Morgunblaðið - 07.05.2005, Page 14
14 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
London. | „Ég kaus ekki. Mér finnst
komið nóg af Blair, en ég sá ekki
fram á að mitt atkvæði breytti
neinu,“ sagði ungur maður við
blaðamann á krá á Charing Cross
Road í London í gær. Viðhorf hans
er dæmigert fyrir fjölda ungs fólks
í Bretlandi. Kjörsókn í landinu
virðist ekki hafa náð sér á strik,
þrátt fyrir harða samkeppni flokk-
anna í ýmsum lykilkjördæmum og
tilraunir ríkisstjórnarinnar til að
auka hana með því að afnema
hömlur á póstkosningar.
Kjörsókn í kosningunum 2001
var Bretum nokkurt áfall, en hún
var aðeins rúmlega 59%; hafði fram
að því verið á bilinu 70–80%. Þótt
ekki hefðu öll atkvæði verið talin
síðdegis í gær benti flest til að
kjörsókn hefði í bezta falli aukizt
um 1–2% frá 2001. „Kjörsóknin
minnkar ekki en hún eykst heldur
ekkert að ráði,“ segir Graeme
Trayner, sérfræðingur hjá rann-
sóknafyrirtækinu Opinion Leader
Research. „Það stefnir lýðræðinu í
hættu. Fólki finnst ekki taka því að
kjósa; því finnst það ekki skipta
neinu máli.“
Trayner hefur gert ýmsar rann-
sóknir á áhugaleysi kjósenda og
segir marga telja að vegna kosn-
ingakerfisins skipti atkvæði þeirra
oft engu máli og ekki sé nægilegt
val milli stjórnmálaflokka. „Þetta
er mál sem stjórnmálamenn verða
að taka á,“ segir hann.
Kosningakerfið er síðan sérstakt
viðfangsefni, segir Trayner.
„Verkamannaflokkurinn fær meiri-
hluta á þingi með aðeins rúman
þriðjung atkvæðanna. Það vekur
spurningar um hið lýðræðislega
umboð Verkamannaflokksins.“
3&0&&" &&
$85 " 0(&' " CMPLE
/0(&' "
P" , CPPLE
/ && !, &
%"' " &&
<,0&&" &&
!. " ":&' ',06
/ *.6,& &&
L" ' A:0 CQ", E
I
&'
<,>
0&&"!. " ":&'
',06
%"' 0,&&
() # *) + <,0&&" &&
%"' " &&
!. " ":&' ',06
=.6,& && /"RQ",
,+
+ -
*)
). ) .
$
/ .
.0 & " 1 23!/
23!/
;"& &# 6
4 #50#&
0.
+,1
4 5
& %36/
& %3(7#) )8
() ). /)8&3
*) 39 # )
:) ( //
,8;< = -8=<
+>8=<
=+8;<
? 1
!. " ":&'
',06
%"' 0,&&
<,0&&" &&
%"' 0,&&
!. " ":&' ',06
=.6,& &&
= +-;
-
,
S " 6 & +-
)@ ) # #
))?) ). "
) )
/@$
$
& " 1 4 5
& %36/
& %3(7#) )8
() ). /)8&3
*) 39 # )
:) ( //
><
==8 ? 1
<,>
0&&"
Kjörsókn í Bretlandi eykst lítið
Eftir Ólaf Stephensen
olafur@mbl.is
Santa Maria. AP, AFP. | Vitnaleiðslur
verjenda eru hafnar í réttarhöld-
unum yfir Michael Jackson, en tón-
listarmaðurinn er eins og kunnugt er
ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi
gegn 13 ára dreng sem dvaldi hjá
honum á búgarði hans, Neverland.
Fjöldi barna hefur í gegnum tíðina
dvalið í lengri eða skemmri tíma hjá
Jackson á Neverland-búgarðinum og
fyrstu vitni verjenda voru einmitt
tveir ungir Ástralir sem heimsóttu
Jackson oft sem drengir.
Fyrst bar Wade Robson, 22 ára
dansari, vitni. Hann hefur þekkt
Jackson frá fimm ára aldri og sagðist
hafa dvalið á Neverland að minnsta
kosti 20 sinnum. Í öll þau skipti, nema
þrisvar eða fjórum sinnum, hefði
hann gist í svefnherbergi Jacksons
og aðspurður viðurkenndi hann að
þeir hefðu stundum sofið í sama rúmi.
Robson sagði að í þessum heimsókn-
um hefðu þeir kjaftað, horft á bíó-
myndir, spilað tölvuleiki og farið í
koddaslag, en að Jackson hefði aldrei
snert sig á kynferðislegan hátt.
Seinna vitnið var hinn 22 ára gamli
Brett Barnes, en leiðir þeirra Jack-
sons lágu saman þegar Barnes var
fimm ára og poppstjarnan var á tón-
leikaferð í heimalandi hans. Barnes
sagðist hafa heimsótt Jackson á Nev-
erland að minnsta kosti tíu sinnum
sem drengur og að hann hefði, eins
og Robson, sofið í sama rúmi og
hann. Barnes brást reiður við þegar
spurt var hvort eitthvað óviðeigandi
hefði átt sér stað í þessum næt-
urheimsóknum og sagði að slíkt hefði
hann aldrei látið viðgangast.
Reuters
Michael Jackson með móður sinni,
Katherine Jackson (t.h.).
Neita því að
hafa verið
áreittir kyn-
ferðislega
Hanoi. AFP. | Ákveðið hefur verið að
Phan Van Khai, forsætisráðherra Ví-
etnams, eigi fund með George W.
Bush Bandaríkjaforseta í Wash-
ington 21. júní og verður Khai fyrsti
víetnamski þjóðarleiðtoginn sem hitt-
ir bandarískan forseta síðan Víetnam-
stríðinu lauk 1975.
Robert Zoellick, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá
þessu í Hanoi, höfuðborg Víetnams, í
gær. Ríkin tvö tóku upp stjórnmála-
samband árið 1995.
Zoellick sagði að framfarir hefðu
orðið í mannréttindamálum í Víet-
nam, nokkrir fangar hefðu verið látn-
ir lausir og aðrir fengið sakaruppgjöf.
Bill Clinton, þáverandi Bandaríkja-
forseti, heimsótti Víetnam árið 2000.
John Hanford sendiherra, sem er sér-
stakur fulltrúi utanríkisráðuneytisins
varðandi trúfrelsi, sagði í gær í Wash-
ington að stjórn kommúnista í Víet-
nam hefði þegar byrjað að slaka á
höftum á trúariðkunum. Væri það í
samræmi við samkomulag sem gert
hefði verið um þau mál við Banda-
ríkjamenn.
Forsætis-
ráðherra
Víetnams
hittir Bush
♦♦♦
Álfaheiði 32
Þórunn Gísladóttir
GSM 695 0448
Sími 520 9511
Netfang: thorunn@remax.is
RE/MAX, Bæjarlind 12, 201 Kópavogur
Heimilisfang: Álfaheiði 32
Verð: Verð 43,8 milljónir.
Löggiltur fasteignasali: Birgir Birgisson
Mjög fallegt, vel skipulagt og vel staðsett
einbýlishús á tveimur hæðum, ásamt
bílskúr, í suðurhlíðum Kópavogs. Garðurinn
er í góðri rækt, skjólgóður og afgirtur, hellu-
lagður göngustígur liggur með húsinu, heitur
pottur. Á efri hæð eru svefnherbergi, sjón-
varpsstofa og baðherbergi sem er flísalagt,
en herbergin öll með skápum og parketlögð.
Á neðri hæð er stórt herbergi og stofa en
bæði herbergin eru parketlögð, kamína í
stofu. Sólstofa er út frá stofu sem er mjög
vönduð og falleg, bogadregnir gluggar, fal-
legt útsýni, náttúruflísar og hiti í gólfi. Í eld-
húsi er korkur á gólfi, ljós innrétting og
granít í borðplötu. Parketlagður stigi milli
hæða. Flísar í anddyri, baðherbergi á
neðri hæð og þvottahúsi. Bílaplan er
hellulagt og með upphitun.
Allar upplýsingar gefa Gunnar í síma
862 2001 og Þórunn í síma 695 0448.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Falleg 65,8 fm 2ja herbergja íbúð á 4. hæð með glæsilegu útsýni ásamt
23,8 fm stæði í bílageymslu, samtals 90 fm. Íbúðin skiptist í hol, stofu með
útgangi á norð-vestursvalir, eldhús með borðkrók, svefnherbergi með
góðum skápum og flísalagt baðherbergi með baðkari og geymslu. Parket er
á allri íbúðinni. Þvottahús er sameiginlegt á hæðinni. 5476. Verð 15,5 millj.
Hrönn, sími 862 8654, sýnir í dag milli kl. 14.00 og 15.00
Opið hús í dag milli kl. 14.00 og 15.00
Austurströnd 4
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111