Morgunblaðið - 02.04.2005, Page 64
64 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Ný tegund af fjölmiðlun hef-ur rutt sér til rúms, sember nafnið „podcasting“,
útvarp sem miðlað er í gegnum
Netið. Ekkert útvarpsleyfi þarf til
að gera þátt sem þennan heldur
getur hver sem er hætt sér í þenn-
an heim með aðstoð hljóðnema og
tölvu. Þetta er þó gerólíkt þeim út-
varpssendingum í gegnum Netið
sem flestir þekkja. Upptökur eru
sendar á ákveðna miðlara þar sem
þeim er safnað saman. Ókeypis
hugbúnaður gefur svo fólki um all-
an heim tækifæri til að hlaða þess-
um þáttum niður og hlusta á þá
hvar og hvenær sem er á mp3-
spilara eins og iPod frá Apple en
nafnið er komið þaðan (samsett úr
iPod og broadcasting). Hér verður
ekki farið ýtarlega út í tæknilega
hlið þessa máls heldur frekar velt
upp þeim möguleikum sem þetta
veitir.
Hægt er að lesa allt um pod-
útvarp á vefnum www.ipodder.-
org. Þar er hægt að fylgjast með
4.493 þáttum, með hjálp hugbún-
aðar sem skynjar nýjar skrár, í
gegnum RSS. Fólk gerist í raun
áskrifendur að þáttum að eigin vali
og líkist þetta að mörgu leyti því
að vera áskrifandi að hljóðtímariti.
Umræðuefni þáttanna er næst-um jafnmismunandi og þeir
eru margir. Ef aðeins er litið á
nokkra af efstu þáttunum á www.i-
podder.org verður fjölbreytnin
ljós. The Inside Scoop with Mark
Levine er pólitískur þáttur er segir
frá „fréttum sem fjölmiðlar greina
nærri aldrei frá og ríkisstjórnin
vill ekki að þú vitir“. Head Up
Your Ass Headlines – The Corey
and Jay Show lofar að færa fólki
skrýtnustu fréttirnar hvaðanæva
úr heiminum. Þarna er líka þáttur
á hebresku um vísindaskáldsögur,
myndasögur og svartan húmor og í
öðrum þætti er fjallað um gömul
húsgögn, leirkeragerð, gler og
málm. Þetta eru allt glænýir þætt-
ir, sem sagt er frá 30. mars.
Frumkvöðull í þessu er Adam
Curry, fyrrum kynnir hjá MTV.
Hann er með pod-útvarpsþátt sem
heitir Daily Source Code en í hon-
um spilar hann tónlist og spjallar
um hvaðeina, sem honum er efst í
huga. Nokkur þúsund manns
hlusta á þáttinn á hverjum degi.
Curry þessi er líka annar þeirra
sem þróaði pod-útvarpstæknina,
sem hefur verið aðgengileg síðan í
ágúst á síðasta ári.
Fjöldi pod-útvarpsþátta vexhratt. Í grein New York Tim-
es frá 19. febrúar voru þættirnir
3.075 talsins þannig að þeim hefur
fjölgað um 1.400 á þeim stutta tíma
sem er liðinn frá birtingunni.
Í greininni segir að pod-
útvarpsþættirnir geti haft mikil
áhrif á útvarp almennt á sama hátt
og bloggarar hafi haft áhrif á
blaðamennsku.
Þessu fylgir að fyrirtæki hafa
séð auglýsingamöguleika í miðl-
inum og er Heineken komið með
pod-tónlistarútvarp. Stjórn-
málamenn vilja líka nýta sér mögu-
leikann og er Donnie Fowler Jr.
þeirra á meðal. Hann notfærði sér
þetta í kosningaslag og segir að
nauðsynlegt sé að nota nýja tækni
til að ná til grasrótarinnar.
Markaðurinn er vissulega til
staðar því Apple hefur selt 10
milljónir iPod-spilara á síðustu
þremur árum, helmingur sölunnar
fór fram á síðustu mánuðum síð-
asta árs.
Flestir pod-útvarpsþættir eru þó
gerðir af ósköp venjulegu fólki í
stofum og svefnherbergjum um all-
an heim. Þetta fólk á það þó sam-
eiginlegt að hafa óvenjulega mik-
inn áhuga á ákveðnu málefni og
vilja tjá sig um það. Þetta er
ákveðin leið til að fá útrás og tæki-
færi til að miðla upplýsingum til
fólks með svipuð áhugamál.
Vefurinn www.podcastalley.comer líka góður til að leita uppi
skemmtilega þætti. Samkvæmt
hlustendum er fyrrnefndur þáttur
Curry sá fimmti besti. Á toppnum
trónir hinsvegar Catholic Insider.
Þar fær fólk sinn daglega skammt
af innanbúðar upplýsingum um
kaþólsku kirkjuna. Þarna er hægt
að hlusta á fréttir, viðtöl, tónlist og
fleira um kaþólska trú og lífsstíl.
Sem sagt, eitthvað fyrir alla!
Ný tegund útvarps
’Pod-útvarpsþættirnirgeta haft mikil áhrif á
útvarp almennt líkt og
bloggarar hafa haft á
blaðamennsku.‘
AF LISTUM
Inga Rún Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Árni Torfason
Hlustað er á þessa nýju tegund út-
varpsþátta í gegnum iPod eða aðra
sambærilega spilara.
ingarun@mbl.is
NOAH Wyle, sem
leikur Dr. John
Carter í Bráða-
vaktinni, hefur
ákveðið að hætta í
þáttunum. Wyle
hefur verið lengst
allra aðalleikara í þáttunum eða allt
síðan hann hóf göngu sína fyrir ell-
efu árum. Góðu fréttirnar eru þó
þær að nýverið var ákveðið að halda
áfram framleiðslu þáttanna í a.m.k.
tvö ár til viðbótar og hefur Wyle
meira að segja samþykkt að koma
við sögu í fjórum þáttum á næstu
tveimur árum.
Wyle er 33 ára og segist ekki vera
að hætta til að snúa sér að kvik-
myndaleik heldur til að geta betur
sinnt fjölskyldu sinni.
Carter kveður
Besta mynd ársins
Besti Leikstjóri
- Clint Eastwood
Besta Leikkona
- Hillary Swank
Besti Leikari í
aukahlutverki
- Morgan Freeman
H.J. Mbl.
Með tónlist eftir Sigur Rós!
in a new comedy by Wes ANDERSON
DV
HJ. MBL
Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda
Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson,
Cate Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum.
Sandra Bullock mætt aftur
vopnuð og glæsileg
í frábæru framhaldi sem er
drekkhlaðin af spennu og gríni!
Hlaut 2
Golden Globe verðlaun
sem besta
gamanmynd ársins.
Geoffrey Rush
sem besti leikari.
Kvikmyndir.is
DV
Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann!
Bráðfjörug, spennandi og sprenghlægileg gamanmynd
með ofurtöffaranum Vin Diesel í aðalhlutverki!
Óskarsverðlaunahafinn, Geoffrey Rush er frábær sem
Peter Sellers en myndin fjallar um feril og stormasamt
einkalíf eins besta gamanleikara heims.
The Life and Death
of Peter Sellers kl. 5.30 - 8 - 10.30
Mrs. Congeniality 2 kl. 5.40 - 8 - 10.20
Life Aquatic kl.5.30 - 8 og 10.30 b.i. 12
Phantom of the Opera kl. 8 b.i. 10
Les Choristes (Kórinn) kl. 6
Million Dollar Baby (4 Óskarsv.) kl. 5.30 - 8 - 10.30 b.i. 14
Ray (2 Óskarsv.) kl. 10,30 b.i. 12