Morgunblaðið - 29.04.2005, Side 11

Morgunblaðið - 29.04.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 11 FRÉTTIR Bankastræti 3 • sími 551 3635 • Póstkröfusendum • www.stella.is sumar litirnir Str. 36-56 Sportlegur sumarfatnaður frá www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Winnipeg. Morgunblaðið. | Manitoba hefur heillað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráð- herra, í fyrstu heimsókn hennar til Kanada. „Ég finn alls staðar fyrir svo jákvæðum straumum,“ segir hún. Á þriðjudag heimsótti Þorgerður Katrín þinghúsið í Winnipeg og hitti meðal annars Gary Doer, forsætis- ráðherra Manitoba, Peter Bjornson, menntamálaráðherra, Diane McGifford, ráðherra framhalds- menntunar, og Eric Robinson, ferða- og menningarmálaráðherra. Hún kynnti sér einnig starfsemi vestur- íslenska blaðsins Lögbergs – Heims- kringlu og heimsótti jafnframt Manitobaháskóla þar sem hún skoð- aði íslenska bókasafnið og ræddi við dr. Emoke Szathmáry, forseta há- skólans. Þorgerður Katrín segir mikilvægt fyrir alla sem koma að stefnumótun að átta sig á því hvers konar við- fangsefni aðrir fást við hverju sinni. „Við höfum skipst á dýrmætri reynslu og það er áhugavert að sjá áhrif Íslands úti um allt og hvernig þau tengjast öllum samræðum. Það er einstakt.“ Í þessu sambandi nefnir hún sérstaklega söguna um sam- vinnu og samstarf íslensku landnem- anna við frumbyggjana, sem Eric Robinson leggur mikla áherslu á að varðveita og vekja athygli á. „Þarna er ákveðin samkennd og samhengi á milli lífs frumbyggjanna og lífs Ís- lendinganna,“ segir hún. Frá 1995 hefur ríkisstjórn Íslands unnið markvisst að uppbyggingu samstarfs við íslenska samfélagið í Kanada og segir Þorgerður Katrín mikilvægt að halda því starfi áfram. „Miðað við þau skref sem hafa verið tekin er eðlilegt að halda áfram að þróa þetta samband,“ segir hún. „Hér eru greinilega nýir og spenn- andi fletir sem við getum nálgast til þess að vekja enn frekari athygli og áhuga á þessari sögu, þessari ís- lensku sögu, sem er hérna.“ Þorgerður Katrín verður heið- ursgestur á þjóðræknisþinginu, sem verður haldið í Vatnabyggð í Saskatchewan dagana 28. apríl til 1. maí. Í föruneyti ráðherra eru Guð- mundur Árnason, ráðuneytisstjóri, Steingrímur Sigurgeirsson, að- stoðarmaður ráðherra, og Almar Grímsson, forseti Þjóðræknisfélags- ins á Íslandi. Jákvæðir straumar í Manitoba Morgunblaðið/Steinþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra heimsótti menntamálaráðherra fylkisins í ferðinni. Frá vinstri: Peter Bjornson, menntamálaráðherra Manitoba, Þorgerður Katrín, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, og Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. SAMKVÆMT bréfi frá Fjár- málaeftirlitinu (FME) til að- standenda Almennings ehf. eru annmarkar á drögum félagsins að útboðslýsingu. Morgunblaðið hefur bréf FME undir höndum, en drögin að útboðslýsingunni hafa verið til umfjöllunar hjá FME. Í bréfi FME til Almennings er vísað til 21. greinar laga nr. 33 frá 2003 um verðbréfaviðskipti. Segir í þeirri grein: „Útboðslýs- ing skal geyma þær upplýsingar sem með hliðsjón af eðli útgef- andans og verðbréfanna eru nauðsynlegar til þess að þeir geti metið eignir og skuldir, fjár- hagsstöðu, afkomu og framtíð- arhorfur útgefanda sem og þau réttindi sem fylgja verðbréfun- um.“ Í bréfi FME er einnig vísað til viðauka nr. 630 frá 2003 og segir „í útboðslýsingu skal lýsa helstu starfsemi og öllum óvenjulegum þáttum sem geta haft áhrif á starfsemi útgefanda, einkaleyf- um, leyfum og samningum sem máli skipta og upplýsingum um yfirstandandi fjárfestingar.“ Ekkert fjallað um Símann Í bréfinu segir að útboðslýs- ingin veiti upplýsingar um stof- nefnahag Almennings ehf. og til- gang fyrirtækisins en hins vegar sé ekkert fjallað um Landssíma Íslands sem fjárfestingarkost eða verð það sem fyrirtækið er tilbúið að borga fyrir hlut í Landssímanum. „Ígrunduð ákvörðun fjárfestis um að kaupa hlutabréf í Almenningi ehf. byggir á mati hans á Landssíma Íslands hf. sem fjárfestingar- kosti, þ.e. núverandi rekstri fyr- irtækisins, áformum og aðstæð- um að öðru leyti, en ekki á mati hans á Almenningi ehf. Þá er fjárfesti einnig mikilvægt að búa yfir upplýsingum um hvaða verð Almenningur ehf. er reiðubúinn að greiða fyrir Landssíma Ís- lands hf. og hvaða skilmálar myndu fylgja þeim kaupum,“ segir í bréfinu. Enn fremur vekur FME at- hygli á þeirri óvissu sem ríkir um síðari ráðstöfun hlutabréfa í Almenningi en þessi ráðstöfun getur meðal annars ráðist af því hvort ráðandi hluthafar í Al- menningi eigi þess kost að breyta tilgangi félagsins. Einnig kann hún að ráðast af skilmálum kaupa á hlutabréfum í Lands- símanum. „Þá er rétt að nefna að komi til þess að Almenningur ehf. taki þátt í kaupum á hlutabréfum í Landssíma Íslands hf. með kaupum á hlut í eignarhalds- félagi, eins og samþykktir gera ráð fyrir, getur komið upp sú staða að hluthafar í Almenningi ehf. fái ekki afhent bréf í Lands- síma Íslands hf. við upplausn eða slit Almennings, heldur hlutabréf í viðkomandi eignar- haldsfélagi. Almenningur ehf. getur því ekki tryggt að fjár- festar fái afhent hlutabréf í Landssíma Íslands hf. á neinum tímapunkti við fyrrgreindar að- stæður. Jafnframt er ekki hægt að tryggja að fjárfestar geti selt bréf sín til annarra aðila, enda um óskráð bréf að ræða,“ segir í bréfinu. Varhugaverð viðskiptavakt Í drögum að útboðslýsingu kemur fram að stjórn Almenn- ings ætli að reyna að koma upp viðskiptavakt með bréf félagsins. FME telur þetta varhugavert og að það byggi upp væntingar um virk viðskipti með hlutabréf í Al- menningi enda viðskiptavakt að- eins leyfð í tengslum við skráð bréf. Enn fremur telur FME að verðmyndun óskráðra verðbréfa sé almennt grunn og ógegnsæ, þ.e. erfitt sé að finna markaðs- verðmæti þeirra á hverjum tíma og verð geti breyst mikið á milli viðskipta. Þar af leiðandi verði útboðslýsing að gera grein fyrir öllum áhættuþáttum varðandi upplýsingagjöf, verðmyndun og tíðni viðskipta auk fleiri þátta. Þannig telur FME að drög að útboðslýsingu Almennings upp- fylli ekki skilyrði 21. greinar laga um verðbréfaviðskipti og telur nauðsynlegt að endurmeta stöðu verkefnisins meðal annars með tímaáætlun í huga. Drög að útboðs- lýsingu uppfylla ekki kröfur FME JÓHANNES Sigurðsson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykja- vík, segir eðlilegt að FME geri kröfur um að út- boðslýsing Al- mennings ehf. innihaldi upplýs- ingar um Lands- símann hf. enda er það eini til- gangur félagsins að fjárfesta í hlutabréfum Landssímans. Hann telur þó álitaefni hversu ítarlegar upplýsingar þurfi að vera. Krafa um að upplýst sé hvaða verð sé ætlunin að bjóða geti skaða sam- keppnisstöðu félagsins í útboðinu og því ekki eðlilegt að gera þá kröfu. „Það þarf hins vegar að gera grein fyrir megindráttum um það hvernig staðið verði að fjárfesting- unni,“ segir Jóhannes. Hins vegar bendir Jóhannes á að líklega væri Fjármálaeftirlitinu rétt að hafna beiðni Almennings um að fara í almennt útboð þar sem það hafi þegar farið fram almennt út- boð með því að hvetja fólk til kaupa á hlutum á vefnum án þess að fyrir lægi útboðslýsinga. Með því hafi Almenningur líklega brotið reglur um almennt útboð. Úr því verði ekki bætt með eftirá útgáfu útboðs- lýsingar. Reglum um almennt út- boð er einmitt ætlað að koma í veg fyrir að almenningi séu boðnir hlut- ir til sölu án þess að fyrir liggji fullnægjandi upplýsingar um hina seldu hluti. „Mín skoðun er því sú að Fjámálaeftirlitinu sé rétt að hafna útboðslýsingunni,“ segir Jó- hannes. Rétt að hafna útboðslýsingunni Jóhannes Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.