Morgunblaðið - 29.04.2005, Page 40

Morgunblaðið - 29.04.2005, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Við fráfall Sillu vinkonu minnar steyma fram í hug- ann ljúfar myndir liðins tíma, minningar, sem nú eru bless- aðar og þakkaðar. Ég mun sakna hennar sárt. Kristín Guðmundsdóttir. HINSTA KVEÐJA ✝ Sigurlaug Arn-órsdóttir fæddist á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði 21. mars 1923. Hún lést á gjör- gæsludeild Borgar- spítalans sunnudag- inn 24. apríl síðastliðinn. Foreld- ar hennar voru Arn- ór Þorvarðarson, f. 6.3. 1897, d. 7.3. 1976, og Sólveig Sigurðar- dóttir, f. 30.11. 1905, d. 22.6. 1988. Systk- ini Sigurlaugar eru: Sigurður, f. 1924, Guðrún, f. 1925, d. 1929, Elín, f. 1926, d. 1973, Ásta, f. 1928, Guð- rún, f. 1931, d. 1947, Sigrún, f. 1934, og Sólveig, f. 1947. Sigurlaug giftist Axel Krist- jánssyni forstjóra Rafha 21. mars 1953. Axel lést 4.6. 1979. Foreldr- ar hans voru Kristján H. J. Krist- jánsson, f. 14.5. 1862, og Guðrún Ólafsdóttir, f. 23.3. 1881. Börn Ax- els og Sigurlaugar eru: 1) Guðrún, f. 1954. Börn: Erla Sigurlaug Sig- urðardóttir, f. 1976, sambýlismað- ur G. Víglundur Helgason, f. 1973. Dóttir þeirra er Vera, f. 2004. Ax- el Sigurðsson, f. 1979, sambýlis- kona Guðrún Lind Rúnarsdóttir, f. 1982. 2) Solveig Axelsdóttir, f. 1956, maki Svavar Haraldsson, f. 1946. Sonur þeirra er Jón Axel, f. 1991. Synir Svavars frá fyrra hjónabandi eru Valdimar, f. 1968, maki Nanna Renee Husted. Börn þeirra eru Ása Kristín og Róber Thor. Ólafur Már, f. 1976, maki Freyja Auðuns- dóttir. Sonur þeirra er Birkir. 3) Hrönn, f. 1959. Sam- býlismaður Guill- ermo Rito, f. 1969. 4) Axel Kristján, f. 1962, maki Anna Ei- ríksdóttir, f. 1963. Börn: Sigrún Eir, f. 1990, Silja Björk, f. 1997, og Axel Krist- ján, f. 1999. Sigurlaug ólst upp á Jófríðar- staðaveginum í Hafnarfirði. Hún var gagnfræðingur frá Flensborg, fór svo í húsmæðraskóla í Dan- mörku sumarið 1947. Hún vann í eldhúsinu hjá vegavinnumönnum við gerð Krýsuvíkurvegarins í nokkur sumur, á barnaheimili í Þykkvabænum, hjá Rafha í Hafn- arfirði og hjá Vita- og hafnamála- stjóra. Eftir að hún giftist Axel var hún heimavinnandi. Hún var mikil íþróttakona og varð oft Ís- landsmeistari í handbolta með Haukum. Hún var mjög virk í ýmsum félagsstörfum, þ.á m. St. Georgsgildi og Kvenfélagi Hafn- arfjarðarkirkju. Sigurlaug verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma. Hvern hefði grun- að að þú færir svona snöggt frá okk- ur. Þú sem varst svo hraust og sterk. Við héldum að þú yrðir allra kerlinga elst. En þetta kom svo snöggt, þú fékkst erfiða lungna- bólgu og þrátt fyrir hreysti þína, vilja og kraft gastu ekki ráðið við hana, þú barðist hetjulega í þrjár vikur en varðst að láta undan. Þú hafðir ótrúlegan kraft og vilja. Ég minnist þess þegar við fórum í fyrravor saman til New York að heimsækja Hrönn systur og svo með henni til San Fransisco að heim- sækja Erlu hálfsystur okkar, að aldrei varst þú þreytt. Við vorum á þönum að skoða allt sem hægt var að skoða og auðvitað versla líka. Ég var orðin þreytt en þú gast alltaf haldið áfram þótt þú værir 30 árum eldri en ég. Ég var hérna heima hjá þér um sl. páska og er núna fegin því að hafa átt þær stundir með þér því þú veiktist stuttu eftir það. Þú áttir 82 ára afmæli á meðan ég var heima og í staðinn fyrir að bjóða allri ættinni í kaffi og kökur eins og venjulega fór- um við á kaffihús í Reykjavík með Erlu dóttur minni og Veru lang- ömmubarni þínu. Þér fannst þetta vera sérstök upplifun þar sem þetta var í fyrsta skipti á ævinni sem þú fórst á kaffihús í miðbænum í Reykjavík. Þú varst kraftakona, gerðir allt sjálf og baðst aldrei um hjálp. Og ef eitthvert slen var í manni var það ráðlegging þín að fara bara út í göngutúr eða sund. Allra meina bót að þínu mati. Þú ferðaðist um allan heiminn og innanlands líka og þér fannst það ekki mikið mál að skreppa austur fyrir fjall á bílnum með vinkonum þínum þrátt fyrir að þú værir orðin áttræð. Áttræðisafmælinu þínu gleymi ég heldur aldrei. Þú bauðst okkur öll- um, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og mökum þeirra til Kanarí. Þar áttum við tvær ógleymanlegar vikur þar sem við nutum öll saman. Elsku mamma, núna ertu komin til pabba sem þú elskaðir svo heitt. Guð geymi þig og varðveiti. Þín Guðrún. Elsku mamma. Nú ert þú allt í einu farin og ég sem hélt þú værir næstum því eilíf. Þú varst alltaf svo hraust, aldrei veik, alla vega sagðir þú ekki frá því. Þess vegna var það svo undarlegt þegar ég kom til þín, sá þig liggja uppi í rúmi og þú dreifst þig ekki fram úr, samþykktir meira að segja að ég hringdi á sjúkrabíl. Ég hélt að ég þyrfti aðeins að rökræða við þig um það en þér leið svo illa og þú varst svo sljó af veikindum að þú gerðir bara það sem þér var sagt að gera. Á spít- alanum kom í ljós að þú varst með lungnabólgu og þá hugsaði ég með mér: Nú, jæja, hún verður komin heim innan viku. En vikurnar urðu þrjár, lungnabólgan versnaði bara og í ljós kom að þetta var engin venjuleg lungnabólga, heldur mjög svæsin og erfið viðureignar, það þurfti eitthvað meira en venjulegt til að koma þér í rúmið. Þú varst íþróttafrík áður en það komst í tísku, spilaðir handbolta með Haukunum, varðst Íslands- meistari með þeim í mörg ár, og fylgdist spennt með þegar Hauka- stelpurnar urðu aftur Íslandsmeist- arar 50 árum seinna. Svo varst þú líka í fimleikum með FH, enda mjög liðug og varst það enn, ekki er meira en ár síðan þú sýndir yngstu barna- börnunum hvernig á að fara í splitt og fleira. Seinni árin fórst þú dag- lega í sund og þú syntir, svo fórstu í pottinn og klæddir þig alltaf í úti- klefanum, inniklefinn var bara fyrir mig og hina aumingjana. Ef einhver í fjölskyldunni kvartaði um lasleika varst þú með ráð á takteinum: Fáðu þér frískt loft og taktu lýsi. Á áttræðisafmælinu þínu bauðst þú allri fjölskyldunni til Kanarí. Átt- um við mjög skemmtilegar tvær vik- ur þar, ferðuðumst mikið um eyjuna og þú varst bara ánægð með ferðina, en þú hafðir aldrei áður komið til Kanarí þrátt fyrir að þú hafir ferðast mikið því Kanarí var bara fyrir gamla fólkið og þú varst ekki gömul en varst alveg til í að fara þangað aftur, seinna. En seinna kemur ekki. Þú ert far- in í aðra ferð svo ótrúlegt sem það nú er. Hver á nú að stjórna samræð- um í fjölskyldunni? Húsið er hljótt og það er eins og við bíðum eftir að þú grípir fram í og segir þína skoðun á málunum og gamla gufan hljómar ekki lengur í bakgrunninum. Elsku mamma, takk fyrir allt. Solveig. Hún amma Silla var frábær kona. Það er hreinlega enginn eins og hún var. Amma Silla var svakalega hress, virk og klár kerling allt fram til þessa skyndilega dauðadags. Hún veiktist af afar erfiðri og sjaldgæfri tegund af lungnabólgu fyrir rétt um þremur vikum og náði sér aldrei á strik eftir það. Ótrúlegt, því hún harkaði hreinlega allt af sér, sama hvað það var. Þetta gerðist svo hratt. Allt í einu var hún komin í öndunarvél og barðist fyrir lífi sínu. Hetjan sú. Reyndar var amma aldr- ei veik og sagðist geta talið skiptin sem hún hafði tekið verkjalyf. Það var ábyggilega satt. Þetta var hin hressasta kona og var hún heppin á lífsleiðinni með sína heilsuhreysti sem var henni svo mikilvæg. Hún stundaði grimmt bæði leikfimi og sund en hún synti að jafnaði 600 metra hvern einasta dag fram að veikindunum og skildi ekkert í mér, fyrrverandi sunddrottningunni, að synda ekki eins og hún amma sín til að halda sér í formi. Eins var hún á fullu í að stunda leikhúsin, Sinfón- íuna, skátana og nokkra sauma- og matarklúbba og yfirleitt var það þannig að amma var upptekin fleiri kvöld í viku hverri heldur en ég sjálf ung konan. Þess á milli sem hún stundaði félagslífið í Hafnarfirði sat hún heima við hannyrðir en amma var handavinnusnillingur. Verst að ég erfði ekki þetta handavinnugen frá henni. Hún prjónaði hraðar og betur en prjónavél og heklaði og saumaði út dúka og fleira fallegt. Hún reyndi að kenna mér snilldina sína og það kom mér á óvart hvað amma var góður kennari. Mér tókst með hennar aðstoð að klára fyrstu og einu prjónapeysuna eftir sjálfa mig. Ég á nokkuð mikið af handa- vinnulistaverkum eftir hana og mun handbragð hennar lifa lengi. Amma Silla var lífsþyrst og stundaði lífið af kappi fram á hinsta dag. Og naut þess í botn. Þrátt fyrir árin 82 var hún sífellt að plana fram- tíðina og til marks um það hóf hún t.d. spænskunám áttræð. Hún var reyndar eini gamlinginn í kúrsinum en fannst það lítið mál. Henni fannst hún verða að geta bjargað sér lít- illega þegar hún færi til Kanarí! Amma ferðaðist mikið og hafði farið heimshornanna á milli. Þegar ég þóttist vera að uppgötva heiminn í heimsreisu sem ég fór í fyrir nokkr- um árum komst ég að því að hún amma hafði fyrir löngu kannað lang- flestar heimsálfurnar á lífsleiðinni. Hún hafði komið út um allan heim! Fyrir henni var lífið alltaf jafn gott og hún alltaf jafn ung og tilbúin í allt. Hún tileinkaði sér nýjungar og var nýbyrjuð að lesa bloggsíðuna mína í tölvunni sinni þar sem hana langaði að fylgjast með og sjá mynd- ir af langömmubarninu sínu sem hún hafði svo gaman af. Ég á eftir að segja Veru dóttur minni síðar frá þessari hressustu langömmu bæjar- ins sem hún getur tekið sér til fyr- irmyndar í svo mörgu. Amma var einnig nýbúin að kaupa sér nýjan bíl, áætlaði búferlaflutning að sumri loknu og ætlaði að skreppa til út- landa í sumar. Eftirfarandi orðatil- tæki sem ég sá einhvers staðar um daginn er eins og samið um ömmu Sillu: „Jafnvel þótt ég vissi að heimsendir myndi koma á morgun, myndi ég samt planta eplatrénu mínu.“ Framtíðin var hennar þrátt fyrir aldurinn. Hún var ekki tilbúin að fara. Við vorum ekki tilbúin að missa hana strax. Ég trúi því þess vegna ekki enn að hún sé dáin. Það virkar of óraun- verulegt fyrir þessa súperömmu. Mér finnst bara eins og hún sé í saumaklúbbi alveg rétt ókomin heim eða þá að hún sé alveg að koma í kaffi til mín með heimabakaðar flat- kökur í farteskinu. Að síminn eigi eftir að hringja og hávær skellandi röddin í ömmu sé í símanum sem spyrji mig hvar ég sé nú eiginlega búin að vera, ég hafi bara ekkert lát- ið heyra í mér í heilan dag! Mikið á ég eftir að sakna þessarar orku- miklu konu sem var svo fyrirferð- armikil í lífi mínu. Amma Silla var þannig karakter að maður fann fyrir nærveru hennar hvar sem var. Hún talaði hátt og passaði vel upp á fólk- ið sitt með því að bjóða því reglulega í kókó og vöfflur og lambalæri. Og því er tilveran ansi tóm nú án hennar. Húsið hennar ömmu var sam- komustaður fjölskyldunnar og það er erfitt til þess að hugsa að fallega heimilið hennar muni hverfa okkur. Það var fyrir mig ákveðið skjól og kjölfesta í lífinu. Fastur punktur sem ég á á erfitt með að ímynda mér lífið án. Ég á eftir að sakna þess eins og hennar. Vorið minnir mig á ömmu. Ilm- urinn og blómin. Grasið og trén. Amma Silla var mikil garðáhuga- manneskja og elskaði blómin sín og ræktaði garðinn sinn af miklum metnaði. Jörðin var ekki fyrr þiðin að vori en amma var komin á fjóra fætur að róta í beðum og saga tré. Jafnvel með handsög ef þess þurfti. Og allt gerði hún sjálf, það mátti helst enginn annar krukka í garðinn hennar, það var aldrei nógu vel gert. Hún átti því ein heiðurinn af blóma- hafinu og ævintýraheiminum á sumrin sem garðurinn hennar svo sannarlega var. Hún hengdi stolt upp á vegg viðurkenningarskjal fyr- ir verðlaunagarðinn sinn svo allir gátu séð hvað garðurinn var henni mikils virði. Við grilluðum stundum á sumrin hjá ömmu og borðuðum oft úti í garði eða inni í gróðurhúsi og það var sannarlega sumarleg og ömmuleg upplifun sem ég gleymi aldrei. Ég vil muna ömmu Sillu glaða í garðinum. Talandi hátt við matar- borðið. Tínandi blóm handa mér. Leikandi við Veru barnabarnabarn- ið sitt. Syngjandi með útvarpinu. Færandi mér flatkökur og bollur. Og ekki síst stæra sig brosandi glöð af fólkinu sínu sem var best í öllu. Sem er jú auðvitað rétt. Ég er stolt af því að heita í höfuðið á slíkri kjarnakonu sem hún amma var svo sannarlega. Nú eru krókusarnir komnir upp og nokkrir túlípanar blómstrandi rauðir og gulir í garðinum hennar ömmu. En engin er amma Silla til að dást að dýrðinni. Og engin amma Silla til að klippa blóm og gefa mér. Orkan í vorinu minnir mig á ömmu og gefur mér von um að henni líði vel. Amma Silla er nú komin til afa Axels og hvar sem þau eru, þá sitja þau vafalaust saman í sólinni, í gróð- urhúsi Guðs, umvafin hamingju og blómadýrð. Og englum. Heyr, himna smiður, hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig, ég er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. Guð, heit eg á þig, að græðir mig, minnst, mildingur, mín, mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramur, ríklyndur og framur, hölds hverri sorg úr hjartaborg. Gæt, mildingur, mín, mest þurfum þín helst hverja stund á hölda grund. Set, meyjar mögur, máls efni fögur, öll er hjálp af þér, í hjarta mér. (Kolbeinn Tumason.) Góður Guð geymi þig, elsku amma mín. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín, Erla Sigurlaug. Elsku amma okkar er dáin. Hún sem var alltaf svo hress og dugleg. Amma Silla gat allt og var alltaf að koma okkur á óvart, t.d. vorum við í eitt skiptið að sýna henni hvað við værum liðug og þá gerði hún sér lít- ið fyrir og skellti sér í splitt og síðan í kassa, þá rúmlega áttræð. SIGURLAUG ARNÓRSDÓTTIR Útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS SIGURÐSSONAR bónda frá Hvoli, Fljótshverfi, til heimilis á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum, verður gerð frá Kálfafellskirkju mánudaginn 2. maí kl. 14. Hannes Jónsson, Guðný M. Óskarsdóttir, Sigurður Torfi Jónsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, EYSTEINN GEIRSSON, Sleðbrjót, sem lést laugardaginn 23. apríl sl., verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 30. apríl kl. 14:00. Jarðsett verður á Sleðbrjót. Guðfinna B. Hjarðar, Elsa Ágústa Eysteinsdóttir, Antonía Benedikta Eysteinsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, STEFÁN BALDURSSON, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 26. apríl, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 2. maí kl. 15:00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður V. Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.