Morgunblaðið - 29.04.2005, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 29.04.2005, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nú er ekki erfitt að fara yfir strikið í eyðslu og verja fjármunum í einhvern munað. Það er í lagi að eyða í óþarfa, en ekki láta raunsæið lönd og leið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Annaðtveggja gæti gerst í dag, þú gætir ákveðið að slíta tilteknu sambandi eða þá að þú finnur hjá þér þörf til þess að hefja einhvern upp til skýjanna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Farðu gætilega í að verja skoðanir þínar í stjórn- og trúmálum í dag. Þú ferð auð- veldlega út á ystu nöf þessa dagana. Hvernig væri að bíða þar til hugsunin skýrist? Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vinur veldur þér hugsanlega von- brigðum í dag. En kannski hefur þú gert þér of miklar vonir. Veltu því fyrir þér, það eru nú einu sinni tvær hliðar á öllu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samskipti við maka verða hugsanlega ei- lítið stirð í dag. En það er ekkert lögmál, þau gætu verið hlý og innileg ef ekki kæmu til þöglar væntingar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú tekur hugsanlega þá ákvörðun í dag að hætta að eiga samskipti við einhvern í vinnunni. Kannski eru þau bara ekki þess virði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hugsanlegt er að vogin kolfalli fyrir ein- hverjum í dag. Það er engu líkara en að hún sé yfir sig ástfangin. Annar mögu- leiki er aukinn sköpunarkraftur og list- fengi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn gerir miklar kröfur til ein- hvers sem er honum nákominn. Gættu raunsæis, annars er hættara við þér finnist aðrir vera að svíkja þig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Allt gengur að óskum í vinnunni í dag, en það er líka hægt að vera of bjartsýnn. Til allrar hamingju er ekki alltaf nóg að óska sér einhvers. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver gæti heillað þig upp úr skónum í dag og þú orðið alvarlega skotin, ágæta steingeit. Bíddu aðeins og sjáðu til hvernig málin þróast. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Fjölskyldumeðlimur á hug þinn allan núna og þú vilt leggja lið, ef þér er mögulega unnt. Í einhverjum tilvikum finnst vatnsberanum að hann hafi gert nóg nú þegar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur samúð með ógæfu einhvers. Fiskurinn er góðhjartaður að eðlisfari. Ef þú getur lagt þitt af mörkum, skaltu gera það. Ef ekki, verðurðu að sætta þig við það. Stjörnuspá Frances Drake Naut Afmælisbarn dagsins: Ímynd þín skiptir þig máli og þú hefur bæði sjálfsstjórn og virðulegt yfirbragð. Félagshæfni þín er óumdeild. Þú leggur mikið upp úr góðu áliti annarra á þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 margmenni, 8 þýði, 9 milda, 10 spils, 11 fýsn, 13 illa, 15 sæti, 18 slagi, 21 umfram, 22 fáni, 23 mynnið, 24 nirfill. Lóðrétt | 2 truntu, 3 hæð, 4 gufa, 5 beri, 6 málmur, 7 ílát, 12 álít, 14 rengi, 15 róa, 16 hugaða, 17 lagfærir, 18 óhreint vatn, 19 hrekk, 20 innandyra. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 hlunk, 4 flesk, 7 móður, 8 önnin, 9 nær, 11 aura, 13 hríð, 14 gunga, 15 þorn, 17 lost, 20 urt, 22 gáfan, 23 útför, 24 rimma, 25 afans. Lóðrétt | 1 humma, 2 urðar, 3 korn, 4 fjör, 5 einir, 6 kynið, 10 ærnar, 12 agn, 13 hal, 15 þægur, 16 refum, 18 offra, 19 tarfs, 20 unna, 21 túla. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos  Tónlist Árbæjarkirkja | Karlakór Kjalnesinga verður með tónleika í kvöld kl. 20, miðar seldir við innganginn. Íþróttahúsið Vík | Sameiginlegt tónlist- arkvöld skólanna í Mýrdal og Oz verður í kvöld kl. 20 í íþróttahúsinu í Vík. Allir velkomnir. Stúdentakjallarinn | Hljómsveitin Lights on the Highway heldur tónleika í Stúd- entakjallaranum í kvöld. Myndlist 101 gallery | Helgi Þorgils Friðjónsson – Skáhalli tilverunnar (Theo van Doesburg, Goya og aðrir). Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – stefnu- mót lista og minja. Bananananas | Davíð Örn sýnir málverk og veggmyndir undir heitinu Húsverk. Café Karólína | Myndlistarsýning Bald- vins Ringsted. Eden, Hveragerði | Málverkasýning Dav- íðs Art Sigurðssonar – Milli mín og þín. Energia | Málverkasýning aprílmánaðar. Ólöf Björg. Gallerí Gangur | Haraldur Jónsson, Af- gangar. Gallerí i8 | Hrafnkell Sigurðsson. Gallerí Sævars Karls | Kristján Jónsson sýnir myndir unnar með blandaðri tækni. Gallerí Terpentine | Odd Nerdrum og Stefán Boulter. Gel Gallerí | Ólafur grafari sýnir verk sín. Grafíksafn Íslands | Daði Guðbjörnsson sýnir vatnslitamyndir. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Jóhannes Dagsson „End- urheimt“. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni. Einnig sýningin „List og náttúra með augum Norður- landabúans“. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sólstafir. Hrafnista Hafnarfirði | Stefán T. Hjaltal- ín sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Mílanó | Jón Arnar Sigurjónsson sýnir olíumyndir á striga. Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal eitt verk, ekkert upphaf né endir. Listasafn ASÍ | Helgi Þorgils Frið- jónsson. Olíumálverk og skúlptúrar unnir í leir og málaðir með olíulitum. Listasafnið á Akureyri | Erró. Listasafn Íslands | Lokað til 14. maí þegar sýning á verkum Dieters Roth opnar. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Fjór- ar glerlistasýningar. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Lokað. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Lokað. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Salurinn | Andi Manns er heiti á sýningu Leifs Breiðfjörð. Smáralind | Sýning Amnesty Int- ernational „Dropar af regni stendur yfir í Smáralind. Suðsuðvestur | Birta Guðjónsdóttir. Leiklist Félagsheimilið Hvoll | Vodkakúrinn verð- ur sýndur í Félagsheimilinu í kvöld kl. 21. Miðapantanir og upplýsingar í síma 487- 8050. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10– 17. Fræðandi hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skáldsins og fallegt umhverfi. Sími 586-8066 net- fang: gljufrateinn@gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét- ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Hallgrímur er eitt fremsta skáld Íslendinga fyrr og síð- ar. Drepið er á æviatriði Hallgríms og staldrað við atburði sem marka hvörf í hans ferli. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1.200 ár. Ómur Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós- myndasýningarnar Í Vesturheimi 1955 ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslend- ingar í Riccione ljósmyndir úr fórum Manfroni-bræðra. Opið kl. 11–17. Fréttir ITC-samtökin á Íslandi | Landsþing ITC á Íslandi verður haldið dagana 29.–30. apríl, í Oddfellowhúsinu Vonarstræti 10, í Reykjavík og er öllum opið. M.a. verður ræðukeppni á föstudagskvöldið og fræðsludagsskrá á laugard. Auk annarra aðalfundastarfa. Uppl. fást: www.sim- net.is/itc, eða s.: 698-7204/897-4439. Kolaportið | Félagar í Lionsklúbbi Kópa- vogs verða með sölubás í Kolaportinu laugardag og sunnudag. M.a. verða seldir skór og Saga Kópavogs sem klúbburinn gaf út verður einnig til sölu ásamt ýms- um flóamarkaðsvarningi. Öllum ágóða af sölunni verður varið til líknarmála. Leikskólarnir í Seljahverfi | Börn og starfsfólk leikskólanna í Seljahverfi verða með opið hús á morgun, laug- ardag, í eftirtöldum leikskólum í Selja- hverfi: Jöklaborg v/ Jöklasel og Selja- borg v/ Tungusel kl. 10–12, Seljakot v/ Rangársel og Hálsakot v/ Hálsasel kl. 11– 13 og Hálsaborg v/ Hálsasel kl. 12–14. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Halli og Kalli. Búálfurinn | Hermann Ingi jr. Cafe Catalina | Örvar Kristjánsson leikur. Klúbburinn við Gullinbrú | Sólon með dansleik, frítt inn. Brimkló leikur laug- ardagskvöld. Kringlukráin | „Labbi í Mánum“ öðru nafni Ólafur Þórarinsson, og hljómsveitin Karma með dansleik. Mótel Venus | Sixties spila í kvöld. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Úlf- arnir skemmta í kvöld og á morgun. Hús- ið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Fundir Kornhlaðan | Vorfundur Samtaka móð- urmálskennara verður haldinn í dag, kl. 13–16.45 í Litlu-Brekku. Kynning verður á nýjum kennslubókum og fjallað um stytt- ingu náms til stúdentsprófs: Anna María Gunnarsdóttir FB Guðlaug Guðmunds- dóttir MH Steinunn Inga Óttarsdóttir MK. Krabbameinsfélagið | Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar heldur aðalfund í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 3. maí kl. 20. Að loknum aðalfund- arstörfum ræða Aðalheiður Þórðard. og Halldóra Eyjólfsd. sjúkraþj. á LSH um lík- amsrækt sem vörn gegn krabbameini. Fundarstj. Þorgrímur Þráinsson. Allir vel- komnir. Kristniboðsfélag kvenna | Fundur í dag, á Háaleitisbraut 58–60, kl. 17, í umsjá Lilju Kristjánsdóttur. Allar konur vel- komnar. Málstofur KFUM og KFUK | Málfundur um líðan stráka og ungra karlmanna á Holtavegi 28, á morgun, laugardag, kl. 11–13. Fyr- irlesarar Ingólfur V. Gíslason jafnrétt- isfulltrúi og Gunnar J. Gunnarsson lekt- or. Námskeið MS-félag Íslands | Helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk um MS-sjúkdóminn verður haldið 29.–30. apríl, fyrir fólk með nýlega greiningu MS, upp að 2–3 árum. Taugasérfræðingur, félagsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi og sjúkra- þjálfari veita fræðslu. Námskeiðið verður í húsi MS-félags Íslands á Sléttuvegi 5, Reykjavík. Upplýsingar veitir Margrét fé- lagsráðgjafi í símum 568-8620 og 897- 0923. Ráðstefnur Askja – Náttúrufræðihús HÍ | Opnun þekkingarseturs í fræðilegri tölv- unarfræði, verður í dag kl. 15.30 í Öskju. Þekkingarsetrið ICE–TCS er samvinnu- verkefni tölvunarfræðisviðs Verk- fræðistofnunar Háskóla Íslands og Tækni- og verkfræðid. Hásk. í Rvík. Frek- ari upplýsingar á, http://www.hi.is/̃mmh/ centre/ Börn Ketilhúsið Listagili | Ævintýradansleik- hús barna heldur upp á vorið með sýn- ingu í dag á alþjóðlegum degi dansins. Fram koma: Fjöllista- og spunahópur með sýninguna: „Hver er ég?“ Ball- etthópar. Danshópur kvenna. Tvær sýn- ingar verða kl. 16 og kl. 18. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is YFIRSKRIFT tónleika kammerkórs Mos- fellsbæjar er „Nú vorljóðin óma“. Efnis- skráin er mjög fjölbreytt og inniheldur hún verk frá öllum helstu tímabilum sögunnar, þar sem þekktustu tónskáld tónlistarsög- unnar koma við sögu. Meðal tónskálda eru ensku endurreisn- artónskáldin J. Dowland og Henri VIII, ítölsku meistararnir L. da Vidana, G.P. Palestrina, G. Caccini og G. Carissimi, og svo klassísku Vínarmeistararnir J. Haydn og W.A. Mozart. Einnig verða sungin nokk- ur íslensk þjóðlög í útsetningu Hafliða Hallgrímssonar, Jóns Ásgeirssonar og Gunnars Reynis Sveinssonar. Þá verða sungin tvö gospellög, annað í útsetningu A. Thomas og hitt eftir E.M. Sontonga. Verkefnin eru frá mörgum ólíkum lönd- um og eru þau öll sungin á frummáli sínu. Í lok tónleikanna verður boðið upp á fjölda- söng. Kórstjóri Kammerkórs Mosfells- bæjar er Símon H. Ívarsson og meðleikari er Arnhildur Valgarðsdóttir. Vortónleikar Kammerkórs Mosfellsbæjar Vortónleikar Kammerkórs Mos- fellsbæjar verða á morgun, sunnu- daginn 1. maí, kl. 16 í Þrúðvangi, Álafossvegi 20, í Mosfellsbæ. Íslandsmótið í tvímenningi. Norður ♠9873 ♥ÁK7 ♦432 ♣ÁK4 Vestur Austur ♠64 ♠KG1052 ♥D643 ♥1092 ♦K976 ♦G85 ♣1096 ♣52 Suður ♠ÁD ♥G85 ♦ÁD10 ♣DG873 Þrjú grönd er hinn sjálfsagði samn- ingur í NS og þar endaði öll hjörðin í úr- slitum Íslandsmótsins. Sagnhafi vinnur sitt spil auðveldlega, en í tvímenningi þarf að berjast blóðugum bardaga um hvern yfirslag. Hvernig metur lesand- inn horfurnar í þremur gröndum suðurs eftir tígul út frá vestri? Slagirnir eru nú tíu og ellefu með svíningu í spaða. Flestir fengu ellefu slagi, en tveir sagnhafar náðu í tólf. Ein leið að tólf slögum er þessi: Laufin eru tekin og tveir slagir teknir á spaða með svíningu. Vestur þarf að halda í hjarta- drottninguna þriðju og þar má senda hann inn til að spila tígli upp í gaffalinn í lokin. En er það skynsamleg leið? Ekki endilega. Ef austur á hjarta- drottningu og kemst þar inn, gæti slag- ur sagnhafa á tígulás horfið. Önnur leið og ekki eins áhættusöm er þessi – að svína spaða og spila svo tígultíu að heiman. Vestur drepur og spilar (von- andi) enn tígli. Þá gæti myndast víxl- þvingun á austur ef hann á fimmlit í spaða með hjartadrottningu. Í lokastöðunni ætti blindur 98 í spaða og ÁK í hjarta, en heima væri sagnhafi með spaðaásinn blankan og Gxx í hjarta. Hafi austur byrjað með spaða- lengdina og hjartadrottningu, verður hann að gefa upp valdið á öðrum litnum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Þar sem konurnar versla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.