Morgunblaðið - 29.04.2005, Page 41

Morgunblaðið - 29.04.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 41 MINNINGAR ✝ Stefán Þórðar-son fæddist á Geirbjarnarstöðum í Ljósavatnshreppi, S- Þingeyjarsýslu, 12. júlí 1924. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala 19. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Þórður Stefánsson, f. á Bakka í Tjörnes- hreppi 26. mars 1893, d. 18. júní 1973, og Guðrún Pálsdóttir, f. á Landamóti í Ljósa- vatnshreppi 21. apríl 1892, d. 30. október 1965. Systir Stefáns var Pálína, f. 1917, d. 1972. Hinn 16. apríl 1949 gekk Stefán að eiga Svövu Jónsdóttur, f. í Reykjavík 21. júlí 1927. Sonur þeirra er Jón Þórður tölvufræð- ingur, f. 31. desember 1953. Kona hans er Mette Solveig Stefánsson. Synir þeirra eru Stefán tölvufræð- ingur og Ásbjörn rafvirkjanemi. Þau eru búsett í Dan- mörku. Stefán ólst upp í foreldrahúsum á Húsavík. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og lauk námi í Samvinnu- skólanum árið 1946. Sama ár hóf hann störf hjá Lands- banka Íslands og vann þar alla tíð síðan. Hann hef- ur unnið í ýmsum deildum bank- ans og var síðast forstöðumaður ávísana- og hlaupareiknings- deildar aðalbankans í Austur- stræti. Útför Stefáns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Það er með söknuði og þökk sem við kveðjum Stefán Þórðarson í dag. Hann var sómamaður, hlýr og gest- risinn. Kynni okkar spanna meira en hálfa öld þjóðfélagsbreytinga og framfara. Eldri synir okkar og Nonni einkason- ur þeirra voru leikfélagar fyrstu árin enda bjuggum við þá í nábýli. Gaman var að ræða við Stefán um menn og málefni. Hann var fróður og minnug- ur og þó sérstaklega um allt sem við kom Húsavík og Þingeyjarsýslum. Tónelskur var Stefán og hlustaði mik- ið á klassísk tónverk. Hann var mikið snyrtimenni og vandvirkur við allt sem hann tók sér fyrir hendur, hvort heldur sem um var að ræða viðgerðir á húsinu eða garðræktina, sem var áhugamál þeirra hjóna. Garðurinn þeirra í Hörgslundi var eitt árið verð- launagarður í Garðabæ. Meðan heilsan leyfði voru útivist, gönguferðir og silungsveiði hans aðal- áhugamál. Hann hafði lengi átt við veikindi að stríða. Það hefur verið aðdáunarvert hvað Svava hefur hugsað og hlúð vel að honum í hans sjúkdómsstríði. Þau voru bundin sterkum böndum og er söknuður hennar sár. Gott er að eiga góðar minningar um langa góða sam- fylgd. Við vottum Svövu, Jóni, Mette og sonum þeirra okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þorgerður og Hörður. Þegar við kveðjum Stefán Þórðar- son leita á hugann minningarbrot. Flestar frá bernskuheimilinu, Skóla- vöðustíg 41. Þá var heimurinn lítill og sjóndeildarhringurinn markaður fáum og útvöldum vörðum. Stefán og Svava frænka voru þarna frá fyrstu stundu og sonur þeirra, Nonni frændi. Fjölskyldan bjó öll í þessu stóra húsi sem afi minn byggði við Skólavörðuholtið. Veðrið yfirleitt gott, sól og stillur með tærum ilmi af hafi. Rigningu man ég varla eftir. Ef fyrir kom að var snjór og kuldi og enginn heima hjá okkur mátti ávallt finna skjól hjá Stefáni og Svövu. Þar var hlýr ofn fyrir kalda fætur og bolli með heitu kakói til að verma kalda fingur. Bollinn var blár og hvítur með myndum af vindmyllum og hol- lenskum konum. Við bjuggum þarna í 7 ár og sérstakar minningarnar tengjast barngóðum og gestrisnum hjónum, Stefáni og Svövu. Seinna þegar við öll vorum flutt í Garðabæ, við á Bakkaflöt og þau í Hörgslundinn, hafði fátt breyst hvað varðaði hlýlegar móttökur og velvild í garð okkar bræðra. Stefán Þórðarson vann mestan hluta starfsævinnar í Landsbanka Íslands við Austur- stræti. Þar mátti oft sjá honum bregða fyrir innan við afgreiðsluborð- ið. Stefán var maður margra áhuga- mála. Átti góðar ljósmyndagræjur og tók myndir í fjölskylduboðum og við ýmis tækifæri. Litskyggnusýningar hans frá ferðalögum innanlands eru minnisstæðar. Hann var áhugasamur um náttúruna og átti stórt safn af National Geographic. Hann var unn- andi klassískrar tónlistar. Það vakti ungum drengjum undrun þegar hann skaffaði sér fagurlega hannaðan há- tæknibúnað frá B&O. Græjunum var hægt að fjarstýra sem þá var nýjung og frá þeim bárust undursamlegir tónar. Á seinni árum og meðan heilsan leyfði var hann mikill áhugamaður um silungsveiðar. Hann var fæddur og uppalinn í Þingeyjarsýslu en þar í sveit eru einhverjar bestu silungs- veiðiár á vesturhveli jarðar. Um leyndardóma silungsveiða, flugur og veiðistaði var oft hægt að spjalla. Síðastliðið haust var okkur boðið í heimsókn til Stefáns og Svövu á hið snyrtilega heimili þeirra við Hörgs- lund. Við vorum þá í stuttri Íslands- heimsókn og höfðum ekki hitt Stefán og Svövu í lengri tíma. Sjúkdómur Stefáns tók toll og ljóst var að hverju stefndi. En úr augum hans skein sama gleðin og hlýjan við að sjá okkur og þá sérstaklega litlu stúlkurnar, Þorgerði og Gerði. Þeim er þessi stund í fersku minni. Og hugurinn hverfur aftur til hinna fyrstu ára. Á þessum vegamótum færum við Svövu, Jóni og fjölskyldu samúðar- kveðjur. Ævar, Gerður og börn. STEFÁN ÞÓRÐARSON Amma elskaði sumarið, sólina og blómin. Á sumrin var hún alltaf í garðinum að hlúa að gróðrinum og allt var alltaf svo fínt og fallegt hjá henni. Þegar amma varð áttræð þá bauð hún okkur öllum til Kanaríeyja og við eigum öll góðar minningar þaðan. Þar var amma í essinu sínu í sólinni. Svo var amma dugleg að prjóna á okkur peysur og fleira og eigum við margt fallegt eftir hana. Við eigum eftir að sakna ömmu Sillu. Sigrún Eir, Silja Björk og Axel Kristján. Fólkið sem maður hittir á lífsleið- inni markar sín margvíslegu spor í tilveru manns. Ég minnist hennar fyrst á heimili ömmu minnar og afa við Bergstaða- stræti. Hún var konan hans Axels í Rafha. Þar spannst taug vináttu og kærleika sem ekki hefur fallið blett- ur á. Margar af sólríkustu minningum úr æsku tengjast samverustundum með Sillu, Axel og fjölskyldu. Við krakkarnir vorum á svipuðu reki og glaðværð og innilegt viðmót heim- ilisfólksins gerðu þessar heimsóknir í Hafnarfjörðinn að ógleymanlegum stundum. Seinna, þegar Axel féll frá, var eins og vináttuböndin styrktust enn frekar. Mamma tók hana eiginlega að sér enda sú fyrsta í sínum vina- hópi að verða ekkja. Saman hófu þær nýjan kafla í lífsins bók. Þær stunduðu leikhús reglulega og tón- leika og lögðust í ferðalög um öll heimsins höf. Margar voru þær ferð- ir sem byrjuðu og enduðu á Eng- landi þar sem ég stundaði nám og bjó um tíma. Stundum kom hún ein og var þá í nokkra daga. Alltaf var hún aufúsugestur og hlakkaði ég til heimsókna hennar. Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki hressilega rödd hennar á hin- um enda símalínunnar. Leikhúsferð- irnar verða ekki þær sömu án henn- ar. Á rúmum tveimur vikum fjaraði líf þessarar sterku og hraustu konu út, sem varla hafði legið sjúkralegur aðrar en sængurlegur. Að svo skammt væri til ferðaloka hennar gat ekkert okkar órað fyrir. Hún er lögð upp í sína hinstu för. Megi hún njóta fararheilla til þeirra stranda er bíða okkar allra. Vertu sæl, góða vinkona. Ragnhildur Skarphéðinsdóttir. Það eru ekki margir dagar síðan hún Silla var hrókur alls fagnaðar hér á Ásvöllum á hinu mánaðarlega spila- og skemmtikvöldi Öldunga- ráðsins, en ráðið er hópur eldri og elstu félaganna, m.a. nokkurra stofnfélaga félagsins, sem hefur hist reglulega mörg undanfarin ár, þar sem gleði og ánægja hefur ráðið ríkjum og menn notið hverrar stundar. Sigurlaug Arnórsdóttir, eða Silla, eins og hún var ávallt köll- uð, var ein af þessum konum sem fluttu með sér ferskan blæ og kraft hvar sem þær komu – þar var ekki lognmollan. Ferill Sillu í Haukum er búinn að vera langur. 1945 var hún í meistaraflokksliði Haukanna sem varð Íslandsmeistari innanhúss, hraðkeppnismeistarar og Hafnar- fjarðarmeistarar. 1946 Íslands- meistarar innanhúss, var þá keppt í fyrsta skipti á Hálogalandi, og utan- húss, hraðkeppnismeistarar og Hafnarfjarðarmeistarar. Þessi hóp- ur gerði garðinn frægan eins og sagt er og stendur félagið í þakkarskuld við frumherjana sem við erfiðar og ófullnægjandi aðstæður lögðu mikið á sig við að festa starfsemina í sessi sem er grundvöllur þess sem félagið er í dag. Silla sat í stjórn félagsins árin 1946 til 1948. Um leið og félagið þakkar góð störf í þess þágu eru vin- um og ættingjum færðar innilegustu samúðarkveðjur. Knattspyrnufélagið Haukar. Kveðja frá St. Georgsgildinu í Hafnarfirði Hún Silla, skátasystir okkar og vinur, er farin heim. Hún var nýlega orðin 82ja ára þegar hún lagði af stað í langferðina miklu. Silla var löngum lífið og sálin í því sem var að gerast í kringum hana. Rösk var hún og ákveðin í orði og verki. Hlát- urinn og hjartahlýjan voru föru- nautar hennar. Handtökin voru hik- laus og hugurinn heill að hverju sem hún gekk. Það munaði um hana hvar sem hún fór. Það er skarð fyrir skildi þegar hún hverfur úr hópi okkar gildisfélaganna í Hafnarfirði. Hennar er þar sárt saknað. Við minnumst hennar með virðingu og þökk. Sigurlaug Arnórsdóttir var einn af brautryðjendunum í hafnfirsku skátastarfi. Ung gerðist hún skáti, vann sitt skátaheit og ástundaði að efna það alla daga síðan. Hún gerð- ist brátt atkvæðamikill foringi í skátastarfinu jafnt úti sem inni. Hún var fyrsti sveitarforingi kvenskáta í Hafnarfirði. Og skátasporin hennar Sillu eru óteljandi. Sigurlaug Arnórsdóttir var einn af stofnendum St. Georgsgildisins í Hafnarfirði. Hún stóð alla tíð dygg- an vörð um hugsjónir og gildi St. Georgsgildanna. Silla hefur verið at- kvæðamikil í gildisstarfinu. Hún gekk að hverju verki sem hún tók að sér með áhuga, atorku og óbilandi dugnaði. Hún hefur gegnt fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir Hafnar- fjarðargildið, meðal annars setið í stjórn þess í nokkur ár. Landssamband St. Georgsgild- anna á Íslandi er í daglegu tali kall- að Landsgildið. Þar kom Silla að verki, var í stjórn þess í 14 ár, þar af 12 ár sem ritari þess. Silla er hugstæð okkur skátavin- um hennar. Hún var sannur og góð- ur félagi í leik og í starfi, rösk og ráðrík, djörf og dugandi, hreinskipt- in og hjartahlý – kona sem gott var að eiga að vini. Það var notalegt að eiga samleið með Sillu á fundum og ferðalögum, útilífi og skátastarfi – og nú, þegar hún er farin, er hennar sárt saknað. En minningarnar lýsa og virðingin vakir þegar við fé- lagarnir í St. Georgsgildinu í Hafn- arfirði kveðjum hana hinstu kveðju og segjum: Eitt sinn skáti, ávallt skáti, hafðu þökk fyrir allt og allt. Vertu sæl, Silla, skátasystir og vin- kona, nú og alltaf. Guð blessi þig á ferðalagi þínu sem nú er hafið. Hörður Zóphaníasson, Rúnar Brynjólfsson. Látin er Sigurlaug Arnórsdóttir eftir stutta legu á sjúkrahúsi. Hafði hún átt við veikindi að stríða að und- anförnu. Sigurlaug eða Silla eins og hún var oftast kölluð var mikil og góð kvenfélagskona og starfaði með okkur í Kvenfélagi Hafnarfjarðar- kirkju í mörg ár. Við kvenfélagskonur minnumst hennar með mikilli virðingu og kæru þakklæti fyrir samstarfið. Alltaf kom Silla á fundina og hún kom ak- andi á sínum bíl þó hún væri orðin meira en 80 ára gömul. Hún bjó í sínu húsi með sinn garð, hún vildi vera sjálfbjarga með allt sitt. Silla var skemmtileg og ákveðin kona, hún hafði sínar skoðanir og lá ekk- ert á þeim, hún stóð upp á fundum og sagði sína meiningu vafninga- laust. Silla fór í sund í Suðurbæjarlaug- ina í Hafnarfirði alltaf þegar hún kom því við. Þar hitti hún hóp af fólki sem kom á sama tíma til sund- iðkunar og í heitu pottana og þá voru bæjarmálin og landsmálin rædd og sjálfsagt til lykta leidd. Í þeim umræðum hefur Silla áreiðan- lega lagt gott til málanna eins og hennar var von og vísa. Við kvenfélagskonur höfum það starf meðal annars að aðstoða í kirkjunni okkar þegar fermingarnar standa yfir. Við erum nokkrar í „kyrtlanefnd“ eins og það er kallað. Silla starfaði alltaf með okkur í þeirri nefnd, hún var röggsöm og ákveðin. Hún vann með okkur af samviskusemi og kærleika. Fyrir allt þetta góða samstarf viljum við nú, að leiðar lokum, þakka. Við sendum afkomendum Sillu og öðrum vandamönnum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Guð blessi minningu hennar. Kvenfélagskonur. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist fyrir skilafrest. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU G. SIGURÐARDÓTTUR, Tjarnarmýri 13, Seltjarnarnesi. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.