Morgunblaðið - 29.04.2005, Side 14

Morgunblaðið - 29.04.2005, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU GRÁSLEPPUVEIÐIN hér við land er nú helmingi minni en á sama tíma í fyrra, og samdráttur á nánast öllum veiðisvæðum. Sömu sögu er að segja af grásleppuveið- um við Grænland og Noreg. Gera má ráð fyrir því að verðið, sem nú er 51.000 krónur fyrir tunnuna, muni því hækka eitthvað á næst- unni og segir Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda, að frétzt hafi af sölu til Svíþjóðar á 60.000 krónur fyrir tunnuna. Samkvæmt upplýs- ingum LS er veiðin í Noregi 14% minni en á sama tíma í fyrra. Allt útlit er því fyrir að heildarveiði þar verði ekki meiri en 4.000 tunnur. Á Grænlandi er veiði hafin á Suður- og Miðsvæði og hefst innan skamms á Norðursvæði. Veiðin er mun minni en í fyrra og því útlit fyrir samdrátt. Miðsvæðið (í kring- um Nuuk) gaf best á sl. ári en nú er veiði þar mun lakari. Þá eru veiðar langt komnar á Suðursvæðinu og ljóst að þær skila minna á land en á vertíðinni 2004. Grásleppu- veiðimenn á Grænlandi eru því ekki bjartsýnir á góða vertíð, þó veiðar séu ekki enn hafnar á Norðursvæði þar sem veiði brást þar í fyrra. Veiðar við Nýfundnaland hefjast á næstunni, en þar var veiðitímabilið stytt til að draga úr veiðum. Hér við land var tímabilið stytt um þriðjung, teknir 10 dagar fram- an af og 20 aftan af því. Veiðar hér hófust fyrst við sunnanvert Reykja- nes 15. marz. á flestum öðrum veiðisvæðum hófust þær þann 30. marz, en á Faxaflóa og ytri hluta Breiðafjarðar hófust veiðarnar 11. apríl. Það er svo ekki fyrr en 20. maí, sem veiðar við innan verðan Breiðafjörð hefjast. Veiðin hefur nær alls staðar verið lítil, nema á Raufarhöfn, þar sem veiði er svipuð og í fyrra. Offramboð í fyrra Örn Pálsson segir að í fyrra hafi veiðin skilað 11.800 tunnum, en gert hafi verið ráð fyrir að í ár næðust 8.000 tunnur. Nú sé hins vegar útlit fyrir að veiðarnar skili ekki nema 6.000 til 7.000 tunnum. Í fyrra nam heildarframboð af grásleppu- hrognum 43.000 tunnum, en meðalframboð undanfarin ár hefur verið 33.000 tunnur. Því var offramboð í fyrra sem nam um 10.000 tunnum og gekk mönnum illa að selja í lok vertíðar og losnuðu sumir ekki við hrognin fyrr en í upphafi þess- arar vertíðar. Örn segir að nú stefni í það að veiðin verði undir 30.000 tunnum og þá komist á jafnvægi á mörk- uðunum á ný. Í fyrra fengust 70.000 krónur fyrir tunnuna, en lækkunin nú sé meiri en nemur gengisbreyt- ingum og stafi það af offramboðinu í fyrra. Náist jafnvægi á ný í ár muni verðið vafalítið hækka á ný. Grásleppan BJÖRN Bjarna- son, dóms- og kirkjumála- ráðherra, var í síðustu viku gestur fyrir- tækisins Sea Viking í Bang- kok, sem er í eigu BlueIce eða Sjóvíkur. Louis Win Naing Chit, forstjóri Sea Viking, kynnti starf- semi fyrirtækisins og bauð ráð- herranum að skoða fiskvinnslu þess fyrir utan Bangkok, en hún er rekin í samvinnu við Tep Kinsho Foods. Ráðherrann er til hægri á mynd- inni. Á heimasíðu Björns Bjarnasonar segir hann svo frá heimsókninni: „Fórum í heimsókn til fisk- vinnslufyrirtækis, þar sem stunduð er vinnsla fyrir BlueIce eða Sea Viking, sem er fyrirtæki í eigu Sjó- víkur. Fiskvinnslan er rétt fyrir utan Bangkok hjá Tep Kinsho Food. Louis Win Naing Chit forstöðu- maður Sea Vik- ing var leiðsögu- maður okkar og var einstaklega fróðlegt og ánægjulegt að kynnast þessari starfsemi og þeim mikla metnaði, sem ríkir hjá fyrirtækinu og sam- starfsfyrirtæki þess. Hreinlæti er mikið við fisk- vinnslu á Íslandi en í Taílandi eru gerðar miklu meiri ráðstafanir í þágu þess við móttöku gesta en á Íslandi, enda nokkur munur á veðr- áttu – hitinn var nálægt 40 gráð- um, þegar við vorum þarna á ferð.“ Starfsemi Sjóvíkur í Taílandi skoðuð Höfuð Caravaggios á morgun  „listræn upplifun getur vart orðið áhrifaríkari“ ANNÞÓR Kristján Karlsson var í Hæstarétti í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi vegna alvarlegrar lík- amsárásar og þyngdi rétturinn þar með refsingu hans um hálft ár. Sam- verkamaður hans, Ólafur Valtýr Rögnvaldsson, var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Beðnir að hafa afskipti af leigutakanum Annþór Kristján og Ólafur voru sakfelldir fyrir að hafa ráðist inn í íbúð manns í Reykjavík í byrjun apríl 2003. Annþór barði hann margsinnis með kylfu með þeim afleiðingum meðal annars að maðurinn hand- leggsbrotnaði og Ólafur Valtýr kast- aði diski í höfuð hans þannig að hann hlaut sár á enni. Árásin var gerð eftir að leigusali mannsins óskaði eftir því við tvímenningana að „afskipti yrðu höfð af leigutakanum“ eins og það er orðað í héraðsdómnum. Maðurinn kærði árásina til lög- reglu en bað síðar um að fá að draga kæruna og bótakröfuna til baka. Hann kvaðst hafa hitt mennina og þó þeir hefðu ekki hótað honum hefði hann óttast að hann yrði hugsanlega fyrir barsmíðum ef málið fengi fram- gang. Í dómi Hæstaréttar segir að langur sakarferill mannanna beri einkenni ofbeldisbrota og brot Ann- þórs hefðu verið alvarleg og ófyrir- leitin. Báðir höfðu mennirnir verið dæmdir til skilorðsbundinnar fang- elsisrefsingar í nóvember 2003, Ann- þór í sjö mánuði en Ólafur í tvo mán- uði. Þeir höfðu því rofið það skilorð og var refsing dómsins tekin upp og dæmd með. Málið dæmdu Markús Sigur- björnsson, Garðar Gíslason og Gunn- laugur Claessen. Sigríður J. Frið- jónsdóttir frá ríkissaksóknara sótti, verjandi Annþórs var Karl Georg Sigurbjörnsson hrl. og verjandi Ólafs var Hilmar Ingimundarson hrl. Þriggja ára fangelsi vegna líkamsárásar Með langan feril ofbeldisbrota MAÐUR sem réðst að konu sinni á heimili þeirra í Hafnarfirði og veitti henni ýmsa áverka var í Hæstarétti í gær dæmdur í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness hafði frestað að dæma manninn til refsingar, m.a. með þeim rökum að hún hefði reitt hann til reiði. Einn hæstaréttardómari, Jón Steinar Gunnlaugsson, skilaði sérat- kvæði og taldi hæfilega refsingu vera 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann rökstuddi skilorðsbindinguna m.a. með vísan til einhliða og ósann- gjarnrar fjölmiðlaumfjöllunar. Í héraðsdómnum var litið til þess að, samkvæmt frásögn konunnar, hefði sambúð þeirra verið „storma- söm“ og iðulega komið til átaka milli þeirra. Í þessu tilviki bentu gögn frekar til þess að hún hefði reitt hann til reiði. Hæstiréttur taldi á hinn bóginn að hvorki hefði verið leitt í ljós að konan hefði gefið tilefni til árásarinnar né að til átaka hefði komið á milli þeirra heldur hefði maðurinn ráðist að kon- unni. Hann ætti sér engar málsbæt- ur. Í sakarvottorði ákærða, sem ekki var lagt fyrir í héraðsdómi, kemur fram að hann var árið 1990 dæmdur fyrir líkamsárás. Þar sem langt var frá liðið taldi meirihluti Hæstaréttar rétt að skilorðsbinda refsinguna til þriggja ára. Kvaðst hafa misst starfið Jón Steinar Gunnlaugsson gerir í sératkvæði sínu óvægna fjölmiðla- umfjöllun að umtalsefni. Þar kemur fram að maðurinn lagði fyrir dóminn upplýsingar um frásagnir fjölmiðla af dómnum, einkum í tilefni orðalags í forsendum hans og umfjöllun á op- inberum vettvangi sem hann telur að hafi beinst að sér með sérstaklega ósanngjörnum og meiðandi hætti. Þetta hefði valdið breytingum á hög- um sínum til hins verra, m.a. hefði hann misst starf sitt. Hann lagði þó ekki fram sönnunargögn um það. Maðurinn taldi að hafa ætti hliðsjón af þessu við ákvörðun refsingar. Í sératkvæði Jóns Steinars segir að með hliðsjón af fordæmum Hæstaréttar væri hæfileg refsing 30 daga fangelsi. Síðan er vikið að um- fjöllun fjölmiðla: „Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáning- um og skaða á þann hátt, sem hann hefur lýst.“ Jón Steinar vísaði því næst til þess að í lögum um meðferð opinberra mála væri kveðið á um að falla mætti frá saksókn „ef brot hef- ur valdið sakborningi sjálfum óvenjulegum þjáningum og málsókn þykir ekki brýn af almennum refsi- vörsluástæðum“. Þetta taldi Jón Steinar að hefði átt að skipta máli við ákvörðun ríkissaksóknara um að óska eftir leyfi til áfrýjunar á héraðs- dóminum. „Verður ekki séð að sú hafi verið raunin. Virðist þessi um- fjöllun fremur hafa haft gagnstæð áhrif,“ segir í sératkvæðinu. Með hliðsjón af þessu og því að langt er liðið frá fyrra broti þótti honum rétt að skilorðsbinda refsinguna. Í meirihluta réttarins voru Ingi- björg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Ragnheiður Harðardóttir sótti málið og Sigur- mar K. Albertsson hrl. var til varnar. Dæmdur til refsingar fyrir heimilisofbeldi Í sératkvæði er óvægin umfjöllun fjölmiðla hluti af rökstuðningi fyrir skilorðsbindingu dómsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.