Morgunblaðið - 07.05.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 17
MINNSTAÐUR
KYNNISFERÐIR og SBK (Sér-
leyfisbifreiðar Keflavíkur) hefja í
byrjun maí nýja þjónustu á Íslandi
fyrir ferðamenn í Reykjavík. Um er
að ræða hringferð um höfuðborgina
samkvæmt svokölluðu „Hop On –
Hop Off“-fyrirkomulagi sem margir
þekkja frá helstu stórborgum Evr-
ópu.
Boðið verður upp á ferðir á
klukkustundar fresti frá maí til sept-
ember með viðkomu á tíu stöðum,
alla daga frá kl. 10 á morgnana fram
til kl. 17.
Ferðirnar hefjast við Arnarhól og
eru stoppistöðvar eftirfarandi:
Ægisgarður, Þjóðminjasafnið,
BSÍ, Hótel Loftleiðir, Perlan,
Kringlan, Suðurlandsbraut v/Hótel
Nordica, Farfuglaheimilið Laugar-
dal og Hallgrímskirkja.
Farþegar geta „hoppað úr“ og
„hoppað inn“ á þessum stöðum, og
dvalið eins lengi og þeir vilja og hald-
ið svo hringferðinni áfram.
Keyptir hafa verið tveir tveggja
hæða vagnar sem taka 80 manns í
sæti og eru sérútbúnir og sérmerktir
skv. einkaleyfi frá Citysightseeing
Ltd. í Englandi. Í vögnunum er leið-
sögukerfi á átta tungumálum; ís-
lensku, ensku, dönsku, frönsku,
þýsku, spænsku, ítölsku og jap-
önsku.
Verðið er krónur 1.500 fyrir full-
orðna og 750 krónur fyrir 12–15 ára.
Frítt er fyrir yngri en 12 ára.
Sala í ferðirnar er hjá Kynnisferð-
um á BSÍ, Hótel Nordica, Hótel
Loftleiðum og Hótel Sögu en einnig
er hægt að kaupa farmiða í bílunum
sjálfum.
„Hop On –
Hop Off“ í
Reykjavík
ÞRJÚ tilboð bárust í útboði Vega-
gerðarinnar á breikkun gatnamóta
Kringlumýrarbrautar og Mikla-
brautar. Öll tilboðin voru yfir kostn-
aðaráætlun Vegagerðarinnar sem
hljóðaði upp á 210 milljónir króna.
Lægsta tilboðið kom frá Heimi og
Þorgeiri ehf. í Garðabæ, tæplega 230
milljónir króna. Klæðning ehf. í
Kópavogi bauð 250 milljónir og Ístak
hf. í Reykjavík bauð rúmlega 252
milljónir.
Gert er ráð fyrir að verkinu sé að
fullu lokið 29. ágúst nk.
Öll tilboð voru
yfir áætlun
STEINAR Björgvinsson garðyrkju-
fræðingur og fuglaáhugamaður
verður með fræðslu um fugla og
gróður í Grasagarði Reykjavíkur í
dag, laugardag kl. 11. Hann mun
ræða um samspil fugla, skordýra
og gróðurs og segja frá því hvernig
hægt er að laða fugla að görðunum
með réttu plöntuvali. Mæting er í
lystihúsinu og er fólki bent á að
hafa meðferðis fuglahandbók og
sjónauka. Eftir fræðsluna verður
boðið upp á te.
Í Grasagarðinum hafa verið sett-
ir upp nokkrir varpkassar fyrir
stara, músarrindil og maríuerlu,
auk þess sem nokkrum fuglaböðum
hefur verið komið fyrir í samvinnu
við Steinar, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fræðsla um
fugla og gróður
♦♦♦
www.toyota.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
28
30
8
0
5/
20
05
Nýr Corolla - fjölskyldubíll sumarsins
Komdu og sjáðu. Nýr Corolla uppfyllir ströngustu kröfur vandlátra kaupenda
um gæði, háþróaðan tæknibúnað og frábæra aksturseiginleika. Þess vegna hafa
Íslendingar tekið Corolla fram yfir aðrar tegundir. Þeir vilja fá það sem skiptir
mestu máli: Hagstætt verð, traust, öryggi og bíl sem er frábær í endursölu.
Verð frá 1.755.000 kr.
Komdu við, skoðaðu og fáðu að reynsluaka nýjum Corolla.
Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070
Vinsælasti vorboðinn er kominn til landsins
Dreifing K. Richter hf.
www.krichter.is
A U T O C A R E
Clean Plus® blautklútar eru nýjung
sem auðvelda þrifin á bílnum!
Clean Plus® vörur eru fyrsta flokks
gæðavörur á samkeppnishæfu verði.
Clean Plus® vörur gera þrifin á bílnum auðveldari.
Clean Plus® er fyrir nútíma bílaeigendur!
www.cleanplusautocare.com
Fæst í helstu stórmörkuðum,
byggingavöruverslunum og víðar.