spilari týndist í Breiða- gerði þriðjudaginn 29. mars milli kl. 13.30–14. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 847 7699. Skúli er týndur KÖTTURINN Skúli sem býr á Njálsgötu 32 hefur ekki komið heim síðan á páskadag. Sést hefur til hans í kringum Skóla- vörðustíginn. Skúli er brönd- óttur með hvíta bringu og loppur og brúna ól um hálsinn, nokkuð stór en mjög blíður og góður. Hann er hálf persneskur og því að- eins loðnari en margir kettir og með aðeins flatara andlit. Hann er líkleg- ur til að reyna að laumast inn um opna glugga eða hurðir til að sofa og gæti hafa lokast einhvers staðar inni ef hann hefur komist inn óséður. Þeir sem búa í nágrenni Njálsgötu eða Skólavörðustígs eru beðnir að svipast um eftir honum og þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband við Davíð í síma 862 7392. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HB FASTEIGNIR Sími 534 4400 • Hús Verslunarinnar, Kringlan 7, 103 Reykjavík Hrafnhildur Bridde löggiltur fasteignasali Sjarmerandi íbúð í grónu hverfi - Hraunbær 180, 110 Rvk. - 2 hæð verð 16,3 millj. OPIÐ HÚS Í DAG • Heildarstærð 95,5 fm • Fallegar innréttingar • 2 hæð • 2.svefherb. • Björt íbúð • Stutt í alla þjónustu • Stutt í alla þjónustu • Barnvænt hverfi • Laus við kaupsamning • Stutt í útivistarparadís Sigríður Hvönn, sölufulltrúi, sími 692 1010. 90ÁRA afmæli. Mánudaginn 4.apríl verður níræð Árný Snæ- björnsdóttir, Seljalandi 5, Reykjavík. Af því tilefni tekur Árný á móti gestum í dag, laugardaginn 2. apríl, í Víkinga- sal Hótels Loftleiða kl. 14–17. Blóm og gjafir eru afþakkaðar en söfnunarkassi frá Umhyggju, félagi til stuðnings lang- veikum börnum, verður á staðnum. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 2. apríl, ersjötugur Torfi Jónsson, kenn- ari og myndlistarmaður. 70 ÁRA afmæli. Í dag, 2. apríl, ersjötugur Kristján K. Hall, Vogatungu 31a, Kópavogi. Eiginkona hans, Edda Konráðsdóttir, á afmæli 4. apríl. Af því tilefni taka þau á móti ætt- ingjum og vinum í Blómasal Hótels Loftleiða kl. 15–17.30 í dag. 40 ÁRA afmæli. Í dag, 2. apríl, erfertugur Þorvaldur Kristinn Hilmarsson, Andrésarbrunni 12, Reykjavík. Í tilefni dagsins tekur hann á móti vinum og vandamönnum í dag frá kl. 14 til 17. LÚÐRASVEIT Reykjavíkur held- ur tvenna tónleika á Austurlandi um helgina, þeir fyrri verða í Vala- skjálf á Egilsstöðum í dag laugar- daginn 2. apríl kl. 17 og í Egilsbúð á Neskaupstað á morgun sunnu- daginn 3. apríl kl. 14. Gestur á báðum tónleikunum verður Berg- lind María Tómasdóttir, einn af færustu flautuleikurum landsins, sem reyndar er ættuð frá Nes- kaupstað. Þá munu nokkrir aust- firskir lúðraþeytarar taka þátt, en fyrir austan eru blásarar, sem jafnast á við þá bestu í landinu. Þar má nefna Gillian Haworth, Einar Braga Bragason og Tristan Willems. Undanfarin ár hefur Lúðrasveit Reykjavíkur gengið í gegnum mikla endurnýjun. Á meðan eldri meðlimir hafa verið að hverfa af vettvangi einn og einn hafa ungir félagar fyllt skörðin og er aldurs- breiddin nú allt frá 12 ára upp í 80 ára. Meðal hinna yngri félaga eru nokkrir Austfirðingar, sem hafa notið góðrar leiðsagnar Lárusar Halldórs Grímssonar hljómsveitar- stjóra og haft góðan félagsskap af sér eldri hljóðfæraleikurum. Má þar nefna Sóleyju Þrastardóttur flautuleikara, Báru Sigurjóns- dóttur saxófónleikara og Daníel Friðjónsson klarinettuleikara, sem mun leika einleik á tónleikunum. Efnisskráin verður í líflegri kantinum, en þar á meðal eru syrpur með lögum Stevie Wonder og Blood Sweat and Tears-hópsins, básúnueinleiksverkið Poeme a la Carte þar sem einleikari er Sigur- björn Ari Hróðmarsson og hið sí- gilda verk Rimsky-Korsakovs The Flight of the Bumblebee þar sem Daníel Friðjónsson verður í ein- leikshlutverkinu. Einnig verða flutt frumsamin tónverk meðlima sveitarinnar, „Hver tók ostinn minn“ eftir Báru Sigurjónsdóttur og „Óður“ eftir Lárus Halldór Grímsson hljómsveitarstjóra en þar er einleikari Berglind María Tómasdóttir. Lúðrasveit Reykjavíkur leggur land undir fót Tvennir tónleikar á Austurlandi SÝNINGU Ráðhildar Ingu- dóttur „Inni í kuðungi – Einn díll“ lýkur sunnudaginn 3. apríl í Kling & Bang galleríi, Lauga- vegi 23. Sýning Ráðhildar gengur út frá þeirri staðreynd listamannsins að draumar séu helmingur tilveru hennar og hefur hún endurgert drauma í formi myndbanda og innsetn- ingar í Kling & Bang galleríi. Kling & Bang gallerí er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18. Sýningum lýkur á Inni í kuðungi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.