Morgunblaðið - 02.04.2005, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.00
J.H.H. kvikmyndir.com
SV mbl
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I
Sýnd kl. 5.30 8 og 10.30.
Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára.
S.V. MBL.
SIDEWAYS
Þ.Þ. FBl
Will Smith er
HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
S.V. MBL.
K&F X-FM
Sýnd kl. 1.30 og 3.30 m. Ísl tali
Frábær grínmynd
fyrir alla fjölskylduna
r r rí
f rir l fj lsk l
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 8
HÆTTULEGASTA
GAMANMYND ÁRSINS
Sýnd kl. 2, 4 og 6 m. ísl. tali,
Sýnd kl. 4 og 6 m. ensku tali
K&F X-FM
ÓÖH DV
Frábær grínmynd fyrir alla fjölskyldunar r rí f rir ll fj l l
Ó.H.T Rás 2
S.V. MBL ÓÖH DV
K&F X-FM
Ó.H.T Rás 2
Sýnd kl. 2 m. Ísl tali
FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY
ÓÖH DV
ÓÖH DV
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.45.
kl. 2, 5, 8 og 10.45.
Sýnd kl. 2, 4 og 6 m. ísl. tali
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8 m. ensku tali
F R Á L E I K S T J Ó R A
AS GOOD AS IT GETS
Every family could use a little translation
Sýnd kl. 10.20
T I L B O Ð Á F Y R S T U S Ý N I N G A R D A G S I N S - A Ð E I N S 4 0 0 K R .
A T H : t i l b o ð s s ý n i n g a r e r u s é r m e r k t a r m e ð r a u ð u
3 3
Í fjölskyldu þar
sem enginn skilur
neinn mun hún
smellpassa í
hópinn
Í KVÖLD fara fram kvennarokkstónleikar í Klink og Bank þar sem fram koma sjö hljómsveitir
sem skipaðar verða konum að nær öllu leyti. Bera tónleikarnir yfirskriftina Tryllingur og spill-
ing. Það var Brúðarbandið sem blés til tónleikanna upphaflega og ásamt því leika Mammút, Brite
Light, Viðurstyggð, Donna Mess, Lazy Housewifes og Begga pönk. Sigríður Árnadóttir, gítar-
leikari Brúðarbandsins, lét hafa það eftir sér í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrradag að m.a. væru tón-
leikarnir ætlaðir sem viss hvatning til allra þeirra stúlkna sem vilja rokka, en hlutfall stúlkna í
rokksveitum er fátæklegt. Sagði hún hefðbundið hlutverk þeirra að vera í forgrunni, oftast sem
söngkonur, á meðan strákarnir sjái um græjumál og hljóðfæraleik. Hvatti hún ásamt Björgu úr
Donnu Mess stelpur til að kýla bara á það, það þyrfti ekki
háskólapróf til að stinga gíturum í samband. Þess má geta
að Brúðarbandið kemur fram ásamt íhlaupatrommara þar
sem trymbill þeirra, Sunna, er nýorðin mamma.
Tónlist | Kvennarokk í Klink og Bank
Tryllingur og spilling
Morgunblaðið/Þorkell
Brúðarbandið, sem hefur vakið mikla athygli innanlands sem utan að undanförnu, er ein
þeirra sveita sem fram koma á tónleikunum.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og
kostar einungis 500 kr. inn.
TVÆR íslenskar kvikmyndir verða frumsýndar
á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, IIFF 2005.
Þær eru heimildamyndin Bítlabærinn Keflavík
eftir Þorgeir Guðmundsson og tilrauna-
hreyfimyndin Þröng sýn eftir Guðmund Arnar
Guðmundsson og Þórgný Thoroddsen.
Bítlabærinn Keflavík segir frá því þegar
rokkið skilaði sér loks til Íslands og hvernig
unglingar í Keflavík höfðu forskot á aðra. Ara-
grúa mynda og myndskeiða af tónlistarflutningi
og mannlífi er fléttað saman við skemmtileg við-
töl við tónlistarmenn og aðra þátttakendur sem
segja okkur söguna með eigin orðum. Myndin
leitast við að einbeita sér að því að fanga stemn-
ingu spennandi og viðburðaríks tímabils í menn-
ingarsögunni. Við fáum að kynnast tónlist-
armönnunum sjálfum og sagan er rakin frá
sakleysi bítlaáranna í gegnum ólgu hippatím-
ans, stórsigra áttunda áratugarins, niðurlæg-
ingu pönkáranna og endurreisn keflavíkurbítla
sem kórónast í endurkomu Hljóma á fertugs-
afmælinu.
Þröng sýn er tilraunamynd í einu og öllu og
það endurspeglast í framleiðsluaðferð hennar.
Myndin sjálf segir sögu Arons sem er ungur
maður með áhyggjur af samskiptum fólks og
stöðu mannsins í nútímaþjóðfélagi. Hann
ákveður að framkvæma tilraun og fylgjast með
viðbrögðum fólks við henni. Í gegnum þessa
einstöku rannsókn og eftirfylgni við hana hittir
Aron nokkra áhugaverða einstaklinga sem hver
um segir sína sögu um hvernig fólk bregst við
tilraun sem þessari.
Með myndinni Þröngri sýn verður sýnd Ósk-
arsverðlaunamyndin Harvie Krumpet, en hún
var valin besta teiknaða stuttmyndin árið 2004.
Til viðbótar verða sýndar fimmtán eldri ís-
lenskar kvikmyndir, heimildamyndir og stutt-
myndir. Þær eru Börn náttúrunnar, Sódóma
Reykjavík, 101 Reykjavík, Englar alheimsins, Á
köldum klaka, Lalli Johns, Mjóddin – Slá í gegn,
Rokk í Reykjavík, Hlemmur, Burst, Money,
Memphis, Sympathy og Slurpurinn & co.
Hátíðin hefst á fimmtudaginn í næstu viku og
stendur í þrjár vikur.
Kvikmyndir | Kvikmyndahátíðin IIFF 2005
Tvær íslenskar
kvikmyndir
frumsýndar
Morgunblaðið/Eggert
Hljómar koma að sjálfsögðu mikið við sögu í
Bítlabænum Keflavík.
www.icelandfilmfestival.is
ALLIANCE française stendur fyrir tón-
leikum með djasstónlistarmönnunum og
bræðrunum Boulou og Elios Ferré á Nasa í
dag kl. 17. Tónleikarnir eru opnir öllum og er
aðgangur ókeypis.
„Sígaunatónlist nær engan veginn að lýsa
tónlist Boulou og Elios Ferré. Sú tónlist er
þeim þó í blóð borin því faðir þeirra, Matelot
Ferré spilaði með Django Reinhardt, sem og
frændur þeirra Baro og Sarane. Sígaunadjass-
inn er þeim því hugleikinn en þeim hefur tekist
að blanda honum saman við aðra tónlist og
skapa sér þannig eigin stíl,“ segir í tilkynningu
frá Af.
„Boulou lærði á gítar af föður sínum frá sex
ára aldri og sneri sér svo að klassískum gít-
arleik sem hann lærði hjá Francisco Gil auk
þess lagði hann stund á hljómfræði og tón-
smíðar hjá Olivier Messiaen. Hann hefur spil-
að með mörgum þekktum tónlistarmönnum
s.s. Dexter Gordon, Dizzy Gillespie, Kenny
Clarke, Chet Baker, Steve Lacy, Stéphane
Grapelli, Babik Reinhardt og Christian
Escoudé. Í tónsmíðum hans, útsetningum og
gítarleik má merkja áhrif frá jafnólíkum lista-
mönnum og Bach, Léonard Bernstein, Lennie
Tristano, Miles Davis og Lee Konitz,“ segir í
tilkynningunni.
„Elios lærði einnig á gítar hjá föður sínum
og svo flamencogítarleik hjá einum af nánustu
samstarfsmönnum Carlos Montoya. Hann
lærði hljómfræði og tónsmíðar hjá Pierre
Lantier og féll svo fyrir Jimi Hendrix. Hann
hefur spilað með Larry Coryell, Ed Thigpen,
Al Levitt og Svend Asmussen.“
Bræðurnir hafa spilað tveir saman síðan
1978 og hafa þeir leikið á tónleikum um allan
heim. Disk þeirra Pour Django var hrósað af
Barney Kessel og Chet Baker. Á síðasta diski
sínum Shades of a Dream, sem kom út á síð-
asta ári, bræða þeir sígaunadjassinn saman við
barokk og aðra tónlistarstrauma.
Tónlist | Alliance française býður til tónleika
Sígaunadjass
á Nasa Bræðurnir eru
þekktir fyrir
sígaunadjass
sem þeim tekst
að blanda við
aðra tónlist og
skapa sér eigin
stíl.
Tónleikar á vegum Alliance française með
Boulou og Elios Ferré á Nasa í dag kl. 17. Að-
gangur er ókeypis og tónleikarnir eru öllum
opnir. Nánari upplýsingar á af.ismennt.is.