Morgunblaðið - 29.04.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 29.04.2005, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa gulli betri Málþing um akstur utan vega laugardaginn 30. apríl 2005 kl. 13.00-17.00 Salur Ferðafélags Íslands, Mörkin 6 13:00-13:25 Opnunarerindi Davíð Egilson, forstjóri Umhverfisstofnunar 13:25-13:55 Vegaskilgreining og umfang utanvegaumferðar Eymundur Runólfsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni Ástæður og afleiðingar utanvegaaksturs Halldór Jónsson, Gæsavatnafélaginu 13:55-14:25 Gallar á lagalegu umhverfi Freysteinn Sigurðsson, Landvernd 14.25-14:35 Kynning á framtaki Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Inga Rósa Þórðardóttir, kennari 14:35-15:00 Tillögur nefndar um utanvegaakstur Árni Bragason, forstöðumaður Náttúruverndarsviðs hjá Umhverfisstofnun og Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður hjá Landmælingum 15:00-15:15 Kaffi 15:15-15:30 Áætlanir umhverfisráðuneytis Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra 15:30-17:00 Viðbrögð hagsmunahópa og umræður Fulltrúar ólíkra hagsmunahópa Þingstjóri: Björgólfur Thorsteinsson formaður Landverndar Kaffi 500 kr. Hvorki fleiri né færri en þrjár plötur eru á leiðinni frá Ghostigital á árinu. 10 ára afmæli Hafs Curver hóf tónlistarferilinn fyrir alvöru fyrir u.þ.b. 14 árum. Þá spilaði hann á gítar og söng við taktinn úr trommuheila. Nýlega gaf Smekk- leysa út safnplötuna Sær, með 17 lögum frá árunum 1991–1994. „Hún kom reyndar ekki út fyrr en á Þorláksmessu vegna einhverra mistaka í framleiðslu, en ég er mjög ánægður með að hafa náð að senda hana frá mér á tíu ára afmælisári plötunnar Hafs, en á þessari safn- plötu eru lög af henni og öll lög sem á undan komu, í tímaröð,“ segir Birgir. „Þessi plata klárar visst tímabil og gefur ákveðna yfirsýn yfir það, auk þess að með útgáfunni er verið að fagna afmæli fyrstu plötunnar.“ Alltaf að upplifa eitthvað nýtt Hvernig tilfinning er að horfa á þetta tímabil úr fjarlægð? Færðu ekki á tilfinninguna að þú sért orðinn svolítið gamall? Birgir Örn Thoroddsen erorðinn einn aðal-upptökustjóri íslenskrarjaðartónlistar, en hann hefur unnið sem slíkur með rokk- sveitum á borð við Mínus og Singa- pore Sling. Hann er langt í frá hætt- ur á þeirri braut og hefur getið sér afar gott orð sem upptökustjóri. Næsta verkefni verður hljómplata Mammúts, sigursveitar Músíktil- rauna 2004, en upptökur eiga að fara fram í sumar. Þá er væntanleg plata með samstarfsverkefni hans og hljómsveitarinnar Kimono, en Alex MacNeil, söngvari sveitarinnar, stendur að Tíma, miðstöð fyrir tíma- listir, ásamt Birgi og nafna Birgi Erni Steinarssyni, söngvara Maus. Birgir Örn notar listamannsnafnið Curver og kemur fram sem slíkur með hljómsveitinni Ghostigital, en hann er aðalmaður hennar ásamt Einari Erni Benediktssyni, sem áður var í hljómsveitinni Purrk Pillnikk. „Nei, ég byrjaði svo ungur,“ segir hann og kímir. „Mér finnst ég alltaf vera jafnungur; alltaf að upplifa eitt- hvað nýtt og finna nýja fleti á hlut- unum. Ég er fæddur árið 1976 og lék á mínum fyrstu tónleikum árið 1989 ásamt Hinum vonlausu 13 ára gam- all. Fyrsta Curver-lagið er tekið upp 1991 og næstu þrjú ár voru mjög af- kastamikið tímabil hjá mér. Tilfinn- ingin þegar maður horfir til baka á þessi 10–13 ára gömlu lög er góð, ekki síst vegna þess að ég hef þróast frá þessari tónlist, en ég hafði mjög mikið gaman af því að fara í gegnum upptökurnar. Ég fann ýmislegt sem reyndist svo vera grunnur að því starfi sem ég er að vinna í dag, en engu að síður er þetta kannski meira tónlistarsögulegt verkefni en að ver- ið sé að gefa þetta út tónlistarinnar vegna. Ég er löngu hættur að gera svona Joy Division- og Sonic Youth- gítarrokk. Ég er núna að kenna tónlistarsögu og hef alltaf haft gaman af því að hanna svona verkefni. Þetta var virkilega skemmtilegt verkefni, þótt músíkin sjálf sé svolítið gömul í mín- um eyrum núna. Maður veit samt aldrei, það er nú svo mikil Joy Divis- ion bylgja núna; kannski selst disk- urinn í tíu þúsund eintökum,“ segir hann og hlær. Sáttur við trommuheilann Curver notaði sem fyrr segir að- eins gítar og trommuheila á þessum árum. „Ég er mjög ánægður með útsetn- ingar, en auðvitað er þetta mjög hrátt. Ég er líka þokkalega sáttur við trommuheilahljóminn, því ég var alltaf með mjög hrátt trommuheila- sánd, sem hefur ekki elst illa. Ég er mjög feginn að hafa ekki notað ein- hverja dauðhreinsaða Roland-græju. Þróunin hefur verið alveg línuleg síðan þetta var. Ég er ennþá að nota tölvur og ennþá að spila lifandi tón- list. Ég set ekki bara á „play“ á tölv- unni, heldur spila á allskonar takka eins og ég spilaði á gítarstrengi í gamla daga. Svo er ákveðin óhljóð- atilfinning í mörgum þessum gömlu lögum, svona Sonic Youth-gítar- óhljóðum, en hún hefur þróast út í að vera meiri hljóðheimur hjá mér,“ segir hann. „Í gömlu lögunum eru öll hráefnin sem mér líkar til staðar, en þeim er blandað saman á öðruvísi hátt en ég geri í dag.“ Ekki hættur sem Curver Birgir Örn segir það vera algeng- an misskilning, að hann sé hættur að koma fram sem listamaðurinn Curver. „Ég hef alltaf haldið þessu lista- mannsnafni fyrir allt það sem ég er að gera í tónlist. Til dæmis vinn ég í Ghostigital sem Curver og sem upp- tökustjóri kem ég líka fram sem Curver. Þetta er ekki ósvipað og sumir raf- og hipp-hopptónlist- armenn eru að gera í dag. Margir vina minna frá þessum fyrstu árum þekkja mig líka bara sem Curver. Tilhneigingin hjá mér síðustu tíu ára hefur verið að setja allt undir þennan Curver-hatt. Ég er annars vegar að vinna að tilraunatónlist og er hins vegar upptökustjóri. Ég er að reyna að ná fram sama hljómi í báðum til- fellum,“ segir hann. Birgir leggur áherslu á að hann er upptökustjóri, en ekki upptöku- maður. „Það er munur þar á. Upp- tökustjóri velur sér listamenn til að vinna með, en upptökumaður byggir afkomu sína á því að einhver labbi inn í hljóðverið og ráði hann til að vera á tökkunum. Þá er sama hvort um er að ræða trúbador eða teknó- tónlistarmenn. Hlutverk upp- tökustjórans er mun nær leikstjórn. Sumir leikstjórar sérhæfa sig í ákveðinni tegund verka og hið sama á við um upptökustjóra.“ Hættur með Atari-tölvuna Birgir hefur spilað töluvert af til- raunakenndri raftónlist undir nafn- inu Curver síðan árið 1998 og verið mjög virkur í þeirri litlu senu hér heima. „Ég held ég hafi aldrei spilað sjaldnar en þrisvar-fjórum sinnum á ári sem Curver og það vill oft gleym- ast. Tilgangurinn með þessari safn- plötu er í og með að ljúka þessu ný- bylgjurokks-tímabili í hugum fólks. Það er dálítið sárt, þegar maður er búinn að vera að gera allt öðru vísi tilraunakennda og þróaðri tónlist síð- an 1998, að vera spurður hvort mað- ur ætli að vera með gítarinn og gömlu Atari-tölvuna, þegar maður segist ætla að fara að spila sem Curver.“ Tónlist | Birgir Örn Thoroddsen er afkastamikill tónlistarmaður og upptökustjóri Gerir upp fyrstu ár Curvers Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Curver árið 1994 um það leyti sem hann sendi frá sér plötuna Haf. Morgunblaðið/Sverrir Birgir Örn Thoroddsen, sem ekki vill láta kalla sig Bibba Curver, er annar tveggja liðsmanna Ghostigital og einn eftirsóttasti upptökustjóri landsins. FRAMLEIÐENDUR sjónvarps- þáttarins American Idol segja að rannsókn standi yfir á ásökunum um að Paula Abdul, einn dómarinn í þátt- unum, hafi átt í ástarsambandi við keppanda í þáttunum árið 2003. Fréttir hafa borist af því að Corey Clark, sem komst í úrslit American Idol árið 2003, hafi skrifað bók þar sem hann fullyrðir að þau Abdul hafi átt í ástarsambandi. Segir hann að Abdul hafi boðið sér fjárhagsaðstoð og þrýst á sig að halda sambandi þeirra leyndu. Clark, sem er 24 ára, var rekinn úr sjónvarpsþáttunum eftir að í ljós kom að hann hafði verið ákærður fyrir að beita systur sína kynferðislegu of- beldi. Blaðið Los Angel- es Times hefur eftir heimildarmönnum að Abdul hafi vísað ásökunum Clarks á bug þegar framleiðendur þáttanna báru þær undir hana. Sjónvarpsstöðin ABC News hefur að undanförnu unnið að fréttaskýr- ingarþætti þar sem fjallað er um ým- islegt sem gerist bak við tjöldin í þátt- unum American Idol. Að sögn Los Angeles Times hefur Marty Singer, lög- maður Abdul, varað ABC við því að verði þátturinn sýndur í næstu viku, eins og til stendur, geti máls- höfðun fylgt í kjölfarið. Talsmaður Abdul hef- ur sent yfirlýsingu til sjónvarpsþáttarins Access Hollywood þar sem segir að Abdul ætli ekki að leggja sig svo lágt að svara ásökunum Clarks, sem sé yfirlýstur lygari og tækifærissinni. Nú breiði hann út lyg- ar um Abdul til að tryggja að bók hans seljist. Simon Cowell og Randy Jackson, meðdómarar Abdul í þátt- unum, hafa tekið í sama streng í við- tölum og standa með henni. Sjónvarp | American Idol-hneyksli? Átti Abdul í ástarsambandi við keppanda? Paula Abdul er sá dóm- aranna þriggja sem þykir tengjast keppendum hvað sterkustum böndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.