Morgunblaðið - 29.04.2005, Side 56

Morgunblaðið - 29.04.2005, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ALLS EKKIFYRIRVIÐKVÆMA!  DV The Jacket kl. 5.50 - 8 - 10.10 b.i. 16 ára The Motorcycle Diaries kl. 5.30 - 8 - 10.30 Maria Full of Grace kl. 6 b.i. 14 ára Napoleon Dynamite kl. 8 - 10 Vera Drake kl. 5.30 - 8 Hole in my Heart kl. 10,30 b.i. 16 ára Garden State kl. 5.45 - 8 b.i. 16 ára 9 Songs kl. 10,15 b.i. 16 ára  S.V. MBL Ó.H.T Rás 2 H.L. MBL  Ó.H.T Rás 2  Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (The Pianist) og Keira Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”. 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR MBL Ó.H.T Rás 2 Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (The Pianist) og Keira Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”. 4 sýningar eftir 4 sýningar eftir A Hole in my Heart SPENNUMYNDIN xXx2: The Next Level er fram- haldsmynd xXx frá 2002 og er hún frumsýnd hér- lendis á sama tíma og í Bandaríkjunum. Í þetta skiptið eru pólitísk átök í gangi og vinsæll forseti verður skotmark leynilegs hóps innan Bandaríkja- stjórnar. Tveir menn geta komið í veg fyrir þetta ódáðaverk. Annar þeirra er Augustus Gibbons (Samuel L. Jack- son) en hann lifði af árás á leynilegar höfuðstöðvar NSA og er á flótta. Hinn er Darius Stone (Ice Cube) en hann er sérsveitarhermaður, sem er í varðhaldi í herfangelsi. Gibson þarf á ný á hjálp utangarðsmanns að halda og Stone er rétti maðurinn. Nýi xXx-leyniþjón- ustumaðurinn verður að stöðva uppreisnina innan frá. Það er eina von landsins til að stöðva fyrstu valda- ránstilraunina í sögu Bandaríkjanna. Frumsýning | xXx2: The Next Level Tilraun til valdaráns Ice Cube forðast ekki eldfim málefni. HÉR í eina tíð var það Mickey litli Rooney sem þótti aðalrúsínan í Hollywood. Nú þegar Rooney karl- inn er sestur í helgan stein í hárri elli fer vel á að nýr Rooney sé farinn að banka á dyrnar. Sá kemur hins vegar úr ólíklegustu átt, er einn efni- legasti knattspyrnumaður í heim- inum í dag og heitir Wayne Rooney. Hinn smáa og knáa Manchester United-kempa hefur þó enn sem komið er ekki í hyggju að spreyta sig sem kvikmyndaleikari heldur hefur hann að sögn keypt hlut í framleiðslufyrirtæki sem m.a. gerði nýjustu myndina með Orlando Blo- om, sem heitir Kingdom of Heaven og verður frumsýnd um aðra helgi. Fyrirtækið heitir Inside Track 3 og hefur m.a. framleitt stórmyndir Rid- leys Scotts, sem gerði m.a. Ósk- arsverðlaunamyndina Gladiator. Þótt Rooney sé aðeins 19 ára gamall hefur hann hagnast mjög á knattfimi sinni og er nú far- inn að huga að því hvernig hann get- ur fjárfest vit- urlega. Ráðgjafar hans eiga að hafa ráðlagt honum að fjárfesta í kvik- myndageiranum og ku honum hafa litist prýðilega á að hasla sér völl á þeim stjörnum þakta vettvangi. „Það er mjög spennandi að eiga smáhluta í Holly- wood,“ lét hann hafa eftir sér í sam- tali við breska götublaðið The Sun. Aðrir frægir einstaklingar sem fjár- fest hafa í Inside Track 3 kvik- myndafélaginu eru m.a. tónlist- armennirnir George Michael og Peter Gabriel. David Beckham og Gary Lineker eru aðrir sem veitt hafa kvikmyndaverkefnum fjárhags- legan stuðning. Nýr Rooney í Hollywood Wayne Rooney ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN Adrien Brody leikur í The Jacket, spennandi sálfræðitrylli um her- manninn Jack Starks, sem skotinn var í höfuðið í Persaflóastríðinu. Ævintýri hans eru ekki úti því þeg- ar hann snýr aftur heim til Ver- mont er hann sakaður um morð sem hann framdi ekki. Hann þjáist af minnisleysi og fleiri kvillum eftir stríðið og er því sendur á geð- veikrahæli í stað fangelsis. Þar fer hann í meðferð hjá hinum illa Dr. Becker (Kris Kristofferson) en hún felst m.a. í því að hann er settur í spennitreyju ofan í lítið rými á hverju kvöldi. Inni í því þjáist hann vegna hræðilegra minninga úr stríðinu. Sem afleiðing af lyfjagjöfinni ferðast hann inn í framtíðina þar sem hann hittir Jackie (Keira Knightley) og kemst að því að hann deyr eftir fjóra daga. Jack verður nú að nota þessa nýju náðargáfu til að komast að því hvað kom fyrir hann í þeirri von að hann geti breytt sögunni. Leikstjóri myndarinnar er John Maybury og Brian Eno semur tón- listina. Frumsýning | The Jacket Í spennitreyju inn í framtíðina Adrien Brody lendir í hremmingum í The Jacket. ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 44/100 Roger Ebert Hollywood Reporter 80/100 New York Times 40/100 Variety 40/100 (metacritic) Paul Chedlow Kvikmyndastjarnan Tom Cruise er sagður vera kominn með nýja kær- ustu og er sú „heppna“ leikkonan Katie Holmes. Lee Anne DeVette, systir Cruise og fjölmiðla- fulltrúi, segir þau hafa verið saman í nokkrar vikur. Þau sáust fyrst saman opinberlega í Róm í vik- unni þar sem Cruise mun taka við David di Dona- tello-kvikmyndaverðlaun- unum í dag. Þetta kemur fram á fréttavef CNN. Cruise hefur verið kvæntur leikkonunum Mimi Rogers og Nicole Kidman auk þess sem hann átti í löngu sambandi við spænsku leikkonuna Penelope Cruz. Holmes var áður trúlofuð leikaranum Chris Klein en þau slitu trúlofun sinni nýlega. Cruise með nýja kærustu Tom Cruise Katie Holmes

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.