Morgunblaðið - 02.04.2005, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 02.04.2005, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. STJÓRN breska fjárfestingarbank- ans Singer & Friedlander sendi í gær tilkynningu í bresku kauphöll- ina þar sem staðfestar voru viðræð- ur við Kaupþing banka sem leitt gætu til kaupa Kaupþings á öllu hlutafé bankans. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að brugðið geti til beggja vona í viðræðunum. Það muni skýrast þegar fram líður. Orðrómur um yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander hefur verið uppi um nokkra hríð en Kaupþing á fyrir nærri 20% hlut í breska bank- anum. Þess má geta að Burðarás á nærri 9,5% hlut í Singer & Fried- lander. Gengi bréfa í S&F hækkaði um 14,8% í gær og við lokun kauphall- arinnar í London var hluturinn í 322 pensum. Sömuleiðis hækkaði gengi KB banka í gær um 2,27% og var hluturinn í 540 við lokun Kauphallar Íslands í gær. Kaupþing hækkaði einnig í kauphöllinni í Stokkhólmi í gær um 2,44% og kostar hluturinn nú 63 krónur sænskar. Stuart Duncan, markaðsgrein- andi hjá Numis Securities í London, sagði í gær, að menn hefðu búist við því um hríð að KB banki keypti all- an hlutinn í S&F og slíkar vænt- ingar hefðu komið upp á yfirborðið með reglulegu millibili, allt frá því KB banki keypti 20% í fyrirtækinu árið 2003. Eigið fé S&F er um 40 milljarðar króna, eða svipað og eigið fé Lands- bankans og Íslandsbanka, en mark- aðsvirði S&F er um 60 milljarðar króna, mun lægra en markaðsvirði Landsbankans og Íslandsbanka. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, sagði í gær, þegar Morg- unblaðið spurði hann um hver væru áform KB banka með þessum við- ræðum við Singer & Friedlander Group: „Á þessu stigi hef ég ekkert að segja um málið. Það er einfald- lega of snemmt að tjá sig nokkuð um það.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hófust viðræður KB banka og S&F fyrir nokkrum vikum. Greinendur á markaði í London telja að líkur séu á því að af kaup- unum verði, því ella hefði stjórn S&F ekki birt tilkynningu sína í kauphöllinni í gær. Þeir telja sömu- leiðis að samningaviðræður muni ekki taka langan tíma og megi frek- ar áætla tímann í vikum en mán- uðum. S&F er með þrenns konar starf- semi: sjóða- og eignastýringu; einkabankaþjónustu á eynni Isle of Man og fyrirtækjaþjónustu. KB banki mun, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, sjá mikil samlegð- aráhrif af kaupunum á S&F, þar sem mjög lítil skörun er á starfsemi bankanna. S&F er til að mynda ekki með fyrirtækjaráðgjöf, aðstoð við yfirtökur, samruna, hlutafjárútboð og þess háttar, eða verðbréfamiðl- un. Ef samningar takast, er talið full- víst að KB banki setji íslenskan bankastjóra inn í Singer & Fried- lander. Kaupþing banki í yfirtökuviðræðum við Singer & Friedlander-fjárfestingarbankann Markaðsvirði S&F 60 milljarðar króna Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is FJARSKIPTAFYRIRTÆKJUM er gert skylt að halda skrá yfir þá sem úthlutað hefur verið símanúmerum í farsíma- og fastlínukerfum og ber kaupanda símakorts jafnframt að framvísa skilríkjum við kaup kortsins, að því er fram kemur í drögum að frumvarpi að breytingu á fjarskiptalögum sem fjallað var um í ríkisstjórn í gær. Þarna er um nýmæli að ræða þar sem til þessa hefur ekki verið skylt að skrá nafn við kaup á svonefndu símafrelsi, en fram kemur að óskráð símanúmer valdi vandkvæðum í lög- reglurannsóknum þegar þau séu notuð á ólöglegan hátt, eins og til að mynda þeg- ar settar eru fram hótanir í tali eða með SMS-skilaboðum. Þá tengist óskráð síma- númer oft fíkniefna- brotum og torveldi hlerun og rannsókn lögreglu á slíkum mál- um. Í frumvarpsdrögunum er einnig að finna ákvæði sem gera fjarskiptafyrirtækjum skylt að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð viðkomandi notanda í eitt ár í þágu rannsókna op- inberra mála og almannaöryggis. Skuli skráningin tryggja að hægt sé að upplýsa hver hafi verið notandi tiltekins auðkennis, símanúmers, IP-tölu eða notendanafns, auk þess að upplýsa um allar tengingar viðkom- andi, tímasetningar, tímalengd, hverjum var tengst, magn gagnaflutnings og hvort notandinn hafi haft frumkvæði að tengingu eða ekki. Er fjarskiptafyrirtækinu óheimilt að nota eða afhenda umræddar upplýsingar öðrum en lögreglu eða ákæruvaldi. Eitt ár hóflegur tími Fram kemur að þessar upplýsingar geti verið nauðsynlegar við rannsókn mála og sé eitt ár hóflegur tími með tilliti til þess að rannsókn hafi eðlilegan framgang og þess að einhver kostnaður sé samfara varðveislu gagnanna. Varðveislan sé nauðsynleg með- al annars með tilliti til þess að um höf- undaréttarvarið efni eða ólöglegt efni, eins og barnaklám, geti verið að ræða. Þá er fjarskiptafyrirtækjum einnig gert skylt að tryggja án endurgjalds þar til bær- um yfirvöldum aðgang að búnaði til hler- unar símtala og annarrar löglegrar gagna- öflunar í fjarskiptanetum sínum eða fjarskiptaþjónustu. Skylt að skrá öll símanúmer Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Breyting á fjarskiptalögum þriðjudag. Varðandi endurteknar vantraustsyfirlýsingar starfs- manna RÚV á hendur Markúsi sagði hann að hann sækti ekki um- boð sitt til starfsmannafunda. Hann segir ekkert fararsnið á sér úr stóli útvarpsstjóra. Jón Gunnar Grjetarsson, for- maður Félags fréttamanna, sagði að sér þætti Auðun Georg maður að meiri að hafa tekið þessa ákvörðun. Hann telur að heilmikla vinnu þurfi til, ef takast eigi að byggja upp á ný traust milli starfs- manna RÚV og útvarpsstjóra, eft- ir þá orrahríð sem á undan er gengin. Að sögn Jóns Gunnars kom það illa við fréttamenn RÚV þegar Auðun Georg upplýsti á fundi með þeim í gærmorgun að hann vildi gera vel við þá sem vildu með honum starfa og eins að hann hefði leitað til manna utan stofnunarinnar til starfa á frétta- stofunni. undirstriki mikilvægi þess að frumvarp um Ríkisútvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði sam- þykkt sem fyrst. Ákvörðun Auðuns Georgs olli Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, formanni útvarpsráðs, vonbrigð- um. Hann sagðist þó hafa fullan skilning á henni eftir þann hama- gang sem á hefði dunið. Gunnlaug- ur segir að sér hafi þótt fréttastof- an hafa gengið of hart fram vegna sinna hagsmuna. Það hljóti að vera umhugsunarefni fyrir ráða- menn á Ríkisútvarpinu. Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri kveðst ekki geta full- yrt nú hvort starf fréttastjórans verði auglýst á ný. Málið verði tek- ið fyrir á fundi útvarpsráðs, sem boðaður hefur verið næstkomandi „Ekki nýlega, nei,“ svaraði Auðun. Fréttamaðurinn kvaðst hafa öruggar heimildir fyrir því að Auðun hafi hitt formann útvarps- ráðs deginum áður og játaði Auð- un að slíkur fundur hefði átt sér stað, en hann myndi ekki ná- kvæmlega hvenær. Spurður um efni fundarins og hver boðaði hann sagði Auðun það vera trúnaðar- mál. Að lokum tók Auðun undir að fundurinn hefði verið haldinn deg- inum áður. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra segir að nú þurfi stjórnendur og starfs- menn Ríkisútvarpsins að taka höndum saman og gera það sem mestu máli skipti: Að starfrækja góða og öfluga fréttastofu. Þor- gerður telur að fréttastjóramálið AUÐUN Georg Ólafsson hætti við að þiggja starf fréttastjóra Út- varpsins í gær og skrifaði ekki undir ráðningarsamning vegna starfsins. Hann sendi frá sér yf- irlýsingu síðdegis í gær þar sem hann gerði grein fyrir ákvörðun sinni. Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Í viðtali sem ég veitti frétta- manni Ríkisútvarpsins í dag í til- efni af því að ég hæfi störf var með lævíslegum hætti reynt að koma mér í vandræði. Það tókst, þar sem ég vildi ekki rjúfa trúnað. En fréttamaðurinn var ekki hlutlaus, hann var málsaðili, og honum tókst ekki að gera greinarmun þar á.“ Umrætt viðtal var flutt í hádeg- isfréttatíma Ríkisútvarpsins í gær. Þar spurði Ingimar Karl Helgason fréttamaður Auðun Georg hvort hann hefði nýlega átt fund með formanni útvarpsráðs. Auðun Georg Ólafsson tekur ekki við starfi fréttastjóra Útvarpsins „Með lævíslegum hætti reynt að koma mér í vandræði“ Mikilvægt að frumvarp um RÚV verði samþykkt sem fyrst, segir menntamálaráðherra Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is  Vegið að persónu/10–11 AUÐUN Georg Ólafsson mætti til vinnu í Útvarpshúsinu við Efstaleiti í gærmorgun. Þar tóku fréttamenn fjölmiðla á móti honum, enda ráðn- ing Auðuns sem fréttastjóra Útvarpsins búin að vera mikið rædd og valda miklum deilum. Undir kvöld ákvað Auðun að gefa starfið frá sér. Morgunblaðið/RAX Við komuna í Útvarpshúsið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.