Morgunblaðið - 07.05.2005, Side 19

Morgunblaðið - 07.05.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 19 MINNSTAÐUR SUÐURNES LANDIÐ Reykjanesbær | Efnilegt íþróttafólk getur skráð sig á afreksmannabraut við Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Verður hefðbundið nám og æfingar skipulagt út frá þörfum þessa hóps, eins konar atvinnumannaumhverfi, eins og Geir Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Íþróttaakademíunn- ar, tekur til orða. Íþróttaakademía í Reykjanesbæ tekur til starfa í haust. Þar fer fram kennsla í íþróttafræðum á háskóla- stigi í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, námskeiðahald í sam- starfi við íþróttahreyfinguna auk fjarnáms á háskólastigi í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum. Bygging húss yfir starfsemina stendur yfir á vegum Eignarhalds- félagsins Fasteignar hf. og í gær lagði Árni Sigfússon bæjarstjóri hornstein að byggingunni um leið og framkvæmdin var kynnt. Einnig eru hafnar framkvæmdir við nemenda- íbúðir og verða þær fyrstu tilbúnar um áramót. Samstarf hefur tekist milli Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og Íþrótta- akademíunnar um sérstaka afreks- mannabraut. Geir Sveinsson segir miðað við að í haust verði teknir inn nemendur í einn bekk og stundi nemendur hans nám við náttúru- fræðibraut Fjölbrautaskólans og af- reksmannabraut hjá Íþróttaaka- demíunni. Á afreksmannabrautinni verður efnilegu íþróttafólki boðið upp á kennslu í fjórum íþróttagrein- um til að byrja með, knattspyrnu, körfuknattleik, sundi og golfi. Kynn- ing á þessu námi verður send á næst- unni til nemenda á öllu landinu sem eru nú að ljúka grunnskólanámi enda segir Geir að námið sé opið nemendum af öllu landinu. Við skipulagningu námsins er tek- ið tillit til þarfa íþróttafólksins um að æfa tvisvar á dag en geta jafnframt stundað nám. Þannig verða æfingar á milli 8 og 10 á morgnana og eftir það tekur við hefðbundið skólanám til fjögur á daginn, og síðan æfingar hjá íþróttafélögunum á kvöldin. Geir segir að með þessu sé verið að bæta mjög aðstöðu efnilegs íþróttafólks til að stunda íþrótt sína og um leið hefð- bundið nám, verið sé að skapa hálf- gert atvinnumannaumhverfi. Geir segir að hugmyndin að þessu fyrir- komulagi sé fengin í Noregi og þetta sé tímabær nýjung hér á landi. Íþróttaakademían fjármagnar sitt framlag með innheimtu gjalds, 80 til 85 þúsund kr. á önn. Geir segir að fyrir þetta fái íþróttamaðurinn þjón- ustu hæfra kennara svo jaðri við ein- staklingsþjálfun. Guðni Kjartansson mun sjá um knattspyrnuna, Sigurð- ur Ingimundarson um körfuboltann, Brynjar Geirsson um golfið og Ingi Þór Einarsson um sundið. Sigurður er umsjónarmaður þessa náms fyrir hönd Íþróttaakademíunnar og Guðni fyrir hönd Fjölbrautaskólans. Sótt um háskólanám Síðar í mánuðinum rennur út frestur til að sækja um inngöngu í íþróttafræðinám á háskólastigi við Íþróttaakademíuna. Kennslan verð- ur á vegum kennslu- og lýðheilsu- deildar Háskólans í Reykjavík. Geir segir að þegar séu komnir um þrjá- tíu nemendur en gert er ráð fyrir að teknir verði inn 30 til 35 nemendur á fyrsta ári. Þótt stúdentspróf sé eitt af inntökuskilyrðum segir hann að einnig verði teknir inn einhverjir nemendur með aðra grunnþekkingu, til dæmis fólk með reynslu af þjálfun og hvetur hann áhugafólk með þann- ig reynslu til að sækja um. Nemendur teknir inn á afreksmannabraut hjá Íþróttaakademíu og Fjölbrautaskóla Suðurnesja Skapa aðstöðu fyrir efnilegt íþróttafólk Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hornsteinn Árni Sigfússon bæjarstjóri, sem átti hugmyndina að stofnun Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ, lagði hornstein byggingar húss akademí- unnar við athöfn í gær. Starfsemi hefst þar í ágúst. Húsavík | Þrátt fyrir að komið sé fram í maí er ekkert lát á frábærri að- sókn á leikritið Sambýlingana sem Leikfélag Húsavíkur hefur sýnt í gamla Samkomuhúsinu frá því í lok febrúar. Á sýningu nú í vikunni kom gestur númer tvö þúsund að sjá sýninguna og var hann leystur út með blómum. Að sögn Gunnars Jóhannssonar, leik- ara og stjórnarmanns í LH, hafa síð- ustu sýningar á verkinu verið auglýst- ar og reyndar kominn biðlisti á þær. „Við komum til með að skoða fram- haldið með tilliti til þeirrar miklu að- sóknar sem ekkert lát virðist vera á,“ sagði Gunnar. Til gamans má geta þess að íbúafjöldi Húsavíkur er um tvö þúsund og fjögur hundruð manns og þannig bendir allt til þess að fjöldi sýningargesta verði meiri en fjöldi bæjarbúa. Yfir tvö þúsund á Sambýlingana Leikhúsgestur Jóna Kristín Ein- arsdóttir var gestur númer tvö þús- und á Sambýlingunum og færði Gunnar Jóhannsson henni blóm í tilefni þess. Keflavíkurflugvöllur | Kostnaður fólks sem kýs að geyma bíla sína á stæðum við Flugstöð Leifs Eiríksson- ar eykst, þegar nýtt fyrirkomulag tekur gildi, ef fólkið dvelur erlendis skemur en í viku og eins ef það notar skammtímastæði. Ef fólk dvelur hins vegar í meira en hálfan mánuð verður kostnaðurinn minni en nú er og lækk- ar hlutfallslega enn meira þegar dval- ið er lengur en í þrjár vikur. Alls eru um 2.500 bílastæði við flugstöðina. Nýtt fyrirkomulag verður tekið upp við Flugstöð Leifs Eiríkssonar næstkomandi þriðjudag. Tekin verð- ur upp gjaldskylda á skammtíma- stæðum. Gjaldið verður 100 krónur á klukkustund og þar með 2.400 kr. á sólarhring. Eftir fyrsta sólarhringinn lækkar gjaldið um helming og mun stæðið því kosta 2.400 krónur, hvort sem bíllinn er skilinn eftir í einn eða tvo sólarhringa. Kostnaður við þetta stæði er síðan 8.400 krónur fyrir sjö daga notkun. Tilgangurinn með gjaldskyldunni er að tryggja þeim farþegum sem fyrir það vilja greiða stæði næst flugstöðinni, að sögn Höskuldar Ásgeirssonar, fram- kvæmdastjóra. Hann segir að brögð hafi verið að því að fólk hafi lagt á skammtímastæðunum á meðan það hefur farið til útlanda, þótt það hafi ekki verið leyfilegt, til þess að spara sér kostnað sem fylgir notkun lang- tímastæðanna. Eftirlit hefur verið erfitt en þó hefur sýslumaður sektað bíleigendur. „Reynslan sýnir að það gengur ekki að vera með gjaldskyldu á sumum stæðum en ekki öðrum.“. Alls eru 2.500 bílastæði við Flug- stöðina. Skammtímastæðum fjölgaði við það að bílaleigubílarnir voru flutt- ir á sérstakt svæði sem tekur 500 bíla og í sumar eru almennu stæðin um 320. Þar eru einnig 140 starfsmanna- stæði og 40 vildarstæði. Í haust mun rýmkast um almennu skammtíma- stæðin þegar útbúið verður bílastæði fyrir starfsfólk í nágrenni langtíma- stæðanna. Um leið verður tekin í notkun yfirbyggð göngubraut frá flugstöðinni og út á bílastæðin, að sögn Hrannar Ingólfsdóttur, for- stöðumanns markaðssviðs FLE. Aðstaða er til að skilja farþega eftir næst flugstöðinni og er hún gjald- frjáls. Kjósi ökumaður hins vegar að fylgja farþeganum inn í flugstöðina verður hann að leggja á stæðin og greiða 100 krónur ef ekki er dvalið lengur en klukkustund. Svæði fyrir langtímabílastæði hef- ur verið stækkað, þar er nú aðstaða fyrir um 1.460 bíla, og gjaldskránni þar verður einnig breytt næstkom- andi þriðjudag. Nú kostar 350 krónur á sólarhring að geyma bílinn á lang- tímastæðunum, óháð tímalengd ferðalagsins. Gjaldið fer í 500 krónur á sólarhring fyrstu vikuna en eftir það fer það stiglækkandi í hverri viku þar til bíllinn hefur verið í þrjár vikur, verður 350 kr. á dag eftir fyrstu vik- una, 300 eftir aðra og 250 krónur eftir þá þriðju. Afsláttargjaldið gildir frá upphafi ferðatímans. Það þýðir að gjaldið verður hærra en nú fyrstu vik- una, til dæmis 3.500 kr. fyrir sjö daga í stað 2.450 kr., jafnt og nú í annarri vikunni, en verður lægra en núgild- andi gjaldskrá eftir lok annarrar viku. Hrönn segir að afsláttarkerfið sé svipað og víða á flugvöllum erlendis. Tilgangurinn sé að koma til móts við fólk sem dvelur erlendis í lengri tíma, til dæmis í sumarleyfisferðum, til að nota stæðin. Þetta fólk hafi ekki notað bílastæðin mikið til þessa. Verið er að koma upp sjálfvirkum bílastæðabúnaði og verður sama kerfi á öllum svæðum. Bílstjórar geta valið á milli tveggja aðferða. Hægt er að opna hliðið með greiðslukorti og greiða fyrir þjónustuna með korti á staðnum þegar komið er til baka. Þeir sem ekki nota kort geta tekið miða úr vél við komuna á stæði og greitt gjald- ið í gjaldvél í norðurenda flugstöðv- arbyggingarinnar eða í afgreiðslu Securitas í komusal. 4$ /.   1    6)  A   + /6">  &# $&#> 40> (4" 5 < /00> 40> (4" 5    + =  , ,  ;               Kostnaður farþega minnk- ar þegar dvalið er lengur               ! " #     4" 5  0&& C, (:## 4E 0  1    6)  A      Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.